Morgunblaðið - 04.10.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992
B 11
Afmæliskveðja
Þórður Olafsson
frá Odda
Tíminn æðir áfram. Mér fínnst
eins og það hafí verið fyrir örfáum
árum að ég sendi Þórði í Odda
afmæliskveðju sjötíu og fímm ára.
En staðreyndir tímatalsins sýna
að liðin eru fímmtán ár - og Þjírð-
ur þess vegna níutíu ára á mánu-
daginn kemur, 5. október.
Eg hefí verið að renna huganum
yfír æskuslóðir mínar við Djúp
vestur. Það virðist mega fullyrða
að þeir sem þá réðu fyrir heimili
um endilangan Ögurhrepp séu
engir ofar moldu - nema hjónin í
Odda í Ögurvík, Kristín og Þórður.
Má mikið vera ef þetta á ekki við
um gjörvallt Inndjúpið og skýzt
mér varla í því. Bæði er að breytt-
ir þjóðlífshættir fóru ómjúkum
höndum um byggðimar við Djúp
og eins hitt að Guð hefír gefíð
þeim hjónum langt líf.
Ekki veit ég betur en Þórður sé
Djúpmaður í báðar ættir og í ætt-
ir langt fram og þau hjón bæði.
Jón Baldvin, sonur Solveigar, syst-
ur Þórðar, sendi mér blaðaúr-
klippu, þar sem ættir okkar Þórðar
voru raktar saman og þótti mér
ekki verra að vera frændi þessa
vinar míns og fóstra.
Ég rifja hér upp örfá æfíatriði
Þórðar og styðst þar við afmælis-
greinina í Mbl. 5. október 1977.
Þórður fæddist á Strandseljum
í Strandseljavík, bæjarleið innar
frá Ögurvík, en Ögurhólmar skilja
víkumar að. Foreldrar hans voro
Ólafur bóndi á Strandseljum Þórð-
arsonar frá Hestíjarðarkoti Gísla-
sonar og kona hans Guðríður Hafl-
iðadóttir, sem lengi bjó í Ögri, Jó-
hannessonar frá Kleifum í Skötu-
fírði. Standa að Þórði hinir traust-
ustu ættstofnar vestfirzkir. Þórður
ólst upp í hópi sex systkina, flest
nafngreint fólk.
Þórður fór komungur að vinna
fyrir sér sem þá var títt, enda
önnur sund þá ekki opin ungum
mönnum. Þá var byggð þétt við
Djúp. Þeir sem hugðu á búskap
áttu ekki góðra eða margra kosta
völ, því jarðnæði er lítið. En þeim
mun gjöfulla var Djúpið sjálft. Þar
var mikil fískigengd vor og haust
og fískihlaup, sem kallað var, á
stundum. Á sjóinn lá leið flestra
ungra manna og svo var um Þórð.
Fyrst 14 ára að heiman á bát föð-
ur síns, Þorskinum, undir stjóm
mágs síns, Helga í Dal, sem faðir
minn segir að hafí verið mestur
siglingamaður einhver við Djúp.
18 ára að aldri tók Þórður við for-
mennsku á Ásu, skipi Hermanns
Bjömssonar í Ögumesi. Sjálfs sín
í útgerð verður Þórður um 25 ára
aldur og allar götur þar til fokið
var í skjólin í Ögurvík og hann
fluttist á brott með fjölskyldu sína.
Fyrsta skipið sem Þórður
eignaðist var fjögurra manna far
og nefndist Guðný. En 1930 festir
hann kaup á 2 Vi tonna vélknúnum
þilfarsbáti, sem nefndist Sleipnir
og var smíðaður í Bolungarvík af
hinum fræga bátasmið Fal Fals-
syni. Sleipnir þótti þó ekki með
beztu bátum í sjó að leggja af
bátum Fals, en ekki kom það að
sök meðan Þórður í Odda hélt um
stjómvölinn. Honum famaðist alla
tíð hið bezta og sigldi skipi sínu
ávallt heilu úr höfn og í.
Á vordegi 1943 brann húsið í
Odda til kaldra kola. Fékk fjöl-
skyldan þá inni í Ungmennafélags-
húsinu, en flyzt alfarin til ísafjarð-
ar vorið 1944 og þaðan áfram suð-
ur til Reykjavíkur 1947, þar sem
þau hjón hafa átt heimili síðan, eða
þar til þau fengu inni í íbúðum
aldraðra við Hrafnistu í Hafnar-
fírði fyrirnokkrom árum, þar sem
þau hafa búið búi sínu sjálfbjarga
og unað hag sínum hið bezta.
Á Reykjavíkuráronum var Þórð-
ur iðnverkamaður í aldarfjórðung,
en gekk síðan að störfum sem
gáfust enda undi hann sér lítt nema
hafa eitthvað fyrir stafni.
Hinn 15. september 1928
kvæntist Þórður Kristínu Helga-
dóttur, f. 9. janúar 1904. Kristín
er Helgadóttir bónda á Skarði í
Skötufirði, Einarssonar á Hvíta-
nesi, Hálfdánarsonar prests á Eyri
í Skutulsfirði. Kona Helga og móð-
ir Kristínar var Karitas Daðadótt-
ir, Borg í Skötufirði.
Þau Þórður og Kristin byggðu
bæ sinn í Ögurvík 1928 og nefndu
Odda. Hann stóð hið næsta æsku-
heimili mínu, sem hét Svalbarð.
Nú fínnast ekki lengur mörg merki
um það mannlíf sem þama var.
Gronnar húsanna ero nú undir-
staða þjóðvegarins, sem þar liggur
um, en varimar, þar sem bátum
var ráðið til hlunns, má þó enn
greina. Lítill lækur-rann milli bæj-
anna þangað sem vatn var sótt og
sér hans að vísu enn stað. Sam-
gangur var auðvitað mjög mikill
milli þessara heimila og áttum við
Helgi í Odda oft mikilvæg erindi
hvor við annan.
Þeim Kristínu og Þórði varð
fjögurra bama auðið: Elztur Helgi
Guðjón, verkfræðingur, kvæntur
Þorgerði Mortensen, ættaðri úr
Færeyjum og eiga þau fjögur börn;
Guðrún, látin, kennari og átti hún
tvö börn; Cecilía, látin, skrifstofu-
maður, og átti hún son, og yngst
Þóronn, ekkja Hjálmtýs Pétursson-
ar, og á hún tvö böm.
Auk þess ólu þau Kristín og
Þórður upp frá unga aldri Sigurð
Guðmundsson, ættaðan úr Bolung-
arvík. Sigurður er giftur Kristínu
Einarsdóttur og eiga þau 5 böm.
Þetta er í stórom dráttum ævi-
hlaup Þórðar Ólafssonar frá Odda.
Það verður þeim jafnan, sem
lengi lifa, að sjá á bak ástvinum
sínum. Það hafa þau hjón mátt
sárlega reyna, en borið þann missi
af stakri hugprýði og án æðro.
Níræður getur Þórður horft með
stolti yfir farinn æviveg. Hann
hefir stýrt lífsfleyi sínu heilu um
lífsins ólgusjó og farsællega svo
af ber. Ég færi þeim hjónum inni-
legustu hamingjuóskir frá mér og
öllum mínum með þakklæti fyrir
það sem þau hafa verið fólkinu frá
Svalbarði, hinir nákomnustu og
trýggustu vinir alla tíð.
Ég bið Guð að geyma þau á
fögru ævikvöldi.
Sverrir Hermannsson.
^r'MARKAÐSHORN
Opnunartilboð 4
Heilsutöflur
★ Hvítir/svartir £ Stærðir 35-46 £ Leður £ Korksóli £ Punktanudd í sóla
Tilboðsverð aðeins kr. 1.490,-
Póstsendum samdægurs
Skóverslun Kópavogs
Skór og sportvörur
Hamraborg 3 sími 41754
Hmrrímlu
ATLAS
G £ R Ð R F 1 8 \J 8 0
Kælir 180 lt'r.
Frystir 80 Itr. að neðan
Sjálfvirk afþíðing
Mál: 145 x 58 x 60 cm
HAUST-TILBOÐ
GERÐ RF181/80 - STGR. KR.
42900
KR. 44990 - MEÐ AFBORGUNUM
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMJ 68 58 68
DANSSTUD/O
SÓLEYJAR
Nytt 10 vikna flamenconamskeið
fyrir byrjendur hefst 12. okt.
Það er Cecile Romero sem mun
kenna þessa fögru spænsku danstækni
Cecile er atvinnudansari frá Spánf
og hefur starfað þar með mörgum
þekktum flamencokompaníum.
Innritun hefst mánudaginn 5. okt
i símum 687701 og 687801
Málverkanppboðið ei í dag kl. 15.00 é Hótel Sögu, Súlnasal
Klausturhólar