Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 32
,IflOR9yNPLiAPIÐ. FPSTUDAQUH 3?., OKTÓB^,1,992 $2 Það er hægt að breyta kynhegðun fólks eftir Jónu Ingi- björgu Jónsdóttur Síðastliðið sumar fór fram alþjóð- leg ráðstefna um alnæmi í Amster- dam. Þar bar fjöldinn allur af fólki saman bækur sínar, ekki síst með tilliti til forvamarstarfs alnæmis en það er okkar eina von enn sem komið er í að hindra útbreiðslu sjúkdómsins. Síðastliðin tvö ár hefur starfshópur á vegum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) unnið ötullega að því að kanna hvers konar fræðsla og for- vamarstarf gefur mestan árangur í að stuðla að hættulausara kyn- lífí og hefta með því útbreiðslu alnæmis. Niðurstöður starfshóps- ins, sem kynnti sér forvamarstarf meðal margra ólíkra þjóða, era uppörvandi og gefa ástæðu til bjartsýni og langar mig að greina frá þeim í stuttu máli. Hér á landi, líkt og víða erlendis, hafa nefni- lega margir verið svartsýnir á að fræðsla geti haft varanleg áhrif á kynhegðun fólks þótt vel gangi að upplýsa fólk um alnæmi. Góðu fréttimar era þær að for- vamarstarf á sviði alnæmis getur breytt veralega kynhegðun fólk, þar á meðal aukið notkun smokks- ins og fyrirbyggt ný tilfelli kyn- sjúkdóma, þar með talið alnæmis. Nú er einnig vitað með meiri vissu en áður nákvæmlega hvaða að- ferðir henta best til þess að ná þessum árangri. Sumum þessum aðferðum hefur þegar verið beitt í forvamarstörfum hér á landi undanfarin ár en öðram í minna mæli. Starfshópur WHO bendir á að hægt sé að fyrirbyggja milljón- ir sýkinga, ótímabær dauðsföll og þjáningar ef þeir sem sinna for- vamarstarfí ná að tileinka sér og aðlaga að sínu samfélagi þessar aðferðir sem sannað er að era árangursríkar. Til mikils er að vinna. Jafningjafræðsla þvi hópurinn þekkir sitt fólk En hvaða aðferðir era þetta sem sannað er að skili góðum árangri í baráttunni gegn alnæmi? Fyrst má nefna fræðslu í litlum hópum og „Maður-á-mann-aðferðina“ („person-to-person communicati- on“) þar sem einstaklingur, að undangenginni þjálfun, fræðir annan einstakling. Oft er um að ræða jafnaldra til dæmis að ungl- ingur fræði aðra unglinga eða fólk úr ákveðnum starfsstéttum sem tekur að sér að upplýsa starfs- bræður sína. í Afríkuríkinu Zimbabwe vora áttatíu manns úr öllum áttum, þar á meðal tónlistar- fólk, einstaklingar sem stunda vændi og listamenn, þjálfað til að veita jafnöldrum sínum fræðslu um alnæmi og fyrirbyggjandi að- gerðir. Árangurinn var meðal ann- ars sá að hlutfall vændiskvenna sem segjast nota smokkinn að staðaldri með viðskiptavinunum jókst úr 5% árið 1989 í nærri 50% í byijun ársins 1992. Hér á landi er vel hugsandi að beita jafningjafræðslu í ríkari mæli og þróa með tilliti til okkar samfélagsaðstæðna. Til dæmis dettur mér í hug að þessi aðferð gæti átt heima meðal unglinga í félagsmiðstöðvum víða um land eða í ungliðahreyfíngu Samtak- anna ’78. Jafningjafræðsla er oft lykillinn að vel heppnuðu fræðslu- starfí því hópurinn þekkir sitt fólk og má þar nefna félagasamtök homma víða um heim sem hafa farið inn á þessa braut í fræðslu. Hugsanlega væri líka hægt að þjálfa fólk til dæmis á vegum Utideildar Reylqavíkur eða Rauða kross hússins til að ná til þeirra sem sprauta sig í æð með fíkniefn- um en erfítt er að ná til þess hóps með fræðslu. í jafningjafræðslu er nauðsynlegt að taka tillit til þess að alnæmi er ekki endilega það sem er unglingum efst í huga. Þess vegna verður fræðslan að snúast um fleiri þætti sem koma unglingum við eins og einkenni á góðum, nánum samböndum, kyn- sjúkdómum, getnaðarvömum og eflingu sjálfstrausts svo eitthvað sé nefnt. Vel skipulagðar fræðsluherferðir f fjölmiðlum Markviss fræðsla í Qölmiðlum og markaðssetning sem tekur tillit til margþættra samfélagsáhrifa er aðferð sem fullsannað þykir að skili árangri. í Sviss hefur staðið 2LADA <&>§min» VETRARSKOÐUN 1. Athuga ástand ökutækis. 2. Athuga olíu á vél, stýrisvél og vökva á rafgeymi, kælikerfi, rúðusprautum, bremsum og kúplingu. 3. Mæla frostlög og bæta á efþarf. 4. Mæla rafgeymi og hleðslu og hreinsa geymasambönd. 5. Hreinsa síurí bensíndælu og blöndungi. 6. Athuga og skipta um, efþarf, þétti, platínur, kveikjuhamar, kveikjulok, kertaþræði, kerti, loftsíu og viftureim. 7. Athuga ventlalokspakkningu. 8. Strekkja tímakeðju og tímareim efþarf. 9. Stilla kveikju og blöndung. 10. Athuga sviss, startara, mæla, kveikjara, þurrkur og miðstöð. 11. Athuga öll Ijós. 12. Stilla Ijós. 13. Athuga hurðir og smyrja læsingar. 14. Stilla kúplingu og herða á handbremsu. 15. Stilla slag í stýrisgangi og hjólalegu efþarf. 16. Hemlaprófa. Varahlutirsem notaðireru við almenna vetrarskoðun eru seldirmeð 15% afslætti. Verð á vetrarskoðun Hyundai 7.898 kr. Lada Samara 7.898 kr. Aðrír Lada bílar 8.655 kr. Ofangreint verö miOast viO vetrarskoOun án etniskostnaOar. Einnig tökum við Lada og Hyundai bíla í reglulegar 10.000 km. skoðanir BiFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Suðurlandsbraut 14108 Reykjavlk Símar 6812 00 & 312 36 Belnn símlð verkstæði 39760 Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. „Góðu fréttimar eru þær að forvamarstarf á sviði alnæmis getur breytt verulega kyn- hegðun fólk, þar á með- al aukið notkun smokksins og fyrir- byggt ný tilfelli kyn- sjúkdóma, þar með talið alnæmis.“ yfír „Stop Aids“-fræðsluherferð síðan 1985. Hlutfall fólks á aldrin- um 17—30 ára sem notar alltaf smokkinn við skyndikynni jókst úr 8% árið 1987 í 52% árið 1991. Meðal fólks í yngsta aldurshópn- um var árangurinn enn betri. Hjá ungu fólki á aldrinum 17—20 ára óx þetta hlutfall úr 19% árið 1987 í 73% árið 1991. í byijun herferð- arinnar kom í ljós að bæði stjóm- völd og almenningur óttuðust að opinská umræða um kynlíf og smokka myndi auka fjöllyndi í kynferðismálum. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Fjöldi skyndikynna jókst ekki heldur vora það einung- is fleiri en áður sem stunda nú hættuminna kynlíf. Auknar kynsjúkdómavarnir og skjót meðferð Vitað er að smit af völdum ákveðinna kynsjúkdóma eins og til dæmis kynfæravarta eykur lík- ur á smiti HTV-veirannar. Auknar kynsjúkdómavamir almennt og skjót meðferð getur því dregið úr útbreiðslu alnæmis. Hér á landi er meðferð kynsjúkdóma ókeypis, kynfræðsluefni til handa grann- skólum hefur verið bætt og starfs- fólk göngudeildar kynsjúkdóma vinnur ötullega að að því að fyrir- byggja kynsjúkdóma og meðferð við þeim. Samfélagsleg ábyrgð í forvömum er einnig farið að hverfa frá því að einblína á ein- staklinga heldur skoða jafnframt allar aðstæður í samfélaginu hveiju sinni. Hvemig býr samfé- lagið í haginn fyrir okkar kyn- hegðun? Hvemig er hægt að styðja fólk á mismunandi aldri og með ólíka kynhneigð til að lifa hættu- minna kynlífí? Gott dæmi um þetta er veggspjald sem hékk uppi á vegg í verslun úti á landi síðastlið- ið sumar. Á veggspjaldinu er skír- skotað til kynhegðunar ferðalanga með textanum: „Njóttu lífsins, notaðu smokkinn. Það eru gild rök fyrir því að taka smokkinn með í ferðalagið. Landlæknisembættið!" En í sömu verslun var smokkurinn ekki til sölu! Það er ekki nóg að mæla með smokknum þegar hann er hvergi sjáanlegur til kaupa. Hvað þarf að gera til að eins ein- falt atriði og það að hafa smokk: inn til sölu verði að veraleika? í forvamarstarfí í framtíðinni verð- ur æ mikilvægara að líta á samfé- lagið í heild sinni en ekki krefjast eingöngu ábyrgðar af einstakling- um. Þetta er meðal annars gert með því að skoða lög og reglugerð- ir og kanna hvemig þær styðja æskilega hegðun. Eitt þekktasta dæmið um hvemig slík heildarsýn hefur áhrif á forvamarstarf kemur frá Thailandi. í sumum héraðum í því fallega landi eiga viðskipta- vinir vændiskvenna engra annarra kosta völ en að nota smokkinn. Ástæðan er svokölluð „all-condom policy“ — öll vændishús á svæðinu byija að krefjast þess af viðskipta- vininum á sama tíma að hann noti smokkinn við kynmök. Ef hann neitar, á hann ekki í önnur hús að venda því það sama er upp á teningnum þar. Eigendur vænd- ishúsanna og vændiskonurnar era fullvissaðar um kosti þessara að- gerða og að þetta muni ekki bitna á tekjum. Yfírvöld á staðnum styðja þessa stefnu meðal annars með því að sekta þá vændishúsa- eigendur sem styðja ekki smokka- stefnu vændiskvennanna. í einu héraðanna jókst smokkanotkun hjá vændiskonum og viðskiptavin- um þeirra frá 30% í 90%. Samtím- is lækkaði tíðni kynsjúkdóma veralega meðal vændiskvennanna. Einnig hefur komið í ljós veraleg þörf á að fræða viðskiptavini vændiskvenna um sína ábyrgð í kynlífsviðskiptum. Fræðsla á að höfða meira til karla sem notfæra sér kynlífsþjónustur víða um heim. Vel mætti hugsa sér auknar áherslur á því sviði hér á lándi og beina henni til dæmis til karl- manna sem fara erlendis til að kaupa sér kynlíf. Ein af höfuðregl- unum í forvarnarstarfi er að sam- vinna við markhópinn skiptir sköp- um um það hvort skilaboðin nái eyram þeirra sem ætlað er að heyra. Hvað vændi varðar væri þá nauðsynlegt að fá þá sem kaupa sér kynlífsþjónustuna til samstarfs um hvaða aðferðir henti best til að fræða viðskiptavini slíkrar þjón- ustu. En áður en það er gert þarf að fara fram gagnger endurskoð- un á viðhorfum fólks til vændis og gera úttekt á samfélagslegum þáttum sem hindra og veikja slíkar fræðslunýjungar. Hvemig er hægt að fá karlmenn til viðræðna um þessa hluti á meðan viðhorf til vændis er þannig að viðskiptavin- imir era undantekningarlítið í fel- um? Vel má beita þessum aðferðum samtímis því þær bæta, hvor aðra upp hvað árangur snertir. Má vera að lesendum greinarinnar þyki sum dæmin sem ég nefni ekki eiga við hér á landi. Þess vegna vil ég ítreka að sjálf dæmin skipta ekki eins miklu máli og sú staðreynd að um er að ræða aðferðir sem ótvírætt skila árangri í að hefta útbreiðslu alnæmis. Það er marg- falt þess virði að aðlaga þessar aðferðir íslenskum veraleika. Eng- inn þjóð hefur efni á því að stinga höfðinu í sandinn í sambandi við alnæmi. Höfundur er starfsmaður landsnefndar um alnæmisvarnir hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar » IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík simi: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.