Morgunblaðið - 23.08.1992, Qupperneq 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
tmnAnn
l'í'SiifiSr
"AUctr hertnar greiésLureru auit/ítíar
/iú/i not&r mincL pen inga.."
Hvernig ætlar þú að greiða
málskostnaðinn í málinu
gegn okkur með ekki hærri
laun en raun ber vitni?
Ast er...
6-25
.. .að kyssa á meiddið.
TM Reg U.S Pat Olf.—all rights reserved
® 1992 Los Angelés Tímes Syndicate
Hann á erfitt með að þola
stjórnmálamennina.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Besta landkynningin
á komandi árum
Frá Jóni Ásgeirssyni:
ÁRANGUR íslenska landsliðsins í
handknattleik á nýafstöðnum
Ólympíuleikum hefur vakið athygli
meðal allrar íslensku þjóðarinnar.
Handbolti var á allra vörum á með-
an sjálf keppnin stóð yfir og með
hjálp ijölmiðla fylgdist hvert
mannsbarn með leikjum íslenska
landsliðsins. Ólympíuverðlaun voru
innan seilingar og jók það á eftir-
væntinguna. Fjórða sætið var verð-
skuldað og hefur landslið íslands í
flokkaíþrótt aldrei fyrr náð eins
glæsilegum árangri á Ólyirtpíuleik-
um, stærstu og mestu íþróttahátíð
heimsins alls.
Það er ekki einasta, að íslenska
þjóðin fylgist með og gleðjist yfir
glæstum árangri handboltamann-
anna. Árangur þeirra hefur vakið
verðskuldaða athygli og aðdáun um
víða veröld. Leikjum liðsins var
sjónvarpað um allar álfur og ís-
lenskir íþróttamenn komu landi sínu
á landakortið svo eftir var tekið.
í forystugrein Morgunblaðsins
fyrir nokkrum dögum stóð meðal
annars þetta: „íslenskir íþrótta-
menn, sem standa sig vel, eru gulls
ígildi á erlendri grundu, betri en
margar auglýsingarnar um hreint
loft og fallegt landslag".
Mér er til efs, að ísland hafi
nokkru sinni fyrr fengið jafnmikla
og góða umfjöllun, auglýsingu, eins
og núna. Þessi gífurlega, jákvæða
og skemmtilega ijölmiðlun og kynn-
ing á landi og þjóð verður aldrei
metin til fjár, en það skyldu þeir
hafa í huga, sem vilja kynna ísland
sem mest og best út um víða ver-
öld, opinberir aðilar og aðrir, að því
litla fé, sem varið er til kynningar
af þessu tagi er sannarlega vel var-
ið. íslensku handknattleiksmenn-
imir eru bestu sendiherrar þjóðar-
innar, sem völ er á.
Því hefur verið haldið fram í
Ameríku, að geti auglýsandi valið
um þijá einstaklinga til þess að
kynna vöru sína eða þjónustu,
íþróttamann, kvikmyndastjömu eða
stjórnmálamann, þá velji hann fyrst
íþróttamanninn.
Þetta minnir mann nú reyndar
líka á söguna, sem séra Bjarni mun
hafa sagt um sjálfan sig eftir að
hann hafði verið einhveiju sinni í
Páfagarði og hitt sjálfan páfann.
Gengu þeir saman út á svalirnar
og mannfjöldinn á torgi heilags
Péturs fagnaði þeim innilega. Þá
heyrðist hrópað, — „Hver er hann
þessi maður, sem stendur við hliðina
á honum séra Bjarna."
íslenskra handknattleiksmanna
bíða nú ný stórverkefni. Gert er ráð
fyrir tuttugu tii þijátíu landsleikj-
um, heima og heiman, þar til heims-
meistarakeppnin verður í Svíþjóð
eftir um það bil sex mánuði.
Á næstu þrjátíu mánuðum verður
unnið hörðum höndum að undirbún-
ingi heimsmeistarakeppninnar, sem
nú hefur endanlega verið ákveðið
að skuli haldin hér á landi. Það er
ánægjulegt til þess að vita, að síð-
ustu daga og vikur hefur komið
fram vaxandi áhugi forsvarsmanna
fyrirtækja og stofnana, sem gjam-
an vilja taka þátt í undirbúningi
HM ’95 og sjá sér jafnframt hag í
því að nýta þann stórviðburð til
þess að koma sér og sínu á fram-
færi. HSÍ hvetur alla þá, sem hug
hafa á samvinnu við HSI í þessu
sambandi, að koma því á framfæri
við skrifstofuna í Laugardal.
Handboltavertiðin hér á landi
hefst innans kamms. Fyrstu leikirn-
ir í fyrstu deild karla verða miðviku-
daginn 16. september nk. Úrslita-
keppnin í vor er mörgum enn í
fersku minni. Allt stefnir í spenn-
andi og skemmtilega keppni í hand-
boltanum í vetur og vonandi kunna
handknattleiksunnendur að meta
það og fjölmenna á leikina. Á ís-
landi er leikinn betri handbolti og
skemmtilegri en viðast annars stað-
ar í heiminum. Það er staðreynd.
Og nú hefur Valdi verið valinn í
heimsliðið — til hamingju Valdimar.
Ég óska handknattleiksfólki okk-
ar, þjálfurum, dómurum, leiðtogum
og forystumönnum félaganna allra,
svo og áhorfendum og öðrum
áhugamönnum um handknattleik á
Islandi, góðrar skemmtunar ív etur
og vona að komandi handboltaver-
tíð megi fleyta okkur enn nær því
markmiði okkar, að vera sjálfum
okkur og þjóð okkar og landi til
sóma með drengilegri keppni.
JÓN ÁSGEIRSSON,
formaður HSÍ
HÖGNI HREKKVISI
-.en.-,:-
„p/iÐ CaLEÐOe /MtCS AE> S/a AÐ pO
HEFUE SA/H i'BANDÚ1
Víkveiji skrifar
Víkveiji getur vel skilið að ung-
menni á ákveðnum aldri vilji
eignast hjólaskauta — en því miður
er hér fátt um sérstakar brautir til
þess að bruna eftir. Gatan er þvi
eini leikvangurinn. Hlýtur öllum að
vera ljós sú hætta sem því er sam-
fara. Þegar hefur orðið þar slys og
næsta víst að þau eiga eftir að verða
fleiri.
Foreldrar prédika yfir börnum
sínum að fara varlega, með misgóð-
um árangri eins og gengur. Það
gerðu þeir eihnig þegar þau eignuð-
ust hjól. Hafínn var áróður um notk-
un öryggishjálma. Barþað tvímæla-
laust árangur, en þó ekki fyrr en
hjálmamir höfðu óumdeilanlega
sannað ágæti sitt með því að koma
í veg fyrir alvarleg slys. Ekki er
síður ástæða til þess að nota slíka
hjálma á hjólaskautum.
Notkun bílbelta var lögleidd. Er
ekki einnig ástæða til að lögleiða
notkun öryggishjálma hjá hjólreiða-
mönnum og þeim sem nota hjóla-
skauta? Vonandi þurfum við ekki
alvarleg slys áður en slíkt verður
gert.
Kominn er til landsins sérhann-
aður bíll til verðmætaflutn-
inga. Er hann að sögn vel búinn
öryggistækjum, meðal annars með
skotheldu gleri og brynvarinn til
þess að standast árásir og inn-
brotstilraunir.
Menn hljóta að staldra við. Er
nú svo komið okkar þjóð að við
verðum að vígbúast sérstaklega til
þess að koma verðmætum á milli
húsa? Einhveijum kann að fínnast
það fjarstæðukennt, en engu að síð-
ur blasir við sú staðreynd að ný
tegund afbrota hefur ágerst hér hin
síðari ár — það eru ofbeldisárásir
og fólskulegar árásir tengdar fíkni-
efnum. Þá er spurningin: Er ef til
vill aðeins tímaspursmál þar til
stórrán verða reynd að erlendri fyr-
irmynd? Og ekki er út i hött að
álykta að þau gætu beinst að þeim
sem sjá um verðmætaflutninga, svo
að hyggilegt sé að að vera við öllu
búinn.
Eitt þótti Víkveija þó kúnstugt,
þegar hann sá mynd af umræddum
bíl. Hann er mjög áberandi og kyrfí-
lega á hann letrað „Verðmætaflutn-
ingar“. Ekkert fer á milli mála að
vamingurinn er girnilegur. Víkveiji
hélt að reynt væri eftir megni að
hafa ekki hátt um slíka flútninga
og að farartækin sem notuð eru til
þeirra væru höfð látlaus og sem
minnst áberandi. Kannski er þetta
misskilningur og Víkveiji þegar
búinn að afhjúpa fáfræði sína í af-
brotafræðum.
XXX
*
Afánaborða sem strengdur er
yfir Austurstræti, er enn að
fínna fána Sovétríkjanna sálugu,
rauðan með hamri og sigð. Vík-
veiji sá fyrir nokkru tvo náunga
standa á götunni og benda á fán-
ann, talandi tungu, sem honum var
framandi. En ekki fór á milli mála
hvert umræðuefnið var.
Enginn efast um sögulegt gildi
sovétfánans, en hvernig væri að
leyfa honum að þjóna sínu nýja
hlutverki — að heyra sögunni til —
og fjarlægja hann af þessum fána-
borða. Rússneski fáninn gæti til
dæmis komið í hans stað.