Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 25 Minning Þórunn Jónsdóttir frá Einarsnesi Fædd 20. september 1894 Dáin 28. ágúst 1992 Hún amma mín, Þórunn Jónsdótt- ir frá Einarsnesi, andaðist í Reykja- vík í hárri elli föstudaginn 28. ágúst sl. og verður í dag flutt í átthaga sína til hinstu hvíldar. Úr héraðssög- um Borgarfj'arðar er talað um ætta- róðul og ættarþrótt. Ömmu var það meðfætt að unna bernskustöðvum sínum og una þar. Að ömmu í móður- ætt stóðu merkar ættir. Eru það Lundaættin frá Ólafi lögréttumanni og Ásbjarnarstaðaættin frá Halldóri fróða. Þessar tvær ættir tengdust með giftingu og sameinaðar nefnast þær Helgavatnsætt. í föðurætt var amma af Stephensen-, Ottsen-, Scheving, Galtarholts- og Stórafjalls- ætt. Margar framangreindra ætta má rekja til hinnar fornu Einarsnes- ættar þeirra feðga Sigurðar Jónsson- ar sýslumanns í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, lögmanns að austan og sunnan og Jóns Sigurðssonar sýslu- manns. Þórunn amma mín var fædd í Galtarhalti í Borgarhreppi 20. sept- ember 1894. Foreldrar hennar voru hin nafnkunnu og mikilsvirtu sæmd- arhjón Jón Jónsson landpóstur og kona hasn, Sigríður Guðmundsdóttir. Bernskuheimili nmmu í Galtarholti var stórt og umfangsmikið. Auk fjölda vinnufólks var oft húsfyllir af aðkomufólki og var allt heimilisfólkið samhent í þvf að gera heimilið rausn- arlegt og skemmtilegt. Það þurfti því mikinn skörungsskap og dugnað til hússtjórnar og fór amma mín ekki varhluta af því. Ferðalangar voru oft langt að komnir, hraktir og blautir af vondum vetrarveðrum. Þá voru búin upp rúm, jafnt að nóttu sem degi, ferðafötin þurrkuð og beini veittur af velþeginni umhyggju og velvild. Eins komu ættingjar og vinir til skemmri og lengri dvalar. Fáir spiluðu og sungu jafn vel og bræð- urnir hennar ömmu í Galtarholti og var oft glatt á hjalla. Amma stundaði nám við Hús- stjórnarskólann í Reykjavík og var þar síðan aðstoðarkennari einn vet- ur. Amma áttrmarga hesta en þó var Jarpur henni minnisstæðastur. Á honum fór hún ríðandi í söðli til Reykjavíkur á leið til Gullfoss og Geysis með frænkum sínum þeim Andersensystrum og öðrum vinum. Mynd var tekin af henni á Jarpi fyr- ir framan Aðalstræti 6 í Reykjavík og var sú mynd birt í Tímanum í greinarflokknum Byggt og búið í Reykjavík. Hann var eins og hugur manns sagði amma. Engan hest hef ég þekkt betri. Afa mínum, Guðmundi Jónssyni frá Valbjarnarvöllum, f. 13 maí 1889, d. 2. janúar 1959, giftist amma 19. febrúar 1916. Þau bjuggu á Val- bjarnarvöllum í Borgarhreppi þar sem afi var hreppsnefndaroddviti 1931-38 og hreppstjóri 1932-1958. Afi lærði orgelleik hjá Runólfi Þórð- arsyni í Síðumúla. Hann var í ungl- ingaskóla Sigurðar Þórólfssonar og Hvítárbakkaskóla 1905-6. Hann L kenndi jafnframt söng við skólann. Barnakennari var hann í Borgar- hreppi 1909-10. Auk þess kenndi hann orgelleik á heimili sínu á Val- bjarnarvöllum. Upp úr svokallaðri spönsku veiki veiktist afi alvarlega af asma og varð ekki samur eftir það. Því reyndi meir á stjórnsemi, hagsýni og verkhyggni ömmu og hvað þurfti að segja fyrir um. Afi var hins vegar bókhneigður og rit- elskur trúmaður. Hjónaband afa og ömmu var með afbrigðum gott og má þar sérstak- lega nefna samlyndi þeirra hjóna. Heimili þeirra var yfirlætislaust en gestrisni mikil. Afi var eftirsóttasti hljómlistarmaður nálægra sveita hvort sem var við orgelleik í kirkjum eða við sérstök tilefni svo sem eins og hreppsmót, jólagleði og önnur mannamót. Afi spilaði við messur í mörgum kirkjum í Borgarfirðinum, en við Stafholtskirkju spilaði afi frá 10 ára aldri tii dauðadags. Sem bam fylgdi ég afa og ömmu oft til kirkju. í íslenska búningnum íklæddist amma mín uppruna sínum og varð prýði ættar sinnar allrar, einnig sveitar og héraðs. Og þegar mildur, blæbrigðaríkur orgeltónninn hans afa í kirkjunni fyllti hugann ró í tón-> verkinu Áve Maria þá var notalegt að 'stinga lítilii hendi i mjúka hlýja hönd ömmu. Það var hlýja bæði utan og innan. Börn afa og ömmu voru móðir mín, Sigríður, f. 11. desember 1916, gift Sigþóri föður mínum bónda og hreppstjóra í Einarsnesi, f. 28. janú- ar 1918, d. 23. janúar 1981, og Jón Agnar, f. 9. janúar 1920, d. 7 apríl 1944. Eftir að afi og amma hættu búskap fluttu þau sem heimilisfólk til föður míns og móður. Amma fór ekki varhluta af erfiði og örðugleik- um lífsins. Auk langvarandi heilsu- leysis og andláts einkasonarins, Jóns Agnars, og asmaveiki afa míns var heilsa ömmu minnar tæp um nokk- urt skeið. Á árinu 1934 lá hún sumar- langt á sjúkrahúsi eftir þunga skurð- aðgerð. Á því tímabili brann íbúðar- húsið á Valbjarnarvöllum og misstu amma og afi mestallt innbú sitt og fatnað. Ibúðarhúsið var gjörónýtt. Smiður var fenginn frá Borgamesi og var húsið endurbyggt að mestu áður en vetur gekk í garð. Síðari húsbruni á heimili ömmu var í Ein- arsnesi 3 júní 1988 en þá bjó móðir mín þar eftir lát föður míns ásamt ömmu. Húsið gjöreyðilagðist og var ekki endurbyggjanlegt. Þá fór amma í sína síðustu Reykjavíkurferð. Eftir þriggja ára dvöl slasaðist hún alvar- lega á sjúkrahúsi. Hún gekkst undir stóra skurðaðgerð síðastliðið haust og hafði ekki fótaferð eftir það. Sem endranær féll ekki æðruorð af vörum ömmu þrátt fyrir níutíu og sjö ára aldur og aldrei kom það fyr- ir að minni hennar biygðist og fylgd- ist hún með atburðum líðandi stund- ar hjá öllum sínum afkomendum til dauðadags. Þegar kemur að síðustu kveðjustundinni og engin orð geta borist á milli leita einungis tilfinning- Haustsýning í Klausturhólum Urval gamalla meistara HIN ÁRLEGA haustsýning Klausturhóla, listmunahúss á Laugavegi 25, opnar í dag, laugar- dag. Á þessari sýningu er dregið fram úrval íslenskrar listar þessarar ald- ar, 1900-1970: Húsafellsmynd eft- ir Ásgrím Jónsson, hin fræga mynd sama málara, Hjaltastaðabláinn frá 1926, myndir Jóns Stefánssonar frá bestu árum málarans: Eiríksjökull og úr Mosfellssveit, mildar og skýr- dregnar olíumyndir, stórbrotnar myndir meistara Kjarvals, Þing- vallamyndir, m.a. ein frá 1937, en alls eru á þessari haustsýningu 17 málverk og myndir, litlar og stórar, eftir Kjarval. Málverk Kristínar Jónsdóttur eru ekki oft á boðstólum, en á þessari sýningu eru m.a. uppstillingar blóma frá fimmta áratugnum, sem margir álíta eitt besta tímabil lista- kortunnar. Nokkrar myndir eru eftir Jóhann Briem, mannamyndir og uppstill- ingar, einnig eftir Gunnlaug Blön- dal; síldarsöltun, vatnslitamynd og fleiri myndir, einnig málverk eftir Jón Engilberts, Jóhannes Geir, sterkar og lithlaðnar myndir úr Skagafirði og víðar og nokkrar myndir eftir Snorra Arinbjarnar og Gunnlaug Scheving. Einnig eru nokkrar gamlar myndir eftir Alfreð Flóka, sem alltaf vekur jafnmikla athygli. Sýningin verður opin um þessa helgi kl. 14-18 báða dagana. ar á hugann og minningamar birt- ast. Minningar um ógleymanlega mannkosti, ástúð, trygglyndi og umfram allt umburðarlyndi. Þórunn amma mín tók á móti mér við fæð- ingu og hélt mér fyrst allra í örmum sínum. Hún hafði hlýjar, mjúkar og gefandi hendur sem aldrei breyttust. I kjöltunni hennar ömmu var auðvelt að ferðast langa vegu. Til póstferða hans langafa míns, þar sem þreyttir og hraktir ferðalangar lentu í margri svaðilförinni, í sleðaferðir með hon- um afa mínum um sveitir, í kvenna- skólann þar sem hún fröken Ingi- björg kenndi hinar ströngu siðaregl- ur borðsiða og fágun í framgöngu og önnur óskyld ævintýri. Allar frá- sagnir ömmu voru dulrænar, seið- andi og rómantískar. Þær voru mér sem lifandi reynsla sem vörpuðu ljósi á persónur jafnvel gagnvart því fólki sem ég hafði engan persónulegan kunnugleika við. Nafninu mínu, Helga, réð hún amma mín. Hana dreymdi frænku sína, Helgu Anders- en eldri, sem leiddi hana á grænt gras. Helga bað ömmu: Láttu litlu telpuna hennar Siggu dóttur þinnar heita nafninu mínu, Helga, og henni mun þá vel famast. Ég var skírð Helga eftir draumnum. Sterkasti þáttur í lífi og eðli ömmu var móðurhlutverkið. Son sinn, Jón Agnar, missti amma eftir Ianga og þunga sjúkdómslegu aðeins tuttugu og ijögurra ára gamlan. Það var mikil raun góðrar móður að sjá á bak eina syninum. Jón Agnar var fríður sýnum og glæsilegur maður, vel viti borinn, vinsæll af öllum sem þekktu hann og listrænn líkt og forf- eður hans þeir Guðmundur Stefáns- son bóndi og silfursmiður á Kvíum í Þverárhlíð, Þorbjöm Ólafsson „ríki“, gullsmiður á Lundum, og Ólafur Jónsson „himnasmiður", faðir hans. Samband móður minnar og ömmu varði í 75 ár. Allan þann tíma ein- kenndist hver samvistarstund af ást, virðingu og umburðarlyndi sem þær bám hvor til annarrar. Engan skugga bar á samlyndi þeirra og man ég ekki til að þeim hafði nokk- um tímann orðið sundurorða. Það þarf dugnað og skömngsskap til að stjóma mannmörgu sveitaheimili sem í Einarsnesi þannig að hver og einn fjölskyldumeðlimur hafí sitt hlutverk samkvæmt eigin getu. Amma studdi móður mína dyggilega. Á meðan móðir mín saumaði og pijónaði á pijónavél pijónaði amma alla þá sokka og allar peysur sem heimilið þarfnaðist. Með álíka verk- skiptingu úti og inni, nýtni og spar- semi, risu upp ný útihús í Einars- nesi, tún vom ræktuð, bústofni fjölg- aði og glænýr lax fyllti netin. Einars- nes varð að stórbýli. Ömmu var sér- staklega umhugað um góða mennt- un. Hún taldi ekki eftir sér að kenna. Hún kenndi ekki aðeins mér lestur, skrift, reikning og kvæði heldur einn- ig syni mínum, Sigþóri Emi. Dóttir mín, Þómnn Helga, sjö ára, kynnist aðeins langömmu sinni níræðri og verða því minningar mínar og ann- arra að flytja henni sögu ömmu. Eftir að samvistum í þessu lífi lýkur er mikils virði að geta litið til aftanskins minninganna og þakkað fyrir að hafa kynnst jafn flekklausri mannkostakonu. Guð blessi ömmu mína. Helga Sigþórsdóttir. SAFIR Ódýr, rúmgóður fjölskyldubíll á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hérá landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Opið 9-18, laugard. 10-14 Bífreiðarog landbúnaðarvótar hf, Ármúla 13, Suðurlaod8breut 14, Sfmi681200. Wterkurog KJ hagkvæmur auglýsmganiiöill! NÚ GETUR ÞÚ EIGNAST GLÆSILEGT HJÓLHÝSI Á TILBOÐSVERÐI Á næstu dögum seljum við nokkur ný Hobby hjólhýsi og örfó notuð hjólhýsi með töluverðum afslætti. Aðeins er um að ræða fó hús og því um einstakt tækifæri að ræða. Munið góð afborgunarkjör okkar7 25% útborgun og eftirstöðvar til þriggja óra. Umboðsmenn okkar ero: BSA á Akureyri, Bílakringlan í Keflavík og Bílasalan Fell á Egilsstöðum. Gisli Jónsson & Co Bíldshöfði 14 Sími 91-686644

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.