Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 39

Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER-1992 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ toóm FOLK ■ RÚNAR Kristinsson, fyrirliði KR, heldur upp á 23. afmælisdag sinn í dag, með því að leika gegn Þór. ■ LANGT viðtal er við Rúnar í nýjasta tölublaði íþróttablaðsins. Þar segist hann telja Salih Porca hjá Val og Akumesinginn Arnar Gunn- laugsson bestu menn íslandsmótsins í sumar. H RÚNAR var, í ofannefndu við- tali, beðinn að benda á tvo leikmenn axtharra liða sem hann vildi að lékju með KR. „Ég held að það séu fáir, sem myndu sleppa inn í KR-liðið, og við þurfum ekki á neinum utan- aðkomandi að halda sem stendur," er haft eftir Rúnari. En „ætli ég myndi ekki velja Porca úr Val og Kristján Jónsson úr Fram, fyrst ég kemst ekki hjá því að nefna einhver nöfn!" segir hann. ■ ÞJÁLFARAR nýliðanna tveggja sem berjast á toppi 1. deildarinnar í sumar, Guðjón Þórðarson og Sig- urður Lárusson, léku saman í vöm ÍA í átta ár, 1979-1986. Guðjón þjálfaði síðan Sigurð og félaga í Skagaliðinu 1987. ÚTILEIKIR SAMTALS u J T Mörk Mörk stl*r 5 2 1 14:5 35:16 36 6 1 1 13:2 27:9 34 3 2 3 10:10 29:15 31 4 3 1 16:5 29^17 28 2 1 5 12:15 23:23 22 3 1 4 12:13 21:26 18 2 “3 3 8:13 21:30 16 1 2 5 6:14 11:25 15 1 2 5 7:15 16:28 13 2 0 6 12:28 18:41 10 Botnbaráttan Baráttan á botninum er ekki. síður spennandi en á toppi deild- arinnar. Fjögur lið eru enn .í fall- hættu fyrir síðustu tvær umferð- irnar, og nánast allt getur gerst. Tapi ÍBV stigi í dag er liðið fall- ið, en með sigri heldur það enn í vonina um að halda sæti sínu. Víkingi nægir eitt stig gegn Fram á morgun til að vera ömggt um áframhaldandi veru í deildinni, þar sem ÍBV og KA mætast í síðustu umferðinni. KA mætir Val í dag, en mætir svo ÍBV í Eyjum í síðustu umferðinni. Stað- an er því í raun mjög óljós, og allt eins líklegt að það ráðist ekki fyrr en í síðustu umferðinni hlut- skipti hverra það verður að falla í 2. deild að þessu sinni. Morgunblaðið/Ástvaldur Arnar Gunnlaugsson, sem hér leikur á Víkinginn Þorstein Þorsteinsson, er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Hann varð íslandsmeistari í 2. flokki í fyrradag — fagnar hann öðrum meistaratitli'í dag? HEIMALEIKIR Leikir U J T Mörk ÍA ÞÓR KR VALUR FRAM FH VÍKINGUR UBK KA IBV 21:11 14:7 19:5 13:12 11:8 9:13 13:17 5:11 9:13 6:13 FH-ingar sterkari á pappímum Lárus Sigurðsson, markvörður Þórs, hefur staðið sig mjög vel á fyrsta keppnistímabili sem aðalmarkvörður 1. deildarliðs — hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í leikjunum sextán, fæst allra. Baráttan á toppnum Sigri Akurnesingar FH-inga í dag eru þeir öruggir með Evrópusæti næsta keppnistímabil og jafnvel sigur í deildinni, tapi Þór stigi í dag. Sigri bæði ÍA og Þór, geri bæði jafntefli eða tapi bæði verður munurinn auðvitað óbreytt- ur og þá verður viðureign liðanna á Akureyri um næstu helgi hreinn úrslita- leikur. Tapi ÍA og Þór vinni fer Þór á toppinn, einu stigi upp fyrir ÍA. Tapi bæði fer KR upp að hlið Þórs í annað sæti, en markatala ræður röðinni. Þór hefur nú 18 mörk í plús en KR 14, þannig að KR þarf að vinna með þriggja marka mun í dag til að ná öðru sætinu. KR á því enn fræðilega möguleika á að verða meistari; tapi bæði ÍA og Þór í dag, leikur þeirra fari svo jafntefli í síðustu sumferðinni og KR vinni Val verður KR með 37 stig eins og ÍA, og þá ræður markatalan því hvort liðið verður meistari. ÍA hefur nú 19 mörk í plús. - segirGuðjón Þórðarson, þjálfari ÍAsem haft hefurforystu síðan í 8. umferð og gæti orðið meistari í dag með sigri á FH SAUTJÁNDA og næst síðasta umferð 1. deildar karla íknatt- spyrnu, Samskipadeildarinnar, fer fram um helgina. Fjórir leik- ir í dag, og einn á morgun (við- ureign Fram og Víkings) og er staðan þannig að Skagamenn gætu tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í dag. Til þess að svo verði þurfa þeir að sigra FH á Akranesi og Þór að tapa stigi gegn KR í Reykjavík. ijú félög eiga möguleika á að ná Evrópusætunum tveimur; ÍA sem fær FH í heimsókn og stend- ur best að vígi í keppninni um meistaratitilinn og KR og Þór, sem einmitt mætast á KR-vellinum. Sallarólegir Það var gott hljóð í fulltrúum toppliðanna þriggja, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær. „Ég velti mér ekkert upp úr stöðu annarra — við einbeitum okkur að eigin verk- efni. Ef það á fyrir okkur að liggja að verða meistarar á morgun [í dag], þá það. Ef það á að verða tólfta september, þá það,“_ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, og bætti við: „Við erum sallarólegir." Hann sagði alla leikmenn sína ómeidda og tilbúna í slaginn, nema Sigurð Jónsson sem hefur verið meiddur undanfarið og er enn. Þínir menn hijóta að vera mun sigurstranglegri i leiknum í dag, ekki satt? „Nei — ekki miðað við landsliðs- menn. FH-ingar hafa verið með þrjá til fjóra menn í landsliði að undanfömu en við engan. Andri [Marteinsson], Óli [Ólafur Krist- jánsson] og Höddi [Hörður Magnús- son] hafa verið í landsliðshópnum og Grétar [Einarsson] viðloðandi. Hann verður reyndar í banni á móti okkur, en samkvæmt þessu em FH-ingar sterkari á pappím- um,“ sagði þjálfarinn. Guðjón sagðist ekki hafa átt von á því í vor að LA yrði í þessari stöðu nú, „að minnsta kosti ekki því að við myndum leiða deildina mest allt mótið. En á morgun [í dag] gætum við tryggt okkur það* sem okkur dreymdi kannski um, að ná Evrópu- sæti,“ sagði hann. „En þetta er það skemmtilega við fótboltann. Óviss- an. Að vori er enginn möguleiki á að segja til um það hvernig staðan verður í september." Getur allt gerst Sigurður Lámsson, þjálfari Þórs- ara, sem hafa komið mjög á óvart í sumar, er ekki óvanur velgengni því hann lék um áraraðir með liði Skagamanna er það var upp á sitt besta á síðasta áratug og var fyrir- liði þess í nokkur ár. „Við förum bara í þetta eins og venjulega — reynum að hafa gaman af þessu,“ sagði Sigurður í gær er blaðið ræddi við hann um leikinn í dag. „Fyrsti leikur okkur í vor var úrslitaleikur, og svo allir hinir líka!“ Sigurður taldi liðin þijú, ÍA, Þór og KR öll standa vel að vígi, en Akurnesingar þó sýnu best. „Það getur allt gerst., Ég held þó að við eigum erfíðasta prógrammið eftir, en það er ekkert gaman að fótboltanum nema þetta sé erfitt!" sagði Sigurður. Erfiðasti leikur sumarsins Atli Eðvaldsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður KR, sagði lið sitt eiga möguleika á að ná Evrópusæti, sem yrði frábær árangur, „en Þórsar- arnir eru rosalega sterkir núna og ætla sér í úrslitaleik gegn IA í síð- ustu umferðinni. Ég held því að þetta verði erfiðasti leikur okkar í sumar,“ sagði hann um viðureign- ina á KR-vellinum í dag. Atli sagð- ist sannfærður um að Akumesingar vinni FH í dag. „Skagamenn em með rosalega sterkt lið. Em með unga stráka sem eru lygilega góð- ur. Þeir em með besta liðið og eiga skilið að vera þarna uppi. Þeir fengu eldskírn í 2. deildinni í fyrra og ég er á því að ekki sé allt komið út úr liðinu ennþá sem í því býr.“ Atli sagðist telja lið KR og Þórs hafa komið mest allra á óvart í sumar. „Þórsararnir vegna þess að þeir komu upp úr 2. deild, en héldu þó að mestu sínum mannskap og bættu nýjum mönnum við, en við vegna þess misstum tíu menn úr átján manna hópi! Og það munar .um minna.“ En Atli sagðist KR- inga ekki sætta sig við neitt annað en Evrópusæti. Rúnar Kristinsson, fyrirliði KR, heldur upp á 23ja ára afmæli sitt í dag. Knattspyrna LAUGARDAGUR 1. deild karla: Akranes: ÍA-FH...................kl. 14 KR-völlur: KR-Þór ...............kl. 14 Akureyri: KA-Valur...............kl. 14 Kópavogur: UBK-ÍBV...............kl. 14 2. deild karla: Selfoss: Selfoss-BÍ..............kl. 14 Þróttarv.: Þróttur - Ffylkir.....kl. 14 Keflavík: ÍBK-V(ðir..............kl. 14 ÍR-völlur: ÍR-Stjarnan...........kl. 14 Ólafsfjörður: Leiftur-UMFG.......kl. 15 3. deild: Grenivík: Magni-Ægir...........,..ki. 14 Valhúsavöllur: Grótta - Þróttur N.kl. 14 Siglufjörður: KS - Tindastóll...kl. 14 Hvaleyri: Haukar-Völsungur......kl. 14 Borgarnes: Skallagr. - Dalvík...kl. 14 4. deild, úrslitakeppni: Sandgerði: Reynir-Hvöt........kl. 17.30 Kópavogur: HK-Höttur..........kl. 17.3#- SUNNUDAGUR 1. deild karla: Laugardalsv. Fram - Vikingur....kl. 16 1. deild kvenna: Þórsvöllur: Þór-Stjarnan........kl. 14 KR-völlur: KR-ÍA................kl. 14 Valsvöllur: Valur-ÞrótturN......kl. 13 Kópavogsvöllur: UBK-Höttur......kl. 14 Frjálsíþróttir Brúarhlaupið fer fram á Selfossi f dag 14:00. Um 600 þátttakendur eru skráðir í hlaupið. UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.