Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 C 9 allir í borð um báta sína og siglt var til Upemaviarssuk, en þar átti veisl- an að fara fram. Brúðkaupsveislan Búið var að dúka stórt langborð á túninu framan við rannsóknastof- una og íbúð Kristjönu og þar var búið að koma fyrir íslenskum mat ásamt ýmsu meðlæti sem átti að vera með sauðunum sem kraumuðu á grillinu. Tóku nú allir hraustlega til matar síns. Margar ræður voru fluttar brúð- hjónunum, bæði á grænlensku, og voru þær jafnóðum túlkaðar á dönsku, og á dönsku, sem voru þá líka um leið túlkaðar yfir á græn- lensku. Var brúðhjónunum óskað gæfu og gengis en nokkurs saknaðar gætti jafnframt í ræðum íslenskra vina og félaga og kvaðst Ingvi Þor- steinsson vinnuveitandi Kristjönu Kveðjur KRISTJANA og Jonathan fengu margar hlýjar kveðj- ur frá mörgum löndum, ein sú fallegasta kom frá séra Sigurbirni Einarssyni bisk- up og með leyfi þeirra hjóna er hún birt hér. Séð hef ég skína sðl í heiði yfir allan Einksfjörð. Brosti hún við Brattahlíð, og bló yfir Hvalsey - og þar stóð hún kyrr - Svo fannst mér þá - ySr fomum kirkjnkór, og aldrei í öðru landi var ísland mér nær en þar. Þar er minn hugur á þessum degi og heilsar sól er á Hvalsey skín. Standi hún kyrr og stafi geislum heilla og hamingju á hverja stund ykkar, sem bindið ísland og Grænland - heimskautalönd - hlýjum böndum, köld kostalönd kærleiksböndum. vera búinn að missa sína hægri hönd. Vinir Kristjönu sömdu brúðkaupsvís- ur til þeirra hjóna sem fluttar voru með miklum glæsibrag, fyrst á ís- lensku og síðan á dönsku. I lokin var síðan stiginn dans við undirleik ís- lenskra og grænlenskra hljóðfæra- leikara fram á rauða nótt. Var það mál manna að þetta væri skemmti- legasta brúðkaup sem þeir hefðu verið í. Ferðalok Mánudagurinn rann upp þungbú- inn og fyrr en varði fór að hellirigna en jafnframt var alltaf blankalogn og hafði það verið þannig alla dag- ana. Þessi dagur fór aðallega í af- slöppun, nokkrir skruppu til Qaq- ortoq, aðrir gengu um í Upemav- iarssuk og voru sammála um að þeir sem stjórnuðu veðrinu hlytu að vera mjög hliðhollir þessari giftingu. Kristjana tók upp brúðargjafir og las skeyti og kveðjur. Jonathan fór til Qaqortoq á lokadag umhverfísráð- stefnunnar. Brottfarardagurinn rann upp, ferðalangarnir ætluðu að sigla til Narssarssuaq með viðkomu í Narssaq og Bröttuhlíð. Veðrið var ágætt, milt og gott en engin sól. Kristjana og Jónatan fylgdu okkur til Narssaq á hraðbát sínum og kvöddu okkur þar. Við komum í Bröttuhlíð og geng- um um slóðir Eiríks rauða og loks var siglt beint yfir fjörðinn á flugvöll- inn og síðan flogið heim. Ævintýraferð er lokið, þetta stór- kostlega land kvatt, þetta land sem er svo stórbrotið og hrikalegt að fyrst skelfist maður það. En hið elskulega og hlýlega fólk sem byggir þetta hijóstruga land tekur gestum sínum brosandi og opnum örmum. Maður heillast undir eins og fínnur að um leið og þetta land er yflrgefíð þá togar það til baka og hugsun vakn- ar: Hér á ég eftir að koma aftur. ÁRNAÐ HEILLA Ljósmynd: Stúdíó Magnús HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 11. júlí Kristinn Tryggvi Gunn- arsson og Guðrún Högnadóttir af sr. Jakobi Ágústssyni í Dómkirkju. Þau eru til heimilis á Seilugranda 5, Rvík. Ljósm. STUDIO 76 HJÓNABAND. 11. júlí voru gefrn saman í Lágafellskirkju, af sr. Jóni Þorsteinssyni, Steinunn Lárusdóttir og Baldur Þórarinsson. Ljósm. STUDIO 76 HJÓNABAND. 4. júlí voru gefín saman í Háteigskirkju, af sr. Karli Sigurbjömssyni, Guðbjörg Karls- dóttir og Pétur Eyfeld. Ljósmynd Heimir HJÓNABAND. 30. maí vom gefín saman í Árbæjarkirkju, af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, Ingibjörg L. Kristinsdóttir og Edvardo Vseda Correa. Heimili þeirra er í Barcel- ona, Spáni. , V-1200 myndbandstæki Verð áður 36.900,- kr. Útsöluverð: 29.900,- stgr.j 300 S ferðatæki VK-1260 myndbandstækii Verð áður 35.500,- kr. Útsöluverð: 27,900,- stgr.j Verð áður 22.300,- kr, Útsöluverð: 17.900,- stgr. Futura 63 ni<;. 25' stereosjonvarpstæki Verð áður 133.300,- kr. Utsöluverð: 99.900,- stgr.j §PI^^""’Taiaxy 36 P 14' sjónvarpstæki ferð áður 33.300,- kr. Útsöluverð: 25.900,- stgr. Color 6505 MC 25" stereosi Verð áður 94.500,- kr. Útsöluverð: 74.900,- stgr. F 673 2x150 W hljpmtækjasamstæða m/öllu SCM 6500 hljómtækjasam^tæða m/geislaspilara o.fl. Verð áður 32.900,- kr. Utsöluverö: 24.900,- stqr. Prestige 72 AT nic. 2?" stereosj Verð áður 99.100,- kr. Útsöluverð: 79.900,- stqr. Verð áður 236.200,- kr. ÚtsöluverÓ: 199.900,- stgr. úv /2 nic. 29" stereosjónvarpi Verð áður 128.500,- kr, Útsöluverð: 109.900,- stqr.j ER 654 28 lítra örbylgjuofn m/snúningsdiski Verð áður 33.400,- kr. Utsoluverð: 26.700,- stgr. MA 6515 20 lítra örbylgjuofn m/snúningsdiski Verð áður 20.700,- kr. Útsöluverð: 16.900,- stgr. leikjatölvan vinsæla ásamt 4? skemmtilégi Verð áöur 15.900,- kr. Utsöluverð: 9. TW 421 feröatæki m/työfaldri. kassettu o.m.fl. Verð áður 9.900,- kr. Útsöluverð: 7,900,- stgr. rægur sími með fjölda stillinga kr. Útsöluverð: 26,900,- stgr. Verö áður 34.901 eibslukjör allra hæfi Samkort ■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.