Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
- ■ - - , - g - fgs.^ -ive-3 ■«?-'»-? * x **r(«7;
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
L.í" í - r ' -;V' *.r - ' ' - . •
____________________m
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Sóknarfæri til
uppbyggiiigar
Ásgeir Daníelsson hagfræðingur
Atvinnuleysi rýr-
ir ekki hagkvæmni
sjófrystmgarínnar
ÁSGEIR Daníelsson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun segir að út-
reikningar sýni að sjófrysting geti verið hagkvæmari en landvinnsla
jafnvel þótt hún hafi í för með sér atvinnuleysi í landi og lokun
vinnsluhúsa. Meiri tekjur af sjófrystingu gera kleift að borga þeim
sem atvinnulausir yrðu við landvinnsluna jafnvirði launa þeirra en
borga þeim sem fengju vinnu á frystiskipum þó hærri laun en þeir
höfðu við vinnsluna í landi.
Morgunblaðið/Kristinn
Hér má sjá 12 manna hóp Litháanna ásamt forsvarsmönnum Lions hvoru megin. Kristján Kristjánsson
til vinstri og Ólafur Briem til hægri.
Námsferð 12 Litháa á vegum ríkisstjórnarinnar
Dvölin héma hefur verið
okkur ómetanleg reynsla
Valdas Dambrava til vinstri og Rasa Bityte
Sú efnahagslega lægð, sem ís-
lendingar hafa búið við síð-
ustu 4-5 árin, á enn eftir að dýpka
verulega á næsta ári vegna afla-
niðurskurðarins. Það er eðlilegt,
að það hrikti í undirstöðum þjóð-
arbúsins þegar þorskaflinn er
skorinn niður úr 320 þúsund tonn-
um í 205 þúsund tonn á tveimur
árum. Afleiðingin verður rýmandi
kjör og vaxandi atvinnuleysi. Það,
sem hefur komið í veg fyrir alvar-
legri kreppu, er sigurinn á verð-
bólgunni. Hvorki atvinnufyrir-
tækin né heimilin hefðu þolað
óðaverðbólgu í því árferði sem
nú er, t.d. það vaxtastig, sem
henni fylgir, verkföll, kjararýrnun
og upplausn.
Við blasir nú, að grípa verður
til allra tiltækra ráða til að auka
tekjur þjóðarbúsins og vinna gegn
atvinnuleysinu. Annars vegar
þarf að hefja uppbyggingarstarf
með langtímasjónarmið í huga,
en hins vegar þarf að gera ráð-
stafanir, sem auka atvinnu og
hagvöxt næstu mánuði og miss-
eri. Beðið er með nokkurri eftir-
væntingu eftir tillögum atvinnu-
málanefndarinnar, sem skipuð
var í kjölfar kjarasamninganna
sl. vor, og aðgerða ríkisstjómar-
innar. Þær munu þó Varla gera
meira en að draga úr mesta at-
vinnuleysinu og eðli sínu sam-
kvæmt geta þær ekki verið nema
til skamms tíma. Líklegt er, að
nefndin leggi til erlendar lántök-
ur, m.a. til að ráðast í auknar
vegaframkvæmdir og viðhald op-
inberra mannvirkja, ef marka má
ummæli forseta ASÍ.
Þjóðarbúið er mjög skuldsett
og verður því að fara með mikilli
gát í að auka erlendar lántökur
og algert skilyrði er, að þær verði
aðeins notaðar til arðbærra fram-
kvæmda.
En lán verður að greiða upp
að lokum, að viðbættum vöxtum
og kostnaði, og því er brýn nauð-
syn, að íslendingar nýti þá mögu-
leika sem við blasa til aukningar
þjóðartekna í bráð og lengd. Til
sjávarins má benda á vannýtta
fiskistofna og aðrar tegundir úr
lífríkinu og þegar eru merki auk-
ins áhuga á þessu sviði. Veiðar á
úthafskarfa færast í vöxt, byijað
er að nýta gulllax, og horfur eru
á auknum veiðum á búra, sem
er tvöfalt til þrefalt verðmeiri en
þorskur. Auka þarf veiðar á nýj-
um tegundum með skipulegum
hætti og ástunda kraftmikla
markaðssókn. Vinnsla þeirra get-
ur skapað atvinnu og því eðlilegt,
að stjómvöld styðji veiðitilraunir
í því skyni.
Ný sóknarfæri blasa við fisk-
iðnaðinum um næstu áramót með
aðild landsins að evrópsku efna-
hagssvæði. Það er ekki aðeins,
að tollar muni lækka eða falla
niður á hefðbundnum útflutnings-
vörum okkar heldur verður hægt
að flytja unnar afurðir tolllausar
á markað 380 milljóna manna.
Tækifæri skapast til vinnslu og
sölu á afurðum í neytendapakkn-
ingum, sem margfalda verðmætið
og atvinnu við framleiðsluna,
nokkuð, sem íslendingar hafa
rætt um í marga áratugi. En slík
framleiðsla kostar mikinn undir-
búning, mikla vinnu við breyting-
ar á frystihúsum og öðrum
vinnslustöðvum, að ekki sé talað
um markaðssetningu matvæl-
anna. Þama fást Iíka tækifæri til
að ráða bót á þeim atvinnumissi
í landi, sem fylgir. fjölgun frysti-
togaranna. Afurðir þeirra má
vinna í neytendapakkningar og
stórauka útflutningsverðmætið í
leiðinni.
Hin höfuðatvinnugrein lands-
manna, sem á við samdrátt að
stríða, er landbúnaðurinn. Með
auknu fijálsræði bænda til að
ráða framleiðslu sinni sjálfir skap-
ast örugglega miklir möguleikar
í framtíðinni. Gæði íslenzkrar
búvöru eru mikil og þær eru
ómengaðar. Neytendur um allan
heim gera sívaxandi kröfur í þeim
efnum. Dæmi um það, hvað getur
gerzt, þegar bændur taka málin
í eigin hendur, er útflutningur á
hrossakjöti til Japans. Þar hefur
kröfum markaðarins verið sinnt
og svo gott verð hefur fengizt,
að ekki hefur þurft neinar útflutn-
ingsbætur. Nú er svo komið, að
útflytjendur skortir kjöt til að
fullnægja eftirspurn. í þessu sam-
bandi má einnig benda á, að yl-
rækt er talin eiga mikla mögu-
leika á útflutningi í framtíðinni
vegna kosta jarðhitans og nýjustu
lýsingartækni til að vinna gegn
myrkri skammdegisins.
Hér hefur fyrst og fremst verið
minnst á möguleika höfuðat-
vinnugreinanna gömlu, því þar
kreppir skórinn mest, en aðrar
greinar eiga ekki síður mikla
möguleika til vaxtar og nýsköp-
unar. Tækifæri iðnaðarins eru
nánast óendanleg, þegar sam-
keppnisaðstaða hans hefur verið
tryggð, og það sama má segja
um ferðaþjónustu og nýja at-
vinnugreinar eins og t.d. fjár-
málaþjónustu og iðnað á sviði líf-
tækni og hugbúnaðar. Síðast en
ekki sízt má nefna nýtingu jarð-
hita og orku fallvatna til stóriðju
til að skjóta nýjum stoðum undir
íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf.
Aðgerðir til að draga úr at-
vinnuleysinu, sem er fyrir dyrum,
eru nauðsynlegar, en mikilvægast
er, að ríkisstjórnin og atvinnufyr-
irtækin, með stuðningi verkalýðs-
hreyfingarinnar, hefjist þegar
handa um að nýta þau sóknar-
færi, sem eru fyrir hendi, til ný-
sköpunar og uppbyggingar at-
vinnulífsins.
Morgunblaðið lagði þá spumingu
fyrir Asgeir hvert hann teldi vera
hagkvæmasta fiskvinnslukerfið ef
miðað væri við að starfsfólk frystihús-
anna í landi fengi ekki vinnu vegna
aukinnar sjófrystingar og fiskverkun-
arhúsin yrðu ekki tekin til annara
nota.
„Ef vinnuafl og fjármagn eru full-
nýtt, atvinnugreinum ekki mismunað
og markaðir í jafnvægi þannig að
verð og laun endurspegla réttilegar
kostnað og ábata af rekstri er arðsem-
in rétti mælikvarðinn á hagkvæmni,"
segir Ásgeir. „Við þessi skilyrði er
enginn munur á rekstrarlegri og þjóð-
hagslegri hagkvæmni.
Ef atvinnuleysi er til staðar gildir
þetta ekki. Þjóðhagslegur kostnaður
við notkun á vinnuafli sem verður
atvinnulaust ef ákveðinni starfsemi
er hætt er ekki jafn launum þess
heldur eitthvað lægri. Ef vinnuaflið
verður varanlega atvinnulaust þá má
segja að þjóðhagslegur kostnaður við
notkun þess sé enginn.
Uttektir og áætlanir Þjóðhags-
stofnunar undanfarin ár á rekstrar-
afkomu sjávarútvegsfyrirtækja sýna
að frystiskip eru arðsömustu rekstr-
areiningarnar. Þessi niðurstaða
mundi ekki breytast þótt tekið væri
tillit til viss aðstöðumunar á milli sjó-
vinnslu og landvinnslu eins og sjó-
mannafrádráttar, aðstöðugjalds og
fleira en yfirburðir sjóvinnslu mundu
þó _minnka.“
Ásgeir segir að þegar leggja skal
mat á núverandi atvinnuástand komi
mörg álitamál upp við mat á áhrifum
þess á arðsemi/hagkvæmni einstakra
kosta. „Er þjóðhagslegur kostnaður
við notkun á vinnuafli 5%, 10% eða
20% lægri en greidd laun?,“ segir
Ásgeir. „Svarið ræðst af því hvaða
möguleika við teljum að hagkerfið
hafi. Ég tel að það sé fullmikil svart-
sýni á möguleika íslensks hagkerfis
að meta þjóðhagslegan kostnað við
nýtingu vinnuafls og fjármagns jafn-
an á núlli vegna þess að það sé eng-
inn annar möguleiki á nýtingu þess.
En ef við gefum okkur að svo sé er
rétt að líta á hagnaðinn eftir að búið
er að leiðrétta reikninga fyrirtækj-
anna og setja laun og fjármagns-
kostnað fyrirtækjanna jafnan núlli
sem mælikvarða á þjóðhagslega hag-
kvæmni. Þessi hagnaður er jafn svo
kölluðu vinnsluvirði."
Ásgeir bendir á að í lauslegri áætl-
Davíð sagði að aflokinni skoðun á
rekstri allra eininga eftir sumarið
væri ljóst að draga þyrfti nokkuð
saman seinni hluta ársins til þess
að ná fram sparnaðaráformum.
Þannig hefði komið upp sú hugmynd
að loka Fæðingarheimilinu síðustu
mánuði ársins til þess að að rekstur
un sem Þjóðhagsstofnun gerði fyrir
Aflamiðlun snemma á þessu ári og
greint var frá í Morgunblaðinu í gær-
dag er vinnsluvirði á hvert kg. af fiski
upp úr sjó hæst í sjófrystingu sem
bendir til að sjófrysting sé einnig
hagkvæmust á þennan mælikvarða.
„Vegna þess að vinnsluvirðið er
hærra í sjófrystingu en annarri
vinnslu er hægt að auka þau verð-
mæti sem unnin verða úr þeim fiski
sem leyft er að veiða á næsta fisk-
veiðaári með því að auka sjófryst-
ingu,“ segir Ásgeir. „En með því er
auðvitað ekki sagt að verðmætasköp-
unin yrði mest ef allur fiskur væri
sjófrystur. Þetta þýðir að með meiri
tekjum af sjófrystingu væri hægt að
greiða þeim sem yrðu atvinnulausir
við að landvinnslan flyttist út á sjó
jafnvirði þeirra launa sem þeir höfðu
en borga þeim sem fengju vinnu á
frystiskipum þó hærri laun en þeir
höfðu við vinnsluna í landi. í raun-
veruleikanum er slíkt millifærslukerfi
ekki til. Flutningur á fiskvinnslu út
á sjó leiðir til þess að til verða störf
sem gefa mjög há laun á sama tíma
og einhveijir verða atvinnulausir.
Sumir hagfræðingar telja að ekki sé
hægt að gefa einhlítt svar við því
hvað sé best ef sumir hagnast en
aðrir tapa. Velferð sé svo persónuleg
að ekki sé hægt að bera saman vel-
ferðarábata þeirra sem bæta stöðu
sína og velferðartap þeirra sem koma
verr út. Aðrir telja að ef þeir sem
bæta stöðu sína gætu bætt þeim sem
tapa upp skaðann sé breytingin rétt-
lætanleg, jafnvel þótt þessi milli-
færsla sé ekki framkvæmd."
Ásgeir segir að þessar vangaveltur
gætu bent til þess að ástæða væri til
að telja launakostnað í landvinnslu
ofmetinn vegna þess að það fólk sem
vinnur í fiskvinnslu í landi eigi erfið-
ara um vik að fá aðra vinnu en til
dæmis þeir sem vinna á frystiskipum.
„Útreikningar þar sem gengið væri
út frá slíkri forsendu mundu sýna
þjóðhagslega hagkvæmni landvinnsl-
unnar meiri en ella,“ segir Ásgeir.
„En á hitt er að líta að mikil ásókn er
í pláss á frystiskipum sem bendir til
að laun þar séu í hærra lagi en aftur
á móti er erfítt að fá fólk í fiskvinnslu
í landi sem bendir til að laun þar séu
frekar of lág. Útreikningar sem tækju
tillit til þessara atriða mundu sýna
meiri þjóðhagslega hagkvæmni sjó-
frystingar."
kvennalækningasviðs Landspítala
væri innan fjárlaga. „Síðan hefur
alltaf staðið til að gera fjárlaganefnd
grein fyrir þeim kostum sem fyrir
hendi eru við framtíðarrekstur Fæð-
ingarheimilisins. Kemur þá í ljós
hver vilji Alþingis er fyrir því að
reka Fæðingarheimilið og með hvaða
- segja þau Vald-
as Dambrava og
Rasa Bityte
UNDANFARNAR fimm vikur
hefur hér á landi dvalist 12
manna hópur Litháa. Þeir eru
hingað komnir í boði ríkisstjórn-
arinnar og tóku þátt í umfangs-
miklu stjérnunarnámskeiði hjá
Stjórnunarfélagi íslands. Hópur-
inn á allur að baki háskólanám
og starfar nær allur við stjórnun
fyrirtækja í Litháen. Á námskeið-
inu var farið yfir alla þætti
stjórnunar fyrirtækja svo sem
markaðssetningu, áætlanagerð
og gæðastjórnun. Þar að auki
kynntist hópurinn íslenskum fyr-
irtækjum og fékk hjá þeim
nokkra starfsþjálfun. Hópurinn
kynntist einnig íslensku þjóðfé-
lagi því allir gistu á vegum Lions
og JC-hreyfinganna hjá íslensk-
um fjölskyldum.
Litháarnir 12 eru flestir búsettir
í höfuðborg ríkisins, Vilnius. Þeir
hafa allir stundað nám í þarlendum
háskólum og hafa menntað sig í
fjölbreyttum greinum en eiga það
sameiginlegt að starfa að verslun
og viðskiptum. Það kom fram í
máli þeirra að eftirsótt hefði verið
að komast til íslands á þetta nám-
skeið og þurftu þau meðal annars
að gangast undir próf. Að því loknu
voru 12 valin til fararinnar.
Morgunblaðið ræddi við tvo ein-
staklinga úr hópnum, þau Valdas
Dambrava, en hann hefur lært
verslunarhagfræði, og Rasa Bityte
hætti," sagði Davíð.
Hann sagði að rekstur Fæðingar-
heimilisins í framtíðinni væri auðvit-
að það sem mestu máli skipti og
nokkrar hugmyndir hefðu komið
fram um hann. „Einn af þeim kostum
sem við höfum verið að skoða í því
sambandi er að semja við ljósmæður
um að þær tækju að sér rekstur
Fæðingarheimilisins, og þá jafnvel
sem verktakar. Væri þá miðað við
að þar færu fram áhættulitlar fæð-
ingar,“ sagði Davíð en í samtalinu
kom m.a. fram að ein af þeim hug-
myndum sem hefðu komið upp væri
að koma á fót sams konar aðstöðu
á kvennadeildinni og verið hefði á
Fæðingarheimilinu. f máli Davíðs
líffræðing. Þau voru sammála um
að dvölin hér hefði verið sérstaklega
lærdómsrík, en bæði gengu þau í
gegnum fimm vikna námskeið hjá
Stjórnunarfélagi íslands. Þau telja
íslendinga vinna mikið en elggja
jafnframt áherslu á að hugarfar
þeirra gagnvart vinnu sinni sé mun
heilbrigðara en í heimalandi þeirra.
„Þar kennir ennþá áhrifa Sovétríkj-
anna sálugu," segir Valdas.
Að mati beggja er ávinningur af
námi þeirra og starfsþjálfun aug-
Ijós. Þau muni miðla þekkingu sinni
í fyrirtækjum sínum og kynna þar
vestræna viðskiptahætti. Auk þess
hafi þau leitast við að mynda sam-
bönd við íslensk fyrirtæki, sem
komið geti báðum aðilum vel. Það
var samdóma álit þeirra að nauð-
synlegt væri fyrir litháískt við-
skiptalíf að tengjast fyrirtækjum á
Vesturlöndum.
Litháarnir kynntust ekki einasta
íslensku viðskiptalífi heldur og ís-
kom þó fram að sú hugmynd gæti
orðið dýr í framkvæmd. „Hún stend-
ur í okkur, a.m.k. núna, en er þó
eitt af því sem við munum gera fjár-
laganefnd grein fyrir hvað muni
kosta,“ sagði hann.
Davíð sagði að Ríkisspítalar hefðu
fengið 20 milljónir til að reka Fæð-
ingarheimilið á árinu 1992. „Við
höfum síðan fengið 18 milljóna króna
reikning frá Borgarspítalanum fyrir
fyrstu þijá mánuðina sem þýðir að
við hefðum tvær milljónir til að reka
heimilið í níu mánuði ef við borguð-
um þann reikning. Það segir töluvert
um þann möguleika sem við eigum
til að halda úti öflugri starfsemi á
iFæðingarheimilinu," sagði hann.
lensku þjóðlífi. Lions og JC hreyf-
ingamar sáu um að útvega fólkinu
gistingu en öll gistu þau hjá íslensk-
um fjölskyldum. „Ég er svo hepp-
in,“ segir Rasa, „að hvar sem ég
hef komið þá hef ég aðeins kynnst
indælu fólki sem ætíð var tilbúið
að aðstoða mann. Ég mun því minn-
ast Islendinga af góðu einu.“
Að lokum vildi Valdas fyrir hönd
samferðamanna sinna þakka ís-
lendingum og íslensku ríkisstjóm-
inni fyrir það tækifæri, sem þeim
hafí verið veitt með komu sinni
hingað. Hér hafi þau kynnst vest-
rænni menningu og nútíma við-
skiptaháttum og með prófskírteini
héðan ættu þau möguleika á betri
störfum og hærri launum í heima-
landi sínu. „Þið hafið verið einstak-
lega þolinmóð og umhyggjusöm
gagnvart okkur og þáð hefur verið
ómetanleg reynsla að kynnast ís-
lenskum lífsstíl og íslenskri menn-
ingu,“ sagði Valdas að lokum.
Aðspurður sagði Davíð að með
hagræðingu gæti kvennadeild tekið
við öllum fæðingum af Fæðingar-
heimili í nokkra mánuði en hann
vonaði að sú hugmynd að opna Fæð-
ingarheimilið að nýju fengi náð fyrir
augum Alþingis.
Elínborg Jónsdóttir, forstöðukona
Fæðingarheimilis, sagðist ekki sjá
annað en að Ríkisspítalar yrðu í stöð-
unni að loka Fæðingarheimilinu
tímabundið. Hún kvaðst hins vegar
fagna því að framtíðarrekstur heim-
ilisins yrði loks ræddur. „Það er
mjög erfitt að vera vandræðabarn
mjög lengi eins og við höfum verið
þegar stofnunin fær þessa sendingu
án rekstrarfjár og heimilið verður
einungis baggi. Því er vonandi að
framtíðarlausn í takt við tímann
finnst. Það er geysileg þróun í gangi
og maður vonar að sátt náist og vit-
rænar áætlanir inn í framtíðina,“
sagði Elínborg en aðspurð sagði hún
að ekki hefði verið kannað hvort
verktakarekstur ljósmæðra væri
raunhæfur kostur.
Rætt er um að loka Fæðingar-
heimilmu síðustu mánuði ársins
DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, segir að rætt hafi verið
um að loka Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu síðustu mánuðu ársins
til að ná endum saman. Hann segir að fjárlaganefnd Alþingis verði
gerð grein fyrir því hvaða leiðir yrði hægt að fara varðandi framtíðar-
rekstur heimilisins við fjárlagagerð. Meðal þess sem rætt hefur verið
um er að ljósmæður reki heimilið sem verktakar. Elínborg Jónsdótt-
ir, forstöðukona Fæðingarheimilisins, segir að ekki sé hægt taka af-
stöðu til þessa kosts þar sem ekki hafi verið kannað hvort hann sé
raunhæfur.
Stúlkan er vann liug og
hjarta Bobby Fischers
Frá Margeiri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Sveti Stefan, SvartQallaiandi.
HÚN VARÐ nitján ára á mánudaginn, er fremur þybbin með þykk
gleraugu og minnir mest á dugnaðarlega menntaskólastúlku. Það
er þó Zitu Rajcanji frá Búdapest sem skákunnendur eiga það fram-
ar öðrum að þakka að bandariski skáksnillingurinn Bobby Fischer
er sestur að tafli á nýjan leik eftir hvorki meira né minna en 20
ára fjarveru frá taflmennsku. Hann teflir nú æsispennandi einvígi
við Boris Spasskí á sumardvalarstaðnum Sveti Stefan i Svartfjalla-
landi.
Samband þeiura Bobby og Zitu
er náið. Þau hafa meira og minna
verið samvistum frá því í apríl í
vor og á opnunarhátíð einvígisins
sátu þau saman við háborðið ásamt
Boris og Marinu Spasskí og serbn-
eska fjármálamanninum Jezdimir
Vasiljevic og konu hans. Vasiljevic
reiðir fram á að giska 10 milljónir
Bandaríkjadala, eða jafnvirði 530
milljóna ísl. króna til að mæta öll-
um kröfum Fischers og til að koma
einvíginu á. Opnunarhátíðina bar
upp á afmælisdag Zitu og það eru
vafalaust fáar átján ára stúlkur
sem eyða honum á svipaðan hátt.
Borðbúnaðurinn fyrir pörin þrjú við
háborðið var úr skíra gulli, gamalt
góss úr hinu forna virki, -Sveti Ste-
fan.
Ég hitti Zitu að máli um hádegis-
bilið, daginn eftir að Fischer vann
glæstan sigur í fyrstu einvígisskák-
inni gegn Spasskí. Zita talar mjög
góða ensku, faðir hennar starfaði
um tíma í New York og þegar Zita
var ellefu ára bjó hún þar í eitt
ár. Hún féllst fúslega á að upplýsa
íslenska lesendur um sjálfa sig og
samband sitt við skáksnillinginn.
Ég byrjaði á að spyija hana
hvort hún væri ekki stolt yfir því
að hafa komið þessu öllu af stað
með því sð setja Fischer í samband
við ungverskumælandi Serbann
Janos Kubat sem nú stjórnar ein-
víginu.
„Jú, ég er dálítið stolt, en Bobby
var orðinn tilbúinn til að tefla. Það
sem ég gerði var bara að flýta
fyrir því.“
Hvernig kynntistu Fischer?
„Ég hef lengi haft áhuga á skák
og þegar ég var sextán ára skrif-
aði ég honum bréf. Ég veit ekki
af hverju, ég bara varð að gera
það. Ég fékk ekkert svar, fyrr en
að allt í einu ári seinna, þá hringdi
hann í mig frá Þýskalandi og sagði
að pósturinn bærist sér seint. Hann
var líka búinn að skrifa mér bréf
og það fékk ég daginn eftir. Svo
héldum við sambandi en ég hitti
Bobby ekki augliti til auglitis fyrr
en í apríl í vor þegar ég fór til hans
í Los Angeles. Þá var ég hjá honum
í sex vikur.“
En er Fischer ekki erfiður í
umgengni?
Zita brosti við þessari spurn-
ingu: „Hann er ekki auðveldur, en
þetta gengur einhvern veginn. Mér
líkar mjög vel við hann. Bobby er
frábær! Hann er líka heiðarlegasti
maður sem ég hef kynnst. Hann
trúir 100% á það sem hann segir
og grínast ekki.“ Þarna átti Zita
greinilega við umdeildar yfirlýsing-
ar Fischers á blaðamannafundinum
fyrir einvígið. „Margt fólk reynir
að leika einhvers konar hlutverk
og segja það sem ætlast er til af
því, en Bobby kemur til dyranna
nákvæmlega eins og hann er
klæddur."
En hvað segja foreldar Zitu um
samband hennar við Fischer, sem
er 30 árum eldri?
„Þau eru hæstánægð. Bobby
hefur heimsótt þau með mér í
Búdapest og það gekk allt mjög
vel.“
Zita teflir sjálf og er með 2.110
ELO-skákstig. Á afmælisdaginn
kom hún frá Búdapest þar sem hún
sigraði í stúlknameistaramóti Ung-
veijalands. í næsta mánuði fer hún
til Argentínu og teflir á heims-
meistaramóti stúlkna 20 ára og
yngri og í desember keppir hún á
Kvennameistaramóti Úngveija-
lands. í fyrra tefldi hún á heims-
móti stúlkna 18 ára og yngri í
Zita Rajcanji
Brasilíu, en var óánægð með ár-
angurinn.
Eg spurði hvort Fischer hefði
kennt henni.
„Nei, hann hefur aldrei tekið
mig í tíma, en ég er oft með hönum
þegar hann er að rannsaka skákir.
Ég kem stundum með uppástung-
ur, en oft eru þær fáránlegar.
Hann er samt alltaf mjög þolinmóð-
ur við mig. Mér finnst ég læra
mikið, bara af því að horfa á hann
fara yfir skákir og athuga nýja
möguleika.“
En hvað skyldu 19 ára stúlka
og miðaldra skáksnillingur eiga
sameiginlegt fyrir utan skákina?
„Við höfum bæði áhuga á tónlist
en alls ekki samskonar. Ég hlusta
mest á þungarokk."
1 þann mund kom einn skák-
stjóranna og tilkynnti að hann
gæti útvegað Fischer spólu með
Tom Jones. „Þarna sérðu, hann er
mest í gamla tímanum í tónlist.
Ég hef líka áhuga á bóklestri og
„rugluðu fólki“,“ bætti Zita við án
þess að útskýra það nánar. „Mig
langaði líka einu sinni til að læra
sálfræði eða eitthvað um starfsemi
mannsheilans. Svo kann ég vel við
mig úti í náttúrunni og ég elska
dýr.“
Hún og Fischer hafa fengið sér
sundsprett í volgu og notalegu
Adríahafinu. „Hér er gott að vera,
ég verð hér á einvíginu þangað til
ég fer til Argentínu," sagði Zita.
En hver eru framtíðaráfórmin?
„Ég er búin að ljúka mennta-
skólanámi, en hef engin áform að
fara í háskóla. Nú er það skákin
sem á hug minn allan.“
Er Fischer mjög iðinn við æfing-
ar?
„Bobby hugsar eiginlega bara
um skák. Hann er alltaf að velta
fyrir sér nýjum möguleikum. Það
er alveg sama hvar hann er, í veislu
eins og á opnunarhátíðinni, við
matarborðið, það gengur allt út á
eitt. Hann getur líka setið við og
æft sig tímunum saman."
En þessi 20 ár sem hann var frá
keppni?
„Ég held að þá hafi gegnt sama
máli. Skákin hefur alltaf verið líf
hans.“
Ég rifjaði það upp að snemma
á sjöunda áratugnum sagðist Fisc-
her geta gefíð hvaða konu sem
væri riddara í forgjöf og samt ver-
ið öruggur með sigur. Á blaða-
mannafundinum umtalaða sagðist
hann líka hafa efasemdir um Judit
Polgar.
„Hann átti nú bara við það að
faðir Polgarsystranna hafði verið
með miklar yfirlýsingar um það
að Judit verði heimsmeistari karla.
Bobby hefur efasemdir um það.
Hvað mig varðar, þá þigg ég ekki
forgjöf frá neinum. Ekki einu sinni
frá Bobby. Við teflum stundum
léttar skákir og þá leggur hann
sig allan fram. Ég mundi heldur
ekki líða annað, en auðvitað vinnur
hann alltaf."
Það var borin fram léttur há-
degisverður og á meðan við snædd-
um hann röbbuðum við Zita um
heima og geima. Ég sagði henni
frá heimsmeistaraeinvígi Fischers
og Spasskís í Reykjavík árið 1972,
sem haldið var árið áður en hún
fæddist, og að ég og margir jafn-
aldrar mínir hefðum þá fengið
mikinn áhuga á skák. Hún spurði
um taflmennsku íslenskra kvenna
og ég varð því miður að svara því
til að síðast hefðu íslendingar sent
kvennasveit á Ólympíuskákmót
árið 1984. Við hefðum átt hæfi-
leikamiklar stúlkur eins og Guð-
fríði Lilju Grétarsdóttur, nýbakað-
an íslandsmeistara, sem náði al-
þjóðlegum meistaratitli kvenna í
fyrsta skipti sem hún fékk tæki-
færi á því. Nú sé hún hins vegar
að fara til náms við Harvard-
háskóla í Bandaríkjunum og yrði
að leggja taflið á hilluna í bili.
Zita sagði að Fischer teldi sig
aldrei hafa fengið gott tilboð um
að snúa aftur fyrr en núna. Hún
spurði af hveiju íslendingar hefðu
ekki reynt að fá hann til að téfla
og ég svaraði því til að ýmsir aðil-
ar íslenskir hefðu verið viðriðnir
slíkar tilraunir en að reiða fram
jafnháar fúlgur og Vasiljevic væri
ofviða íslenskum aðilum.
Talið barst að harðorðum um-
mælum Fischers á blaðamanna-
fundinum um Kasparov og sögum
um bellibrögð rússneskra skák-
manna. Zita sagði m.a. þetta:
„Bobby sá fyrir nokkrum árum
myndbandsupptöku frá einvígi
Kasparovs og Shorts í London. A
meðan andstæðingurinn hugsaði
handlék Kasparov riddára í sífellu
sem Bobby segir að hlyti að hafa
truflað Short. Við slíka hluti líkar
Bobby ekki.“
Ég kvaddi að lokum þessa gæða-
legu og rólyndu stúlku og bað hana
að flytja kveðju íslenskra skák
áhugamanna til Fischers og segja
honum að grannt væri fylgst með
í Reykjavík. Sú von fékk byr undir
báða vængi að Zita verði til að
milda ofsann sem stundum ríkir
huga snillingsins og skapa honum
aðstæður til að helga sig skáklist-
inni óskiptur.
Fischer
fann ekki
vinning
BOBBY Fischer átti and-
vökunótt eftir hina æsi-
fengnu aðra einvígisskák við
Spasskí. Fischer leitaði alla
nóttina að vinningsleið en
komst skv. áreiðanlegum
heimildum að þeirri niður-
stöðu að ekki hefði verið
unnt að bijóta hatramma
vörn Spasskís á bak aftur.
í 50. leik gat Fischer knúið
fram endatafl með hróki og
peði gegn stökum biskupi and-
stæðingsins, sem yfírleitt er
unnið, en í þessu tilviki hefði
það ekki dugað til.
Janos Kubat mótsstjóri og
Lothar Schmidt yfírdómari ít-
rekuðu enn í dag þær óskir að
Friðrik Ólafsson taki við yfir-
dómarastöðunni. Ekki hefur
fengist svar frá Friðriki sem
staddur er í sumarleyfí á Ítalíu.