Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 29 jóns Jónssonar, bónda á Einarsstöð- um og Margrétar Ingjaldsdóttur. Þess má geta að Einar Jónsson miðill var bróðursonur Aðalbjargar. Einar'á Einarsstöðum var þjóðkunn- ur fyrir mikla dulræna hæfileika. Systkini Aðalbjargar voru: Anna, Jón og Einar, og svo fóstursystirin Sigrún. Aðalbjörg ólst upp á Einarsstöð- um fram undir tvítugsaldur og ugg- laust hefur æska hennar verið skemmtileg, þar sem ijölskyldan var glaðsinna og samhuga í leik og starfi. Ifyrstu spor hennar til starfa utan heimiis liggja til Akureyrar, þar sem hún fer að vinna í Gróðrarstöðinni, Árið 1925 siglir Aðalbjörg til Nor- egs og stundar þar nám í mat- reiðslu og garðyrkju í þrjú ár. Svo kemur hún heim árið 1928 og kenn- ir matreiðslu og garðyrkjustörf á vegum Búnaðarfélags íslands. Haustið 1928 verður Aðalbjörg matráðskona við Héraðsskólann á Laugarvatni, sem þá var að taka til starfa. Aðalbjörg giftir sig á Laugarvatni árið 1929, Magnúsi syni Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnús- sonar, bónda á Laugarvatni. Þau hjónin hófu þegar búskap í Miðdal í Laugardal vorið 1930, og þar bjuggu þau allt til vors 1959. Þá flytjast þau til Laugarvatns, og byggja sér húsið Laugarnes. Og þar á Aðalbjörg sitt lögheimili til ævi- loka. Aðalbjörg og Magnús eignuðust tvö börn: Ásrúnu og Böðvar. Ásrún býr á Selfossi og er gift Skúla Guð- jónssyni, bifreiðarstjóra. Þau eiga þrjú börn efnileg, einn son og tvær dætur. Böðvar býr í Reykjavík og er útibússtjóri í Búnaðarbanka ís- lands, Hótel Esju. Böðvar er kvænt- ur Sigrúnu Guðmundsdóttur, mynd- höggvara.Þau eiga tvö efnileg börn, dreng og stúlku. Magnús eiginmaður Aðalbjargar dó árið 1971 og var jarðsettur að Laugarvatni og þar mun eiginkona hans að sjálfsögðu hvíla í fögru umhverfi. Mér er ljost að nágrannar Aðalbjargar mátu hana mikils og kunnu að meta vináttu hennar og mannkosti. Aðalbjörg var prýðilega greind kona, glöð og skemmtileg og ræðin mjög. Hún var með afbrigðum fróð og félagslynd og sagði sérlega vel frá ýmsu úr daganna amstri. Hún átti auðvelt með að lýsa umhverfi sitt með gleði og dillandi hlátri, svo að nærstaddir gátu ekki annað en hlegið dátt. Hún átti í ríkum mæli ljúft og skemmtilegt skopskyn. Stundirnar, sem ég spjallaði við Aðalbjörgu Haraldsdóttur verða mér ávallt kær- ar og minnisstæðar. Við hjónin þökkum henni elskuleg kynni og margar ánægjulegar stundir. Við vottum börnum hennar og tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum einlæga samúð. Gísli Guðmundsson. Okkur langar að minnast ömmu okkar, Aðalbjargar Haraldsdóttur, sem lést á Ljósheimum á Selfossi hinn 21. ágúst sl. Amma á Laugar- vatni, eins og við kölluðum hana alltaf, bjó lengst í okkar minni á Laugarvatni og þar áttum við marg- ar góða stundir með henni. Eftir að Magnús afí okkar dó 1971 var amma ýmist á Selfossi eða í Kópa- voginum á veturna en á sumrin var hún mikið í húsinu sínu á Laugar- vatni og systkinin skiptumst á að vera þar hjá henni. Amma hafði alltaf nægan tíma til að tala við okkur og segja okkur sögur frá því hún var lítil stelpa norður á Einarsstöðum þar sem hún ólst upp í byijun aldarinnar. Okkur þótti mjög gaman að heyra um hvernig fólkið ferðaðist langar vega- iengdir ýmist gangandi eða á hest- um yfir óbrúaðar ár og hæstu fjöll. Amma hafði mjög góða frásagnar- hæfíleika og minnið hennar var al- veg einstakt alveg fram á hennar síðustu daga. Hún mundi alveg ótrú- lega vel eftir öllu fólki sem hún hafði hitt á lífsleiðinni og þótti mjög mikilvægt að vita einhver deili á þeim sem hún hitti. Það var alveg stórkostlegt að sitja með henni nú á seinni árum þegar hún var komin yfir nírætt og orðin alveg blind og hlusta á hana rekja ættir fólks langt aftur. Það var mikið tekið frá henni þegar hún missti sjónina og oft sagði hún við okkur að henni þætti verst að geta ekki séð litlu langömmu- börnin sín. Henni þótti samt gaman að fá þau til sín og tók þau þá gjarn- an í fangið til að finna hvað þau væru orðin stór og þung. Amma sat sjaldan aðgerðarlaus. Hún var alltaf eitthvað að pijóna eða hekla og höfum við systkinin fengið marga vettlinga og marga sokka hjá henni um dagana. Hún lét það ekki hafa áhrif á pijónaskap- inn þó að sjónin færi að gefa sig og fingravettlinga pijónaði hún með aðstoð mömmu eftir að hún varð blind. Oft söng hún þegar hún pijón- aði enda kunni hún mikið af ljóðum og sálmum og hafði mikið yndi af tónlist og kveðskap. Nú þegar við kveðjum elsku ömmu okkar og þökkum Guði fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana svo lengi kemur upp í huga bæn sem hún kenndi okkur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á bamæsku mína. Magnús, Kolbrún og Aðalbjörg. Kveðja Kjartan Guðmundsson Kjartan Guðmundsson, ástkær afi minn, fyrrverandi forstjóri Axm- inster hf., er látinn. Mig langar að kveðja hann með nokkrum fátæk- legum orðum. Hann var mikill at- hafnamaður og á sínum bestu árum var hann frumkvöðull í teppafram- leiðslu á íslandi. Afi reyndist mér mjög vel og var mér hjálpsamur, sem og mörgum öðrum. Læt ég hér fylgja sálm í minningu hans, sem mér finnst vel við eiga. Hvar sem þú einhvern auman sér, hann aðstoð máttu’ ei svipta. hvort sem hann vin eða’ óvin er, það engu lát þig skipta. Þið eruð báðir bðrnin hans, er báða skapað hefur vernd og vefur, og limir Lausnarans, er líf hann báðum gefur. (V. Briem.) Hrafnhildur Einarsdóttir. t Hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og bróður, INGIMUNDARS. MAGNÚSSONAR frá Bœ, Króksfirði, Hofgörðum 2, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 12-G, Land- spítalanum. Sjöfn K. Smith, Magnús Ingimundarson, Brynja Haraldsdóttir, Laufey A. Ingimundardóttir, Sverrir Ingimundarson, Steinþóra Ágústsdóttir, Hjördís Ingimundardóttir, barnabörn, systkini og aðrir vandamenn. Þegar leiðir skiljast hvarflar hug- urinn að fyrstu kynnum. Þannig hvarflar hugur minn til baka, er ég kveð tengdamóður mína, Aðal- björgu Haraldsdóttur, í hinsta sinn. Eitt vorkvöld fyrir tæpum tuttugu og sjö árum átti ég erindi að reka í húsi, þar sem Aðalbjörg var gest- komandi. Mér fannst ég eiga svolít- ið undir því, hvernig fundur okkar tækist til, og ekki var laust við að örlítils kvíða eða feimni gætti hjá mér, er ég kvaddi dyra. En þegar ég mætti henni reyndist sá ótti með öllu ástæðulaus. Á móti mér kom kona létt í spori. Viðmót hennar var hlýtt og allt hennar fas bar vott um glaðværð og einurð. Mér var tekið af mikilli alúð. Þessum eiginleikum Aðalbjargar, sem voru svo ríkir í fari hennar, átti ég eftir að kynnast mun betur og njóta alla tíð síðan. Aðalbjörg fæddist að Einarsstöð- um í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu og ólst hún þar upp. Hún fór ung að heiman og vann við garð- yrkjustörf, uns hún fór 1925 til Noregs, þar sem hún lærði mat: reiðslu og garðrækt í þijú ár. í Noregi dvaldist hún framan af við garðyrkjunám og störf hjá fjölskyld- unni Skinstad á Softeland nálægt Bergen. Þegar hún hugðist halda heim til íslands, var lagt að henni að fara fyrst til suðurhluta Noregs, þar sem beykiskógarnir vaxa, fyrr hefði hún ekki séð Noreg. Það varð því úr að hún frestaði Islandsförinni um skeið en fór þess í stað til fjöl- skyldunnar Tvedten sem bjó þá á Lunde í Tjodeling. Þar átti hún svo samastað og sótti þá matreiðslu- skóla í Sandefjord skammt þar frá, uns hún sneri heim til íslands árið 1928. Þar beið hennar löng ævi og athafnarík en tengslin við Noreg rofnuðu aldrei. Hún hélt ætíð bré- fasambandi við vini sína þar og þeir og afkomendur þeirra hafa oft heimsótt hanatil íslands. Árið 1974 auðnaðist henni sjálfri að heim- sækja fomar slóðir í Noregi og varð það henni til óblandinnar ánægju. Þá rifjaði hún upp með vinum sínum löngu liðna tíma og yngri kynslóð- inni gat hún kennt gamlar norskar bamagælur. Meðan Aðalbjörg dvaldist í Nor- egi tók hún virkan þátt í margvís- legu félagslífi, kórstarfi og ýmsu öðru. Hún hafði alla tíð miklar mætur á kveðskap, var stálminnug á bundið mál sem óbundið og kunni ljóð og jafnvel heilar ljóðabækur okkar bestu ljóðskálda utan að. í Noregi reyndist henni létt að bæta við sig því sem henni þótti best í norskri ljóðagerð og læra utan að á sama hátt. Eftir heimkomuna frá Noregi hélt Aðalbjörg námskeið í garðrækt og matreiðslu í Strandasýslu og víða í Árnessýslu á vegum ýmissa sam- taka. Aðalbjörg giftist árið 1929 Magn- úsi Böðvarssyni frá Laugarvatni. Þau hjónin hófu búskap í Miðdal í Laugardal og bjuggu þar í tuttugu og níu ár. Þar fæddust börnin þeirra tvö, dóttir og sonur. Árið 1959 flutt- ust þau svo að Laugarvatni, þar sem þau byggðu húsið Laugarnes. Mikið jafnræði var með þeim Aðalbjörgu og Magnúsi, þau voru víðsýn, sjálfstæð í orði og verki og tóku skýra afstöðu til mála innan heimilisins sem utan. Bæði lögðu þau fram dijúgan skerf til hvers kyns menningar- og framfaramála sveit sinni til heilla. Eitt af verkum Aðalbjargar var að koma á fót kór- starfi á staðnum, en auk þess að syngja spilaði Aðalbjörg einnig á orgel. Magnús lést árið 1971. Aðalbjörg bjó áfram á Laugarvatni fyrstu árin eftir að Magnús dó, síðan dvaldist hún hjá syni sínum og fjölskyldu hans í Kópavogi. Seinna bjó hún hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar á Selfossi. Síðustu æviárin eftir að heilsunni var farið að hraka og hún þurfti meiri aðhlynningar við, dvald- ist Aðalbjörg á Sólvöllum á Eyrar- bakka og síðast á Ljósheimum á Selfossi. Þar hlaut hún hina bestu umönnun og naut samvista við vist- menn. Og þar naut hún til hinstu stundar návista við dóttur sína. Aðalbjörg var einstaklega vin- mörg og gestrisni var ríkur þáttur í fari hennar alla tíð. Henni þótti ákaflega vænt um allar heimsóknir allt til síðustu stundar og hana heim- sóttu vinir á öllum aldri. Skömmu fyrir andlát hennar bar að garði norska vini. Þeir höfðu gert boð á undan sér fyrr um sumarið og Aðal- björg hlakkaði mikið til að sjá þá. „Jeg har ventet sá lenge pá dere“ var það fyrsta sem hún sagði við gestina sína, þegar þeir komu. í þessum fáu orðum fólst öll sú mikla vinátta og tryggð sem hún bar til fólksins sem hún hafði kynnst á æskuárum sínum í Noregi og bund- ist vinaböndum sem aldrei rofnuðu, þótt árin færðust yfír. íslenska vini hafði hún tækifæri til að sjá oftar og við þetta tækifæri vil ég þakka þeim fjölmörgu vinum hennar hér sem sýndu henni tryggð og heim- sóttu hana eftir að hún sjálf hætti að geta ferðast um. Sömuleiðist vil ég fyrir mína hönd og fjölskyldna Aðalbjargar þakka starfsfólki og vistfólki á báðum síðustu dvalar- stöðum tengdamóður minnar fyrir einstaka umönnun og umhyggju í hennar garð. Sú kynslóð sem var að vaxa úr grasi í byijun aldarinnar átti ekki þau veraldargæði sem við búum við nú. En hún átti aðrar auðlindir í ríkum mæli í fórum sínum. Bjart- sýni, áræði og dugnaður einkenndi þessa kynslóð, og umfram allt viljinn til að verða landi sínu og þjóð að sem mestu gagni. Tengdamóðir mín var góður fulltrúi þessarar kynslóð- ar. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Guðmundsdóttir. Útför Aðalbjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 5. september, kl. 13.30. Jarðsett verður á Laugarvatni sama dag. tilkl. 17 Koly ,*tóll kr. jtaðgreitt sófasett sófaborð borðstofusett stólar unglingaskrifborð skápar ljós o.m.fl. Suðurland,<braut 54 v/Faxafen - Sími 682866 t Einlægar þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HULDU SVEINSDÓTTUR, Kambahrauni 30, Hveragerði. Einnig færum við starfsfólki á deild 11-E á Landspítalanum sér- stakar þakkir fyrir frábæra ummönnun í veikindum hennar, Hilmir Hinriksson, Erlendur Hilmisson, Guðlaug Bjarnþórsdóttir, Hólmfriður Hilmisdóttir, Hilmar Magnússon, Björg Hilmisdóttir, Brynjólfur Hilmisson, Júlfana Hilmisdóttir, Harpa Hilmisdóttir, og barnabörn. Ulfar Andrésson, Anna Högnadóttir, Viktor Sigurbjörnsson, Óskar Sigurþórsson, t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför MATTHÍASAR PÁLSSONAR, Bólstaðarhlíð 41, áður Haðarstíg 16. Sérstakar þakkirtil starfsfólks og lækna í Hátúni 10b og Hlíðabæ. Kristfn Gísladóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR, Hjalteyri, Vesturvegi 13b, Vestmannaeyjum. Magnús Bergsson, Þórey Bergsdóttir, Jón T ómasson, Karl Bergsson, Erna Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.