Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.09.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 fclk í fréttum TÍSKA Sonurinn drifinn á sviðið Einn af starfsmönnum fata- framleiðandans heims- þekkta Hugo Boss, er Atli Sæv- arsson, sonur Sævars Karls Óla- sonar, klæðskera og umboðs- manns Boss á íslandi. Fyrir skömmu hélt fyrirtækið sýningu á vor- og sumartískunni fyrir árið 1993 í þýsku borginni Meitz- ingen og var það viðamikil sýn- ing. Stóð hún allan daginn og voru gestir fjölmargir, bæði áhugamenn um tísku og inn- kaupastjórar verslana' hvað- anæva að. Það vantaði karlmann í tískusýninguna og var Atli grip- inn glóðvolgur. „Hann virtist smella inn í ímyndina og hlutverkið. Það spurðist að hann hefði lítillega fengist við slíkt, að vísu bara aðeins fyrir mig og hann var því drifinn á sviðið,“ sagði Sævar Karl í samtali við Morgunblaðið. Sævar sagði að sonurinn hefði ekki verið í slæmum félagsskap á sviðinu, þar hefðu verið þekkt- ir menn úr tískuheiminum, m.a. Michael Flynn, „Boss-maðurinn“, „líklega hæst launaði karlmaður- inn í bransanum,“ sagði Sævar. Sævar sagði enn fremur að í fullri vinnslu væri síðara tölublað tískublaðs þess sem fyrirtæki hans gefur út til kynningar á því sem verslanir hans hafa upp á að bjóða hveiju sinni. „Það er haust- og vetrartískan 1992,“ sagði Sævar Karl að lokum. Atli Sævarsson á fullri ferð. Þarna eru þeir nokkrir og sýna Iitskrúðuga vor- og sumartísku. Atli er annar f.h. ISLANDSMOTIÐ SAMSKIPADEILD • • KOPAVOGSVOLLU R - AÐALLEIKVANGUR Breiðablik - ÍBV laugardaginn 5. sept. Id. 14.00 BYKO Mætum öll og tryggjum Breiðabliki óframhaldondi setu í l.deild SÖNGUR Streisand hyggur á tónleikaferðalag ví er nú fleygt í Bandaríkjunum að söng- og leikkonan Barbara Streisand hyggi nú á hljómleikaför um gervöll Bandaríkin. Ef af verð- ur, verður það í fyrsta skipti sem hún syngur gegn gjaldi allar götur síðan árið 1970 er hún tróð síðast upp í Las Vegas. Streisand hefur sungið á góðgerðarsamkundum og fyrir vini og ættingja í eigin afmæli- sveislum, en tvo síðustu áratugina hefur hún einbeitt sér að kvik- myndaleik og ekki með þeim hætti að sitja og bíða eftir því að einhver leikstjóri eða framleiðandi komi til hennar með gott handrit, heldur með þeim hætti, að velja sjálf hand- rit og framleiða síðan kvikmyndina sjálf með sjálfa sig í aðalhlutverk- inu. Marty Erlichman, sem lengi hef- ur gegnt starfi talsmanns Barböru staðfestir að leikkonan hafi rætt þetta mál oftar en einu sinni í seinni tíð, en ekkert sé ákveðið og því fari fjarri að hann sé farinn að taka á móti bókunum. Telur Erlichman að Streisand gæti rakað saman 100 Söng- og leikkonan Barbara Streisand. milljón dollurum á slíkri tónleika- för, tekjustofnar séu margir, að- gangseyrir, minjagripasala, sjón- varps- og myndbandsréttindi, hljómplötuútgáfa samhliða ferða- laginu. KÓNGAPÓLK Rúnar Þór og hljómsveit skemmta gestum Rauða Ijónsins í kvöld Snyrtilegur klœðnaður Leitað að lekanum _ K VV'' RflRINN P BARiNN vib grensAsveginn Siffil 33311 Hljómsveitin Hafrót Aðgangseyrir kr. 500,- Snyrtilegur klæðnaður Opiðfrákl. 19-03 Munið sunnudagskvöldin og Hilmar Sverrls Skipast menn enn í tvær deildir allt eftir því hvort þeir telja Díönu seka eða saklausa af þeim áburði að eiga sér leyndan ástvin. Sagt er að stórfelld rannsókn sé í gangi innan hallarveggja bresku krúnunnar og eigi að leiða það til lykta einu sinni fyrir allt hvort að upplýsingalekinn mikli síðustu vikur hafi verið meðal starfsfólks hallarinnar. Því er haldið fram á mörgum vígstöðvum og svo langt er gengið, að sumir fullyrða að Karl prins standi sjálf- ur að baki rógsherferðar á hendur Díönu þar sem honum sámi vin- sældir hennar sem hann túlki að séu á sinn kostnað. Hvað sem þessu öllu líður þá bíður almenningur í Bretlandi og víðar spenntur eftir næstu tíðind- um. Svo mörg hneyksli hafa hrokkið á'færibandið síðustu miss- eri að fólk telur af og frá að öllu hafi verið tjaldað. Myndin sem þessum línum fylg- ir er af James Gilbey, meint- um ástmanni Díönu prinsessu af Wales. Umtalið um hann og meint ástarsamband hans við lafði Dí virðist vera að hjaðna, en hann fer engu að síður enn huldu höfði. Glaumgosinn og kappaksturs- kappinn James Gilbey. Hefst kl. 13.30 __________ j Aðalvinninqur að verðmæti________ si :________100 bús. kr.1 ____________ li Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLLIN 300 >US. kr. Eiriksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.