Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.10.1992, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 ?$YCHifírnifi Góði maður. Við erum öll meira og minna skrítin ... Ast er... 8-21 ... að kanna vatnið áður en út í er farið TM Reg. U.S Pat Ott.—all rights reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate m • 930 Þet-a er hið ódýrasta á vin- kortinu hér hjá okkur. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hugleiðing um kirkjudeilu Frá Ásgerður Jónsdóttir: HINN 16. september sl. var frá því skýrt í kvöldfréttum í ríkissjón- varpinu að kvöldið áður, þ. 15. september, hefði safnaðarfundur í Digranessókn fellt tillögu um um- deilda kirkjubyggingu á Víghóli í Kópavogi. Fréttamaður sjónvarps hafði tal af forystumönnum deiluaðila, þeim Gísla Sveinssyni, forsvarsmanni svokallaðra Víghólasamtaka, er aðspurður kvaðst vona að þessi deila sé nú til lykta leidd, og Þor- björgu Daníelsdóttur, formanni sóknamefndar Digranessóknar, sem bersýnilega undi illa málalok- um fundarins og kenndi þar um pólitísku ofstæki vinstri manna er beðið hefðu lægri hlut við síðustu bæjarstjómarkosningar. Málflutn- ingur frú Þorbjargar, heitur hugur og langsóttar sakargiftir, virtist mér vera skýr yfirlýsing til áhorf- enda og heyrenda um það hvor deiluaðilinn væri líklegri til þess að hrapa í pólitískt ofstæki. Ég hef fylgst sæmilega með þessari kirkjudeilu síðan hún komst í hámæli. Ég hef þannig heyrt þess getið, oftar en einu sinni, að samkvæmt byggingar- skipulagi Kópavogsbæjar sé þetta eftirsótta Víghólasvæði friðað fyr- ir byggingarframkvæmdum. Það eitt hefði átt að nægja til þess, að ekki kæmi til deilna. Samkomu- lag um lögmætan safnaðarfund náðist ekki fyrr en 15. september sl. og þar af leiðandi ekki heldur samþykkt um kirlqubyggingu á fyrirhuguðu Víghólasvæði. Samt var þar hafin vinna við hana í sumar með vélakaupum og fyrir- gangi. Ef til vill hafa aðstandend- ur þeirra framkvæmda áætlað að hér mætti nota gamalt bellibragð: Að stofna til umróts og kostnaðar og skírskota svo til þess að slíku megi ekki kasta á glæ og því verði að halda áfram. Hvað sem á bak við stendur er aðgerð þessi ofríks- hneigð svo ekki sé meira. sagt. Hvort hún er pólitísk eða ópólitísk skiptir ekki máli. Biskupinn yfír íslandi, herra Ólafur Skúlason, hefur áreiðan- lega átt þess kost að halda deilu þessari á jafnvægisstigi þar til margnefndur safnaðarfundur hafði skorið úr um málið. Hann valdi ekki þann kost heldur lagði lóð sitt á vogarskál annars deiluað- ilans með því að taka fyrstu skóflustungu að kirkju á ósam- þykktri lóð til þess að bygging hennar þar gæti hafist. Þetta er athyglisverð afstaða til friðar og lýðræðis og raunar söguleg tíð- indi, sem leiða hugann aftur til Frá Bimi S. Stefánssyni: ÞAÐ var skrýtið sem ég var að lesa í blaðinu 16. f.m. frá umræð- um_á Alþingi: „Halldór Ásgrímsson (HÁ) taldi hins vegar fyllstu ástæðu til að vekja athygli á því að Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefði haft um það orð að það þyrfti að gera breyting- ar á útflutningsverzlun íslendinga vegna EES. Þetta væri sjónarmið sem hann væri algjörlega ósam- mála. Það væri ótvítrætt að við gætum viðhaldið okkar sölusam- tökum með sama hætti og verið hefði. Við vænim á engan hátt skuldbundnir til að leggja það kerfi niður.“ Menn hafa veitt því eftirtekt að HÁ þykir EES nokkuð álitlegur kostur, hugsanlega álitlegri en þorra landsmanna. Skyldi það kristinréttar frá árinu 1253 þar sem svo er fyrir mælt, að þar sem guðslög og landslög greini á skuli guðslög ráða, þ.e.a.s. kirkjan sem stofnun og forráðmenn hennar. Mér finnst sem orð og gerðir sumra þeirra er kjósa Víghól að kirkjustað sæki keim til þessara gömlu kirkjulaga, sem reyndust þjóðinni ófarsæl. Hið foma (og heiðna) kvæði Hávamál gefur mönnum ýmsar gagnlegar lífs- og leikreglur, svo sem: Ríki sitt skyli ráðsnotra hverr í hófi hafa. ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Drápuhlíð 32, Reykjavík. stafa af því, eins og þama kemur fram, að hann eigi við annað EES en það EES sem utanríkisráðneyt- ið kynnir. Ef EES-in em eins mörg og alþingismennirnir, verður ein- hver að skera úr. EES-samningur utanríkisráðherra kveður á um að þar ráði Brussel-lög og reglugerð- ir. Þangað yrði hann að senda menn til að ganga úr skugga um rétt og rangt í þessu efni. Það gætu orðið mörg mál sem eins þyrfti með að fara. Þá fjölg- aði heldur betur verkefnum í stjómarráðinu. Þeir sem nú kallast sendimenn og sendifulltrúar lands- ins yrðu þar í sendilstöðu, en varla á sendlalaunum. Þessi ágreiningur má vera vísbending um það stjórn- kerfi sem hljótast mundi af EES- samningnum. BJÖRN S. STEFÁNSSON Vesturvallagötu 5, Reykjavík. Er um fleiri en eitt EES að ræða? Víkveqi skrifar að er furðulegt að sjá íslenska kerfið sýna vald sitt á grand- velli laga og reglna sem flestir við- urkenna að séu úreltar og jafnvel ranglátar, meira að segja þeir sem gefa fyrirskipunina um að að þeim skuli framfylgt. í Morgunblaðinu í gær boðaði fjármálaráðuneytið stórhert eftirlit tollstjóra með vörainnflutningi ferðamanna til landsins. Fram kem- ur að ekki sé verið að breytareglum heldur hafí gildandi reglum um eft- irlit ekki verið framfylgt. Fólk hefði ekki átt að geta farið úr landi í trausti þess að það þyrfti ekki að fara eftir reglunum. En í sömu frétt viðurkennir skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins að almennar takmarkanir á innflutn-. ingi ferðamanna muni smám saman afnumdar með aukinni Evrópuþátt- töku. Hins vegar verði að fram- fylgja gildandi reglum á meðan þær séu í gildi. Hafí þessum reglum verið slæ- lega framfylgt til þessa má draga þá ályktun að tollayfírvöld hafi við- urkennt í verki að þær eigi varla við. Því er illskiljanlegt að nú eigi að fara að framfylgja reglunum með fullum þunga þegar ljóst er að þeim verður breytt innan skamms. xxx Ekki er langt síðan lesendur Morgunblaðsins gátu séð myndir af lögreglumönnum leiða menn í handjámum út úr spila- klúbbi sem var lokað á þeim for- sendum að þar færi fram ólöglegt fjárhættuspil. Hér á landi era ijárhættuspil ekki bönnuð með lögum, en í laga- greinum er kveðið á um að ekki megi hafa atvinnu af fjárhættu§pili annarra. Þessar lagagreinar era komnar til ára sinna og lögfræðing- ar hafa borað á þær ýmis göt og raunar er ekki ólíklegt að umrædd- ir spilaklúbbar eða spilavíti hafi sniðið starfsemi sína að þeim göt- um. Víkveija er raunar meinilla við fjárhættuspilamennsku því auðvelt er að fara þar yfir strikið með ömurlegum afleiðingum. Að því leyti má ef til vill likja spilavítunum við áfengi. Hins vegar era spilavíti staðreynd, eins og áfengi, og í nær öllum löndum hins vestræna heims hefur verið bragðist við spilavítum, eins og áfengi, með því að lögleiða þau á einhvern hátt, þó oft með ýmsum takmörkunum. íslendingar era ekki ónæmir fyr- ir þessum ósið frekar en aðrir því talsverður hópur hefur greinilega fullan hug á að stunda fjárhættu- spil hér á landi. Og nú hefur komið í ljós, að íslensk stjórnvöld hafa verið að skoða hvort lögleiða eigi spilavíti á einhvem hátt svo ríkið geti haft af þeim tekjur og stundað virkt eftirlit. En í þessu millibilsástandi telur lögreglan samt ástæðu til að gera innrásir í spilaklúbbana. Slíkt nær þó varla þeim tilgangi að stoppa þessa klúbba heldur verður miklu frekar til þess að þeir grafa sig niður í holur sem erfítt er að sjá ofaní eða komast upp úr. Væri ekki nær að lögreglan reyndi að hafa eftirlit með spilavítunum og sæi til þess að starfsemi þeirra sé með siðmenntuðum brag þar til lögunum verður breytt? Eða, það sem betra væri, þar til spilavítin lognast út af af sjálfu sér eins og vonandi gerist þegar nýjabramið fer af þeim. j i « ÍL. € € í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.