Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 23. OKTÓBER 1992
HTOOTHO ?■<? .tmOAflTITFm
ÞJOÐMAL
Þrenginga-
þrennan
Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs, og erlendar lántökur og Mi||jarðar yfirdráttur í Seðlabankanum1989-1992 á verðlagi 1992 w™
Lánsfjárþörf ríkissjóðs —y • IO
lU
0
Erlendar lántökur 198909 yfirdráttur 1990 V ’ 1991 1992 u
J A J O J • i i i i I I I I I I i i i i i • i i i i i i i JAJOJJAJO* A J 0 J
Taflan er byggð á tölum úr Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1983, sem lögð var fram á Alþingi 6. október sl.
Efnahagslægðin, sem grúflr
yfir þjóðarbúskapnum, er í aðal-
atriðum þríþætt:
* Aflasamdráttur, sem rætur
rekur til bágrar stöðu nytja-
stofna sjávar, einkum þorsks.
* Óáran í efnahagsmálum
umheimsins, sem verið hefur ís-
lenzkum útflutningsatvinnuveg-
um þung í skauti.
* Hallarekstur í ríkisbúskapn-
um með tilheyrandi skuldasöfn-
un og háum vöxtum heimafyrir.
I
Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1993
gerir ráð fyrir að landsframleiðsla
og þjóðartekjur minnki enn á kom-
andi ári. Fallið verður þó minna en
1992. Á hinn bóginn er reiknað
með að þjóðarútgjöld dragizt ívið
meira saman en þjóðartekjur, þann
veg, að viðskiptahallinn við um-
heiminn verði nokkru minni 1993
en 1992.
Sárasta atriði þjóðhagsspár 1993
varðar vinnumarkaðinn. Atvinnu-
leysi óx úr 0,6% árið 1988 í um
3% 1992. Það jafngildir því að um
3.600 manns hafi ekki störf við
hæfi. Spáð er 3,5% atvinnuleysi á
næsta ári.
Ljósið í efnahagsmyrkrinu og
markverðasti árangur næstliðin
misseri er hjöðnun verðbólgunnar.
Verðbólga hér er minni en í helztu
viðskiptalöndum okkar — og hefði
einhvem tíma þótt saga til næsta
bæjar. Þjóðhagsáætlun gerir ráð
fyrir að framfærsluvísitala hækki
um 2% frá 1992 til 1993. Til sam-
anburðar gerir spá OECD ráð fyrir
3,5% verðbólgu að meðaltali í aðild-
arríkjunum og að verðbólga í Evr-
ópuríkjum OECD verði rúmlega
4%.
II
Fiskurinn er nánast eina náttúru-
auðlind okkar sem nýtanleg er til
útflutnings. Sjávarútvegurinn hef-
ur og verið burðarás framfara og
lífskjara þjóðarinnar það sem af er
20. öldinni. Það eru því engin gleðit-
íðindi sem þannig eru orðuð í þjóð-
hagsáætlun fyrir árið 1993:
„Gert er ráð fyrir að botnfiskafl-
inn í heild á föstu verði minnki um
tæplega 5% frá árinu 1992, þar af
dragizt þorskafli saman um rúm-
lega 20%.
Ofan í kaupið hefur sjávarvöru-
verð farið lækkandi á þessu ári.
Gengisþróun hefur og verið sjávar-
útveginum óhagstæð. Verð á áli og
kísiljámi hefur einnig verið mjög
lágt.
Þjóðhagsstofnun telur að við-
skiptakjör okkar út á við verði
nokkru, lakari 1993 en 1992. „Þetta
stafar fyrst og fremst af því að
gert er ráð fyrir að raunverð sjávar-
afurða verði heldur lægra en á
þessu ári, þótt hagstæð áhrif tolla-
Iækkana vegna samningsins um
Evrópskt efnahagssvæði vegi lækk-
unina að hluta upp.“ Óróinn á gjald-
eyrismörkuðum eykur síðan á óviss-
una í spám um viðskiptastöðu okk-
ar, en spár standa til 1,5% verri
viðskiptakjara 1993 en í ár.
Viðskiptajöfnuðurinn í heild
verður neikvæður um 13,5 milljarða
króna eða 3,5% af landsframleiðslu
1992, ef fer sem horfir. Spár standa
til þess að hallinn verði lítið eitt
minni eða 12,9 milljarðar króna,
3,3% af landsframleiðslu, 1993.
Erlendar skuldir aukast enn með
áætluðum viðskipta- og ríkissjóðs-
halla 1993. Að óbreyttu stefnir í
að greiðslubyrði erlendra lána verði
28,6% af útflutningstekjum kom-
andi árs, en þá verður að hafa í
huga skerðingu útflutningstekn-
anna.“
m
„Það er máski að bera í bakka-
fullan lækinn að víkja hér að hall-
anum á ríkisbúskapnum og opin-
berri skuldasöfnun. En opinber
lánsfjárþörf, m.a. til að brúa bilið
milli eyðslu og tekna í rikisbúskapn-
um, er talin ein meginskýring hárra
vaxta, sem hvíla þungt á atvinnulíf-
inu. Atvinnuvegunum hafa ekki
verið sköpuð skilyrði til að mynda
nægjanlegt eigið fé í fyrirtækjun-
um. Samkvæmt úttekt Þjóðhags-
stofnunar er eigið fé í atvinnu-
rekstri hér á landi 17% á heildina
litið en þyrfti að vera á bilinu
25-30% til að atvinnulífíð hafi við-
unandi styrk.
Samkvæmt greinargerð með
frumvarpi til fjárlaga 1993 voru
gjöld ríkissjóðs umfram tekjur 1990
4.446 m.kr., 1991 12.534 m.kr.,
1992 9.100 m.kr. (áætlun) og spáð
er 6.200 m.kr. halla 1993. í vissum
skilningi er ríkissjóðshalli úttekt
hins opinbera á krítarkort skatt-
greiðandans og þann veg „dulin
skattheimta."
Erfiðleikar í atvinnu- og efna-
hagslífmu setja mark sitt á tekju-
áætlun ríkissjóðs 1993, sem byggist
á tekjum og umsvifum fólks og
fyrirtækja, og virka sem fyrirstöður
á vegferðinni að jöfnuði í ríkisbú-
skapnum.
Lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
1989-1992, sem m.a. rekur rætur
til ríkissjóðshallans, er tíunduð á
meðfylgjandi skýringarmynd, en
hún hefur verið á bilinu 8 til 16
milljarðar króna á ári á verðlagi
ársins 1992. Misvel hefur tekizt að
fjármagna þá þörf innanlands svo
sem myndin sýnir.
Lánsfjárþörf opinberra aðila í
heild hefur hins vegar verið mun
meiri en A-hluta ríkissjóðs. Á árinu
1991 var lánsfjárþörf opinberra
aðila (en þar vegur húsnæðiskerfið
lang þyngst) rúmlega 40 milljarðar
króna eða 10,5% af landsfram-
leiðslu. Lánsfjárþörfín 1992 verður
mun minni, eða undir 30 milljörðum
króna (en áætlaður nýsparnaður
er rúmir 30 milljarðar), og spár um
opinbera lánsfjárþörf (hreina láns-
fjárþörf) 1993 er 25 milljarðar
króna.
IV
Þrátt fyrir það að syrt hafí í ál-
inn hvað hallarekstur ríkissjóðs og
opinbera skuldasöfnun varðar síð-
ustu árin stöndum við þó skár að
vígi í þessum efnum en ýmis önnur
Evrópuríki. „ísland er í hópi þeirra
landa þar sem skuldir ríkissjóðs eru
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
undir meðaltali EB,“ segir í bók
Guðmundar Magnússonar prófess-
ors (Peningar og gengi/greinasafn
um hagstjóm og peningamál á ís-
landi/1992).
Á hinn bóginn á hrikaleg staða
Færeyinga í atvinnu-, efnahags-
og fjármálum að vera okkur víti til
varnaðar. Efnahagslífí þessara
tveggja eyþjóða, sem byggja lífsaf-
komu sína að stærstum hluta á
sjávarútvegi, svipar um margt sam-
an. Þar sem efnahagslegt fullveldi
riðar til falls er öðrum fullveldis-
þáttum hætt.
V
Annað af tveimur meginmark-
miðum okkar næstu misserin á að
vera að draga úr hallarekstri ríkis-
sjóðs og opinberri lánsfjárþörf, eft-
ir því sem erfíð staða í þjóðarbú-
skapnum frekast leyfir. En höfuð-
markmiðið er og verður að styrkja
stöðu atvinnuvega og verðmæta-
sköpunar.
í atvinnulífínu ræðst ekki ein-
ungis hvert atvinnuöryggi fólks er
eða verður. Þar er lífskjörum lands-
manna stakkur skorinn. Þar eru
rætur efnahagslegs fullveldis okk-
ar. Og síðast en ekki sízt er atvinnu-
lífið sú lind sem allir tekjupóstar
ríkis og sveitarfélaga eiga upptök
sín í!
Fitubrennsla
Síðasta 8 vikna námskeið
ársins hefst 28. okt.
í boði eru fitubrennslutímar I og II
I fyrir byrjendur.
II fyrir þá, sem eru í einhverri þjálfun og vilja taka
vel á (pallar notaðir).
• Fitumæling og vigtun
• Matarlistar og ráðleggingar
• Fyrirlestrar um megrun og mataræði
Sá sem missir 8 kíló eða fleiri fær frítt
mánaðarkort hjá Ræktinni.
Látið skrá ykkur strax.
Takmarkaður fjöldi kemst að.
Upplýsingar í síma 12815 og 12355.
ræhtin
FROSTASKJÓL 6 • SlMAR 12355 & 12815
SÓLBAÐSTOFA . AEROBIK . LÍKAMSRÆKT
Metsölublað á hverjum degi!
Velheppnað myndband um bríds
Guðmundur Páll Arnarson og Kristján Hauksson spá í spilin á mynd-
bandinu Landsleikur í brids.
___________Brids______________
GuðmundurSv. Hermannsson
Komið er á markað fyrsta ís-
lenska myndbandið um brids. Það
ber nafnið Landsleikur í bridge -
Frá leikmanni til meistara og seg-
ir i kynningu á hulstrinu að til-
gangurinn sé að búa til efni sem
hðfði jafnt til leikmanna og
reyndra spilara.
Kvikmyndafélagið Nýja bíó fram-
Ieiðir myndböndin, sem eru raunar
tvö og taka hátt um þrjá tíma í sýn-
ingu. Það er byggt upp á þann hátt,
að valinn hefur verið einn leikur ís-
lenska landsliðsins í heimsmeistara-
mótinu í Yokohama síðastliðið haust.
Fjórir nýliðar spila á spilin úr leiknum
og á eftir er farið yfir það sem gerð-
ist í Yokohama. Með þessu móti sést
vel munurinn á því hvernig byijendur
og reyndir spilarar meðhöndla spilin.
Og áhorfendur eiga auðveldara með
að setja sig inn í þankagang meistar-
anna þegar þeir sjá þá sneiða hjá
mistökum í sögnum eða spila-
mennsku sem nýliðunum hafði áður
orðið á.
Þetta er nokkuð góð hugmynd og
útfærsla hennar hefur að mínu viti
einnig heppnast nokkuð vel. Leið-
sögumenn áhorfenda eru Guðmund-
ur Páll Amarson, einn íslensku
heimsmeistaranna, og Kristján
Hauksson. Guðmundur hefur kennt
brids í áraraðir og veitist létt að út-
skýra það sem gerist á skjánum.
Kristján er í hlutverki almenna spil-
arans og spyr þeirra spuminga sem
hljóta að vakna hjá þeim við að horfa
á myndbandið. Þá er tölvugrafíkin
einhver sú besta sem ég hef séð af
þessu tagi, stöðumyndimar em mjög
greinilegar og auðvelt að fylgjast
með sögnum og spilamennsku.
Efniviðurinn, spilin, er einnig góð-
ur. Leikurinn sem varð fyrir valinu
er fyrsti leikur íslendinga í undan-
keppninni í Yokohama gegn A-liði
Bandaríkjamanna. Farið er í gegn
um öll 20 spil leiksins og þar kennir
margra grasa, allt frá þurrum búta-
spilum upp í æsileg skiptingarspil
þar sem sagnbaráttan er háð upp á
sjöunda sagnstig. Og áhorfendur fá
að sjá íslensku heimsmeistarana sýna
á sér allar sínar bestu hliðar, hvort
sem er í sögnum, úrspili eða vöm.
Þótt andstæðingar þeirra í þessum
leik væru sumir margfaldir heims-
meistarar áttu þeir enga möguleika.
Það leiðir hins vegar af sjálfu sér,
að þar sem verið er að rekja atburði
í bridsleik milli tveggja af sterkustu
landsliðum heims hljóta spilaskýring-
amar að markast nokkuð af því.
Þess vegna eru þessi myndbönd varla
við hæfí algerra byijenda í brids en
miðast frekar við þá sem ætla að
leggja stund á keppnisbrids. Og þeir
sem lengra eru komnir í fræðunum
geta einnig lært heilmikið af að horfa
á handbragð spilaranna í Yokohama.
Það virðist til dæmis upplagt fyrir
spilafélaga eða sveitir að skoða
myndböndin saman og ræða um
hvemig þeir ætli að bregðast við
stöðum á borð við þær sem koma
þar upp.
Það ætti einnig að auka venjuleg-
um spilumm sjálfstraust að heyra
heimsmeistarann lýsa því yfír, að
hann hafi ekki þorað að sektardobla
andstæðingana vegna þess að spilið
var í upphafí leiksins og einnig að
hann passaði út síðasta spilið í leikn-
um vegna þess að hann hlakkaði svo
til að hitta sveitarfélagana og reikna
út. Menn breytast því greinilega ekki
í neinar tölvur þótt þeir séu orðnir
þaulreyndir keppnisspilarar að keppa
á heimsmeistaramóti.
Myndböndin em ekki gallalaus.
Stærsti gallinn er raunar hátt verð
á þeim, tæpar átta þúsund krónur á
almennum markaði. Þá er sviðs-
myndin full einhæf og á stundum
gæti reyndari spilurum fundist út-
skýringamar of ýtarlegar og
langdregnar. En þrátt fyrir þetta
er fengur að myndböndunum og
það er óskandi að framhald verði
á þessari útgáfu hjá Nýja bíós-
mönnum.