Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
5
Tap ISALs ekki meira en ann-
arra álbræðslna Alusuisse
Dregið verður úr framleiðslu annarra álvera
áður en niðurskurður kemur til greina hjá IS AL
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
HALLAREKSTUR álversins í
Straumsvík er ekki meiri en ann-
arra sambærilegra álvera í Evr-
ópu um þessar mundir. Stjórn-
endur Alusuisse-Lonza (A-L),
móðurfyrirtækis ISALs í Sviss,
sætta sig því við hann. Edward
A. Notter, framkvæmdastjóri
hráefnasviðs A-L, sagði að end-
urbætur sem hafa verið gerðar
á álverinu, ákveðin stjórn Christ-
ians Roths forstjóra og hagstætt
raforkuverð yllu því að það yrði
dregið úr álbræðslu annarra ál-
vera A-L áður en niðurskuröur
kemur til greina hjá ISAL.
Dr. Theodor M. Tschopp, for-
stjóri A-L, kenndi ríkisafskiptum í
Evrópu um offramboðið á áli og
lágt heimsmarkaðsverð sem því
fylgir á blaðamannafundi í Zúrich
í gær. Hann sagði ríkisstjórnir
landa eins og Frakklands, Ítalíu og
Spánar koma í veg fyrir eðlilega
samkeppni í áliðnaði með því að
styrkja álframleiðslu í sínum lönd-
um beint eða óbeint og styðja þann-
ig óarðbæra framleiðslu og stuðla
Kindakjötsframleiðsla
Útflutn-
ingsbætur
350 til 400
millj. fram
úr áætlun
Utflutningsbætur á kinda-
kjöt í ár eru taldar geta orðið
á bilinu 350-400 milljónir
króna umfram það sem gert
hafði verið ráð fyrir. Þar af
eru um 250 milljónir vegna
400-500 tonna sölusamdráttar
á innanlandsmarkaði undan-
farna 12 mánuði.
Samkvæmt upplýsingum frá
landbúnaðarráðuneytinu var í
fyrrahaust áætlað að selja 800
tonn af ársgömlu kindakjöti til
Mexíkó eh þá tókst ekki að ná
nema 500 tonnum í útflutnings-
hæfu ástandi og fór afgangurinn
til vinnslu innanlands. Mismun-
urinn hefur síðan verið fluttur
út á þessu ári, eða 300 tonn, og
fluttist kostnaðurinn af því yfir
á þetta ár. Að lokinni birgðataln-
ingu nú í haust kemur í ljós hve
mikið magn er til af ársgömlu
kjöti en áætlað er að það sé á
bilinu 400-500 tonn. Umframút-
flutningurinn á þessu ári gæti
því samtals orðið 700-800 tonn,
sem þýðir 350-400 milljónir í
útflutningsbætur.
að offramboði. Forstjórinn sagði
að eðlilegri samkeppni ríkti í við-
skiptum með báxít og unnið ál. A-L
myndi því leggja meiri áherslu á
slíka starfsemi í framtíðinni og
aðeins stunda álframleiðslu eins og
þörf krefði.
A-L og bandaríska fyrirtækið
ALCOA hættu nýlega við hugsan-
legt samstarf í Wallis í Sviss. Hug-
myndin var að heija framleiðslu á
álplötum fyrir flugvélaiðnaðinn í
Evrópu en nauðsynleg ijárfesting
þótti of há og framtíð flugvélaiðn-
aðarins of ótryggtil að af samstarf-
inu yrði. Áhugi A-L á hugmyndinni
sýnir þó að fyrirtækið hyggst
stunda álframléiðslu áfram og er
reiðubúið að auka hana ef það borg-
ar sig fyrir fyrirtækið í heild.
Rekstur A-L hefur gengið
þokkalega það sem af er þessu ári
vegna velgengni á efna- og pakkn-
ingasviði. Álsviðið skipar ekki jafn
stóran sess hjá fyrirtækinu og áður
svo að kreppan á álmörkuðum hef-
ur ekki komið eins illa niður á því
og vænta mætti. Velta álsviðs fyrri
hluta þessa árs var þó aðeins 60%
af því sem hún var á sama tíma í
fyrra.
Víghólasamtökin
Lögbanns-
beiðni frestað
LÖGBANNSBEIÐNI á bygging-
arframkvæmdir á Víghóli var
ekki lögð fram í gær af hálfu
Víghólasamtakanna. Aðalsteinn
Pétursson, formaður samtak-
anna, sagði að ákveðið hefði ver-
ið að ræða ákveðnar tillögur sem
borist hefðu frá Biskupsstofu til
lausnar deilunni.
Aðalsteinn vildi ekki upplýsa í
hverju tillögurnar væru fólgnar en
sagði að ef engin lausn fyndist á
deilumálinu yrði lögbannsbeiðni
lögð fram eftir helgi.
01»Ii> LAUIiAUlLHi
FHÁ KL. 10-10
y\Ww -
AFSLÁTTUR
DD^• PARKET• K0RKUR0G Fl °G FL'
GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950