Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 9 HEIGAR TIIBOÐ Tryggvagötu 20, sími 6234561 Aspassupa Sinnepsgljáður grísahryggur með steiktum parísarkartöfl- um, rauðkáli og sósu Súkkulaðimús Kr. 995,- Aspassúpa Mínútusteik með kryddsmjöri, bakaðri kartöflu eða frönskum, grænu káli og 1000 eyja sósu Súkkulaðimús Kr. 995.- MUNIÐ 'S Manor House Hotel HÓTELREKSTUR ERLENDIS Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis. Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35, símar 22013 og 20620 og Manor House hótel í síma 90 44 803 605164. Skoðanir á EES Alþýðublaðið rekur í gær ummæli Svav- ars Gestssonar, þingmanns Alþýðu- bandalagsins, á fundi Sambands ungra jafnaðarmanna. Þingmaðurinn segir að kæmist hann í ríkisstjórn, myndi hann ekki segja upp EES-samningnum nema hafa tvíhliða samning við Evrópubanda- lagið. Þá er í Staksteinum í dag gluggað í samtöl Tímans við tvo fyrrverandi þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Pétur Sig- urðsson og Guðmund H. Garðarsson, sem báðir segjast óánægðir með EES- samninginn og hlynntir þjóðaratkvæða- greiðslu um hann. Einhvem samning við EB verðum við að hafa I frétt Alþýðublaðsins segir: „Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubanda- lagsins, tekur undir með Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, þingmanni Kvennalistans, að það sé skömminni skárra fyrir ísland að vera í EB, að vissum skilyrðum upp- fylltum, en vera aðili að EES. Svavar segir vafa- atriði varðandi meint stjómarskrárbrot ekki ráða úrslitum um atkvæði sitt gegn EES-samningn- um. Hann telur að um valdaframsal og fyrsta skrefið inn í EB sé að ræða og þess vegna komi ekki til greina að greiða atkvæði með samningn- um. Svavar lýsti því hins vegar yfir að hann myndi ekki segja upp EES- samningnum, kæmist hann einhvem tímann í aðstöðu til þess sem aðili í rikisstjórn, nema fyrir lægi tvíhliða samningur við Evrópubandalagið. Einhvem samning yrðum við jú að hafa.“ Ekki ánægður með EES- samninginn í frétt Tímans er haft eftir Pétri Sigurðs- syni,fyrrverandi alþing- ismanni Sjálfstæðis- flokksins: „Ég er ekki ánægður með EES-samn- inginn. Ég hef verið að skoða þetta mál allt og reynt að gera upp við mig hvort mér finnist kostir sjimningsins meiri heldur en gallamir. Það er jjóst að það er ekki hægt að búast við að samningar, sem eig<i upp- runa sinn erlendis og eiga að gæta hags annarra en okkar einna, séu okkur á allan hátt hagstæðir." í Tímafréttinni segir einnig: „Pétur sagðist ekki endanlega vera bú- inn að gera upp hug sinn til EES-samningsins. Hann sagðist skoða þetta mál með opnum augum. „Við höfum óskaplega mikið frá samtökum þess- ara þjóða nú þegar og ég vil ekki tapa neinu af þvi.“ Pétur sagðist einnig sjá kost og löst á því að bera þetta mál undir þjóðarat- kvæði. „Ef ráðamenn og aðrir stuðningsmenn samningsins álíta þetta vera af hinu góða fyrir þjóðina, þá finnst mér í sjálfu sér ekkert vera að því þó að þjóðin segi til um málið,“ sagði Pétur.“ Þjóðarat- kvæðagreiðsla nauðsynleg og óhjákvæmileg í Tímanum í gær er einnig rætt við Guðmund H. Garðarsson, airnan fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins: „Ég er á móti þessum samn- ingi eins og hann er í dag. Ég var á sínum tima fylgjandi tvíhliða samn- ingum við Evrópubanda- lagið og hef ekkert breytt um skoðun i þeim efnum. Ég er alfarið á móti því að erlendir aðilar fái veiðiheimildir i islenzkri fiskveiðilögsögu. Þar skiptir ekki máli hvort menn eru að tala um þrjú þúsund tonn eða eitt tonn.“ • Áfram segir í fréttinni: ,,„Ég tel nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að það fari fram þjóðaratkvæða- greiðsla um það hvort Islendingar vilja gera þennan samning eða ekki,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að ef fram færi þjóðarat- kvæðagreiðsla um EES- samninginn, myndi fara fram nauðsynleg upplýs- andi umræða um samn- inginn. Ráðamenn myndu þá ekki geta komið sér hjá þvi að skýra ýmsa þætti samningsins, sem fólk veit ekki í dag hvaða þýðingu hafa. Guðmundur sagðist hafa farið í gegnum samningsdrögin þegar hann sat i Evrópustefnu- nefnd Alþingis, og enn- fremur hafi hann skoðað vel uppkast að samningi, sem fyrir liggi. Niður- staða sín sé alveg skýr. Þetta sé ekki góður samn- ingur fyrir ísland. DVELJIÐ Á EIGIN HÓTELUM ERLENDIS. Skilafrestur er til 1. nóvember 1992. Það nýjasta í gervihári í dag. Hárkollur á hárböndum, stuttar-síðar, sléttar - krullaðar. Einnig hártoppar, 60 cm. í tilefni af bresku vikunni í Borgarkringlunni bjóðum við 30% afslátt dagana 22. okt. tiM.nóv. Hár;x (Ðpryði V BOI 'Ifataprýði BOMmiNGLllNNI, I.HÆÐ.SÍMI 32347 i n ItcgunM Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.