Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 2

Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 2
8 seei naaörao .es huoaoutböh QiöAjawjOHOM 2 ' ' MÖRGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 Flutningaskipið ms. Valur sökk í höfninni í Vyborg í Rússlandi Áhöfnin bjarg- aðist heil á húfi Flutningaskipið ms. Valur, sem er { eigu skipafélagsins Ness hf., sökk í höfninni í Vy- borg í Rússlandi í gær. Sex manna áhöfn bjargaðist heil á húfi. Skipið hafði tekið timbur- farm í Lappeenranta í Finnlandi og siglt um skipaskurð áleiðis út á Finnska flóa. Á Vyborgar- flóa fékk það á sig slagsíðu og var dregið til hafnar. Tilraunir til að rétta skipið af báru ekki árangur. Að sögn Pálma Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Ness, lestaði Valur timburfarm I Lappeenranta á þriðjudag og lagði upp þaðan síðar um daginn. Lappeenranta tengist Finnska flóa með Saimaan-skipa- skurðinum, sem liggur inn í land frá rússnesku hafnarborginni Vy- borg. Hún tilheyrði áður Finnlandi og hét Viipuri. Er skipið var kom- ið framhjá Vyborg og út á flóann, sem kenndur er við borgina, kom "~i- MS Valur fór frá Lappeenranta á þríðjudag, fékk á sig slagsíðu á Vyborgarflóa og var dreginn til s1 Vyborgar þar sem hann sökk í gær. skyndilega slagsíða á það. Óskað var aðstoðar og var skipið dregið til Vyborgar. í gær var reynt að losa timbur- Ms. Valur var 1.350 lesta skip, smíðað áríð 1973. farminn og rétta skipið af, en ekki tókst betur til en svo að skipið sökk í höfninni um hádegisbil í gær. „Það lá þarna með þessa slagsíðu og smátt og smátt hefur komizt sjór niður í lestarnar. Svo fór að taka inn í íbúðirnar og um hádegið lagðist skipið á hliðina og sökk í höfninni,“ sagði Pálmi. Áhöfn Vals, þrír Isleridingar og þrír Pólveijar, var komin í land er skipið sökk. Mjög erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við áhöfn- ina og sagði Pálmi að skipstjóran- um hefði tekizt að koma boðum til íslands með því að fara um borð í hollenzkt skip og ná tal- stöðvarsambandi í gegn um strandstöð i Hollandi. Símakerfið á þessum slóðum í Rússlandi er lélegt og erfitt um fjarskipti. Pálmi sagði að reynt yrði að ná skipinu upp aftur, en hann gæti ekki sagt hvað yrði um það, heldur væri það mál tryggingafélaga. Valur var 1.350 tonna skip, skráð í Noregi. Skipið var smíðað þar í landi árið 1973. Viðskiptaráðherra um lokun verðbréfasjóða Fjárfestingarfélagsins Skandia Skiptir miklu máli að leysa málið með samningum JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að það skipti miklu máli að lokun verðbréfasjóða Fjárfestingarfélagsins Skandia, áður Fjár- festingarfélags íslands, verði leyst með samningum milli aðila þann- ig að hagsmunir sparifjáreigenda sem eigi hlutdeildarskírteini séu tryggðir. Það sé nýög ákveðið lagt að viðkomandi aðilum að leysa málið en hann geti ekki spáð um það hvenær lausn finnist. að þama ráði fagleg sjónarmið ein- göngu, sjónarmið varðandi verð- bréfaviðskipti, en ekki tengslin við neinn annan rekstur. Ég held að það sé líka mjög mikilvægt fyrir Skandia að þetta takist vel því þeir hafa haslað sér hér völl sem nýr aðili á sviði trygginga og fésýslu og eru að mínu áliti mjög velkomin viðbót við íslenska markaðinn." sagði Jón Sigurðsson ennfremur. Fiskmark- aður Suður- nesja opn- ar útibú í Hafnarfírði FISKMARKAÐUR Suðurnesja hefur opnað útíbú í Hafnar- firði þar sem að sögn Ólafs Þórs Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra fiskmarkaðar- ins, verður boðinn upp fiskur sem Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði annaðist áður upp- boð á fyrir Fiskmarkað Suður- nesja. „Þetta er ekki sett upp til að vera í samkeppni við fisk- markaðinn í Hafnarfirði, en ef einhveijir vilja frekar selja þjá okkur vegna þess að þessi þjónusta er komin þá er það gott og vel,“ sagði hann. Ólafur Þór sagði að Fiskmark- aðurinn hf. í Hafnarfirði hefði annast þá þjónustu fyrir Fisk- markað Suðumesja að kaupendur í Hafnarfirði og Reykjavík hefðu getað komið á markaðinn þar og boðið í það sem Fiskmarkaður Suðumesja hefði á boðstólum. „Við höfum um nokkurt skeið verið að leita okkur að aðstöðu á þessu svæði meðal annars til að taka við fiski frá fiskmörkuðum úti á landi. Þessi fiskur hefur ver- ið keyrður til Njarðvíkur og það af honum síðan til baka sem keypt er af kaupendum í Hafnarfírði og í Reykjavík. Þetta útibú okkar er fýrst og fremst sett upp til að afferma þann físk í Hafnarfírði sem keyptur er þangað og til Reykjavíkur, en um leið verðum við með uppboðið á okkar físki þar. Það em verktakar sem taka þetta að sér fyrir okkur, en það er Faxalón hf. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir af kaupendum á þessu svæði, enda leikurinn til þess gerður að efla þjónustu við þá,“ sagði Ólafur Þór. Klofningur um fiskveiðistj órnun í nefnd Fiskiþings Helmingur vill sóknar- stýringn í stað kvóta „Bankaeftirlitið og viðskipta- ráðuneytið hafa fylgst mjög vel með þessu og hafa átt viðræður við að- ila málsins. Ég tel að þetta sé mál sem skipti mjög miklu að leyst verði með samningum milli aðila og að þeir sem þama eiga hlut að máli, bæði þeir sem höfðu. áður umsjá þessara sjóða, þeir sem hafa tekið við henni og hugsanlegir nýir aðil- ar, reyni sameiginlega að fínna á þessu lausn sem tryggi hagsmuni þeirra sparifjáreigenda sem hafa keypt hlutdeildarskírteini í sjóðun- um eins vel og kostur er,“ sagði Jón í samtali við blaðið. Hann sagði að auðvitað væri aldrei hægt að firra þá sem keypt hefðu hlutdeild í áhætturekstri í gegnum svona sjóði breytingum á gengi bréfanna sem hlyti að ráðast af hvemig fýrirtælqunum sem byggju á bak við vegnaði. Það væri mikilvægt að halda aðskildu við- skiptunum með umsjá sjóðanna annars vegar og verðgildi bréfanna hins vegar. „Ég ætla ekki að spá neinu um það hvemig þessu máli lyktar, en það er mjög ákveðið að þeim mönn- um lagt og stofnunum sem við þetta koma að reyna að leysa þetta mál ,á þennan hátt. Ég held það verði aldrei hjá því komist að það verði einhver lækkun á gengi bréfanna um sinn, en það er náttúriega með þetta eins og aðra slíka fjárfest- ingu, menn hirða góðan hagnað þegar vel árar og verða svo að taka því sem að höndum ber þegar á móti blæs. Ég vil ekkert segja um það hjá hvaða aðila forræði sjóð- anna endar eða hvort von sé á niður- stöðu í því alveg á næstu dögum, en ég vona það. Það er að sjálf- sögðu fyrst og fremst viðskiptalegt úrlausnarefni þeirra sem fara með þessi fyrirtæki og ég vonast til þess Á FISKIÞINGI í dag verða um- ræður um fiskveiðistjómunina en fyrir þinginu liggja tvær ályktanir frá sjávarútvegsnefnd sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Helmingur nefndarinn- ar vill að tekin verði upp sóknar- stýring á botnfiskveiðunum en helmingur vill núverandi kvóta- kerfi áfram. f nefndinni féllu atkvæði þannig að 5 vom með- mæltir sóknarstýringu, 5 með- inæltir kvótanum og 2 sátu hjá. í ályktun þess hluta sem vill sóknarstýringu segir m.a.: „Fiski- þing lýsir andstöðu sinni við núver- andi kvótakerfi sem ekki hefur náð þeim markmiðum að tryggja betri nýtingu fískistofna, vemda at- vinnurétt sjávarútvegsfólks né treysta byggð og afkomu útgerð- ar, sjómanna, fiskvinnslufólks eða fískvinnslunnar. Fiskiþing telur að stýring á sóknargetu flotans sé réttlátari og heppilegri kostur en kvótabinding sú og aflakvótasala sem hér hefur verið við lýði síðan 1984.“ í greinargerð með álitinu segja sóknarstýringarmenn m.a. að með sóknarstýringu í almennum botn- fískveiðum megi auðveldlega ná fram þeim markmiðum að hvetja til veiða á vannýttum tegundum utan þeirra sóknartímabila eða þess sóknardagafjöida sem leyfður er. í áliti þeirra í nefndinni sem vill áfram núverandi kvótakerfí kemur m.a. fram að það sé skásti kostur- inn við þá fiskveiðistjómun sem nauðsynleg er vegna takmarkaðs þorsks og annarra botnfískteg- unda. Síðan segir: „Einnig telur Fiskiþing augljóst að veiðiheimildir fyrir hvert veiðiskip hljóti að þurfa að gilda enn um sinn þar sem sam- keppnisveiði getur engan veginn samrýmst takmörkunum á veiðum úr aðal fískistofnum." Sjá einnig fréttir af fiskiþingi á bls. 24 -----»-♦ ♦---- Bókagerðar- menn hafna aðild að ASÍ BÓKAGERÐARMENN höfnuðu í almennri atkvæðagreiðslu að óska eftir aðild stéttarfélags þeirra að Alþýðusambandi Is- lands. Er þetta í þriðja skiptið frá því félög bókagerðarmanna voru sameinuð 1980 að hafnað er aðild. Liðlega 1.000 vom á kjörskrá í atkvæðagreiðslu Félags bókagerð- armanna. 661 greiddi atkvæði. Já sögðu 175 eða rúm 26% en nei sögðu 418 eða 63% þeirra sem þátt tóku. 64 skiluðu auðu og 4 seðlar voru ógildir. í dag Aðsent Margt spennandi aðgerast í sjávarútvegi. Grein eftirHarald Sturlaugsson. 16 Messur Fatlaðir greiða sérstaklega fyrir prestþjónustu. 20 Göngudagur Saumaklúbbar, kvenfélög, skólar, dagvistarheimili, eldri borgarar, fyrirtæki og (þróttafélög skipu- lögðu göngu. 21 Leiðari Skipasmíðaiðnaðurinn. 24 Fosteignir ► Skemmdum svölum breytt í sólstofur - Bílskúrar - Imian- stokks og utan - Sýningarsalur fyrir ljósmyndir af sölueignum. Daglegt líf ^ íslensk fiskbúð í Lúxemborg, arðsemi menntunar, forræktaðir jólalaukar, Rothenburg ob der Tauber, óperur, djass og klassík í New York, dýrir sportbílar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.