Morgunblaðið - 23.08.1992, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
STANGVEIÐI/Er spónninn skabrœbisgripurf
Laxamir á Fossbreiðunni
MARGIR FYLLAST tortryggni
þegar minnst er á spæni, tengja
þá „húkki“ og óheiðarlegum veið-
iaðferðum. Það er mesti misskiln-
ingur að spónninn sé hættulegri í
þessu tilliti en önnur veiðarfæri.
Það er hægt að svíkjast að fiskum
með flugum og maðkaönglum ef
menn ætla sér það. Þetta er að-
eins spurning um hugarfar og nóg
um það.
Það getur verið mjög skemmti-
legt og áhyggjulaust að veiða
silung á spón. ' Létt stöng,
grönn lína og lítill spónn eru flngerð
tæki sem enginn þarf að blygðast
sín fyrir. Flestir komast fljótt upp
^^^mmmmmm á lag með að kasta
þessu agni og
maður finnur vel
fyrir þó ekki sé
nema hálfs punds
silungi á mjúkri
stöng.
Gæta þarf þess
að velja spón við
hæfi miðað við
dýpi, straumþunga og þá línu sem
notuð er en styrkleiki og þar með
sverleiki hennar fer eftir stærð
þeirra fiska sem vænta má. Léttur
spónn kastast illa á gildri línu.
Þunga spóna þarf að draga hratt,
það þótti Tryggva heitnum í Miðdal
ekki veiðilegt.
Hann sagði: „Þú dregur aldrei
of hægt fyrr en þú festir í botni.“
Því skyldi nota spóna af léttari gerð-
inni og eins granna línu og þorandi
er. Þá er oftast hægt að kasta nægi-
lega langt og draga nógu hægt til
að freista fiskanna. Þetta er eins
góð regla og hver önnur.
Þegar veitt er með spæni og fisk-
ur tekur er best að bregða skjótt
við hvort heldur er um lax eða sil-
eftir Gylfo
Pálsson
ung
að
ræða.
Fiskar hafa
ekki annað þreifítæki en kjaftinn
og þeir eru furðufljótir að skyrpa
því út úr sér sem þeir finna að er
ekki ætt. Það er því eins gott að
vera vel vakandi og viðbúinn því að
bíti á.
Yfírleitt á að hafa hjólbremsuna
vel herta meðan kastað er til þess
að hún veiti mótstöðu þegar brugð-
ið er við. En strax og fest hefur
verið í fiskinum verður að losa á
bremsunni til að hann geti rásað
vilji hann bregða á leik. Oft hefur
skilið með veiðimanni og físki hafl
bremsan verið of fast stillt þegar
fiskurinn hefur tekið strikið eða
stokkið.
Sé notað „opið hjól“ er gott að
hafa laflaust á hjólinu þegar fiskur
er þreyttur en styðja fingri á spól-
una þurfi að halda í við hann eða
ná inn línu. Þá er auðvelt að minnka
eða auka átakið.
En hversu fast á þá að halda við
fisk? Þar um er engin algild regla
leika þarf eftir tilfínningu og að-
stæðum hveiju sinni. Stundum verð-
ur að meta stöðuna og eins víst að
ákvörðunin sem tekin er sé röng
hver sem hún er.
Atvik á Fossbreiðunni kemur upp
í hugann. Fyrir neðan breiðuna taka
við flúðir og stórgrýti. Lax, á að
giska 14 pund, tók spón neðst á
lygnunni. Hann var ókyrr, lét illa
og vildi niður. Ég hugðist spekja
hann en hélt í við hann eins og ég
þorði. Óttaðist að
tapa honum færi
hann niður hávað-
ana. Laxinn stökk
nokkrum sinnum en mér
tókst alltaf að ná sambandi við hann
aftur og hélt að nú færi að draga
af honum, glíman hafði staðið í um
stundarfjórðung.
Ég hafði tekið þéttingsfast á hon-
um allan tímann, krókarnir hlytu
að standa vel í kjaftvikinu og óhætt
væri að beina honum inn í vikið
neðan við klöppina, eina staðinn þar
sem hægt var að landa físki með
góðu móti.
En hann átti meira eftir en ég
hugði, sneri við, strikaði niður á
brotið og ætlaði sér greinilega fram
af. Ég hugðist snúa honum við en
þá stökk hann, kom niður með þung-
um dynk og kvaddi.
Ég nagaði mig í handarbakið fyr-
ir að hafa ekki tekið áhættuna og
lofað honum að fara niður flúðirn-
ar. Á breiðunni var töluvert af fiski
svo ég færði upp á línunni og kast-
aði. Aftur tók lax af svipaðri stærð
og hagaði sér líkt og hinn fyrri. Ég
hét því að brenna mig ekki á því
sama og áður en reyndi að spekja
hann og halda honum í hylnum.
Þegar sýnt var að það kostaði
sömu átökin og áður lét ég slag
standa og hleypti honum niður, hélt
stönginni hátt og tók sprettinn yfír
kletta og klungur, leið sem ég var
búinn að sjá mér út. Allt í einu var
eins og laxinn stansaði í miðjum
strengnum. Ég spólaði inn en allt
fast. Það var titringur á stönginni
en ég sá fljótt að hann var í takt
við straumkastið á flúðinni. Ég tók
fastar á og upp kom spónninn, þykk-
ur mosabrúskur var á krækjunni.
Tveir misstir skilja eftir tómarúm
í tilverunni.
Listdansskóli Islands
Strákar:
Sérstakir tímar verða í
vetur fyrir stráka.
Gamlir nemendur:
í vetur verður boðið upp
á sérstaka tíma fyrir
gamla ballettnemendur.
Morgun- og kvöldtímar.
auglýsir:
Inntökupróf 2. og 3. september.
Skráning verður dagana 31. ágúst
til 1. sept. í síma 679188.
Lágmarksaldur er 9 ára.
Kennarar í vetur:
Ingibjörg Björnsdóttir, Auður
Bjarnadóttir, Nanna Ólafsdóttir,
Margrét Gísladóttir, María
Gísladóttir, Alan Howard, Sylvia
von Kospoth og fleiri.
Eldri nemendur skólans komi laugardaginn 5. september
milli kl. 10.00 og 12.00 með stundaskrár.
Kennsla hefst þriðjudaginn 8. september.
I
Metsölublað á hverjum degi!
Morgunblaðið/Júlíus
Ottó Hreinsson, útibússtjóri vínbúðarinnar I Austurstræti: Flestir
setja mörkin við fímmtán hundruð krónur.
VÍN/£r« vínin á sérlistanum dýrari
en önnur?
Sérlistavín undir
1.000krónum
VÍN á hinum svokallaða sérlista ÁT VR hafa notið vaxandi vin-
sælda enda eru þau orðin langtum aðgengilegri fyrir almenning
eftir að sala á þeim hófst einnig í hinni nýju vínbúð í Austur-
stræti. Þar á undan höfðu sérlistavín einungis verið fáanleg í
vinbúðinni í Mjóddinni í Breiðholti.
Ottó Hreinsson, útibússtjóri í
vínbúðinni Austurstræti,
segir að fyrst eftir að búðin var
opnuð hafí lítil hreyfing verið á
sérlistanum en undanfarið hafin
aukinn áhugi á
sérlistavínunum
verið merkjan-
legur. Ottó segir
greinilegan mun
á því hvernig
fólk hugsi við
vínkaup eftir að
sjálfsafgreiðslu-
fyrirkomulagið
eftir Steingrim
Sigurgeirsson
var tekið upp. Það spái meira í
vínin, gefi sér tíma og spytji
spurninga. Það sé hins vegar einn-
ig ljóst að' verðið skipti miklu
máli og mjög hæg hreyfing sé á
dýrari vínum en fimmtán hundruð
krónum.
Sjónarmið sem maður heyrir
oft er að sérlistavínin hljóti að
vera mjög dýr. Vissulega er á
sérlistanum að finna mörg mjög
góð en jafnframt nokkuð dýr vín.
Þar eru hins vegar einnig nokkur
vín sem eru allrar athygli verð
vegna þess hversu hagstætt verð
þeirra er miðað við gæði. Má
meira að segja finna mörg vín þar
undir þúsund krónum sem oft eru
töluvert betri en vín á sama verði
á almenna listanum. Nokkur
dæmi:
Tvö vín frá vínfyrirtæki Torres-
fjölskyldunnar í Chile hafa undan-
farna mánuði verið fáanleg í sér-
listabúðunum. Vínrækt á sér
langa hefð í Chile, vínviður var
fyrst gróðursettur þar af Spán-
veijum árið 1518, eða tveimur
öldum áður en vínrækt hófst í
Kaliforníú.
í byijun áttunda áratugarins
ákvað Miguel Torres, stjórnandi
Torres-fyrirtækisins, að reyna
fyrir sér með vínrækt í Ameríku.
Eftir að hafa skoðað fjölmarga
staði, m.a. í Kaliforníu, Mexíkó
og Argentínu komst hann að
þeirri niðurstöðu að Chile myndi
henta fyrirtækinu best. Festi
Torres kaup á 150 hektara vín-
ekru í borginni Curicó, 200 kíló-
metra suður af höfuðborginni
Santiago, árið 1979. Meðal þeirra
þrúgna sem hann ræktar nú þar
má nefna Cabernet Sauvignon,
Pinot Noir, Chardonnay, Gew-
urztraminer, Sauvignon Blanc og
Riesling.
Vínin sem hafa fengist á sérlist-
anum eru rauðvínið Santa Digna
Cabernet. Sauvignon 1990 (850
krónur) og hvítvínið Santa Digna
Sauvignon Blanc (820 krónur).
Unnendur bandarískra vína
hafa löngum kvartað yfir því
hversu fátæklegt úrvalið væri hjá
ÁTVR. Á undanförnum misserum
hefur þó af og til verið boðið upp
á mjög frambærileg Kaliforníuvín
á sérlistanum. Og nú loksins eru
vín frá Robert Mondavi, einum
þekktasta brautryðjanda bandarí-
skrar víngerðar, fáanleg.
Góð Mondavi-vín eru eins og
flest Kaliforníuvín fremur dýr.
Mondavi keypti hins vegar vínekr-
una Woodbridge árið 1979 og
undir nafninu Robert Mondavi
Woodbridge eru seld vín í ódýrari
kantinum sem standa samt eftir
sem áður undir nafninu Mondavi.
Víngerðarmaðurinn hjá Wood-
bridge er Tim Mondavi, yngri son-
ur Roberts Mondavi.
Á sérlistanum er að finna tvö
hvítvín af þessari gerð, Sauvignon
Blanc 1990 (790 krónur) og Char-
donnay 1990 (990 krónur) og eitt
rauðvín, Cabernet Sauvignon
1989 (840 krónur).
Vert er einnig að geta tveggja
Nýja heims vína til viðbótar frá
suðurhluta Ástralíu. Rauðvínið
Koonunga Hill Shiraz/Cabernet
Sauvignon 1989 (990 krónur) og
hvítvínið Koonunga Hill Semill-
on/Chardonnay 1991 (990 krón-
ur) eru bæði virkilega frambæri-
legir fulltrúar ástralskrar víngerð-
ar.
Og loks síðast en ekki síst einn
fulltrúi „Gamla heimsins“. Eina
evrópska vínið undir þúsund krón-
um á sérlistanum er ítalskt hvít-
vín, Frascati Superiore 1991 frá
framleiðandanum Fontana
Candida. Þetta er létt og frískt
vín, úr héraðinu Frascati skammt
frá Róm. Það virðist hafa fallið
vel í kramið hjá íslenskum neyt-
endum og hefur notið mikilla vin-
sælda frá því að sala á því hófst
í vor. Enda vekur það upp sumar-
tilfinningu árið um kring fyrir
einungis 920 krónur.