Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 18

Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 Meðferð áfengis- og ann- arra vímuefnasj úklinga og stefna stjórnvalda - eins og hún birtíst í frumvarpi tíl fjárlaga ársins 1993 eftir Jóhannes Bergsveinsson Vegna þeirrar umræðu, sem nú er í gangi um málefni meðferðar- stofnana fyrir áfengis- og vímuefna- sjúklinga og tengist nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga ársins 1993, þykir mér rétt að stinga niður penna og rita eftirfarandi til glöggvunar þeim er um þessi mál þurfa að fjalla. Áfengis- og vímuefnaskor geð- deildar Landspítalans er samsett úr Qórum deildum, er starfa saman að meðferð þeirra sjúklinga, sem leita til skorarinnar eftir aðstoð. Hver um sig hafa deildimar sínu sérstaka hlut- verki að gegna, en saman mynda þær keðju meðferðartilboða þar sem hver hlekkur er þýðingarmikill og getur ráðið úrslitum um hvort tekst að ráða bót á vanda sjúklinganna og aðstandenda þeirra. Sameiginlega gegna deildirnar margþættu hlutverki. Þar má t.d. tíunda, auk meðferðar og endurhæf- ingar áfengis- og vímuefr.asjúklinga, aðstoð við aðstandendur þeirra og aðra aðila er láta sig varða hag þeirra og Qölskyldu þeirra, eða þurfa að hafa afskipti af þeim. Þá má nefna aðrar sjúkradeildir, vinnuveitendur, félagsmálastofnanir og lögreglu svo einhvers sé getið. Eitt af mikilvægustu hlutverkun- um er þó enn ótalið, en það er kennsla lækna, læknastúdenta, hjúkrunar- fræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðiskerfisins um eðli þeirra sjúkdóma er eiga rætur að reka til neyslu vímuefna og þjálfun í grein- ingu og meðferð áfengis- og vímu- efnasjúklinga. Deildimar fjórar sem um er að ræða em: Göngudeild Hlutverk hennar er margþætt. Henni er í fyrsta lagi ætlað að veita þeim sjúklingum á bráðastigi aðstoð, er til deildarinnar leita. Þar er sjúkl- ingunum veitt bráðameðferð og reynt að beina þeim inn á þá meðferðar- braut, er við á í hveiju tilfelli. Sumir sjúklingar fá þar fráhvarfsmeðferð, framhaldsmeðferð og endurhæfingu, en aðrir, sem koma úr meðferð ann- ars staðar, fá stuðning og eftirmeð- ferð. Aðstandendum sjúklinga eru veittar upplýsingar, ráðleggingar og aðstoð. Lögreglan leitar þangað vegna áfengis- og vímuefnasjúkl- inga, sem gist hafa fangageymslur lögreglunnar og svo framvegis. Á árinu 1991 leituðu aðstoðar á göngudeild 848 sjúklingar og fengu 9.480 viðtöl við lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfrasð- inga. Móttökudeild Þangað koma bráðveikir áfengis- og vímuefnasjúklingar til rannsókn- ar, fráhvarfsmeðferðar og undirbún- ings undir framhaldsmeðferð. Sumir dvelja þar skamman tíma, aðeins nokkra daga, en fara síðan til fram- haldsmeðferðar á aðrar deildir eða til langtímavistunar á Gunnarsholts- eða Víðineshælinu, allt éftir því hvemig ástand þeirra er og hvað lík- legast er að henti best sem lausn á vímuefnavanda þeirra. Þar fer og fram meðferð sjúklinga, er samhliða vímuefnaneyslunni, eða í kjölfar hennar, eru haldnir svo alvarlegum geðrænum tmflunum, að þeir þarfn- ast af þeim sökum sérstakar með- ferðar og gagnast ekki eða þola ekki álag þeirrar meðferðar sem beitt er á eftirmeðferðardeildum. Þessir sjúk- lingar þurfa oft að dvelja mun leng- ur á deildinni en aðrir vímuefnasjúkl- ingar og draga þannig úr afkasta- getu deildarinnar og valda því að færri útskrifast af henni í hveijum mánuði en gert er ráð fyrir á venju- legum afeitrunardeildum. Þá þurfa að dvelja á þessari deild vímuefna- sjúklingar, er orðið hefur að svipta tímabundið sjálfræði vegna áfengis- og/eða annarrar vímuefnaneyslu svo meðferð verði komið við. Þessi sjúk- lingar þurfa einnig oft að dvelja leng- ur á deildinni en almennt gerist á afeitrunardeildum. Móttökudeildin gegnir og hefur gegnt mjög þýðing- armiklu hlutverki í sambandi við kennslu lækna, læknastúdenta og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hún hefur yfir að ráða 15 rúmum og á árinu 1991 var ijöldi innlagna á deildina 470. Meðferðardeildin á Vífilsstöðum Þangað fara til framhaldsmeðferð- ar og endurhæfíngar áfengis- og aðrir vímuefnasjúklingar, bæði af móttökudeildinni og frá göngudeild. Þama er nú rekin mjög virk og vel skipulögð meðferð þar sem beitt er þeim aðferðum læknisfræðinnar sem best hafa reynst við meðferð vímu- efnasjúklinga en taka jafnframt mið af þörfum sjúklinga með alvarlega geðræna kvilla samhliða áfengis- og vímuefnafikninni. Á þessu ári eru þegar orðnar 272 legur á deildinni vegna meðferðar og stefnir í tvöföld- un frá sl. ári. Deildin hefur yfir að ráða 16 rúmum. Þrátt fyrir styttan dvalartíma á þessu ári og stöðuga notkun aukaplássa er alltaf biðlisti til þess að komast á deildina, en þar dvelja oft 21-23 sjúklingar í einu. Gæsluvistarhælið í Gunnarsholti Þar vistast áfengis- og vímuefna- sjúklingar yfir lengri tímabil. Sumir vistast þar til þess að ná upp líkam- legum og andlegum kröftum eftir langvarandi' áfengis- og/eða vímu- efnaneyslu. Þeir eiga þess kost að dvelja þar fjarri því áfengis- og vímu- efnaumhverfi, sem annars ýtir undir og viðheldur áfengisneyslu þeirra og neyslu annarra vímuefna. Hælið hefur aðstöðu ti! vinnuend- urhæfíngar í steypustöð og á smíða- verkstæði, sem rekin eru í tengslum við það. Á hælinu dvelja einnig lang- dvölum áfengis- og aðrir vímuefna- sjúklingar, sem þrátt fyrir endur- teknar meðferðar- og endurhæfing- artilraunir hafa ekki hlotið nægan bata til þess að geta lifað og starfað úti í samfélagi, sem með fjölda áfeng- isútsölustaða, fjölbreyttu úrvali áfengis og öldrykkjuhátíðum hvetur menn leynt og ljóst til áfengisneyslu. Sumir þessara einstaklinga eru jafn- hliða áfengisfikninni haldnir öðrum alvarlegum geðrænum sjúkdómum af ýmsum toga og þarfnast því sér- stakar meðferðar og eftirlits. Væru þeir ekki vistaðir á hæli sem þessu myndu að minnsta kosti sumir þeirra taka upp mun dýrari rúm á öðrum sjúkrastofnunum. Árið 1991 voru innlagnir á hælið rúmlega 100. Við venjulegar aðstæð- ur er í Gunnarsholtshælinu pláss fyr- ir 30 vistmenn, en vegna gagngerra viðgerða á elsta hluta húsnæðis þess hefur hælið sl. 16 mánuði aðeins getað hýst í einu 24 vistmenn. Und- anfarið hefur því myndast biðlisti eftir plássum þar. • Lokaorð Frumvarp til fjárlaga ársins 1993 gerir ráð fyrir að hætt verði áfengis- meðferð á Vífilsstöðum og að rekstri í Gunnarsholti verði breytt og hann færður öðrum aðilum. Þessar aðgerð- ir myndu þýða það, að áfengis- og vímuefnaskor geðdeildar Landspítal- ans yrði svipt 46 af því 61 rúmi, sem hún hefur yfir að ráða í dag, eða Verstöðin ísland eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson Það eru góð tíðindi að farið er að sýna þessa ágætu heimildarmynd aftur. Með þessum fáu línum langar mig að hvetja alla sem ekki hafa séð myndina að fara og sjá skemmtilega og fróðlega kvikmynd. Kvikmyndin er eitt merkasta framlag til sögu sjávarútvegs á þess- ari öld og eiga frumkvöðlar að mynd- inni, Landssamband íslenskra út- vegsmanna, Erlendur Sveinsson, sem samdi handrit, sá um gagna- söfnun og leikstjórn ásamt sam- starfsmönnum sínum öllum, Sigurði Sverri Pálssyni, Þórarni Guðnasyni og fleirum, heiður skilinn fyrir frá- bært verk. Kvikmyndin er þrekvirki. íslands- saga er kennd í öllum grunnskólum og framhaldsskólum jandsins. Kvik- myndin Verstöðin ísland ætti að vera skyldusýning fyrir þessa nem- endur. Ég undirritaður sá þessa kvik- mynd alla tvisvar sl. vor og hlakka til að sjá hana aftur. Kvikmyndin bregður upp mjög góðri og samfelldri mynd af sögu sjávarútvegs og sjósóknar, þróun skipa, búnaðar þeirra, verkun aflans og hver áhrif sjávaraflinn hefur haft á þjóðlífið á hveijum tíma. Viðgangur sjávarútvegsins hefur alltaf, allt frá landnámstíð, ráðið hve hratt lífæð og púls þjóðarinnar hefur slegið. Þulur myndarinnar, Vilhelm G. Kristinsson, skilar með mikilli prýði góðum og söguiegum texta. Þetta er kvikmynd sem aílir ís- lendingar ættu að sjá til þess að skilja betur hvernig hér varð gró- andi mannlíf og menning með blóm- legum útvegi. Ég held að það sé mjög tímabært að sýna þessa mynd einmitt núna, þó að þorskurinn syndi í svipinn ekki í sama magni í ála og áður var, þá getum við í kvik- myndinni séð hveija möguleika sjáv- araflinn gefur. Síðar þarf að halda þessu starfi áfram og skrá sögu sjávarútvegs og sjósóknar áfram með kvikmyndum af nýjum skipum, nýjum fískislóðum og fisktegundum úr þeirri gullkistu sem íslandsmið eru. Jóhannes Bergsveinsson „Vandinn í ríkisfjár- málum er vissulega mikill, en hann verður að mínum dómi hvorki leystur með því að auka áfengisneyslu þjóðar- innar né beita niður- skurðarhnífnum lítt grundað og ótæpilega gagnvart meðferðar- stofnunum fyrir áfeng- is- og vímuefnasjúk- linga. Slíkt tel ég ekki aðeins fáranlega stefnu og mér óskiljanlega, heldur einnig mjög hættulega.“ tæplega 75%. Fyrr má nú rota en dauðrota? Gangi þetta eftir er augljóst að mjög alvarlega verður raskað grund- velli allrar starfsemi að meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga á geð- deild Landspítalans, og um leið að- stöðu til kennslu heilbrigðisstétta við háskólasjúkrahúsið varðandi þessa alvarlegu sjúkdóma, sem nú hvíla eins og mara á flestum vestrænum samfélögum. Landlæknir hefur nýlega lýst á fundum og í fjölmiðlum áhyggjum yfir hópi geðfatlaðra einstaklinga, sem virðast vera í reiðileysi, meðal annars af því, að misnotkun áfengis og annarra vímuefna ofan í þá geð- rænu kvilla, sem þeir eru haldnir, truflar hegðun þeirra svo mjög að umhverfið þolir hana ekki. Margir slíkir einstaklingar hafa á undan- fömum árum notið vistunar og með- ferðar á deildum áfengis- og vímu- efnaskorar geðdeildar Landspítalans um lengri eða skemmri tíma. Vonir um að létta megi þeim og aðstand- endum þeirra sjúkdómsbyrðina eru ekki síst bundnar við aðstæður og getu áfengis- og vímuefnaskorar til þess að aðstoða þá þótt þar verði einnig að koma til félagsleg aðstoð. Víða í nágrannalöndunum hafa menn þungar áhyggjur af þeirri hættu á útbreiðslu alvarlegra sjúk- dóma svo sem lifrarbólgu og eyðni, er beint og óbeint tengist misnotkun sterkra fíkniefna. Til þess að draga úr þeirri hættu skiptir miklu máli að hjá heilbrigðisstéttum sé fyrir hendi haldgóð þekking á eðli fíkni- efnaneyslunnar og þess sjúklega ástands, er henni tengist og nægi- legt, gott og aðgengilegt framboð á meðferð fyrir fíkniefnasjúklinga. Það hefur lengi verið vitað að annars vegar getur sú vanlíðan, sem geðrænir kvillar eða sjúkdómar valda, leitt til ofneyslu áfengis eða annarra vímuefna er skapa gervivell- íðan og hins vegar getur mikil og langvarandi neysla áfengis og ann- arra vímuefna valdið geðrænu sjúk- dómsástandi. Niðurstöður nýlegrar rannsóknir á hópi sjúklinga, sem lagðir voru inn til meðferðar á sjúkra- stöð SÁÁ að Vogi og á deildir áfeng- is- og vímuefnaskorar geðdeildar Landspítalans, sýndu að hjá þrem fjórðu sjúklinganna greindust aðrir geðrænir kvillar en misnotkun á áfengi og vímuefnum eða fíkn í þau, sumir mjög alvarlegir. Meðal annars með tilliti til þessa virðist slqóta æði skökku við að ætla sér að skerða svo mjög aðstöðu áfengis- og vímuefna- skorar geðdeildar Landspítalans til þess að veita þeim hluta sjúklinga- hópsins sem verst er haldinn þá sér- hæfðu meðferð sem honum í sumum tilfellum er lífsnauðsynleg. Ég hef í þessum orðum mínum stiklað á stóru og hvergi nærri gert efninu verðug skil. Ég leyni því ekki að mér er mikið niðri fyrir. Ég hef átt þess kost að fylgjast náið með þróun áfengis- og vímuefnaneyslu hjá íslenskri þjóð í meir en aldarfjórð- ung, en einnig viðbrögðum hennar við vaxandi vanda á þessu sviði. Ég hef oftlega rekið mig á undrun og öfund erlendra starfsbræðra yfir því hve þróttmikil viðbrögð okkar hafa verið á sviði meðferðar, en jafnframt undrun yfir því hve lítinn skilning við höfum sýnt þeirri sérstöðu, er við höfum haft gagnvart forvömum hvað áfengisvandamálið áhrærir, en af því erum við nú að súpa seyðið svo sem ljóslega má sjá af fréttum fjölmiðla undanfarið. Vandinn í ríkisfjármálum er vissu- lega mikill, en hann verður að mínum dómi hvorki leystur með því að auka áfengisneyslu þjóðarinnar né beita niðurskurðarhnífnum lítt grundað og ótæpilega gagnvart meðferðarstofn- unum fyrir áfengis- og vímuefna- sjúklinga. Slíkt tel ég ekki aðeins fáranlega stefnu og mér óskiljanlega, heldur einnig mjög hættulega. Höfundur er yfirlæknir áfengis- og vímuefnaskorar geddeildar Landspítalans. Vermenn skinnklæðast í verbúð sinni. Blöndukúturinn í stiganum er það eina matarkyns sem haft er meðferðis. „Kvikmyndin er þrek- virki. íslandssaga er kennd í öllum grunnskól- um og framhaldsskólum landsins. Kvikmyndin Verstöðin ísland ætti að vera skyldusýning fyrir þessa nemendur.“ Ég þakka öllum þeim sem hafa átt aðild að þessari kvikmynd, óska þeim til hamingju með árangurinn og hvet alla til að sjá myndina; ekki síst ungt skólafólk og sjómenn til þess að kynnast fróðlegri og merki- legri sögu, sem kvikmyndin bregður UPP-_________________________ Höfundur er skólamcistari Stýrimannaskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.