Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 15

Morgunblaðið - 23.10.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 nei iIUOOT)!;' UOAC1UTSO KIA.IOI 4* Framtíð með blóm í haga eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur Þegar núverandi samdráttar- tímabil í efnahagslífi okkar hófst fyrir nokkrum árum kom það mörg- um ekki á óvart. Gífurleg þensla í atvinnulífínu árin þar á undan var engan vegin eðlileg og enda að mestu leyti heimatilbúin með ríkis- styrkjum til ýmissa verkefna í ótæpilegum mæli. Hins vegar gerðu menn sér þær vonir, að með raunhæfum aðgerðum sem stuðl- uðu að heilbrigðari rekstri fyrir- tækja jafnt sem ríkis, mætti ná sér upp úr öldudalnum mun fyrr en raun hefur orðið. Enn er greinilega nokkur tími þar til hilla fer í betri tíð með blóm í haga. Varla er að vænta aukinna þjóðartekna á næsta ári. Ekki má vænta aukningar á þorskstofninum á næstu árum og allt í kring um okkur má líta erfíðleika í efnahags- málum nágrannaþjóða, sem vafalít- ið mun hafa talsverð áhrif á fram- gang og þróun íslenskra efnahags- mála. Utflutningsiðngreinar okkar, sem skjóta áttu styrkari stoðum undir atvinnulífið, hafa einnig dregist saman að undanfömu sem hlutfall af heildarútfiutningi. Ýmislegt hefur þó áunnist í þróun efnahagsmála. Verðbólgan sem fyr- ir áratug var okkar helsta vanda- mál og komst upp í yfir 130% á ársgrundvelli en nú vart mælanleg. Það má einnig meta að viðskipta- hallinn hefur minnkað nokkuð. íslendingar hafa ekki verið þekkt- ir fyrir að leggja árar í bát þótt á móti blási og það munum við ekki heldur gera nú. Flestir gera sér ljóst að meginatriðið til að vinna sig út úr vandanum er að veita atvinnulíf- inu skilyrði til að ná sér á strik. Slíkt sé algjör forsenda þess að ná fram bættum lífskjörum þegar til lengri tíma er litið. Það verður einnig að viðurkenna, að aðgerðir til hjálpar atvinnulífínu munu kosta fómir, fómir af hálfu íjölmargra heimila í landinu. Sem ábyrgir foreldrar hljótum við að verða að beygja okkur fyrir þeirri staðreynd ef við viljum stuðla að því að vaxandi kynslóð fái þá fram- tíðarsýn að ísland verði land tæki- færa og gróandi mannlífs. Það er því knýjandi nauðsyn að fjárlög næsta árs endurspeglist í úrbótum í atvinnulífínu. Slíkt hlýt- ur óhjákvæmilega að kosta tölu- vert. Sá kostnaður má hins vegar alls ekki verða brúaður með aukn- um fjárlagahalla, heldur verður að leita annarra leiða. Það þýðir að með fjárlögunum verði að draga úr neyslu heimilanna og hins opin- bara fyrst og fremst og auka svig- rúm atvinnuveganna. Sjálfstæðismenn hafa löngum gagnrýnt þá aðstöðu sem íslensk fyrirtæki eru í hvað snertir sam- keppni í helstu viðskiptalöndum okkar. Hér era fyrirtæki skattlögð í mun ríkara mæli en gerist annars staðar. Vil ég hér til telja aðstöðu- gjaldið og eignaskatt á fyrirtæki, sem eru nánast einstakt fyrir- brigði, skatt á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði og hátt trygginga- gjald. Þetta skattaumhverfi hefur verið fslenskum fyrirtækjum slíkur fjötur um fót að jafnvel bést reknu fyrir- tækin hafa mátt lúta í lægra haldi í samkeppni á erlendum mörkuðum vegna þess. Þessa skatta verður því að afnema eða lækka stórlega til að fá hjólin í atvinnulífínu til að snúast á ný. Eins og ég sagði hér að framan þýðir slíkt afnám eða lækkun skatta fórnir fyrir heimilin og tíma- bundna skeringu lífskjara. En tíma- bundin frekari skerðing lífskjara er þess virðr ef hún tryggir mark- vissa stefnu til að minnka atvinnu- leysi og bæta lífskjör þegar til lengri tíma er litið. Við hljótum því að skoða vandlega þær hugmyndir sem era til umræðu meðal aðila vinnumarkaðarins þessa dagana. Við útfærslu á þessari afléttun skatta á atvinnuvegina verður hins vegar að gæta þess að þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu verði ekki undir. Því verður vanda- samt að velja þær leiðir sem taka tillit til þess að öllu leyti. Ég vil hins vegar benda á það að ég tel ekki óeðlilegt og er raun- ar hlynnt því að skoðað verði hvem- ig megi koma á þjónustugjöldum til þerra sem við þeim mega í rík- ari mæli en orðið er á breiðari grandvelli. Þjónustugjöldin þyrftu öll að miðast við hlutfall af endan- legum kostnaði, en sum hver þó með ákveðnu þaki. Fyrir utan að skapa tekjur fyrir ríkissjóð upp á „Það er því knýjandi nauðsyn að fjárlög næsta árs endurspeglist í úrbótum í atvinnulíf- inu. Slíkt hlýtur óhjá- kvæmilega að kosta töluvert. Sá kostnaður má hins vegar alls ekki verða brúaður með auknum fjárlagahalla, heldur verður að leita annarra leiða.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir það tap sem skattalækkanir á at- vinnulífið hafa í för með sér, hafa þjónustugjöld nefnilega þann kost, að ýmsir þeir sem ekki hafa hugað að kostnaði við opinbera þjónustu munu taka við sér og sjálfír Veita aðhald að því magni þjónustunnar sem veitt er. Aukning þjónustugjalda ein og sér verður ekki nægileg aðgerð til að mæta tekjutapi ríkissjóðs frá atvinnuvegunum. Annað þarf einn- ig að koma til. Ég tel eðlilegt, að við vinnslu þessa fjárlagafram- varps íhugi alþingjsmenn leiðir sem þjóðin getur orðið ásátt um að fara til að ná upp því tapi. Ef vel verð- ur unnið og ásættanlegur grannur lagður mun uppskeran væntanlega verða að sama skapi góð. Þá verð- ur framtíðarsýnin með blóm í haga. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. —1— AUK k9d22-687

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.