Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992
í fyrsta sinn á íslandi
yncpumn sokkar, sokkabuxur og „leggings“ t falleg-
mUubll um faum 0g jjólbreyttu úrvali.
]MI TLT hnésokkar og sokkabuxur.
Einstök gcedavara og verdid kemur
þér þagilega á óvart.
Dcemi: Hnésokkar frá kr. 150.-
Sokkabuxur frá kr. 240.-
Sokkabuxur m/Lycra kr. 560.-
SIGURBOGINN
Laugavegi 80, sími 611 330.
m
HEKLA
FOSSHÁLSI 27
SÍMI 695560 674363
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
GOODfYEAR
VETRARHJÓLBARÐAR
GOODfÝEAR
60 ÁR Á ÍSLANDI
Haukur Morthens
söngvari - Minning
Fæddur 17. maí 1924
Dáinn 13. október 1992
í hálfa öld hefur hann sungið
sig inn í hug og hjörtu íslendinga.
Kynslóðir komu og fóru, en söngv-
arinn á sviðinu náði eyrum þeirra
allra. Nú er sviðið autt. Andvarans
söngrödd er þögnuð. Og mál að
gestimir þakki fyrir sig.
Haukur steig fyrst upp á sviðið
tvítugur að aldri, árið sem lýðveld-
ið var stofnað. Þegar hann kvaddi
hafði hann sungið í hálfa öld. Og
fór allan tímann vaxandi sem
söngvari. Hver er sá söngvari á
byggðu bóli, innan lands eða utan,
sem hefur leikið þetta eftir honum?
Frank Sinatra? Eg held hann hafi
ekki verið byrjaður í stríðinu. Alla-
vega komust hinir yngri menn —
Bubbi trúbador og frændi Morth-
ens meðtalinn — að því fullkeyptu
fyrir fáeinum misserum síðan, þeg-
ar þeir leiddu saman hesta sína.
Gamli maðurinn „stal senunni"
eins og undirtektir ungra áheyr-
enda staðfestu.
Haukur hafði sinn eigin stíl.
Sinn eiginn tón. Hann var ljóð-
rænn, glaðvær, glettinn og hlýr.
Hann laðaði að og lífgaði upp.
Hann var fágaður í framkomu og
„séntilmaður" fram í fingurgóma.
Mér sýnist hinir yngri menn í
bransanum vilja taka það upp eftir
honum.
Haukur var fyrst og_ fremst
söngvari Reykjavíkur. „Ó borg,
mín borg“ var hans stef. Og hann
fór með það þannig að gömlum
Austurstrætisdætrum hlýnaði um
hjartarætur. Klúbburinn, Glaum-
bær og Naustið — það var þama
þar sem gleðin og Haukur réðu
ríkjum.
En hróður Hauks barst víðar.
Útlendingar sem hingað komu og
heyrðu þennan ljúfa náttgala
Reykjavíkur hrifust af og buðu
honum að sækja sig heim. Á löng-
um söngferli hafði hann um það
er lauk sungið í öllum höfuðborg-
um Norðurlanda, á Bretlandseyj-
um, í Bandaríkjunum og Kanada,
í Austurríki og Lúxemborg — og
síðast en ekki síst í sjálfu Rúss-
landi kósakkatenóra og volgu-
bassa. Og hafa ekki margir leikið
það eftir honum heldur.
Haukur var hugsjónakrati —
jafnaðarmaður af lífi og sál. Hann
var alltaf boðinn og búinn að lífga
upp á mannfagnaði okkar með
söng snum. Hann var okkar söngv-
ari. Við vorum stolt af honum og
okkur þótti vænt um hann. Hann
syngur okkur ekki frámar. — En
rödd hans hljómar í minningunni.
Við kveðjum hann með trega og
söknuði. Og biðjum konu hans,
Ragnheiði Magnúsdóttur, og fjöl-
skyldu allri guðsblessunar.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins -
jafnaðarmannaflokks íslands.
í dag verður til moldar borinn
Haukur Morthens söngvari, en
hann lést á heimili sínu í Reykja-
vík 13. október sl. 68 ára að aldri.
Ég kynntist Hauki fyrst fyrir
flórum áratugum er hann vann
sem prentari í Alþýðuprentsmiðj-
unni en ég var þá blaðamaður á
Alþýðublaðinu. Tókst strax með
okkur traust vinátta sem hélst alla
tíð. Haukur var skemmtilegur sam-
starfsmaður, ætíð léttur í skapi og
hafði góð áhrif á alla sem með
honum unnu. Hann var samvisku-
samur og vandvirkur við allt það
sem hann tók sér fyrir hendur.
Mér er það minnisstætt er hann
skrapp niður á Ingólfscafé seint
að kvöldi í kaffitíma í Alþýðuprent-
smiðjunni til þess að syngja nokkur
lög. Við blaðamennimir skutumst
niður og hlýddum á söng Hauks.
Hann skilaði hvoru tveggja vel,
handverkinu í prentsmiðjunni og
söngnum í veitingahúsinu.
Síðar áttu leiðir okkar eftir að
liggja víða saman, einkum í Al-
þýðuflokknum, en Haukur var
mikill Alþýðuflokksmaður, sannur
jafnaðarmaður af gamla skólanum.
Hann starfaði mikið í Alþýðu-
flokknum, einkum fyrir kosningar.
Haukur var ósérhlífinn maður,
enda þótt hann væri önnum kaf-
inn. Hann var ætíð boðinn og bú-
inn að taka að sér verk fyrir Al-
þýðuflokkinn. Hann valdist til
ýmissa trúnaðarstarfa í Alþýðu-
flokknum, sat í stjóm Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur, svo og í
skemmtinefnd félagsins og gegndi
fleiri trúnaðarstörfum. Um tíma
sat hann í nefnd á vegum Reykja-
víkurborgar. Allt sem Haukur tók
sér fyrir hendur vann hann af trú-
mennsku.
Aðalstarf Hauks Morthens var
söngurinn. Hann vann hug og
hjörtu landsmanna með söng sín-
um og var vinsælasti dægurlaga-
söngvari landsins um áratuga
skeið. Var það með ólíkindum hve
lengi Haukur hélst meðal bestu
söngvara landsins, en það má m.a.
þakka stakri reglusemi hans alla
tíð og því hversu vandvirkur hann
var.
Með Hauki Morthens er fallinn
í valinn góður drengur. Eftirlifandi
eiginkona hans er Ragnheiður
Magnúsdóttir. Við Dagrún sendum
henni, bömum þeirra og ástvinum
öllum innilegustu samúðarkveðjur.
Drottinn blessi minningu Hauks
Morthens.
Björgvin Guðmundsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Þegar maður heyrir andlát góðs
vinar, sem hefur ræktað við mann
vináttu í mörg ár, setur mann
hljóðan.
Já, Haukur Morthens er iátinn
68 ára að aldri og fer útför hans
fram í dag frá Bústaðakirkju.
Haukur átti við mikil veikindi
TUUiuSlfa
HÖFÐABAKKA 9,
112 REYKJAVÍK,
SÍMAR 634000/634050
CHEVROLET CORSICA
er bfllinn.
að stríða og í þeirri baráttu sýndi
hann mikinn kjark og æðruleysi,
dyggilega studdur af eiginkonu
sinni og fjölskyldu.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að þakka allar ánægju-
stundimar sem við Jonna systir
mín áttum í gegnum árin með þeim
hjónum, Hauk og Ransý, á Smiðju-
stígnum, Ránargötunni, Hjarðar-
haganum, Heiðargerði og núna á
ykkar fallega heimili í Garðhúsum
51.
Það var afskaplega ánægjulegt
að koma til Hauks og Ransýar,
einstaklega gestrisin, hlýtt viðmót
og mikið var oft spjallað og glatt
á hjalla.
Elsku Ransý mín, þú ert búin
að standa þig eins og hetja við
hlið manns þíns í hans erfiðu veik-
indum og hafðir hann heima til
hinstu stundar.
Við Jonna og fjölskylda mín
sendum þér og fjölskyldu þinni
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að vera með
ykkur öllum.
Blessuð sé minning Hauks
Morthens.
Fríða.
Við systkinin viljum fyrir hönd
okkar og foreldra okkar minnast
Hauks frænda, sem við kveðjum í
dag, með fáeinum orðum.
Það var 13. október síðastliðinn
sem Haukur kvaddi þennan heim
eftir langvarandi veikindi.
Ótrúlegt er hve stutt er á milli
lífs og dauða og erfítt að gera sér
grein fyrir að eiga aldrei eftir að
sjá Hauk aftur í þessu lífi.
Við minnumst þeirra góðu og
skemmtilegu stunda sem við áttum
með Hauki, hann var þessi trausti,
hlýí og góði frændi sem alltaf var
gott að heimsækja, enda voru þær
ófáar heimsóknimar sem við fórum
á heimili þeirra hjóna og alltaf var
gaman að fá Hauk í heimsókn.
Þessa stundir munu seint hverfa
okkur úr minni.
Söknuðurinn er mikill en minn-
ingin mun lifa um ókomin ár, einn-
ig í lögum hans og öðru sem mun
minna á hann.
Við viljum þakka góðum frænda
fyrir alla vináttu og hlýhug í okkar
garð.
Elsku Rannsý, Omar, Heimir,
Haukur og fjölskyldur. Megi góður
Guð styrkja ykkur.
Halldór, Sigga og Rósa.
Hann var snemma litríkur. Lág-
vaxinn, snaggaralegur með kol-
svart hár og glettni í augum. Bros-
mildur húmoristi í kunningjahópi.
Hann var lika snemma ákveðinn í
hvað hann ætlaði að taka sér fyrir
hendur. Þó hann lærði prentiðn og
stæði við umbrot á Alþýðublaðinu
held ég að hugurinn hafí öllum
stundum verið við sönginn.
Hann fékk í vöggugjöf ljúfa og
þýða rödd og meiri tilfinningu fyr-
ir sviðsframkomu en títt var um
fólk á íslenskum hljómsveitarpöll-
um. Með þetta í veganesti lagði
hann einna fyrstur, ef ekki fyrstur
íslendinga, fyrir sig sem aðalstarf
að skemmta fólki með söng léttra
og ljúfra laga.
Við hittumst ungir og áttum
langar samverustundir á hljóm-
sveitarpöllum, í hljómleikasölum
og upptökusölum, við hljóðritun á