Morgunblaðið - 05.09.1992, Page 4
’f ÍMMÍ'IT'TÍÍS M fl'ffíAfllIAD’JAJ (ílflAJfJVíUOjfOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
Morgunblaðið/Kristinn
Fundað um aðgerðir í atvinnumáluni
ATVINNUMÁLANEFND ríkisstjómarinnar, ASÍ, samtaka vinnuveitenda
og sveitarfélaga, sem sett var á laggir í kjölfar kjarasamninganna til
að treysta undirstöðu hagvaxtar og atvinnuöryggis, kom saman til fundar
í gær. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, liggja
engar niðurstöður enn fyrir af störfum nefndarinnar. Samkvæmt upplýs-
ingum Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis og for-
manns nefndarinnar mun nefndin koma saman á ný í næstu viku. Standa
vonir til að þá verði lagðar fram tillögur til ríkisstjómarinnar. Á mynd-
inni sjást talið frá vinstri Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna, Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda-
stjóri VSÍ, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Gylfi Arnbjömsson hagfræð-
ingur ASI og Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar, koma
út af fundi atvinnumálanefndar um hádegisbilið í gær.
Bandarísk flugfélög gera kröfu á hendur Flugmálastjórn
Krefjast endurgreiðslu
gjalds á flugvélabensín
ÁTTA bandarísk flugfélög hafa gert kröfu á hendur Flugmálastjórn
um að fá endurgreitt sérstakt álag á flugvélabensín sem innheimt
hefur verið hérlendis samkvæmt lögum frá 1987. Bera flugfélögin
við samningi milli íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1967 um niður-
fellingu gjalda á eldsneyti í millilandaflugi. Talið er að um sé að
ræða samtals 20-30 milljónir króna. Nefnd fulltrúa þriggja ráðu-
neyta aflar nú upplýsinga fyrir ríkisstjórnina um málið og segir
Hreinn Loftsson formaður nefndarinnar að hún muni skila tillögum
fyrir ríkissjórnarfund á þriðjudag.
Að sögn Þórhalls Jósefssonar
aðstoðarmanns samgönguráðherra
gerir samkomulagið frá 1967 ráð
fyrir að felld séu niður gjöld og
skattar af bensíni þegar í hlut eiga
flugvélar sem skráðar eru í öðru
hvoru ríkjanna og eru í millilanda-
flugi. Árið 1987 setti Alþingi síðan
lög þar sem kveðið var á um að
þeir sem seldu eldsneyti á íslensk-
um flugvöllum skuli innheimta sér-
stakt gjald, 1,30 krónur á hvern
lítra af bensíni og 65 aura á hvern
lítra af þotueldsneyti. Undanþágu
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
f Heimifd: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 f gœr)
VEÐURHORFUR I DAG, 5. SEPTEMBER
YFIRLIT: Yfir Faxaflóa er 1.012 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur,
en yfir Norður-Grænlandi er 1.030 mb hæð. Langt suðsuðvestur í hafi
er vaxandi lægð á hreyfingu norðaustur.
SPÁ: Norðaustan stinningskaldi eða allhvass norðvestanlands, en held-
ur hægari suðaustan- og austanátt í öðrum landshlutum. Skúrir eða rign-
ing með köflum um mest allt land en styttir upp suðvestanlands annað
kvöld. Fremur svalt áfram, hiti 3 til 9 stig aö deginum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt á land-
inu. Rigning og súld á Suðurlandi og Austfjörðum, skýjað en þurrt að
mestu á Norður- og Vesturlandi. Talsvert hlýnandi í bili.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norðaustanátt, nokkuð stíf austan-
lands í fyrstu, annars hægari. Skúrir norðan- og austanlands, en léttir
til sunnanlands. Hiti 3. til 12 stig, hlýjast sunnanlands.
Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
O tik
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* r *
* r
r * r
Slydda
-B
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
•ó
Skýjað
V Ý
Alskýjað
*
V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og Ijaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig-.
FÆRÐA VEGUM: 1n.17.30M
Allir aðalþjóðvegir landsins eru nú greiðfærir, en hins vegar eru nokkrir
fjallvegir orðnir ófærir vegna snjóa, eins og Sprengisandsleið í Bárðar-
dal, Eyjafjörð og SkagafjÖrð. Þá er KverkfjallaleiÖ ófær og sömuleiðis
Dyngjufjallaleið. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma
91-631500 og á grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 skýjað Reykjav/k 6 rigning
Bergen 13 skýjað
Helsinki 16 skýjað
Kaupmannahöfn 14 skúr
Narssarssuaq 5 skýjað
Nuuk 4 alskýjað
Ósló 11 rigning
Stokkhólmur 16 skýjað
Þórshöfn 10 rigning
Algarve 29 heiðskirt
Amsterdam 12 skúr
Barcelona 26 léttskýjað
Berlín 14 skúr
Chicago 11 heiðskírt
Feneyjar vantar
Frankfurt 12 skúr
Glasgow 14 léttskýjað
Hamborg 14 skýjað
London 15 skýjað
Los Angeles 16 heiðskírt
Lúxemborg 10 skúr
Madríd 28 iéttskýjað
Malaga 24 mistur
Mallorca 27 léttskýjað
Montreal 14 þokumóða
NewYork 23 þokumóða
Orlando 24 alskýjað
París 15 léttskýjað
Madeira 24 hálfskýjað
Róm 27 léttskýjað
Vin 14 rigning
Washington 22 þokumóða
Winnipeg 13 skýjað
frá þessu njóti þó aðilar sem stundi
áætlunarflug milli íslands og Norð-
ur-Ameríku. Gjaldi þessu var ætlað
að fjármagna flugvallagerð.
Þegar flugfélagið Flying Tiger
Line hóf áætlunarferðir hingað til
lands fyrir nokkrum árum keypti
það eldsneyti af Skeljungi hf. sam-
kvæmt samningi. Skeljungur fékk
þá staðfest hjá samgönguráðuneyti
að ekki ætti að innheimta gjaldið
af eldsneytinu til flugfélagsins. Fly-
ing Tiger Line sneri viðskiptum sín-
um síðar til OLÍS sem lagði þetta
gjald á eldsneyti til flugfélagsins.
Þórhallur sagði að þetta hefði
uppgötvast nokkru síðar og Flying
Tiger krafist endurgreiðslu á gjald-
inu til Flugmálastjórnar. Annað
bandarískt flugfélag, Arrow Air,
lagði fram samskonar kröfu og er
vitnað til samkomulagsins frá
1967. Þetta gerðist fýrir um ári.
í sumar komu fram kröfur frá
sex flugfélögum til viðbótar, Am-
erican Airlines, Delta, United Air-
lines, Burlington Air Express,
Trans World Airlines og Evergreen
International Airlines. Var íslensk-
ur lögmaður fenginn til að reka
málið fyrir þeirra hönd. Einnig
skrifaði Sig Rogich, sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, sam-
gönguráðherra bréf þar sem þess-
um kröfum er fylgt eftir.
Samkvæmt lagatextanum er
umrætt gjald skattur á olíufélögin
og því gætu flugfélögin átt kröfu
á olíufélögin, sem síðan gætu átt
endurkröfurétt á Flugmálastjóm.
Samgönguráðherra leitaði álits rík-
islögmanns, sem telur að hafna eigi
kröfum bandarísku flugfélaganna
og lagagreinin eigi að gilda. Hins
vegar hefur samgönguráðherra
fengið andstæð álit frá öðrum lög-
fræðingum.
Samgönguráðherra hefur lagt til
við ríkisstjórnina að nefnd fulltrúa
þriggja ráðuneyta, undir stjórn
Hreins Loftssonar lögfræðings,
verði skipuð til að úrskurða í mál-
inu og svari meðal annars þeim
spurningum hvort breyta eigi lög-
unum til samræmis við samninginn
við Bandaríkin og einnig hvort
endurgreiða eigi gjaldið samkvæmt
samningnum þrátt fyrir ákvæði
laganna. Gert er ráð fyrir að nefnd-
in skili tillögum fyrir ríkisstjórnar-
fund á þriðjudag.
Flugrekstrarleyfí Helga Jónssonar afturkallað
Úrskurður um gjald-
þrot og kært til RLR
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ fól fJugmálastjóra í gær að afturkalla
flugrekstrarleyfi Helga Jónssonar eftir að hann var úrskurðaður gjald-
þrota í héraðsdómi Reykjavíkur.
fjarskipta- og siglingatækja úr
tveimur flugvélanna eftir að lagt
hafði verið hald á þær í júlímánuði
sl. að beiðni þrotabús J.M. Aviation,
eignarhaldsfélags Odin Air.
Fyrirtækið J.M. Aviation í Dan-
mörku í eigu Helga Jónssonar og
Jytte Marcher Jónsson keypti flug-
vélarnar sem Bikupen íjármagnaði.
Þau hjón voru sjálfskuldarábyrgðar-
menn á þessu láni og gjaldþrota-
beiðni lögmannsins var tilkomin
vegna þess.
Lögmaður danska Bikupen-bank-
ans hér á landi lagði inn beiðni um
gjaldþrotaskiptin hjá hjónunum
Helga Jónssyni og Jytte Marcher
Jónsson vegna sjálfskuldarábyrgðar
þeirra á láni að upphæð 14,5 milljón-
ir DKR, um 140 milljónir ÍSK, sem
þau fengu til að fjármagna kaup á
þremur Jetstream-flugvélum Odin
Air, flugfélagi þeirra hjóna.
Jafnframt hefur lögmaðurinn lagt
fram kæru til Rannsóknarlögreglu
ríkisins vegna hvarfs log-bóka og
Stefmr í verkfall í
A-Húnavatnssýslu
BOÐAÐ verkfall Verkalýðsfélags Austur-Húnavatnssýslu, sem frest-
að var í sumar um tvo mánuði, tekur gildi 14. september næstkom-
andi hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Samningarnir voru felldir í
verkalýðsfélaginu síðastliðið sumar
með miklum meirihluta atkvæða.
Valdimar Guðmannsson, formaður
verkalýðsfélagsins, sagði að ein-
hveijar viðræður hefðu verið í
gangi, en heildarsamningar hafa
ekki enn verið gerðir. „Við mátum
það svo í sumar að verkfallið myndi
ekki bitna á réttum aðilum meðan
unglingavinna stæði yfir.“
„Okkar hugmynd var að leysa
málið með því að breyta eingreiðslu
á desemberuppbót, en við höfum
engin viðbrögð fengið við því. Ein-
hveijir hafa alveg orðið af sumar-
uppbótinni, en þó nokkuð er um það
að vinnuveitendur hér hafi greitt
eftir miðlunartillögunni," sagði
Valdimar.
„Það kemur ekki til álita að gera
neina kjarasamninga aðra en þá
sem búið er að gera og ef verkalýðs-
félagið kýs að fara í verkfall er það
bara þeirra mál. Félagsmennirnir
hljóta að eiga það við forystu fé-
lagsins," sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri VSÍ.
Eldur í knattborðsstofu
Grindavík. (
MIKLAR skemmdir urðu í knatt-
borðsstofunni Stjörnunni í fyrri-
nótt þegar eldur kom þar upp.
Það var um þrjúleytið sem til-
kynning barst um að eldur væri
laus í Stjörnunni sem stendur við
Víkurbraut í Grindavík. Þegar
slökkviliðið kom að var mikill hiti
og reykur í lokaðri knattborðsstofu
sem er fyrir miðju húsi en lítill eld-
ur. Greiðlega gekk að ráða niður-
lögum eldsins. en nokkrar skemmd-
ir urðu á knattborði, klæðningu og
myndbandsspólum sem voru þar
inni og áætlar eigandinn að tjón sé
ekki undir tveimur milljónum króna.
FÓ