Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 17

Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 17 Mismunandi uppgjörsaðferðir við ríkisreikninga Olafur Ragnar segir að pólitík ráði aðferðunum Fjármálaráðherra segir Olaf Ragnar fara með ósannindi ÓLAFUR Ragnar Grímsson alþingismaður telur að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra noti mismunandi framsetningu á afkomu rikissjóðs í pólitískum tilgangi. Ólafur Ragnar segir að fjármálaráðherra hafi notað uppgjörsaðferðir Ríkisendurskoðunar til að sýna fram á meiri halla á ríkissjóði árið 1991, þegar Ólafur Ragnar var fjármálaráðherra fyrstu mánuðina, og jafnframt minnkað útgjöldin á ár. Nú sé fjármála- ráðherra hins vegar búinn að snúa við blaðinu og sé á móti aðferðum Ríkisendurskoðunar, í því skyni að lækka hallatölur þessa árs. Friðrik Sophusson segir Ólaf Ragnar fara með hrein ósanninndi. Ólafur Ragnar Grímsson boðaði til blaðamannafundar í gær vegna blaðamannafundar sem fjármálaráð- herra hélt í fyrradag þar sem ráð- herra gagnrýndi m.a. þær uppgjörs- aðferðir Ríkisendurskoðunar að telja langtímaskuldbindingar til útgjalda á því ári sém stofnað er til þeirra, þrátt fyrir að engar greiðslur eigi sér_ stað. Ólafur Ragnar sagði að blaða- mannafundur íjármálaráðherrans hefði beint athyglinni að furðulegum mótsögnum í málflutningi og upp- gjörsaðferðum fjármálaráðuneytisins sjálfs í fjármálaráðherratíð Friðriks. Sér væri farinn að ofbjóða hringland- inn í uppgjörsaðferðunum og þar gæti ekki verið annað en pólitík á bakvið. Ólafur Ragnar sagði það fagnað- arefni ef Friðrik Sophusson og Sjálf- stæðisflokkurinn væru nú orðnir sér sammála um að ekki væri rétt að nota aðferðir Ríkisendurskoðunar en lét þó í ljós efa um að þar fylgdi hugur máli. Hann benti m.a. á, að fjármálaráðherra og þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu 24. febrúar greitt atkvæði á Alþingi með tillögu fjárlaganefndar um að færa skuld- bindingar vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, að upphæð 1,4 millj- arðar króna, inn í fjáraukalög í sam- ræmi við kenningar Ríkisendurskoð- unar. Þannig hefði fjármálaráðherra samþykkt uppgjörsaðferðir Ríkisend- urskoðunar á Alþingi og Ólafur Ragnar hefði verið eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Friðrik Sophusson sendi í gær frá sér orðsendingu vegna þessa þar sem kemur fram, að fjármálaráðuneytið hefði gert fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir þeirri afstöðu sinni, að það teldi að ekki ætti að færa skuld- bindingar vegna Verðjöfnunarsjóðs til gjalda á árinu 1990. Fjármálaráð- herra segist ekki hafa verið á um- ræddum þingfundi þar sem málið var afgreitt, og þar af leiðandi ekki get- að tekið þátt í atkvæðagi-eiðslunni. Þessu til sönnunar fylgir tölvuút- skrift af atkvæðagreiðslunni en þar kemur fram að Friðrik Sophusson er fjarverandi. „Að halda því þrisvar sinnum fram í einni fréttatilkynningu að fjarstaddur maður greiði atkvæði með tilteknum hætti og nota það síðan ranglega gegn honum, segir svo sína sögu um virðingu Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir sannleik- anum,“ segir í orðsendingu Friðriks, en fréttatilkynninguna sem vísað er til lagði Ólafur Ragnar fram á blaða- mannafundinum í gær. Ólafur Ragnar nefndi einnig á blaðamannafundinum í gær, að í uppgjöri fjármálaráðuneytisins fyrir árið 1991 hefði allt kaupverð fast- eigna, 630 milljónir króna, verið fært sem útgjöld á því ári, í sam- ræmi við reglur Ríkisendurskoðunar, þótt ekki þyrfti áð greiða þessar skuldbindingar að fullu fyrr en á næstu öld. Jafnframt hefði fjármála- ráðherra ákveðið að færa ekki sem tekjur á árinu 1991, staðgreiðslu skatta opinberra starfsmanna sem komið hefðu í ríkiskassann í byijun desember 1991, heldur hafi þær ver- ið bókfærðar á árinu 1992. Með þessu móti hefði halli ársins 1991 verið aukinn sem þessum upphæðum nam. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið, að kaupverð fast- eigna hefði ávallt verið fært með þessum hætti, jafnt í fjármálaráð- herratíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem á þessu ári. Þá sagði Friðrik það einnig rangt hjá Ólafi Ragnari að umræddar skatttekjur hefðu verið komnar inn í ríkissjóð í desember 1991. Það væri hins vegar rétt að reglum um færslur hefði verið breytt. Áður hefðu þessar tekjur verið færð- ar áður en þær komu í ríkissjóð en nú hefði verið ákveðið að færa þær ekki fyrr en þær komu inn, sem væri breyting í þá átt sem fjármála- ráðuneytið teldi vera rétta. Þetta hefði verið tekið skýrt fram af hálfu ráðuneytisins þegar uppgjör á síðasta ári fór fram. Sigríður Ásgeirsdóttir við eitt verkanna á sýningunni. Sigríður Asgeirsdóttir sýnir í Listmunahúsinu SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 16 sýningu á verkum sínum í Listmunahús- inu í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu í Reykjavík. Á sýningunni eru verk unnin í gler. Sigríður stundaði nám við Edin- burgh College of Art 1979-1984 og í Þýskalandi 1984. Þetta er sjöunda einkasýning hennar og eru verk eft- ir hana m.a. í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, kapellu kvennafang- elsisins í Cornton Vale í Stirling í Skotlandi, íslandsbanka við Lækjar- götu í Reykjavík og víðar. Fimmtudaginn 10. september verður afhjúpað nýtt verk úr steindu gleri eftir Sigríði í Barnaskólanum á Húsavík. Verkið er í tveimur hlut- um, Garðar og Náttfari, og er þar vísað til landnáms og legu lands við Skjálfanda. Verkefnið var styrkt af Listskreytingasjóði. Sýning Sigríðar í Listmunahúsinu við Tryggvagötu stendur til 20. sept- ember. ----» ♦ ♦---- Biskup í vígahug frumsýnd Stuttmyndin Biskup í Vígahug verður frumsýnd í dag, 5. sept- ember, í Regnboganum. Með aðalhlutverk fara Gfsli Rún- ar Jónsson, Kjartan Bjargmundsson og Árni Pétur Guðjónsson. Enn- fremur koma fram Baltasar Kor- mákur, Magnús Jónsson, Þórir Bergsson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Skúli Gautason. Handritshöfundur og leikstjóri er Steingrímur Dúi Másson. Kvikmyndin er 35 mínútna löng. VERÐLÆKKUN Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel heppnaður bíll jafnt að utan sem innan. Verð eftir lækkun: ? Accord EX með sjálfskiþtingu: 1.518.000,- > | Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,- verdi Civic 3dyra frá 899 000 Civic 4dy veröi 78 000 ra ra Líttu við í Vatnagörðum 24 og kynntu þér góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi. Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í nýjan. Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki. Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun: H) HONDA ÁRÉTTRI LÍN.U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.