Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
Verðtrygging fjárskuldbindinga
Stefnt að afnámi
um næstu áramót
Frjálst að nota verðtryggingu í viðskiptum
RÍKISSTJÓRNIN stefnir að því
að taka ákvæði Iaga um verð-
tryggingu fjárskuldbindinga til
endurskoðunar og verðtrygging
verði afnumin úr lögum um næstu
áramót þótt áfram verði frjálst
að nota verðtryggingu í viðskipt-
um. Samkvæmt upplýsingum
Björns Friðfinnssonar, ráðuneyt-
isstjóra i viðskiptaráðuneytinu, er
reiknað með að gerðar verði
nauðsynlegar lagabreytingar í
vetur til að hrinda þessu í fram-
kvæmd.
Rannsóknastofa
háskólans
Slarfsmenn
komi til
vinnu eða
hætti ella
HÓPI meinatækna og líffræðinga
hjá Rannsóknastofu háskólans í
veirufræði, sem lagði niður vinnu
1. september sl., hafa verið settir
úrslitakostir um að mæta til vinnu
næstkomandi mánudag ella verði
svo litið á að þeir séu hættir.
Deilan snýst um það að viðkom-
andi starfsmenn telja að þeir hafi
ekki fengið greidda óunna yfir-
vinnu um síðustu mánaðamót, sem
þeir telja sig hafa samið um.
Að sögn Margrétar Guðnadóttur,
forstöðumanns rannsóknastofunnar,
halda starfsmennirnir því fram að
þeir hafí samið við hana ufn þessi
kjör, en hún vísar því alfarið á bug
og segir að fjármálastjórn rann-
sóknastofunnar sé alfarið í höndum
skrifstofu Ríkisspítalanna. Hún hafi
aðeins bent fólki á er það réðst til
starfa á rannsóknastofuna að yfir-
vinna sem væri í boði yrði aldrei
undir 30 tímum á mánuði. Um síð-
ustu áramót samþykkti stjórn Rík-
ispítala að dregið yrði úr yfirvinnu
eins og hægt væri. Ræddi Margrét
við starfsfólkið um að dregið yrði
úr yfirvinnu yfir sumarmánuðina.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fengu starfsmennirnir
greidda 30 óunna yfirvinnutíma um
mánaðamótin júní-júlí og júlí-ágúst,
en ekki um síðustu mánaðamót. Þá
hófust aðgerðir þeirra, sem fólust í
því að þeir komu ekki til vinnu en
höfðust við á skrifstofu Ríkisspítal-
anna. Ríkisspítalarnir hafa fengið
álit lögfræðings á aðgerðum starfs-
mannanna og samkvæmt því eru
þær ólöglegar. Það álit var í gær
kynnt fyrir starfsmönnunum.
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, segir að bankinn hafi gengið
út frá að af þessari breytingu verði
um næstu áramót um leið og reglur
um fjármagnsflutninga á milli landa
verða fijálsari. Sagðist hann vænta
þess að fljótlega hæfist undirbúning-
ur að breytingunum sem gera þarf.
Jóhannes sagði að fyrirhugað af-
nám verðtryggingar hefði engin
áhrif á möguleika þess að nota vexti
sem stjórntæki. Afnám verðtrygg-
ingar gerði það meðai annars að
verkum að takmarkanir á tímalengd
verðtryggðra lána hyrfu og mönnum
yrði gert ftjálsara að nota þá viðmið-
un sem þeir kjósa.
Jóhannes sagði að reglur um vexti
yrðu væntanlega svipaðar og gilda
í dag en þó væri tímabært að endur-
skoða vaxtalögin samhliða þessari
breytingu og tiltók að gera þyrfti
viðmiðanir sem notaðar væru vegna
breytilegra vaxta fijálsari en í dag.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Lokið við B-álmu Borgarspítala
Þeir unnu störf sín léttir á brún þessir starfsmenn
ístaks þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti þá
fyrir í gær. Mennirnar eru að leggja síðustu hönd
á þak B-álmu Borgarspítalans en áður hafði að-
eins verið steypt þakplata á álmunni. Áætlað er
að verkinu ljúki um miðjan næsta mánuð að sögn
Sævars Kristbjörnssonar yfirsmiðs. Sjö manns
vinna að jafnaði við þakið.
Von Geldern um hugsanleg kaup íslenskra aðila á Rostocker Fischfang
Meiri líkur á að um semj-
ist en nokkru sinni áður
WOLFGANG von Geldern, fyrr-
um sjávarútvegsráðherra í Vest-
ur-Þýskalandi og stjómarfor-
maður Deutsche Fischwirtsc-
haft, eignarhaldsfélags næst-
stærsta útgerðarfyrirtækis
Þýskalands, Rostocker Fisc-
hfang Rederei, RFFR, kom hing-
að til lands í vikunni ásamt full-
trúum RFFR. Hann hefur rætt
við Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og Þorstein
Pálsson sjávarútvegsráðherra
um kaup íslenskra fyrirtækja á
meirihluta i RFFR. Von Geldern
sagði í samtali við Morgunblaðið
að meiri líkur væru fyrir því nú
en nokkru sinni áður að samning-
ar tækjust með þessum aðilum,
og ef allt gengi eftir yrði skrifað
undir samninga fyrir árslok.
Von Geldern fundaði einnig með
fulltrúum íslensku fyrirtækjanna.
„Niðurstaða þessa fundar er að við
hittumst aftur í Þýskalandi innan
skamms og þar munu þýsk stjórn-
völd og forsvarsmenn Treuhand-
anstalt staðfesta það sem við höfð-
um fram að færa við fulltrúa ís-
lensku fyrirtækjanna," sagði von
Geldem.
Treuhandanstalt er eignarhalds-
félag sem stofnað var við samein-
ingu Þýskalands og er ætlað að sjá
um einkavæðingu 9.000 ríkisfyrir-
tækja. Rostocker Fischfang Rederei
er næststærsta sjávarútvegsfyrir-
tæki Þýskalands og gerir út átta
úthafsverksmiðjutogara.
„Treuhandanstalt er eigandi
Deutsche Fischwirtschaft og þáttur
þýsku ríkisstjórnarinnar er mikil-
vægur vegna sjónarmiða um kvóta
og fleira. Við'þurfum einnig á upp-
lýsingum frá henni að halda um
hver þróunin gæti orðið í sjávarút-
vegsstefnu Þýskalands og hvemig
fjármögnun þessa fyrirtækis gæti
verið háttað í framtíðinni. Ég býst
við því að við hittum fulltrúa ís-
lensku fyrirtækjanna í Þýskalandi
í lok þessa mánaðar. Ég tel að lík-
urnar fyrir því að þetta samstarf
takist séu meiri en nokkru sinni
áður,“ sagði von Geldern.
Hann sagði að á fundi með full-
trúum íslensku fyrirtækjanna hefðu
farið fram mjög opnar og hrein-
skilnar viðræður um alla helstu
þætti málsins og menn hefðu ekki
rekist á neitt það sem gæti komið
í veg fyrir að samningar tækjust.
Hann sagði allt benda til þess að
íslensku fyrirtækin yrðu meirihluta-
eigendur að hinu nýja félagi ef
samningar tækjust.
„Það er undir íslensku aðilunum
komið hvenær úrslit þessa máls
liggja fyrir. Þeir verða að gera upp
við sig hvenær þeir vilja koma til
Þýskalands. Við erum reiðubúnir
að taka á móti þeim hvenær sem
er. Kannski verður það í lok þessa
mánaðar og ef svo verður býst ég
við að fljótlega dragi til tíðinda og
samningum verði lokið fyrir árs-
lok,“ sagði von Geldern.
Hugsanleg kaup íslenskra fyrir-
tækja á meirihluta í RFFR er af-
rakstur af vinnu ráðgjafarfyrirtæk-
isins Ráðs hf. Með kaupunum væri
íslensk útgerð búin að hasla sér
völl innan Evrópubandalagsins. Jón
Atli Kristjánsson, einn forsvars-
manna fyrirtækisins, vildi ekki upp-
lýsa hvaða íslensku fyrirtæki ættu
þarna hlut að máli, en sagði að
þessi hópur hefði verið valinn með
sérstöku tilliti til þessa verkefnis.
í dag
Skeggrætt um prentkostað
Leó Löve og Guðbrandur Magnús-
son skrifa um stöðu íslensks
prentiðnaðar vegna umræðunnar
um Dönsk-íslensku orðabókina 12
Stúlkan í lífi Fischers_______
Margeir Pétursson, skákskýrandi
Morgunblaðsins ræðir við Zitu
Rajcanji, hina ungversku vinkonu
Fischers 21
Sonurinn drifinn á sviðið
Atli Sævarsson, sonur Sævars
Karls, varð óvænt þátttakandi í
tískusýningu Hugo Boss 30
Leiðari
Sóknárfæri til uppbyggingar 20
JltocðitaUablb
ji?=^T[ Q- f sr
BLOÐUM
FLEJX
Fs) jH
[11®
IIIUI
Lesbók
► Gylfi Þ. Gíslason segir frá
Sovétríkjunum sálugu - Grein
um slóðir Jóns Indíafara - Guðjón
Friðriksson skrifar um Jón kis
kis - Kafli úr nýju heimspekiriti.
Menning/Listir
► Bresk bókverkasýning í Lista-
safni Islands - Franska tónskáld-
ið Gérard Grisey á Norrænu tón-
Iistarhátíð ungmenna- Norskir
listamenn í Hafnarborg.
Tómas Tómasson veitingamaður
kaupir Hótel Borg á 172 milljónir
Kaupverðið greið-
ist upp á 15 árum
TÓMAS Tómasson veitinga-
maður hefur skrifað undir
samning um kaup á Hótel
Borg í miðborg Reykjavíkur
með þeim fyrirvara að borgar-
ráð veiti samþykki sitt á
þriðjudag. Söluverð hótelsins
er 172 milljónir og greiðist
það upp á 15 árum. Sam-
kvæmt samningnum er gert
ráð fyrir að nýr kaupandi taki
við rekstrinum 1. október
næstkomandi.
Aðspurður sagði Tómas að
hann myndi halda rekstrinum
óbreyttum fyrst um sinn. Seinna
myndi hann síðan ráðast í að
endurgera hótelið og gera að
stolti miðborgarinnar.
Hann sagði að rekstur hótels-
ins væri draumaverkefni sitt.
„Fyrir mann, eins og mig, gagn-
tekinn af fagi sínu og ekki við-
ræðuhæfan um neitt annað en
hótel og veitingar, er það para-
dís á jörðu að komast í svona
rekstur og gera vel,“ sagði Tóm-
as og viðurkenndi að hafa haft
augastað á húsinu í 8 ár. „En
það er eins og sagt er að þolin-
mæðin er lykillinn að paradís,"
bætti hann við.
Tómas skrifaði undir kaup-
samninginn 3. september. „Þann
dag voru 25 ár síðan ég byijaði
að læra að verða matreiðslumað-
ur. Þannig má eiginlega segja
að ég hafi haldið upp á 5 ára
afmæli Hard Rock Cafe með því
að stökkva í teygjunni og upp á
25 ára starfsafmæli með því að
stökkva á Hótel Borg.“
Aðspurður sagði Tómas að
ekki stæði til að segja upp núver-
andi starfsmönnum hótelsins ef
hann tæki við rekstri þess.