Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 11

Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 11 Páll Pétursson „Málflutningur forsæt- isráðherrans verður einfaldlega að flokkast undir útúrsnúninga.“ Það er jafnframt tekið fram í stjórnarskránni að alþingismenn megi ekki fara eftir neinum reglum frá kjósendum sínum, þeir eigi að fara eftir samvisku sinni. Það geta þeir ekki lengur ef þeir verða að fara eftir reglum frá Evrópubanda- laginu. Þetta var um löggjafarvald- ið sem ég tel að sé skert og þving- að með EES-samningnum. Varðandi framkvæmdavaldið er sömu sögu að segja. Hluti fram- kvæmdavaldsins er fluttur úr landi. Alþingismenn skv. 47. gr. stjórnar- skrárinnar vinna drengskaparheit að því að halda hana og þeir sem ætla að samþykkja EES-samning- inn eru ábyggilega í talsverðum vandræðum. Samkvæmt 10. gr. stjórnarskrárinnar vinnur forseti íslands eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni í hvert sinn er hann tekur við störfum. Forseti íslands vann þetta heit síðast 1. ágúst sl. Dómsvald að hluta úr landi Varðandi dómsvaldið, þá flyst það að hluta til úr landi og ég vitrta til 59. gr. stjórnarskrárinnar: „Skip- an dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.“ Eg vitna til 60. gr. stjórnarskrár- innar: „Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættismörk yfir- valda.“ Ég vitna til 61. gr. stjórnarskrár- innar: „Dómendur skulu í embættis- verkum sínum fara einungis eftir lögujium." Allt er þetta fyrir bí meira og minna ef þessi samningur verður lögtekinn. Þá verðum við að lúta erlendu dómsvaldi að hluta og ís- lenskir dómarar verða að dæma með hliðsjón af dómum Evrópudóm- stólsins. Það er nokkuð sama hvar þessi blessaðri stjórnarskrá okkar er flett. Spurningar vakna hvarvetna. I 69. gr. segir: „engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema aimenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til“. Hæglega getur komið til þess að 69. gr. samræmist ekki að anda til þeim samningi sem lagt er til að verði lögfestur. í 67. gr. stjórnarskrárinnar seg- ir: „Eignarrétturinn er friðlegur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir." Ríkisstjórnin undirbýr nú að gera upptækar bótalaust auðlindir í jörðu sem eru eign landeigenda. Hraðlestin til Brussel Á Alþingi brunar nú hraðlestin til Brussel. Þeim öflum sem vilja sem nánust tengsl við Evrópu- bandalagið og jafnvel inngöngu þanga,ð hefur vaxið stórlega ásmeg- in innan stjórnarflokkanna. Þeir sjá í stjórnarskrárfrumvarpi þessu hindrun á leið sinni. Þessvegna reynir forsætisráðherrann að beita haldlausum rökum og útúrsnúning- um. Verði stjórnarskrárbreytingar- frumvarp okkar samþykkt verður að ijúfa þing og efna til kosninga og samþykkja frumvarpið óbreytt á nýju þingi. Þær kosningar mundu snúast um EES-samninginn en auk þess legðu kjósendur dóm á stefnu flokka og verk þeirra svo og frammistöðu einstakra stjómmála- leiðtoga. Til þeirra kosninga má forsætisráðherra ekki hugsa. Höfundur er formaður þingflokks framsóknarmanna. 911 91 97A LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori L I lUU'tlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Skammt frá Menntaskólanum við Sund vel byggt og vel með farið steinh. ein hæð um 165 fm. 5 svefnherb. Bilsk. Glæsil. lóð. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. m. bilsk. í lyftuhúsi í gamla vesturbænum ný og glæsil. „stúdíóíb.“ á 5. hæð um 90 fm. Svalir, sólskáli. í risi fylgja 2 góð herb. Frábært útsýni. Laus strax. 5 herb. hæðir í vesturbænum v. Hávallagötu og Holtsgötu. Vinsaml. leitið nánari uppl. Teikn. á skrifst. Skammt frá Verslunarskólanum úrvatsib. 4ra herb. á 3. hæð í enda 104 fm. 3 góð svefnherb., sér- þvhús, tvennar svalir. Góður bilsk. m. geymslurisi. Mikil og góð langt- lán. Eign í sérfl. í gamla, góða vesturbænum ódýr lítil 2ja herb. kjíb. Samþykkt. Laus strax. Sérhiti. Sólrik íb. skammt frá háskólanum. Góð íbúð - góður bílskúr miðsvæðis í borginni 3ja herb. íb. rúmir 80 fm á 3. hæð. Góð sam- eign. Útsýni. Tilboð óskast. Sérhæð í austurborginni - skipti Til sölu 6 herb. efri sérhæð m. bílsk. í skiptum f. 3ja-4ra herb. íb. m. bílsk. Nánari uppl. á skrifst. Hafnarf. - Rvík - skipti möguleg Steinhús ein hæð 130 fm. Nýendurbyggt og stækkað á útsýnisstað i suðurbænum i Hafnarf. Bílsk. 36 fm. Skipti mögul., helst á íb. miðsv. í borginni m. bílsk. Þurfum að útvega m.a.: Fossvogur - nágr. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. Margir með mjög miklar og örar peningagreiðslur. Einbýli, raðhús eða 1. hæð 100-120 fm. Skipti mögul. á góðum eignum í vesturborginni. Nánari uppl. á skrifst. Opiðídagkl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlf 1944. AIMENNA fASTEIGNASAlAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 IttlAMD SPKIMO W\rtH VINNUFfiT 06 VETTLINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.