Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
*►
I '
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) fP*
Þú ert mjög hrifinn af nýju
verkefni og vinirnir standa
með þér. Málin þróast þér
í hag, en ekki rasa um ráð
fram.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Þú undirbýrð mikilvægt
verkefni í vinnunni í dag,
en ættir ekki að reikna
með að það skili árangri
samstundis.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Þú ert fullur af fjöri í dag
og ættir auðveldlega að
geta hresst félaga þinn.
Réttu fram hjálparhönd
þegar með þarf.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú nærð góðum árangri í
dag og ert ánægður með
afköstin. En lífið er ekki
eintómt strit og kvöldið ber
fleira í skauti sínu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ásta- eða vinafundir ættu
að veita þér mikla ánægju
í dag. Njóttu frístunda og
skemmtu þér vel.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Allt snýst í dag um heimil-
ið og þú hefur í mörgu að
snúast. Einbeittu þér að
málefnum fjölskyldunnar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Smáátak og sjálfsagi er
allt sem þarf til að koma
hugmyndum þínum í fram-
kvæmd. En reyndu einnig
að sinna félaga þínum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú hefur góða yfirsýn í
peningamálum í dag og
ættir að fínna góða leið til
að drýgja tekjurnar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Hressandi gönguferð
skerpir hugann. Þú virðist
hafa góða stjórn á gangi
mála og vita hvenær þér
ber að grípa i taumana.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú virðist vera að gera upp
fortíðina og undirbúa
framtíðina. Rólegur dagur,
en þú afkastar miklu.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Það er eins og allt snúist
um þig í dag. Leiðtoga-
hæfileikar þínir eru aug-
ljósir og þér gæti verið
falið eitthvert ábyrgðar-
starf.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) 'SL
Þú ert fullur lífsorku og
framkvæmir það sem þú
ætlar þér. Aðrir reiða sig
á að þú standir þig.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Spár af pessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staöreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
FERDINAND
885
—i—i c r v on/iÁrÁi i/
olVIAr-lJLK
THE CLAIM CHECK.
15 BI66ERTHAM THE
6A66A6E HANPLER..
Er þetta flugið til Hollywood? Þú hlýtur að vera sá Fæ ég farangurskvittun?
sem tekur á móti far-
angrinum, ekki satt?
Farangurskvittunin er
stærri en umsjónar-
maður farangursins.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Einn af spilafélögum Zia
Mahmood í síðari tíð er Skotinn
Michael Rosenberg. Sá síðar-
nefndi hefur reyndar verið bú-
settur í Bandaríkjunum í 10 ár
og spilar nú í Olympíuliði þeirra
á Ítalíu. í tímaritinu Bridge
Today segir Zia skemmtilega
sögu af því hvernig hann ákvað
að forða „uppáhalds Skotanum"
sínum frá því að spila út tígli
gegn 3 gröndum. Zia átti þessi
spil í suður:
Norður
♦ G853
¥ G98542
♦ -
♦ KG5
Sagnir fóru þannig af stað:
Vestur Norður Austur Suður
1 grand Pass 2 grönd ?
Zia þoldi ekki tilhugsunina að
fá út tígul gegn 3 gröndum, sem
lágu í loftinu, og stakk sér inn
á 3 hjörtum. Hvínandi dobl hjá
opnara og Skotinn í norður
breytir í 4 tígla! Ekki alveg eins
og Zia vonaði. Fjórir tíglar voru
auðvitað doblaðir og Zia flúði
fram að ná sér í kaffi. Tíu mínút-
um síðar kemur hann aftur, til-
búinn með afsökunarræðuna.
Vestur Norður ♦ 1076 ’ ¥ — ♦ ÁKD98765 ^ ^ Austur
♦ KD92 ¥Á4
¥ ÁK106 ¥ D73
♦ 32 ♦ G104
♦ Á102 Suður +D8643
♦ G853 ¥ G98542 ♦ - ♦ KG5
„Einn niður," segir Rosenberg
og er í hinu besta skapi. Austur
hafði komið út með spaðaás og
vestur tók næstu tvo slagi á
hjonin. En hann reyndi svo að
taka slag á hjarta, þannig að
Rosenberg gat trompað og gaf
síðan aðeins á laufásinn. Hinu
megin tóku sveitarfélagar þeirra
sama samning tvo niður þegar
vestur fann að spila fjórða spað-
anum og tryggja makker slag á
tígul. Zia græddi þá á spilinu,
þrátt fyrir allt.
„Meðan ég man,“ sagði Ros-
enberg. „Þakka þér fyrir að
benda mér á gott útspil.“
Umsjón Margeir
Pétursson
A 27. minningarmótinu um
Capablanca í Havana á Kúbu í
sumar kom þessi staða upp í skák
unga mexíkóska alþjóðameistar-
ans Gilberto Hernandcz (2.480),
sem hafði hvítt og átti leik, og
D. Adla (2.470), Argentínu, sem
er líka alþjóðlegur meistari.
Það má ekki á milli sjá hvor
verður á undan í sókninni, en
hvítur varð fyrri til að taka af
skarið:
26. Hxg6+! - hxg6, 27. Hgl
- Re5, 28. Bxg6 - Dc3 (Hótar
máti og vonast eftir drottninga-
kaupum). 29. Bd3+ — Kf7, 30.
Hg7+! - Ke8 (Eftir 30. - Kxf6,
31. Bg5+ - Kxg7, 32. De5+ get-
ur hvítur hirt svörtu drottning-
una). 31. He7+ og svartur gafst
upp. Hernandez sigraði í B-riðlin-
um á mótinu með yfirburðum. I
A-riðlinum, sem var sterkari, varð
alþjóðlegi meistarinn Urday frá
Perú óvænt efstur og náði áfanga
að stórmeistaratitli.