Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 39
íslensku sem Bjamhéðinn var
þekktur fyrir að nota bæði til sjós
og lands. Formaður Bridfélagsins
sagði á dögunum er hann minntist
Bjamhéðins á spilakvöldi að menn
hefðu getað átt von á ýmsu er þeir
settust niður við spilaborð með hon-
um en eitt hefði verið borðleggj-
andi, það hefði aldrei verið leiðin-
legt að spila við hann. Það voru orð
að sönnu, hvort sem maður hafði
hann sem samheija eða mótheija,
þá var alltaf líf og fjör í kringum
hann í spilum. Og það var ekki
bara í Bridsfélaginu sem var spilað,
æði oft var spilað við eldhúsborðið
á Skólaveginum og þar var ekki
síður heitt í kolunum og margir
orðaleppar sem fuku yfír borðið.
Mörg orðatiltæki Bjamhéðins eru
orðin föst í máli bridsmanna og
verða sjálfsagt um langa hríð, svo
sem: „Það var undarlegt!" „0, þetta
er ekki búið!“ „Nú er gaman!" og
„Nú erum við í stuði!“
Sjómennska var aðalstarf Bjarn-
héðins og hugurinn stóð til for-
mennsku og útgerðar. Lengst af
var hann formaður á eigin skipi,
kappsamur í því sem öðru. Eins og
í landi talaði hann tæpitungulaust
um hlutina á sjó hvort sem var í
talstöðina eða yfír mannskapinn á
dekkinu. Ég var með honum eina
sumarvertíð á trolli og það er lík-
lega það úthald sem verður mér
minnisstæðast af öllum. Þar urðu
til ýmsir orðaleppar það sumarið
sem sumir lifa enn góðu lífí. Til
dæmis viðhafði Bjamhéðinn þau orð
um hásetann sinn að hann væri
„segulasni" og sömuleiðis sagði
hann einhveiju sinni í bætningu og
ég átti að halda í fyrir hann að ég
væri „verri en nokkur krókur“.
Reyndar var það ævinlega svo með
öll okkar samskipti að þau fóm
fram í einhveijum hálfkæringi
ásamt blammeringum á báða bóga.
Kom og stundum fyrir ef ókunnug-
ir heyrðu á mál okkar að þeim hálf-
brá og töldu ekki beint um vinsam-
leg samskipti að ræða. Sú var þó
ekki raunin á og frá öllum þessum
árum sem við Bjamhéðinn áttum
vinskap saman minnist ég þess
varla að okkur hafí sinnast alvar-
lega. En á yfírborðinu gat það litið
út eins og mættust hundur og kött-
ur.
Bjarnhéðinn var gleðimaður mik-
ill og hafði gaman af fyrram að
lyfta glasi í góðum félagsskap og
taka lagið. Ógleymanlegir era
fimmtudagamir fyrir þjóðhátíð þeg-
ar það var fastur liður eftir tjöldun
að fara eitthvert þar sem gott var
næði og taka lagið. Sú gleði hélst
oftast nær fram eftir nóttu og allt-
af skyldi karlinn halda lengst út
þótt hann væri elstur okkar. Þá fór
hann einkar vel með áfengi, sást
tæplega á honum og alltaf hrókur
alls fagnað. Og það var ómissandi
að taka lagið og víða leitað fanga
í lögum og textum, allt frá nýjum
slöguram og ættjarðarljóðum upp í
sálmabókina. Það var nokkuð fastur
liður á slíkum söngkvöldum að tek-
inn var sálmurinn „Ég kveikti á
kertum mínum,“ og sungið marg-
raddað. Þrátt fyrir að Bjamhéðinn
hafí haft gaman af að gleðjast með
góðum, var aldrei hægt að tala um
óreglu eða misnotkun á áfengi. „Ég
hef aldrei látið brennivínið ráða
yfír mér,“ var orðtak sem hann oft
vitnaði í. Og það var alveg hárrétt.
Það er skarð fyrir skildi hjá okk-
ur spilafélögunum, góður félagi
horfínn og ekki eins líflegt yfír
spilaborðinu og var. Enn svífur þó
andi Bjamhéðins yfír spilunum hjá
okkur, enn taka menn sér orð hans
í munn hvort sem vel gengur eða
illa og ég hef það á tilfínningunni
að hann eigi eftir að fylgjast með
spilamennskunni hjá okkur í fram-
tíðinni. Eins hef ég það á tilfinning-
unni að við eigum eftir að hittast
fyrir handan; þá verða sjálfsagt
teknar nokkrar rúbertur til að byija
með og svo verður tekið fram hljóð-
færi og sungið „Ég kveiki á kertum
mínum“.
Veri minn gamli vinur blessaður,
hann var og verður ógleymanlegur.
Ég vænti þess að hann taki á móti
mér þegar þar að kemur; þá verður
væntanlega búinn að taka fram
spilaborðið og gefa rauðu spilin.
Og þá verðum við í stuði.
Sigurgeir Jónsson.
‘MÖRÖöWéMíllé-lJÍÓÖÁBDAGIjR^í.^kMé'É^1!^
39
Mnfljng’
Guðbjartur Steinar
Knaran Karlsson
Það var á þriðjudagskvöldið 13.
október að síminn hringdi hjá okkur
hjónum og okkur var tilkynnt lát
Guðbjarts Steinars Knarans Karls-
sonar. Okkur setti hljóð. Er við höfð-
um áttað okkur á staðreyndum fór
hugurinn að reika til baka. Hann var
fæddur bóndi, enda bóndasonur, frá
Knörr í Breiðuvík á Snæfellsnesi.
Mestan hluta ævinnar bjó hann á
Eyri á Amarstapa og síðar að Syðri-
Knarrartungu í Breiðuvík. En fyrir
um það bil 10 árum brá hann búi
og flutti til Reykjavíkur. Hugurinn
var þó aíltaf við búskapinn og sveit-
ina. Ekki leið þó langur tími þar til
hann festi kaup á trillu og fór að róa
á sumrin og þá frá Amarstapa og
hélt þá heimili í Eiríksbúð hjá tengda-
móður sinni Guðrúnu Wormsdóttur.
Guðbjartur var með afbrigðum
vinnusamur maður og þó svo eitt
verk kláraðist biðu bara tvö í viðbót.
Guðbjartur var víðlesinn og vel
heima í málefnum lands og þjóðar
og hafði sínar ákveðnu skoðanir.
Þrátt fyrir sína miklu vinnu var hann
alltaf boðinn og búinn að rétta hjálp-
arhönd þar sem hennar var þörf.
Eftirlifandi eiginkona Guðbjarts er
Sigurborg Jenný Kristbjömsdóttir
frá Eiríksbúð. Þau eignuðust fimm
börn sem öll eru upp komin. Guð-
bjartur var trúaður maður og við sem
Kveðja
+
Ástkær fósturfaöir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS MAGNÚSSON,
Brekkubæ 2,
er lést að kvöldi 21. þessa mánaðar í Landspítalanum, verður
jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 30. okt. 1992 kl. 13.30.
Ástvinir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN AGNARSDÓTTIR,
Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést 22. október. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Guðmundsson,
Óskar Guðmundsson,
Ingigerður Guðmundsdóttir.
t
Útför elskulegs sonar okkar og bróður,
ÁSMUNDAR STEINS BJÖRNSSONAR,
Sunnuhvoli,
Garði,
hefur farið fram.
Björn Guðjónsson, Guðlaug Sveinsdóttir,
Sveinn Ragnar Björnsson,
Guðrún Erla Björnsdóttir.
þessar fátæklegu línur skrifum biðj-
um góðan Guð að blessa minningu
hans og veita eiginkonu og ástvinum
styrk í þessari miklu sorg. Minningin
um góðan dreng lifir. Gógó mín, við
vottum þér og öllum ástvinum þínum
okkar dýpstu samúð.
Gullý og Gústi.
Karl Jóhann Birgisson
Fæddur 29. október 1960
Dáinn 26. september 1992
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast frænda míns Karls J. Birgissonar
og eiginmanns minnar bestu gömlu
vinkonu Sigríðar Bjarnadóttur. í
raun var Kalli ekki mikið skyldur
mér, en frá fyrstu kynnum var hann
stór frændi. Fyrstu raunveralegu
kynni mín af Kalla voru þegar hann
kom í Borgarnes til að æfa fótbolta.
Dvaldi hann þá fyrstu dagana á
heimili foreldra minna. Æ síðan
hefur tryggð hans við þau verið
mikils metin hjá þeim.
Fljótlega kynntist Kalli konu sinni
Siggu, sem fannst ágætt að kalla
hann Kalla „frænda", svona á meðan
hún var að gera upp hug sinn. Já,
þær era margar góðu minningamar
sem við eigum frá fyrstu kynnum
þeirra Siggu og Kalla. Kalli var ekk-
ert að gefast upp þar frekar en ann-
ars staðar, þó aðeins blési á móti f
byijun. Þegar Kolla litla svo fæddist
var hinn nýbakaði faðir ekki langt
undan og bamavagninn skyldi hann
kaupa og gerði með stolti. Litla fjöl-
skyldan sameinaðist svo skömmu
síðar, öllum til mikillar gleði.
Þegar Sigga jafnaldra okkar vin-
kvennanna flyst svo til Vestmanna-
eyja tæplega tvítug, skildum við
ekki kjarkinn og þrautseigjuna sem
í henni bjó. En við vissum að hún
var ekki ein' á ferð þar sem Kalli
var við hlið hennar og það styrkti
okkur, vissum að hún var í góðum
höndum.
Þó við hittumst ekki oft, bar það
ekki skugga á þá tryggð sem bæði
Kalli og Sigga sýndu okkur. Það var
frekar gert góðlátlegt grín að þjóð-
hátíðunum sem við komum ekki á.
Það era ófáir Borgnesingamir,
þar á meðal undirrituð, sem hafa
dvalið hjá Siggu og Kalla um lengri
eða skemmri tíma. Það eitt sýnir svo
vel þá manngæsku sem Kalli hafði
að geyma, alltaf boðinn og búinn
að hjálpa öðram.
Síðast þegar við sáum Kalla, í
sumar sem leið, kom hann hress og
kátur að vanda að heimsækja okk-
ur, þar sem við voram við veiðar á
Snæfellsnesi, en hann á ferðalagi
með fjölskyldu sinni. Þá minningu
munum við geyma í hjörtum okkar
hjá öllum hinum góðu minningunum
sem við eigum um Kalla frænda.
Við eigum erfitt með að trúa og
sætta okkur við að Kalli sé dáinn,
þessi góði drengur sem öllum var
svo kær. Við söknum hans sárt.
Elsku Kolla, Birgir, Ester, Lóa
og Lilja og Kristín og Bjarni og
aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Minningin um elsku-
legan son, bróður, tengdason og vin
tekur enginn frá ykkur og við minn-
ingamar verðum við að hlýja okkur
og þær hjálpa í sárasta söknuðinum
og um alla framtíð.
Elsku Sigga mín, Kolla og Harald-
ur Ari. Söknuð ykkar getur enginn
fundið nema þið, en þið eigið yndis-
legustu og nánustu minningarnar.
Leyndarmálin sem enginn veit né
skilur nema þið. Ég trúi því að Kalli
haldi áfram að styrkja ykkur og
styðja, þó hann sé ekki á meðal
okkar.
Elsku Sigga, við Hlynur biðjum
Guð að styrkja þig og börnin þín nú
á þessum erfiðu tímum og um
ókonma tíð.
Hafí Kalli þökk fyrir allt og allt.
Gurrý.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁRNI FRÍMANNSSON
símaverkstjóri,
Skólagerði 12,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum miðvikudaginn
21. október.
Ingibjörg Ragna Ólafsdóttir,
Frímann Árnason,
Guðrún Ágústa Árnadóttir, Kristmundur Jónasson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir áuðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR SIGURGEIRSSONAR,
Droplaugarstöðum.
Sigurgeir Þórðarson, Jóna Kristinsdóttir,
Theodóra Þórðardóttir, Þorleifur K. Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR EIRÍKSSONAR
frá Skúfslæk.
Skúli Magnússon, Guðbjörg Gísladóttir,
Sigrfður Magnúsdóttir, Þórarinn Jónsson,
Ásta Ólafsdóttir,
Halla Magnúsdóttir, Páll Axel Halldórsson,
Gfsli Grétar Magnússon, Lilja Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS VIGGÓS THORDERSEN,
Hæðargötu 1,
Njarðvfk.
Guðný Thordersen,
Vigdís Thordersen, Magnús Hallbjörnsson,
Stefán Thordersen, Sigurbjörg Björnsdóttir,
Ólafur Ó. Thordersen, Þórlaug Jónatansdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR INGIMUNDARSONAR
fyrrverapdi kaupmanns,
Lynghaga10,
Reykjavfk:
Katrfn R. Magnúsdóttir,
Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir,
Inga H. Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir,
Hannes Björgvinsson
og barnabörn.