Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 28 Minning Aðalbjörg Haralds- dóttir, Laugarvatni Fædd 22. april 1899 Dáin 21. ágúst 1992 Hinn 21. ágúst sl. andaðist mág- kona mín, Aðalbjörg Haraldsdóttir, 93 að aldri, f. 22. apríl 1899. For- eldrar hennar voru hjónin Ásrún Jónsdóttir og Haraldur Siguijóns- son, bóndi á Einarsstöðum í Reyja- dal. Ásrún var dóttir Jóns hrepp- stjóra á Refkelsstöðum í Eyjafirði, Ólafssonar, hreppstjóra á Stokka- hlöðum í sama héraði, Jónssonar hreppstjóra á Þverá í Dalsmynni í S-Þingeyjarsýslu, systir Einars al- þingismanns í Nesi í Höfðahverfi. Móðir Halldóru var Guðrún dóttir Björns Jónssonar í Lundi í Fnjóska- dal. Haraldur var sonur Siguijóns bónda á Einarsstöðum, Jónssonar bónda þar. Á Einarsstöðum hefur sami ættleggur nú búið á aðra öld, synir tekið við af feðrum. Móðir Haraldar var Margrét Ingjaldsdótt- ir, bónda á Mýrum í Bárðardal, Jónssonar bónda þar, Halldórsson- ar. Börn þeirra Ásrúnar og Harald- ar voru þessi: Anna, giftist Einari Guðmundssyni frá Bóndastöðum, Jón, bóndi á Einarsstöðum, giftist Þóru Sigfúsdóttur frá Halldórsstöð- um; Einar, giftist Sigríði Daníels- dóttur, þau fluttu til Kanada; Aðal- björg, giftist Magnúsi syni Böðvars Magnússonar og Ingunnar Eyjólfs- dóttur á Laugarvatni. Þá tóku þau í fóstur Sigrúnu Jónsdóttur frá Mýri í Bárðardal, hún giftist séra Adam Þorgrímssyni frá Nesi í Aðal- dal. Þau fluttu til Vesturheims árið 1919 og eru búsett það. Einarsstaðir, þar sem Aðalbjörg átti æskuheimili, er kirkjustaður. Þar var bændakirkja fram til ársins 1941, að söfnuðurinn tók við henni. Árið 1962 átti kirkjan, sem nú stendur á Einarsstöðum, aldar af- mæli. Henni bárust þá margar góð- ar gjafir, þar á meðal gaf Aðalbjörg fagran altarisdúk til minningar um foreldra sína og systkini. Oft var það, þegar við má^kona mín hitt- umst, beindist tal okkar að æsku- heimili hennar á Einarsstöðum og kostum búnu frændfólki hennar í Þingeyjarsýslu og víðar. Hún átti ekki iangt að sækja þá hæfielikar, sem hún bjó sjálf yfír og birtust fljót- lega við náin kynni. Ættrækni hafði hún í hávegum, einnig falleg ljóð og sögur, sem hún kunni og sagði frá. Oftar en einu sinni lét hún mig heyra ljóð eftir móður sína og til- drög þess að hún orti það. Ljóðið sýnir fallega mynd, það er því við- eigandi, að það fylgi þessum fátæk- legu línum: Söknuður Ég man þá stund, er með þér fyrst ég undi og munar-sæla drauma ástin bjó. Nú er það liðið, lífsins gleði hrundi. Ég leita sælu, finn þó hvergi ró. Og hvar er ljós, er lýsi vegu mína, og leiðarsteinn, er sýnir rétta braut? Ég endurkalla einatt samfylgd þína, sem eflir mig að sigra hveija þraut. Heyr, vonin blíð! Þú vörður lífs míns gæða, sem veitir huggun, þegar gleðin dvín. Ó birstu nú, mín sorgarsár að græða og segðu: Bráðum fegri dagur skín. (Ásrún Jónsdóttir) Eina vísu lét Aðalbjörg mig heyra eftir hana sjálfa, um hryssuna Rák, sem hún átti. Fæstir gleyma glöðum fák, göfug er sú kynning. Falleg varstu og fjörug, Rák, falslaus er sú minning. Ég vissi að hún var dýravinur, eins og þessar hendingar vitna um. Árið 1973 fórum við þijár systumar með Aðalbjörgu mágkonu okkar í svonefnda „Bændaför" til Noregs og Danmerkur. Uppi í fjöllunum í nágrenni Kvinnendals fóru ýmsir þeir færustu í hópnum að hljóðnem- anum í rútunni og sögðu frá ýmsu skemmtilegu, þeirra á meðal var Aðalbjörg, eftir hvatningu okkar systra. Flutti hún utan að hið langa og rismikla kvæði eftir Stephan G. Stephansson, „Ástríður Ólafsdóttir Svíakonungs", en Ástríður var drottning Ólafs helga Noregskon- ungs. Fyrir okkur var það ekki nýtt að heyra Aðalbjörgu lesa slík ljóða án blaða. Henni var einkar tamt að fara með falleg ljóð, og það var list hennar að segja vel frá. Árið 1925 hleypir Aðalbjörg heimdraganum, hún vildi víkka sjón- deildarhringinn. Hvað er á bak við ijöllin? Til Noregs fer hún og dvelur þar í þijú ár við nám og störf. Kem- ur fyrst til Softelands, og fer þaðan til fjölskyldunnar Tvedten á Lunde í Tjodeling og batt við hana ævi- langa vináttu. Á þessum stöðum var hún í garðyrkju- og matreiðsluskóla og varð það henni notadijúgt allt hennar líf. Þegar heim kemur, 1928, bauð Kvenfélagasamband Suður- lands henni að ferðast um sveitirnar og leiðbeina konum við ræktun og matreiðslu garðávaxta. Þessi góða viðleitni til fræðslu varð bæði henni og konunum til fróðleiks og skemmtunar. Héraðsskólinn á Laugarvatni tók til starfa 1928; Aðalbjörgu bauðst ráðskonustaðan við skólann þennan fyrsta vetur, sér til hjálpar hafði hún eina stúlku, Guðrúnu Júlíusdóttur. Ekki er hægt að segja annað, en að öll aðstaða í eldhúsinu hafí verið í lágmarki þann vetur. Hveragufan var notuð til suðu alls matar. Voru ýmsar tilfæringar því viðkomandi mjög erfíðar, t.d. vom notaðir þrír tvöfaldir pottar, sem gufusoðið var í. Þeir vom allir stórir, sérstaklega þó einn, sem var tveggja manna tak að lyfta hlemmn- um af. Allt eldhúsið fylltist svo gufu, þegar pottamir opnuðust, og varð hún að vatni á eldhúsgólfinu. Þær Aðalbjörg og Guðrún urðu að leysa þetta erfíða starf af hendi; rafmagn var aðeins til ljósa fyrsta veturinn. Magnús Böðvarsson, bróðir minn, sá um alla útvegun og aðdrætti til skólans þennan fyrsta vetur. Þar urðu fyrstu kynni Aðalbjargar og hans. Þau giftu sig 7. desember 1929. Árið eftir fá þau kirkjujörðina Miðdal í Laugardal til kaups og ábúðar og þar búa þau farsælu rausnarbúi í 29 ár. Þau unnu að ræktun og raflýstu bæinn frá raf- stöð við Bæjargilið. Böm þeirra urðu tvö, Böðvar, nú bankastjóri í Reykjavík, giftur Sigrúnu Guð- mundsdóttur, myndhöggvara, eiga tvö börn; og Ásrúnu, gift Skúla Guðjónssyni, bifreiðastjóra á Sel- fossi, þau eiga þrjú böm. Árið 1940 selja þau Aðalbjörg og Magnús félagi prentara Miðdalinn, en halda þó áfram búskap þar til ársins 1959, en bregða þá búi og flytja að Laugarvatni. Alla tíð tók Aðalbjörg virkan þátt í félagslífí sveitarinnar, sérstaklega vil ég þar nefna kirkjukórinn, sem þau hjónin voru stofnendur að og studdu á margan hátt. Bæði vora þau ljóðelsk og söngvin. Magnús Böðvarsson var Jæddur 18. júní 1902. Hann missti heilsuna, er hann var á sjötugasta aldurstugnum og andaðist 12. nóv- ember 1971. Eftir lát hans var Aðal- björg að mestu ýmist hjá bömum sínum eða í eigin húsi á Laugar- vatni. Síðustu árin naut hún þó góðrar vistar á Sólvöllum á Eyr- arbakka og síðast á Ljósheimum á Selfossi. Aðalbjörgu leið vel á meðan hún hafði sæmilega sjón og heilsu og gat notið góðra bóka og tekið á móti vinum og vandamönnum. Þá léku allir hlutir í höndum hennar af góðri kunnáttu, sem nefna mætti list; hún kniplaði, „orckeraði" og pijónaði fingravettlinga, þótt sjónin væri farin að mestu. Síðustu árin dvaldi hún á framangreindum hjúkr- unarheimilinum á Eyrarbakka og Selfossi. Þar var allt gert til þess að henni liði sem best, öll aðstoð veitt með ljúfu geði, jafnt þeim, sem ósjálfbjarga vom og þeim hressari. Slíkt er ómetanlegt og verða þau líknarstörf aldrei fullþökkuð. Aðalbjörg lifði langan og við- burðaríkan starfsdag og öðlaðist jafnframt mikla lífsreynslu, frá fá- tækt til nútíma þæginda. Þau hjón- in eignuðust góð og vel gefín böm; það er öllum foreldmm mikil ham- ingja og lífsgleði. Með eiginmanni sínum eignaðist hún 11 mágkonur; einhver sagði við hana, að hann héldi, að ein væri nóg. Vegna henn- ar eðliskosta ávann hún sér virðingu og aðdáun okkar allra. Blessuð sé minning Aðalbjargar Haraldsdóttur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR frá Hnífsdal, Gnoðarvogi 42, Reykjavik, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 3. september sl. Guðlaug E. Guðbergsdóttir, Þórir S. Guðbergsson, Jón K. Guðbergsson, Sævar B. Guðbergsson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. t Móðir okkar, ÓLÖFS. MAGNÚSDÓTTIR, Bjarnarstíg 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 3. september. Fyrir hönd aðstandenda, Áslaug B. Þórhallsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAFSTEINS BJÖRNSSONAR fyrrverandi f ulltrúa, Kirkjuteigi 29, (áður Grundarstíg 7). Ingibjörg Guðmundsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Halldór Halldórsson, Björn Hafsteinsson, Kristfn Eggertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson, Anne Helen Lindsay, Ragnheiður Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, JÓHANNA KRISTÍN ODDSDÓTTIR, Eskihlíð 20, andaðist í Borgarspítalanum 3. september. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Guðmundsson. t 1 Eiginmaður minn og faðir okkar, t KRISTINN EINARSSON Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hæstaréttarlögmaður, og útför eiginmanns míns og föður. Ránargötu 17, HJARTAR PÁLMA HJARTARSONAR frá Reykjarvík, Strandasýslu. Guðrún Leifsdóttir, Sérstakar þakkirtil starfsfólks á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hrönn Kristinsdóttir, Einar Kristinsson, Sigrún Pálsdóttir, Hrund Kristinsdóttir. Hjördís Hjartardóttir. Bömum hennar og þeirra fjölskyld- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Arnheiður Böðvarsdóttir. Með örfáum orðum vil ég minn- ast móðursystur minnar, Aðalbjarg- ar Haraldsdóttur, sem andaðist 21. ágúst sl. á 94. aldursári. Aðalbjörg var fædd á Einarsstöð- um í Reykjadal S. Þing. 22. apríl 1899. Foreldrar hennar vom sæmd- arhjónin, Ásrún Jónsdóttir og Har- aldur Siguijónsson, bóndi á Einars- stöðum. Aðalbjörg var yngst fjög- urra bama þeirra hjóna, sem upp komust. Er ég lít yfír farinn veg og leita á vit minninganna verða ofarlega í huga mér minningar um elskulega frænku, sem alla tíð hélt vináttu og tryggðarsambandi við okkur, dætur Önnji systur hennar. En Anna Haraldsdóttir lést um aldur fram, aðeins 35 ára gömul. Mér er minnis- stæð umhyggja hennar og sá mikli kærleikur og ástúð, sem hún sýndi mér, baminu, er ég tregaði sárt horfna móður. Gömul bréf sem ég geymi, bréf sem Aðalbjörg skrifaði mér er ég var barn að ámm, sýna glöggt hversu umhugað henni var um líðan okkar systra og velferð alla. Það er mikils virði að fá tæki- færi til þess á lífsleiðinni að kynn- | ast góðu fólki. Aðalbjörg frænka mín var vissulega þeim eiginleikum búin að veita birtu og hlýju til þeirra | er á vegi hennar urðu. Sú tryggð og vinátta sem frá henni streymdi til mín verður mér alla tíð ómetan- legur förunautur. Sem bam fann ég glöggt að Aðalbjörg var sterkur og stórbrotinn persónuleiki og mér lærðist að virða og meta þessa ástríku og elskulegu konu. Aðal- björg hafði létta lund og einstaklega skemmtilega frásagnargáfu, sem hélst fram til hins síðasta. Hún sá jafnan björtu hliðarnar á tilvemnni, var félagslynd og naut þess að eiga samneyti við annað fólk. Enda hygg ég að henni hafí jafnan orðið vel til vina og að margur hafí bundist henni óijúfandi tryggðar- og vin- áttuböndum. í Á seinni ámm hrakaði heilsu hennar nokkuð en hún var svo lán- söm að halda fullri andlegri heilsu ( til hins síðasta. Hún var mikil hag- leikskona til allrar handavinnu og eftir hana liggja margar listilegar ( hannyrðir. Jafnvel eftir að hún missti sjónina hin síðari ár hélt hún áfram að pijóna og sat jafnan með pijóna í höndum. Yfír henni hvíldi mikil ró og friður og hún tók hrak- andi heilsu með sönnu æðraleysi. Ég vil að leiðarlokum þakka Aðal- björgu ást hennar og tryggð við mig og Ragnhildi systur mína. Ásrún Einarsdóttir. Mikil sæmdarkona hefur lagt upp í ferðalagið mikla, sem við eigum öll eftir að fara, fyrr eða síðar. Aðalbjörg lést á Ljósheimum, Selfossi, 21. ágúst 1992, níutíu og þriggja ára að aldri. Hún var sann- arlega búin að lifa tímana tvenna, mjög erfíð ár í byijun aldarinnar, og svo öll kreppuárin. Og að lokum mestu velgengnisár mannkynssög- unnar. Aðalbjörg fæddist 22. apríl 1899 að Einarsstöðum í Reykjadal, S.-Þing. Foreldrar hennar voru hjónin: Ásrún Jónsdóttir og Haraldur Sig- uijónsson, bóndi á Einarsstöðum. Ásrún var dóttir Jóns Ólafssonar og Halldóm Ásmundsdóttur. Hall- dóra var systir Einars Ásmundsson- ar í Nesi. Haraldur var sonur Sigur- Séifræðingar í blóinaskn1)liiigiiin >ið iill (<i‘kilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.