Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 ÆSKUMYNDIN... ERAFINGVA HRAFNIJÓNSSYNI, FRÉTTASTJÓRA OG LAXVEIÐIMANNI Vandræða- gemsi „INGVI var sem í dag væri kallað vandræða- gemsi, en hét í þá tíð þróttmikill ungur maður. Hann var afskaplega djarfur og alltaf að lenda í einhverjum vandræðum. Og þeir sem fylgdu honum eftir lentu þá gjarnan líka í vondum málum. Hann var ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut þannig að það má eiginlega segja að hann hafi verið í stöðugri lífshættu,“ segir Oli Tynes um bróður sinn Ingva Hrafn Jónsson, sem nú er fréttastjóri á Stöð 2. Einu sinni tókst honum því sem næst að drekkja sér í djúpum og miklum skurði á Klambratúninu sem þá var og hét en nú heitir Mikla- tún. Svo heppilega vildi þó til að færeyska vinnukonan, sem þá var á heimilinu, sá til pilts út um gluggann og var ekki lengi að geysast út til þess að bjarga honum úr leðjunni. Ingvi Hrafn er fæddur 27. júlí 1942 og uppalinn í Hlíðunum. Hans fyrstu alvöru minningar eru frá Siglufirði. Þar átti fjölskyldan sum- arbústað sem gjarnan var farið í á sumrin þegar síldarævintýrið stóð sem hæst, en móðurafi Ingva, Norð- maðurinn Ole Tynes, var í þá tíð síldarsaltandi á Siglufirði. Og á Siglufirði kynntist Ingvi einum af sínum bestu vinum, Orra Vigfús- syni. Ingvi Hrafn er næstelstur fimm systkina, en foreldrar hans'hétu Jór- unn Tynes og Jón Sigtryggsson, fyrrum tannlæknir og prófessor. „Mín æska var æðisgengilega skemmtileg. Verið var að byggja upp Hlíðarnar á þessum árum og var bæði Klambratúnið og Öskjuhlíðin eitt opið leiksvæði. Ég var að frá morgni til kvölds. Svo er ég auðvitað fæddur Valsari. Þá má ekki gleyma sveitinni. Ég var í sveit öll sumur, á Stóru-Gröf í Skagafirði, síðan á Hvammi í Vatnsdal og á Seljalandi undir Kyjafjöllum. Sem unglingur vann ég hjá Áburðarverksmiðjunni við að lyfta 50 kg. áburðapokum upp á bíla og að loknu landsprófi frá „Háskólinn" hans Ingva Hrafns Jónssonar var sjórinn og sveitin fyrst og fremst. Núpi í Dýrafirði lá leiðin út á sjó. Ég var á varðskipum, togurum, í siglingum, á síld og á trillú." Eftir þijú ár á sjónum fór Ingvi í MR þaðan sem hann útskrifaðist stúdent 1965. Lengst af hefur hann unnið innan fjölmiðlageirans að undan- skildum námsárunum í Bandaríkjun- um 1967-70. Að eigin sögn hefur Ingvi alltaf verið verulega fyrirferðarmikill, bæði á velli og í verki sem og í orði. Og þó Ingvi hafi BA-próf upp á vasann í stjórnmálafræðum og blaðamennsku frá bandarískum há- skóla, lítur hann svo á að sinn „há- skóli“ hafi fyrst og fremst_ falist í sjómennsku og sveitadvöl. „Ég lærði það á sjónum og í sveitinni að skilja og þekkja landið.“ „Drengurinn var alls ekki óknytt- inn, en hreint ótrúlega „energískur". Til urðu götuklíkur og í kringum þær hin ýmsu félög. Ég man til dæmis eftir skylmingafélaginu Ljónshjarta sem hafði það að markmiði að ráða niðurlögum strákana í næstu götu. Háðir voru harðir götubardagar í Hlíðunum á þessum árum og fór Ingvi þar fremstur í fylkingu. Þetta voru kröftugir krakkar, sem voru að finna lífsþorstanum einhveija útrás. Við vorum afskaplega ólíkir. Þegar Ingvi var kannski að leggja hverfið í rúst, þá sat ég inni yfir bókum. Hinsvegar var afskaplega gott að eiga hann að því að ef ein- hveijir vorú að hrekkja litla lestrar- hestinn, þá kom bróðir þeysandi á hvítum fáki og felldi mann og ann- an,“ segir Óli. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON NAUÐLENDING ÁÖRÆFUM Haustið 1940 nauðlenti bresk sprengiflugvél af gerðinni Fairey Battle L 5343 sunnan undir Hofsjökli. Lendingin tókst ágæt- lega á melöldu og vélin skemmdist tiltölulega lítið. Vorið 1941 var sendur leið- angur frá breska flug- hernum upp að fiakinu þar sem fjarlægt var ýmislegt verðmætt svo sem vopn og fjarskipta- tæki. Síðan báru leið- angursmenn eld að flak- inu, svo sem venja var um hernað- artæki, en lítið brann af vélinni annað en innan úr flugstjórnarklef- anum. Síðar varð flakið fyrir barðinu á skemmdarfýsn ferðalanga, sem óku farartækjum sínum yfir vængi og utan í vélina. Þannig fór því að vélin, sem var tiltölulega heil eftir lendinguna, var orðin slík hi-yggð- armynd að næstum mátti taka brakið í nefið, svo illa var hún far- in. Mótorinn og skrúfublaðið voru ijarlægð úr flakinu um 1970 og síðar spurðist til mótors- ins suður í Hafnarfirði, þar sem átti að fara að bræða hann í brotajárn en flugmaðurinn Robert Bucher komst á snoðir um tilvist hans og keypti hann fyrir 1.500 krónur íslenskar. Sumarið 1972 kom svo hingað breskur leiðangur til að bjarga vélinni frá algerri glöt- un, en hún var þá talin sú eina, sem möguleiki væri á að gera upp fyrir Breska flugminjasafnið. Það var svo gert og á einni myndinni má sjá hvernig til tókst, en hinar eru teknar á ýmsum stigum þessar- ar sögu. Vélin var tiltölulega heil eftir lendinguna, en myndin er tekin þegar breskir leiðangursmenn voru að fjarlægja úr henni vopn og tæki áður en þeir kveiktu í henni. I SVEITINMlN... ERINGJALDSSANDUR Sæból á Ingjaldssandi. Árný Guðmundsdóttir „INGJALDUR Brúnason nam land á Ingjaldssandi, milli Hjalla- ness og Ófæru. Ber Ingjaldssandur nafn hans en það er dalur milli Hrafnaskálanúps og Barða við sunnarverðan Önundar- fjörð,“ segir Arný Guðmundsdóttir en hún er uppalin á kirkjujörð- inni Sæbóli. Ingjaldssandur er syðsta byggð í Önundarfirði og er við fjallið Barðann, sem skilur milli Önund- arfjarðar og Dýrafjarðar. Nafn sitt dregur dalurinn af miklum hvítum sandi. Róðrarsker skilur milli sandsins og stórgrýtisfjöru en þar var kindum beitt á söl á fjöru. Ingjaldssandur er fremur harðbýl sveit enda lítið undirlendi og hentar því ágætlega til sauðfj- árræktar. Þá var róið frá Sæbóls- vör en erfitt var að komast sjóleið- ina til og frá Ingjaldssandi þar • sem brimasamt var á sandinum. Ingjaldssandur er snjóþung sveit og var mjög einangruð. Var ófært þangað um tvo mánuði á ári. Hægt var að komast landleið- ina yfir Sandsheiði og til Núps. Þá var einnig gengin fjaran fyrir Hrafnaskálanúp en það þótti mik- il hættuför. Fagurt er sólarlag frá Sæbóli séð. Um Jónsmessu loga eldar miðnætursólar um fjallabrúnir Ingjaldssands. Á uppvaxtarárum mínum var í þessum grösuga og • hlýlega dal 60-70 manna byggð, fólkið var glatt og undi’ vel við sitt. Nú er öldin önnur og aðeins búið þar á þremur bæjum.“ HVER VAR BÚDDA? Konungssonur leitar sannleikans Þegar Siddharta Gautama var 29 ára gamall sá hann fyrir tilviljun þrjá menn; gamalmenni bogið í baki, mann sem sjúkdómar og örbirgð höfðu markað og lík þess þriðja. Utskýrði þjónn hans fyrir honum að elli, sjúkdómar og dauði biðu allra manna. Einnig sá prinsinn munk og bar svipur hans með sér innri frið. Varð betta til til ha konu sína og son til að leita sannleiksupp- sprettu lífsins. í fyrstu hélt Sidd- Höggmynd af Búdda Upphaflegt nafn Búdda var Siddhartha Gautama og fæddist hann þar sem nú heitir Lumbini í Nepal. Hann var konungsson- ur og er sagt að móður hans hafi dreymt draum er hún var þunguð, sem var túlkaður sem svo að hún myndi eignast son sem yrði annað tveggja; voldug- ur konungur eða andlegur leið- togi. Af ótta við að hið síðar- nefnda rættist, var lífsins gæð- um haldið að syninum og ólst hann upp við mikinn íburð og óhóf. harta að meinlætalíf væri lykillinn að þessum lífsskilningi og gerðist því munkur í um sex ár. Síðar hvarf hann frá þessari skoðun og taldi sig öðlast hinn langþráða skilning með því að feta hinn gullna meðalveg milli óhófs og meinlætis. Eftir þessa grundvall- arbreytingu fékk Búdda nafn sitt og merkir það „hinn upplýsti“. Innri friður var takmarkið og íhug- un var stór þáttur í því að full- komna skilning á tilverunni. Búdda kenndi að jarðvistin væri táradalur og markmiðið væri að losna af hjóli endurfæð- inga með því að betrumbæta sig stöðugt andlega þar til fæðst yrði inn í nirvana en það er efsta stig sálarinnar þar sem einstaklingur er fullkomlega rólegur og laus við kvíða og áhyggjur. Búddatrú hefur greinst í nokkrar stefnur og eru af- brigði hennar dreifð um Austurlönd. Mestri útbreiðslu hefur hún í Tælandi, Búrma, Sri Lanka, Laos, Kambódíu og ú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.