Morgunblaðið - 23.08.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
C 15
ana, en þegar hann fór að hjarna
við, var hann settur í eins konar
spennitreyju, ullarbol með afar-
löngum ermum, vöfðum um mittið
og bundnum saman, af því að fólk
var hrætt við hann og áleit hann
geðbilaðan og morðóðan. Kúlan á
höfði hans eftir högg stýrimanns
hjaðnaði smám saman. Hann var
síðan yfirheyrður með aðstoð
túlks. Hann kvaðst hafa verið
staðráðinn í að hefna sína, eftir
að hann var látinn standa bundinn
heila nótt við sigluna að niðurlæg-
ingunni undangenginni. Áhöfnin
hefði allan tímann strítt sér og lít-
ilsvirt hann, þótt hann hefði innt
skyldu sína umkvörtunarlaust af
hendi, og enn fremur kom í ljós,
að hann hafði ekki aðeins verið
hæddur kynferðislega, heldur
einnig misnotaður og svívirtur að
eigin sögn. Stýrimaður játaði við
yfirheyrslu, að stríðnin hefði geng-
ið fulllangt á stundum, en svona
væri þetta bara til sjós: Einhver
væri tekinn fyrir, jafnvel lagður í
einelti, og gæti hann ekki svarað
fyrir sig, væri ekki nokkur leið eða
lífsins vegur að gera neitt í því.
Maðurinn yrði bara að afskrá sig
við fyrsta tækifæri. Sumt af því,
sem Jan Umb sagði frá, var svo
klúrt og óhugnanlegt, að blaða-
mennirnir lentu í vandræðum með
að segja frá því. Jan Umb varð
frægur, sumir fengu samúð með
honum, og myndum af honum var
stillt út í Panoptikon.
Hjúkrunarkonunum fannst
hann eins og grískur guð
Nákvæm og langvarandi lækn-
isrannsókn leiddi það í ljós, sem
vita mátti áður, að Jan var óvenju
traustbyggður og hraustur maður.
Hann samsvaraði sér vel („fullkom-
in líkamsmál"), hafði „einstaklega
granna en furðulega sterka og
stælta vöðva“; „Adonis“, sögðu
hjúkrunarkonurnar, „feilar ekk-
ert“, sögðu læknarnir. Hitt kom
meira á óvart, að hann reyndist
hafa fullkomlega eðlilega greind,
vera ábyrgur gerða sinna og með
viðbragðsflýti yfir meðallagi. Þó
var tekið fram, að hann virkaði
tæplega í meðallagi gefínn, væri
oft seinn og þunglamalegur, og
var þess getið til, að hann hefði
skort andlega hvatningu í upp-
vextinum í fásinninu á hinnu af-
skekktu ey. Trúin hafði haldið
honum uppi innan um illmennin
úti í hinum vonda heimi, en nú
dró hún hann niður, því hann var
sannfærður um, að sín biði ekkert
nema eilíf vist í helvíti, eftir að
hafa drepið sex menn og reynt að
drepa sjálfan sig. Þessi skoðun
hans var gersamlega óhagganleg,
en hann tók örlögum sínum með
kaldri ró.
Rússneskt leyndarmál
Ekki var hægt að dæma Jan
Umb í Danmörku. Skip hans var
skráð í Finnlandi, sem þá var
rússneskt stórhertogadæmi, og
morðin höfðu átt sér stað úti á
rúmsjó, utan danskrar landhelgi á
alþjóðlegri siglingaleið. Hann var
rússneskur ríkisborgari. Því varð
að dæma hann í Rússlandi. Þegar
yfirheyrslum og rannsóknum lauk
loks í Kaupmannahöfn, var hann
sendur til Riga í Lettlandi, sem
var nýlenda Stór-Rússlands.
Aldrei fréttist meira af honum
til Kaupmannahafnar. Afdrif hans
eru ókunn. Áhugi á máli hans
dvínaði, þó að það ætti þátt í því
að bæta kjör sjómanna. Embættis-
menn rússnesku keisarastjórnar-
innar svöruðu dönskum blaða-
mönnum því, að útlendinga varð-
aði ekki um innlend dómsmál
Rússa. Hundrað árum síðar, árið
1987, reyndu danskir blaðamenn
að fá upplýsingar frá sovézka
sendiráðinu í Kaupmannahöfn og
embættismönnum í Sovétríkjunum
um endalok málsins eða fá ljósrit
af málskjölum, en þeim óskum og
fyrirspurnum var aldrei svarað.
Kannski reyna þeir aftur núna,
þegar grafið verður betur í skjala-
haugum þar eystra.
Annað tölublað tímaritsins
Þroskahjálpar er komið út
ANNAÐ tölublað Þroskahjálpar,
tímarits um málefni fatlaðra, fyrir
árið 1992 er komið út.
í fréttatilkynningu segir: „Blaðið
er ekki með hefðbundnu sniði að
þessu sinni heldur inniheldur það
erindi sem flutt voru á málþingi
Landssamtakanna Þroskahjálpar um
náms- og menntunarmöguleika fatl-
aðra á haustdögum 1991. Var mál-
þingið haldið í tilefni af 15 ára af-
mæli samtakanna. Menntun þroska-
heftra og fatlaðra hefur verið eitt
helsta baráttumál Þroskahjálpar frá
upphafi og því vel við hæfi að minn-
ast þessara tímamóta með málþingi
um menntun.
Nauðsynlegt þótti að gera erindi
ráðstefnunnar út enda um mikinn
fróðleik að ræða - fróðleik sem á
erindi til allra.
Þroskahjálp er 76 blaðsíður að
þessu sinni. Ritstjóri er Bjöm Hróars-
son.
FIMLEIKADEILD ARMANNS
Innritun er hafin. Skráning alla virka
daga frá kl. 15-18 í síma 688470.
Fimleikar - skemmtileg íþrótt fyrir
drengi og stúlkur.
lifnaðarhaetti
Hugrækt
Jógaleikfimi
Sund og líkamsrækt
Gönguferðir og útivist
Þrekþjálfun
Heilsufæði
Sjúkranudd
Slökunarnudd
Svæðanudd
Aromatherapy
Andlitsböð
Hand- og fótsnyrting
Verð á mann
í tvíbýli frá kr.
3.000,-
«•<
w
HeiUudagarnir á
Hótel Örk hefja^t 30. ágádt
heilsudögum á Hótel Örk gefst þér kostur á að endur-
Æ M skoða og breyta ýmsu því sem betur mætti fara í dag-
\cgn neyslu og venjum, njóta heilsusamlegra kræsinga
og auka líkamlegan þrótt og þol. Allur aðbúnaður er framúr-
skarandi; útisundlaug, tveir heitir pottar, náttúrulegt gufubað,
nuddstofa, snyrti- og hárgreiðslustofa og veitingastaður sem
býður uppá veisluheilsufæði.
Komdu burt úr stressinu og láttu okkur dekra við þig.
HOTEL ÖRK
HVERAGERÐI - SÍMI: 98-34700 - FAX: 98-34775
Paradúí -rétt handan við hœdina
Lágmarksdvöl 2 nætur - hámarksdvöl 2 vikur.
INNIFALIÐ: Gisting, heilsufæði (hálft fæði), jógaleikfimi, hugrækt, fræðsla og kynningar.
°Verð pr. mann í tvíbýli. 2 vikur kr. 3000 pr. nótt, 1 vika kr. 3.500 pr. nótt, 4 nætur kr. 3.850 pr. nótt, 2 nætur kr. 4.450 pr. nótt.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 pr. nótt.