Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 10
n
10
■ s:eei aaaöTXO .sa fluoAauT.aö'í GiaAjanuoíio,M,
' MÖRGUNBEAETO TOSTUDSGIJR~"2X75Í{TðBER T992
Kammersveit
Reykjavíkur
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Fyrstu tónleikar Kammarsveit-
ar Reykjavíkur á þessu starfsári
voru haldnir í ráðhúsi Reykjavíkur
sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru
verk eftir Handel og Mozart. Ein-
leikari var Nína Margrét Gríms-
dóttir og stjómandi Gunnsteinn
Ólafsson. Salurinn í ráðhúsinu er
greinilega ekki hugsaður til tón-
listarflutnings, því þar er of lágt
undir loft. Fyrir þá sök verður öll
tónun ákaflega mött og blöndun
hljóða mjög lítil. Að hafa tónleik-
ana í ráðhúsinu var forvitnileg
tilraun af hálfu Kammersveitar-
innar en hitt er þó meira vert, að
á þessum tónleikum komu fram
tveir ungir listamenn, Nína Mar-
grét Grímsdóttir, sem einleikari í
píanókonsert eftir Mozart, og
ungur hljómsveitarstjóri, Gunn-
steinn Ólafsson, er stýrði íslenskri
hljómsveit í fyrsta sinn á tónleik-
um með atvinnumönnum.
Tónleikamir hófust á millispili
(sinfóníu) úr óratoriunni Salomon
eftir Handel, þar sem koma
drottningarinnar af Saba er dreg-
in upp í tónum. Þetta er ekki stór-
brotin tónlist, enda stolin og
stæld. í heild var þessi stutta en
ekki óskemmilega sinfónía vel
flutt, þó sellóin væru á stundum
óhrein, einkum þegar leikið var
sterkt.
Píanókonsertinn í C-dúr, K.
467, eftir Mozart var ágætlega
fluttur af hljómsveitinni, þrátt fyr-
ir að strengimir væru helst til of
fáir og mött óman salarins hjálp-
aði ekki til. Nína Margrét Gríms-
dóttir lék konsertinn í heild mjög
vel, af öryggi og nokkurri festu
og var túlkun hennar persónuieg
en hún hafði sjálf samið ágætar
„kadensur" fyrir fyrsta og þriðja
þátt. Hinn frægi milliþáttur varf
fallega flutturt bæði af einleikara
og hljómsveit, svo og fjörugur og
leikandi léttur lokaþátturinn.
Fyrsti kaflinn, sem er meginhluti
tónsmíðarinnar, var nokkuð
misjafn í hljóman hljómsveitarinn-
ar, en Nína Margrét lék kaflann
af festu og öryggi.
í tveimur síðustu verkunum,
Eina kleine Nachtmusik eftir Moz-
art og sex þáttum úr Vatnasvít-
unni eftir Handel, reyndi á Gunn-
stein Ólafsson sem stjórnanda og
verður ekki annað sagt en að hann
sé efnilegur tónlistarmaður. Mót-
un hans á þessum vinsælu verkum
var vel grunduð og margt mjög
smekklega unnið. Það helsta sem
mætti finna að var hversu margir
kaflanna voru hraðir, sérstaklega
menúettinn í Næturljóðinu, sem
vantaði fyrir bragðið þann sett-
leika, sem einkennir menúettinn
sem dans. Tríóið var hins vegar
rpjög fallega flutt og sömuleiðis
Rómansan.
Hvort Vatnasvítan var leikin
eftir útfærslu sir Hamilton Harty
var ekki tekið fram í efnisskrá,
en þó er það hugsanlegt, því sama
kaflaskipan (6 kaflar) er á svítu
Harty og þeirri sem leikin var að
þessu sinni. Lítið er vitað um hljóð-
færaskipanina hjá Handel, en
næsta víst þykir að flestir þeir 50
hljóðfæraleikarar, sem fylgdu Ge-
org I. niður Thames, hafí leikið á
blásturshljóðfæri, svo sem venja
var um tónverk, sem flutt voru
„úti undir berum himni“. Flutning-
urinn í heild var lifandi. Arían
hefði mátt vera ögn hægari, sömu-
leiðis Lentemente kaflinn, sem
leiðir yfír í lokaþátt verksins, er
var sérlega hressilega leikinn.
Gunnsteinn Ólafsson hefur
haslað sér völl sem hljómsveitar-
stjóri og þar með er hafin hólm-
ganga hans við þann andstæðing,
sem er tíminn og listin, andstæð-
ing, sem aldrei mun gefa honum
grið né sjálfráður undan ganga.
Það að halda velli í þeirri baráttu
er mikill sigur og það hefur Gunn-
steinn gert að sinni, svo að vel
má búast við að honum takist, er
tímar líða, að vinna eitthvert það
gott verk er mönnum mun þykja
nokkurs um vert og geyma sér í
minni.
PHILCO
PHILCO
SPARAR TÍMA
AR500 ÞURRKARI
• Snýr í báðar áttir, fer sérlega
vel með þvottinn.
• 3 mismunandi hitastig.
• Allt að 120 mín. hitastilling.
• Öryggisstýring á hitastigi.
• Tveir möguleikar á tengingu
útblástursbarka.
• Ryðfrítt stál í belg.
• Auðvelt að hreinsa lógsigti.
RETT VERÐ 40.540,-
Heimilistækí hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
ÞURRKARI
SEM GÆLIR
VIÐ ÞVOTTINN
Þvottavélarnar frá Philco taka
inn á sig heitt og kalt vatn,
styttri þvottatími og minna
rafmagn. \
L85 ÞVOTTAVÉL
• Fullkomin rafeindastýring.
• Val á vinduhraða: 500/800
snúninga.
• Vökva höggdeyfir.
• Ryðfrítt stál i tromlu og ytri belg.
RÉTT VERÐ 57.800,-
40875,-
^^KR.STGR.
ÞÚ SPARAR 5.200,-
Menning um landið
M-hátíðum verði haldið áfram
Skólabúðum fyrir listgreinar komið upp
Laugarvatni.
Á RÁÐSTEFNUNNI „Menning
um landið“ sem haldin var á
Flúðum 16. og 17. okt. sl. var
samþykkt að leggja til að haldið
yrði áfram samvinnu ríkis og
sveitarfélaga um M-hátíðir á
landsbyggðinni. Ráðstefnan
benti einnig á möguleika fyrir
skólabúðir listgreina í einhverj-
um af þeim heimavistarskólum
sem standa frammi fyrir dvín-
andi aðsókn.
Starfshópur á ráðstefnu um
menningu á iandsbyggðinni sem
fjallaði um samskipti ríkis og sveit-
arfélaga, lagði áherslu á áfram-
haldandi samstarf þessarra aðila
um framkvæmd M-hátíða. Hátíð-
imar verði notaðar til eflingar á
menningarflutningi og listuppeldi
fólks á öllum aldri.
Hópurinn skoraði á forráða-
menn Þjóðleikhúss, Sinfóníuhljóm-
sveitar og annarra menningar-
stofnana á vegum ríkisins að haga
svo rekstri þeirra að þjónusta við
landsbyggðina verði eðlilegur hluti
af starfseminni.
Lögð var áhersla á að styrkja
Menningarsjóð félagsheimila,
kosningu menningarmálanefnda
innan sveitarfélaga og samstarfí
þeirra í milli á vettvangi lands-
Sýna í Laugardal
SAMSÝNING fimm myndlistar-
manna verður opnuð í Listhúsinu
í Laugardal á morgun, laugar-
daginn 24. október. Sýningin
verður í aðalsýningarsal Listgall-
erísins og í aðalinngangi hússins.
Þeir listamenn sem sýna verk sín
eru Sverrir Ólafsson með skúlptúr,
Þórður Hall með grafík, Magdalena
Margrét með grafík, Valgerður
Hauksdóttir með myndverk unnin
með blandaðri tækni og Þorbjörg
Þórðardóttir með vefnaðarverk.
Sýningin stendur til 15. nóvem-
ber.
hlutasamtaka ‘ sveitarfélaga eða
héraðsnefnda.
Starfshópurinn tók eindregið
undir hugmyndir menntamálaráð-
herra sem hann kynnti í inngangs-
orðum sínum á ráðstefnunni um
skiptingu Menntamálaráðuneytis-
ins í tvö ráðuneyti. Annarsvegar
sem fjallaði um menntamál á hin-
um ýmsu skólastigum og hinns-
vegar ráðuneyti menningarmála.
Starfshóþur ráðstefnunnar sem
fjallaði um listuppeldi og listflutn-
ing benti á möguleika skólanna
að leysa upp almenna kennslu og
setja upp einstaklingsbundna og
almenna listkynningu og kennslu
Tónlist
Ragnar Björnsson
Svokallaðir Háskólatónleikar,
röð hádegistónieika í Norræna
húsinu, hefur enn einu sinni göngu
sína og virðist svo að tónleikar
þessir, og einmitt á þessum tíma,
séu orðnir vinsælir þótt stuttir
séu, bæði áheyrendum og flytjend-
um. Það er þó enginn leikur flytj-
andanum að hafa aðeins 30 mínút-
ur til að sýna ágæti sitt, margir
æsktu þess að hafa fyrstu 30 mín.
til þess að hita sig upp. Nokkuð
óvenjulegt við tónleikana að þessu
sinni var að erlendur tónlistarmað-
ur sat við píanóið í 30 mínútur í
stað þess að landinn hefur venju-
lega setið að þessum tónleikum,
en þetta hlýtur að hafa sína skýr-
ingu. Brady Millican, bandarískur
píanóleikari, settist á píanóbekk-
inn og lék eitt verk, Handel-Bra-
hms-tilbrigðin. Engum meðalgóð-
í skólanum. Slík kynning stæði í
eina viku og í vikulok yrði efnt til
sýningar, tónleika eða skemmtun-
ar sem tengist hverri listgrein.
Einnig væri efnt til leikhúss- eða
tónleikaferðar til næsta nágrennis
eða höfuðstaðar landsins eða
landshlutans.
Þessi starfshópur benti einnig á
möguleika þess að gera einn
heimavistarskólanna sem standa
frammi fyrir dvínandi aðsókn, í
stakk búinn til að taka á móti
hópum til skólabúðadvalar fyrir
listgreinar. Þangað væri hægt að
fá færustu listamenn til leiðsagn-
ar. Á þessum stöðum er aðstaða
og búsetumöguleikar góðir og því
ekki mikill kostnaður að koma
slíku í kring.
um píanista væri ajtlandi að setj-
ast við píanóið óupphitaður og
leika þessi mjög svo erfíðu til-
brigði, hnökralaust. Brady Millic-
an er auðheyrilega mjög góður
píanóleikari og áhugaverður, og
hnökrarnir óverulegir, kannski
heist í upphafi. Flutningur Millican
verður að teljast dálítið rómantísk-
ur, sem ekki þarf að vera nei-
kvætt, en ekki fór hann alstaðar
nákvæmlega eftir forskrift
Brahms, sem e.t.v. veikti flutning-
inn, en í mörgum tilbrigðunum
sýndi hann mjög góða tækni og
glæsibrag. Dálítið fannst mér
heildin líða við of Iangar þagnir
milli tilbrigða, hætta er á að slíkt
komi út sem syrpa af smálögum.
Lengi má deila um hraðaval og
innri skilning og þrátt fyrir að
fúgan væri í hraðara lagi, og vant-
aði kannski á tærleika í spilið, var
hér um mjög góðan listamann að
ræða og of stuttar 30 mínútur.
Handel-Brahms í
Norræna húsinu