Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 12

Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 LJÓS ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Um þessar mundir eru 10 ár síðan gifturík samvinna hófst milli verzlunar íslenzks Heimilisiðnað- ar, Hafnarstræti 3 og fyrirtækis- ins Glers í Bergvík, sem þau reka hjónin Sigrún Ölöf Einarsdóttir og Sören Staunsager Larsen. Af því tilefni hefur verið sett upp sýning á nýjum munum frá Bergvík, sem hefur hlotið nafnið „Ljós“ vegna þess að höfuðáhersl- an er lögð á ljósstjaka í hinu marg- víslegasta formi. Verkstæðið mun hið fýrsta sinn- ar tegundar á íslandi og eru þau Sigrún og Sören því brautryðjend- ur í faginu hérlendis og það ekki af lakara taginu, því að þau eru ekki aðeins vel menntuð og hug- myndarík, heldur virðist þeim vaxa ásmegin með ári hveiju. Það er tærleiki glersins sem helst vakir fyrir listamönnunum í formsköpun sinni ásamt léttum náttúrulegum leik, sem byggist m.a. á áhrifum sem þau verða fyrir frá umhverfinu í kringum verkstæði sitt og híbýli að Bergvík á Kjalarnesi. Þetta kemur vel fram í ljósstjök- unum í gluggarými íslenzks heim- ilisiðnaðar og inni fyrir er að auki mikið úrval glermuna frá verk- stæðinu. Ljósstjakamir minna fyrir sumt á trjástilka sem laufkrónur vaxa upp úr og hér eru litbrigðin í nátt- úrunni virkjuð á hinn fjölþættasta hátt. Glergerð í ýmsu formi er æva- fom listgrein og þegar á fjórða árþúsundi fyrir Krists burð vom búin til ílát úr svonefndri Fayence deigkvoðu, en sódainnihald hennar gaf áferðinni svip af gleri. Á þriðja árþúsundinu vom í sömu löndum búnar til perlur og fleiri hlutir úr gleri. Glerið hefur þannig fylgt mann- inum í árþúsundir, saga þess er heillandi og á fomgripasöfnum má víða sjá mjög falleg ílát úr gleri frá upphafi tímatals okkar. Þá em til uppskriftir að glergerð á Assírsku letri og fleigrúnum. Það er spennandi að sjá þessa fomu listgrein loks iðkaða hér á landi og geta má þess að listrænir hlutir úr gleri era í hávegum með- al allra menningarþjóða. Hér er þannig um að ræða ævaforna list- grein af hárri gráðu, sem er ung á íslandi, og því þótti mér rétt að vekja sérstaka athygli á fram- kvæmdinni, sem lýkur 24. októ- ber, en tíminn telst helst til skammur með hliðsjón af eðli sýn- ingarinnar. TRÉRISTUR Aðalsýningarsali Hafnarborgar, Menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, prýða um þessar mundir og fram til sunnudagsins 25. októ- ber, 46 tréristur Ásrúnar Tryggva- dóttur og er þetta fyrsta meiri háttar einkasýning hennar. Áður hefur hún haldið sýningar á teikn- ingum í bókasafni Mosfellssveitar (1984) og í Harnett Hall listhúsinu í Minot, Norður Dakota (1979) auk þess að vera virkur þátttakandi á samsýningum frá því 1979. þá hefur hún BA próf í myndlistar- kennslu frá Minot State Univers- ity, og var kennari við Myndlistar- skóla Reykjavíkur á ámnum 1983-87, er hún var ráðin til Kennaraháskólans, þar sem hún er enn starfandi. Ásrún telst því naumast ný- græðingur á listasviðinu og þess má geta að hún er núverandi for- maður félagsins íslenzk grafík. Sýningu sína nefnir myndlistar- konan „Bergmál" og höfðar þá til þess að undanfarið hefur hún verið gagntekin af áferð gijótsins sem setur svo sterkan svip á íslenzka náttúm. Ennfremur segir hún í sýningar- skrá: „Nútímamaðurinn byggir sér ný hús, leggur vegi, og afhjúpar með sprengingum áður óþekkt standberg. Jarðsögulegar stað- reyndir sem verið hafa mönnum huldar eru sprengdar fram í dags- Ijósið, klettar eru tættir í sundur og snúa skörpum brúnum í okkur. Borgarbúum býðst að berja augum þessar afhjúpuðu steinmyndanir, þessi náttúrulegu minnismerki. í nýjustu verkum mínum hef ég reynt að fanga sál þessarar nátt- úru sem gerð er af mannahöndum. Ég hef unnið verk eftir jarðsögu- legum fyrirmyndum og gætt þau nýjum litatónum. Asrún Tryggvadóttir / návígi sýna grafíkmyndir mín- ar smágerð afstrakt mynstur nátt- úrunnar. í fjarlægð fá þessi mynst- ur nýja vídd og vægi, skorur og gljúfur opnast og gijóthnullungar virðast í þann mund að hrynja út af myndfletinum." — Ég hef þetta með hér vegna þess að það er mikilvægt að mynd- listarmenn útskýri á einhvem hátt hvert þeir em að fara og hvað þeimbýr í hjarta, að öðmm kosti verða sýningargestir utangátta og fínnst þeir staddir í tómarúmi. Skilgreining Ásrúnar er einföld og blátt áfram og felur ekki í sér neina fræðilega skírskotun né flókna orðaleiki og myndir hennar bera einnig svip af þessum viðhorf- um. Þær em meira gerðar af fíngr- um fram og í hita augnabliksins en að þær séu ávöxtur yfírvegaðra og markvissra hugleiðinga um list- ina. Þannig séð vega þær salt á milli þess að vera óformleg (infor- mel) vinnubrögð hins þjálfaða myndlistarmanns og að vera að- skiljanlegar meðvitaðar þreifingar og tilraunir á vettvangi þrykk- tækninnar. í myndum myndlistarmanna eins og t.d. Henri Michaux (1899- 1984) og Jaroslav Serpan (f. 1922) sjáum við form sem geta minnt á svo margt í náttúranni, án þess að náttúran sé bein viðmiðun, en hins vegar beita þeir vinnubrögð- um, sem eins og gera þá að þátt- takendum í sköpunarverkinu. Ósjálfráðum að vísu, en mjög þjálf- uðum, líkt eins og náttúran gengur út frá ströngum en sveigjanlegum lögmálum sem koma jafnt fram í rökréttum fmmformum sem í ósjálfráðum leik lækjarsprænunn- ar, mjúkum formum skýjaþykknis- ins ogfjölþættum formum bergsins eða gijóthnullungsins. Það sem máli skiptir er að maður skynji þessi lögmál á bak við hin ósjálfr- áðu vinnubrögð á myndfletinum á líkan hátt og í náttúmnni og til að beisla þau þarf jafnvel enn meiri þjálfun en t.d. í strangflata- Iistinni í öllu falli meira skynrænt næmi. Ásrún Tryggvadóttir er enn sem byijandi á löngu ferli en lausnir hennar geta þó verið gæddar ríkum yndisþokka svo sem þar sem hún vinnur hreint og klárt einsog í myndunum „Skíma" og „Ljósa- skipti" (2 og 3), eða nær að bregða upp dúlúð eins og í myndinni „Blámi“ (8). SIGLINGASKÓUNN 30 RÚMLESTA RÉTTINDANÁMSKEIÐ hefst mánudaginn 2. nóv. Kennt er eftir námsskrá menntamálaráðuneytisins. Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl. 7-11. Námskeiðsgjald er kr. 20.500.- Ef tveir eða fleiri eru úr sömu fjölskyldu, sem og ef 3 eða fleiri innritast saman, er gefinn 10% afsláttur. Öll námsgögn fást í skólanum. Upplýsingar og innritun í síma 91 - 68 98 85 og 3 10 92. alla daga og öll kvöld. Lýsing á öllum námskeiðum sem skólinn býður er sendur þeim sem þess óska. SIGUNGASKÓLINN U.GMHA, - meðlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla. ISSA. fBOTgmriWnfttft Metsölublað d hverjum degi! Orðlist Guðbergs Bergssonar í nóvember mun menningar- miðstöðin Gerðuberg gangast fyrir sýningu sem hlotið hefur heitið ORÐLIST GUÐBERGS BERGSSONAR. Sýningin er haldin í tilefni af sextugsafmæli skáldsins 16. október síðastlið- inn. Henni er ætlað að gefa mynd af Guðbergi sem lista- manni og persónu. í tengslum við sýninguna verður dagskrá sem byggir á verkum hans. verkum SÚM-hópsins. Á sýningunni í Gerðubergi verða sýndar klippimyndir, teikn- ingar, ljósmyndasögur, kvikmynd- ir, munir og fleira. Og í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi verður meðal annars bókasýning. Einnig gefst sýningargestum kost- ur á að hlýða á hljóðverk Guð- bergs sem hann nefnir LJÓÐ- HLJÓÐ. Flutt verður leiklesin dag- skrá í leikstjóm Viðars Eggertss- onar. Einnig verður dagskrá í umsjá skáldsins. Sýningin verður opin til 28. nóvember. Unginennafélagið íslendingnr Guðbergur er vafalaust þekkt- astur fyrir ritlist. Hann hefur skrifað um 20 bækur, skáldsögur, smásögur og ljóð, auk þýðinga einkum úr rómönsku málunum. Guðbergur hefur einnig lagt gjörva hönd á önnur listform sem tengist tilraunum hans til að víkka ritlistarformið. Guðbergur var einn af fáum íslenskum rithöfundumsem tók þátt í formtilraunum þeim sem umbreyttu allri listsköpun á sjö- unda og áttunda áratugnum og birtust lslendingum einna helst í Sýnir sagnaleikrit um Svein sáluga UNGMENNAFÉLAGIÐ íslendingur í Borgarfírði æfír nú gaman- leikinn um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans eftir Önnu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Leikritið er gamanleikur þar Áma Hjartarson. Leik- sem sveitarómantíkin blómstrar í stjóri er Þröstur Guðbjartsson, það tali og tónum. Tónlist og textar hefur áður venð sýnt hjá Hug- leik í Reykjavík. ✓ » % ...alltaftilað <0- toraaalvinnu Ellefu leikarar taka þátt í uppfærslunni auk tveggja hljóð- færaleikara og era þeir úr And- akílshreppi og Skorradal. Nýir leikendur stíga þar sfn fyrstu skref á leiklistarbrautinni auk annarra sem hafa oft leikið lyk- ilhlutverk hjá félaginu áður. Frumsýning er fyrirhuguð í Brún í Bæjarsveit 7. nóvember. - D.J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.