Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 23.10.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 BBSSS Dr. Filipowiak og Jómsborg UOÍIOM Pavarotti hefur ætið haft góða matarlyst og á ferðalögum hef- ur hann fullar töskur af ítölsk- um mat með sér til að koma í veg fyrir að verða hungurmorða. Ævagamlir munir úr eigu nor- rænna manna voru meðal þess sem Dr. Filipowiak, forstöðu- maður Þjóðminjasafnsins í Stettin, var að taka upp úr kössum ásamt aðstoðarmanni sínum W. Garcz- ynskí þegar blaðamaður Morgun- blaðsins leit inn í Þjóðminjasafn ísiands fyrir skömmu. Á borðum lágu trélistar með íslenskum áletr- unum sem þeir félagar höfðu komið með frá Póllandi og upp við veggi stóðu myndir og uppdrættir frá uppgreftri þeim sem gerður hefur verið í bænum Wolin, þar sem Filipowiak og fleiri halda fram að hin forna víkingaborg Jómsborg hafí staðið. „Eg er þeirrar skoðunar að Wol- in sé sama og hin foma Jómsborg, því í fornum heimildum m.a. ís- lenskum, er hún nefnd að Jóme en ekki Jómsborg. Jóm þýðir í balt- neskum málum sama og sandrif eða sandey. Þess vegna er það mín skoðun að Jóm sé upphaflega balt- neska nafnið á þessari borg. En Wolin er pólska nafnið á henni. Jóe er nafnið sem norrænir menn hafa þekkt, segir dr. Filipowiak þegar hann er spurður hvort hann trúi því fullt og fast að munimir sem hann var þama að taka upp séu úr hinni fomu Jómsborg, sem m.a. Btlamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kópavogi, sími 671800 Toyota Corolla XL '81, 5 dyra, rauöur, 5 g., ek. 25 þ. Fallegur bíll. V. 850 þús. Cherokee Laredo '91, sjálfsk., ek. 16 þ. mílur, m/öllu. Sem nýr. V. 2.4 millj., sk. á ód. Citroen CX 2.2 TRS '87, rauöur 5 g., ek. aðeins 49 þ., rafm. i rúöum o.fl. V. 790 þús. Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, ek. 6 þ. V. 920 þús. MMC Colt GLX '90, ek. 44 þ„ 5 g. V. 790 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX '90, ek. 80 þ„ 5 g„ ýmsir aukahl. V. 780 þús. MMC Lancer GLXI 4x4 '90, 5 g„ ek. 21 þ„ ým8ir aukahl. V. 1050 þús„ sk. á ód. Mazda 323 GLX 4 x 4 '91, ek. 33 þ„ bein innsp., rafm. i öllu o.fl. V, 1100 þús. Jagúar XJ X '81, ek. 160 þ„ mjög gott eintak. Einn m/öllu. V. 970 þús„ sk. á ód. Lada Sport '88, ek. 39 þ. Góöur jeppi. V. 340 þús. Susuki Samurai '88, ek. 60 þ. Mikið breyttur jeppi. V. 690 þús. Susuki Sidokick '91, ek. 17 þ„ 5 dyra, 31" dekk. Einn m/öllu. V. 1500 þús. Toyota Landcr. langur diesel '86, ek. 100 þ„ 35“ dekk, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1580 þús„ sk. á ód. Nlssan Vanette '91, ek. 29 þ„ 5 dyra m/gluggum. „VSK-bfir. V. 900 þús. M. Benz 190 '87, rauöur, 5 g„ ek. 53 þ. Dekurbill. V. 1550 þús. Honda Civic DX '90, rauöur, 5 g„ ek. 50 þ. Fallegur blll. V. 730 þús„ sk. á ód. Cherokee Laredo 4.0L '88, rauður, sjálfsk., ek. 57 þ. milur. Mikiö af aukahl. Topp eintak. V- '650 þús„ sk. á ód. Nissan Micra LX '90, 5 dyra, blásans, 5 g„ ek. 4 þ. Sem nýr. V. 590 þús. stgr. Honda Clvic GL Sedan '87, sjáifsk., rauð- ur, ek. 67 þ. Gott eintak. V. 550 þús. Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, sjálfsk., ek 48 þ. Fallegur bill. V. 780 þús„ sk. á ód. VANTAR A STAÐINN ÁRG. '88 - '92. MorgunDiaoio/ avemr Prófessor Filipowiak og aðstoðarmaður hans sl. 37 ár, W. Garczynskí. Jómsvíkingsaga segir frá. „Blómatími umræddrar borgar er frá seinni hluta 9. aldar og fram á miðja 11. öld. Það er mjög svipað- ur tími og landnámstími íslands. Jómsvíkingasaga er hins vegar skrifuð um 1200, eða 100 til 200 árum eftir blómatíma borgarinnar. Jómsvíkingasaga er því skrifuð tals- vert eftir umræddan blómatíma og langt frá vettvangi og er að auki að sumu leyti skáldskapur. Það skýrir hvers vegna lýsingar á stað- háttum í bókinni eru ekki alveg í samræmi við það sem er í Wolin,“ sagði Filipowiak ennfremur. Hann gat þess líka að á blóma- tíma þessarar borgar hafí hún verið sjálfstætt borgríki og griðastaður fyrir pólitíska flóttamenn frá Norð- urlöndum á þeim tíma. „Auk þess voru tengsl milli konungasætta Danmerkur og þessara slóða. Har- aldur blátönn, Danakonungur dó í Jómsborg, segir í fomum heimild- um. Við fundum gripi frá Norður- löndum og það kemur heim og sam- an við ritaðar heimildir og fomleifa- fundi. Adam úr Brimum segir að Jómsborg sé stærsta borgin í þess- um hluta Evrópu og fomleifaupp- gröftur staðfestir að í Wolin (Jóms- borg) hafa búið 8 til 10 þúsund manns, sem var gríðarlega há íbúa- tala á þeim tíma. Þýski sagnaritar- inn Helmold segir að þama hafi staðið stærsta borg Slava.“ Þýski sagnfræðingurinn Lutz Mohr hefur aðra skoðun á hvar Jómsborg hin foma hafí staðið. Hann telur hana hafa verið við Oder hinu megin, í nánd við Greifswald í Þýskalandi, hvað skyldi Filipowiak segja um það? „Þetta er tilgáta, en enginn byggð hefur fundist nálægt Greifswald sem bendir til að hún sé rétt. Það verður að fínna eihveij- ar byggðarleifar til að hægt sé að sanna þessa tilgátu Lutz Mohr,“ sagði Filipowiak. Hann gat þess að sýningin í Þjóðminjasafninu kæmi hingað frá Danmörku og Svíþjóð. „I Hróarskeldu vakti sýningin svo mikla athygli að menn vildu fá hana strax á eftir til Esbjerg og Álaborg- ar og síðan til Lundar í Svíþjóð," sagði Filipowiak að lokum. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Eigendur Óssins, Óðinn Eymundsson og Gísli Vilhjálmsson, viðra sig í blíðunni á Höfn. MATUR Kínversk matseld á Höfn Undanfamar helgar hefur veit- ingastaðurinn Ósinn á Höfn boðið uppá kínverskan mat svona í tilbreytingarskyni. Það er Kínveij- inn Zhao Shan Wen, sem annast hefur matseldina og láta innfæddir Homfírðingar sem aðrir gestir mjög vel af góðgætinu. En Wen hugar ekki einungis að magamáli Hornfirðinga því hann segir blakfólki hjá Ungmennafélag- inu Sindra einnig til í þeirra íþrótta- grein. Eins eins og menn vita standa Kínveijar mjög framarlega í blakinu og Wen mun ekki hafa verið eftir- bátur annarra í greininni þar á bæ. - JGG. SONGVAGLEÐ? Sonur bakarans Illar tungur hafa sagt að tenór- söngvari 'allra tíma, Luciano Pavarotti, sé of gamall, of feitur, of veikur og þar fram eftir götun- um, en í ópemnni Tosca sem sýnd var í London á dögunum sýndi hann svo ekki er um villst hver er bestur. Eiginkona hans Adua segir í viðtali við þýska tímaritið Bunte, að hann eigi ekki síst konum að þakka velgengni sína. Hann sé alinn upp af konum og fjölskylda hans samanstandi af konum sem styðja hann og styrkja á alla lund. Pava- rotti er svo ljónheppinn að eiga þijár dætur sem dekra við hann, en líklega er það gagnkvæmt því Adua sem hefur verið gift söngvaran- um í 40 ár, segir að hann elski allar konur, jafnt ung- ar sem aldnar eins og ítala er gjaman siður. Hins vegar sé hann tryggur eiginmað- ur, en hið sama verði ekki sagt um landa hans. Pavarotti er einkasonur bakara og verkakonu, var dýrkaður og elskaður frá fæðingu og er því vanur að vera í hlutverki sigurveg- arans eins og kona hans segir. Þau hjónin kynntust í Modena árið 1953 í afmæli sameiginlegs vinar, hann aðeins 17 ára gamall, hún 16 ára. Hann bauð henni síðar í bíó og ári síðar trúlofuðu þau sig. Sú trúlofun stóð í sjö ár, því Pavarotti var í söngnámi jafnhliða kennarastarfi sínu og treysti sér því ekki til að ala upp böm og sjá fyrir fjölskyldu. Árangur hans á söngsviðinu var enginn framanaf og reyndar hafði hann ákveðið að stíga aldrei fæti sínum meir á óperasviðið. En örlögin höfðu ætlað honum annað. Hann fékk hnúta á radd- böndin sem hann þurfti að láta fjar- lægja og brá svo við að eftir upp- skurðinn var rödd hans orðin skær og fögur. Árið 1961 vann hann í söngkeppni og fékk smáaura fyrir, en það dugði til að þau Adua létu pússa sig saman og fóm á gamla Fiatinum sínum til Flórens í brúð- kaupsferð. Árið 1965 stóð hann sigri hrós- andi í garðinum og hrópaði á konu sína sem kom strax út í glugga til að sjá hvað um væri að vera. í annarri hendi veifaði Pavarotti samningi við Scalaóperuna í Mflanó, og í hinni hélt hann á saftpressu. Kvöldinu áður hafði hann lagt áherslu á að nú þyrftu þau að spara og hefðu því ekki efni á saftpress- unni, en nú vom sem sagt breyttir tímar. Pavarotti dreymdi alltaf um að eignast hús sem hýst gæti alla fjöl- skylduna og hefur sá draumur ræst. Þau hjónin eiga gamla villu í Mod- ena og í stórri viðbyggingu em íbúðir bæði fyrir systur hans og fjölskyldu hennar, og systur Adua og hennar fjölskyldu. Stórfjölskyld- an matast því oft saman í garðinum og em þau oft 25 samankomin þeg- ar vinir em meðtaldir. í félagsskap fjölskyldunnar líður honum best, enda er stjanað við stjömuna, einn réttir honum vínglas, annar leitar að pennanum hans og sá þriðji rétt- ir honum símann. Adua segir að ástæðuna fyrir því að þau berist lítið á sé sú, að vel- gengni þeirra kom seint og þau viti nákvæmlega hvað það sé að eiga ekki neitt. Hún segir að sonur bakarans hafí lítið breyst og að ást hans til óperunnar, matarástin og hjartahlýjan eigi rætur sínar í Modena. Umvafinn kvenfólki allt sitt líf. Hér með konu sinni Adua og dætr- unum Lorenza, Cristina og Giuliana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.