Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Er endurhæfing- á lands-
byggðinni óþörf?
eftir Stefán
Yngvason
Á síðustu vikum hafa málefni
Kristnesspítala verið til umfjöllunar
í fjölmiðlum og nú nýverið einnig á
Alþingi. Ástæðan er aðför heil-
brigðisráðherra að stofnuninni, þar
sem hann leggur til að annaðhvort
verði hún lögð niður eða rekin áfram
með um 30% niðurskurði á rekstr-
arfé, eða sem nemur 40 milljónum
króna. Til að framkvæma þetta verk
hefur hann sett á fót nefnd, sem
nýlega hefur hafið störf. Nefndin á
létt verk fyrir höndum, því öllum
má vera ljóst, þ.m.t. heilbrigðisráð-
herra, að spítalinn getur ekki sinnt
hlutverki sínu með slíkum niður-
skurði. Þannig er stefnt leynt og ljóst
að lokun spítalans. ÖIlu erfiðara
verður starf nefndarinnar þegar
kemur að því að leysa vistunarvanda
sjúklinga spítalans og endurhæf-
ingarþjónustu Norðlendinga.
Forsaga
Kristnesspítali var reistur á árun-
um 1926-27 sem heilsuhæli fyrir
berklasjúklinga. Heimamenn lögðu
fram mikla fjármuni og vinnu til að
af þessu gæti orðið enda ríkti þá
neyðarástand vegna berklanna.
Ríkisstjóminni var síðan afhent hæl-
ið til rekstrar.
Margt er Iíkt með Kristnesspítala
og þeim berklahælum sem reist voru
annars staðar í Evrópu. Þeim var
valinn staður á fögrum stað í hæfi-
legri fjarlægð frá þéttbýliskjömum.
Þegar sigrast hafði verið á berklun-
um mættu þessi heilsuhæli öðrum
þörfum, oftast á sviði endurhæfing-
ar- og öldmnarþjónustu. Kristnes-
hæli, eins og það hét þá, var engin
undantekning frá þessu. 1976 gaf
þáverandi heilbrigðisráðherra út bréf
þess efnis að efirleiðis skyldi Krist-
neshæli rekið sem hjúkrunar- og
endurhæfíngarspítali. Ekkert bólaði
þó á endurhæfingunni og spítalinn
var enn um sinn eingöngu hjúkmnar-
stofnun. Endurhæfingarhugsjónin
lifði þó áfram. Til að undirstrika
breytta starfsemi stofnunarinnar var
nafninu breytt í „Kristnesspítali“
árið 1984. Ári síðar samþykkti
stjómamefnd ríkisspítala að áfram
skyldi rekin hjúkmnardeild fyrir
langlegusjúklinga á efri hæð, en á
neðri hæð yrði rekin endurhæfingar-
deild fyrir lyflæknisjúklinga, bæklun-
arsjúklinga og gigtarsjúklinga. 1986
samþykkti stjómamefndin fyrirliggj-
andi starfsemi- og byggingaráætlun.
Byggingaráætlunin fól í sér nýbygg-
ingar og endurbætur í sex áföngum.
Áætlunin var þannig úr garði gerð
að sérhver áfangi nýttist strax og
að fullu.
Öldrunardeild
Öldmnardeild (hjúkmnardeild)
spítalans rýmir 24 sjúklinga og er
alltaf fullskipuð. Undanfarin ár hefur
spítalinn aukið öldmnarþjónustu sína
með hvíldarinnlögnum, auk þess sem
læknir deildarinnar er mjög virkur í
þjónustuhópi aldraðra á Akureyri
sem sér um faglegt mat á hjúkmnar-
þörf aldraðra í heimahúsum. Þetta
nægir þó ekki og er mikil þörf fyrir
stofnun öldmnarlækningadeildar,
sem sér um greiningu, mát öldmnar-
sjúkdóma og þjálfun þegar hún á
við. Rök em fyrir því að slík eining
eigi að vera á Kristnesspítala, en þau
verða ekki kynnt hér.
Hvað verður um hjúkmnarsjúkl-
inga spítalans ef honum verður lok-
að? Á Akureyrarsvæðinu em fleiri
hjúkmnarrúm en í Reykjavík, ef tek-
ið er mið af fjölda rúma og fjölda
einstaklinga 70 ára og eldri. Þrátt
fyrir þetta liggja að staðaldri 12-15
hjúkmnarsjúklingar á bráðadeildum
Fjórðungssjúkrahússins. Ef of-
angreindum 24 rúmum verður lokað
þýðir það hlutfallslega færri hjúkr-
unarrúm en í Reykjavík, en þar hef-
ur verið lýst yfir neyðarástandi.
Endurhæfingardeild
Endurhæfíng hófst 1988 með
ráðningu eins sjúkraþjálfara. Tveim
ámm síðar var ráðinn iðjuþjálfi.
Undirritaður hóf störf á Kristnes-
spítala 1. ágúst 1991, samtímis því
að spítalanum var deildaskipt og
endurhæfíngardeild formlega stofn-
uð. Var með þvi brotið blað í sögu
endurhæfíngar á íslandi, þar sem
deildin er sú fyrsta utan höfuðborg-
arsvæðisins. Reiknað hefur verið með
34 rúmum á deildinni.
Með því starfsfólki sem endurhæf-
ingardeild hefur yfir að ráða nú er
mögulegt að sinna 6-8 sjúklingum
á hveijum tíma. Deildin hefur þó
sinnt allt að 12 endurhæfingarsjúkl-
ingum í einu, og um hundrað sjúkl-
ingar á ári njóta þjónustu hennar.
Auk þess sinnir deildin tímabundið
öldmnarþjónustu með rúm fyrir
hjúkmnarsjúklinga og hvíldar-
innlagnarsjúklinga og er heildarfjöldi
sjúklinga deildarinnar á bilinu 15-18
eftir umönnunarþyngd á hveijum
tíma.
Starfsemin er margþætt. Þjónust-
an hefur annars vegar miðast við
þarfir bráðasjúkrahúsa, aðallega
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
og hins vegar við þarfír sjúklinga
heilsugæslunnar. Þjónustusvæðið er
stórt og nær yfir allt Norðurland.
Vaxandi aðsókn er frá Austurlandi
þar sem menn hafa áttað sig á þeim
möguleika sem þama býðst. Miðað
við höfðatölu ætti endurhæfingar-
deild sem sinnti eingöngu Norður-
landi að hafa 36 rúm. Að Austur-
landi meðtöldu þyrftu rúmin að vera
51. Hefur þá ekki verið reiknað með
dagdeildum, heilsuhælisrými eða
'öldmnarlækningarými sem til staðar
em á höfuðborgarsvæðinu.
% hlutar endurhæfíngarsjúklinga
koma frá bráðadeildum FSA eða öðr-
um bráðasjúkrahúsum. Tekið er við
sjúklingunum um leið og ástand
þeirra leyfír. Þessi starfsemi er því
sambærileg við það sem gerist á end-
urhæfíngardeild Borgarspítala við
Grensás. 'h hluti sjúklinga kemur úr
heimahúsum gegnum heilsugæslu.
Markmið deildarinnar er að veita
alhliða endurhæfíngu öllum þeim
sjúklingum sem þurfa á slíku að
halda. Starfsemi Reykjalundar með
öfluga aðstöðu til þjálfunar, útivistar
og íþrótta fyrir fatlaða er fyrirmynd
sem reynt verður að fylgja. Slíkt mun
taka tíma, en ég er þess fullviss að
félagasamtök munu ekki liggja á liði
sínu við lagfæringar í umhverfi spítal-
ans, t.d. gerð göngustíga.
Samstarf deildarinnar takmarkast
ekki eingöngu við sjúkrastofnanir.
Þannig eru góð tengsl við Atvinnuleit
fatlaðra á Akureyri og í samstarfi við
Tryggingastofnun ríkisins er hafíð
útlán sérhæfðra hjálpartækja.
Um árabil hafa verið biðlistar að
endurhæfingarstofnunum höfuð-
borgarsvæðisins. Efling endurhæf-
Stefán Yngvason
„Á sama tíma og stjórn-
arnefnd leggur til við
ráðherra að leggja
skuli endurhæfingu á
Kristnesspítala á hill-
una, koma í ljós hug-
myndir þeirra um end-
urhæfingardeild á
Kópavogshæli.
ingar fyrir norðan kemur því ekki
bara landsbyggðinni til góða heldur
bætir aðgang fólks á höfuðborgar-
svæðinu að þeirri þjónustu. Hér fyrir
norðan lengist biðlistinn þrátt fyrir
vaxandi starfsemi.
Þörfín
Er þörf fyrir endurhæfíngu á
landsbyggðinni? Tvímælalaust, og
það mjög brýn.
— Áthugun sem gerð var árið
Margeir Pétursson
„Ég held líka að ís-
lenskir blaðalesendur
séu ekki svo einfaldir
að láta skákfréttir af
Fischer og Spasskí villa
sér sýn um ófremdar-
ástandið í þessum hluta
Evrópu.“
stefnu og þar hefur KGB átt ítök.
Nokkrum árum seinna var Fischer
handtekinn í misgripum fyrir banka-
1987 leiddi í ljós að á hveijum tíma
voru um 30 einstaklingar með lög-
heimili á Norðurlandi eystra innrit-
aðir á endurhæfíngarstofnanir á suð-
vesturhomi landsins. Athugun á veg-
um Læknafélags Akureyrar frá 1990
staðfesti að á hveijum tíma voru að
meðatali 38,5 einstaklingar úr Norð-
urlandsfjórðungi á endurhæfíngar-
stofnunum sunnan heiða.
— Það er mikið álag fyrir einstakl-
inga, sem verða fyrir fötlun af völd-
um slysa eða sjúkdóma, að þurfa að
dveljast langdvölum fjarri heimkynn-
um og ástvinum.
— Endurhæfíng fjarri heimkynn-
um verður ófullkomin þar eð fjar-
lægðin hindrar eðlilegar aðgerðir svo
sem heimilis- og vinnustaðaathugan-
ir, sem og náin tengsl endurhæfíng-
arstarfsfólks við samstarfsaðila í
heilbrigðis- og félagsmálageiranum
í heimahéraði sjúklings. Möguleikar
sjúklings til helgarleyfa takmarkast
mjög af sömu ástæðu. Margir hafa
því ekki treyst sér í þá endurhæfingu
sem þeir þurfa og eiga rétt á.
— Skortur á þjónustu nálægt
heimabyggð veldur eðlilega fólks-
flutningi þangað sem þjónustan er,
það er á höfuðborgarsvæðið.
Staðsetning
Hvar á slík endurhæfing £ið vera?
Akureyri og nágrenni er stærsti þétt-
býliskjami landsbyggðarinnar.
Mannnijöldaspár ganga í þá átt að
sá kjarni muni enn stækka og vaxa
að mikilvægi sem þjónustukjami
Norðurlands. Kristnesspítali er ein-
ungis í 10 km fjarlægð frá Akureyri
og vegurinn þar á milli er með því
bezta sem gerist í þjóðvegakerfi
landsins. Batnandi samgöngur hafa
aukið vægi spítalans. Þannig eiga
Norðlendingar og Austfírðingar mun
skemmri leið til þessarar þjónustu
en áður. Heilbrigðisáætlun kveður
einnig á um eflingu endurhæfíngar
á Akureyri.
Vanefndir og skilningsleysi
Framantalið yfirlit af sögu, þörf,
áhuga heimamanna og væntingum,
gefur tilefni til að ætla að málefnum
spítalans hafi verið vel sinnt, jafn
brýn og þau eru. Annað hefur verið
uppi á téningnum. Stjómamefnd rík-
isspítala hefur sýnt málefnum spítal-
ans, og þar með endurhæfíngar- og
öldrunarmálefnum Norðlendinga,
úmtalsvert áhugaleysi. Dæmi:
1) Af byggingaráætluninni sem
samþykkt var 1986, hefur verið stað-
ið við framkvæmd tveggja áfanga
af sex, sem er tengibygging milli
legudeilda og meðferðarálmu, ásamt
stiga og lyftuhúsi. Framkvæmdir em
4 árum á eftir áætlun.
2) Fjárframlög til eðlilegrar end-
umýjunar tækjabúnaðar hafa verið
afar lítil. Hefði einhver trúað því að
ræningja á götu í Pasadena í Banda-
ríkjunum og varpað í fangelsi. Fyrir
tæpum áratug reyndu velunnarar
Fischers að rétta hlut hans og nefnd
Bandaríkjaþings skoðaði mál hans
gagnvart FIDE og lýsti því yfir að
í augum þess væri hann ennþá
heimsmeistari í skák. Ekki var hins
vegar gripið til neinna aðgerða í
framhaldi af því.
Vegna þessa hefur Fischer orðið
mjög beiskur og lokast inni í eigin
heimi _ ásakana og samsæriskenn-
inga. I ljósi lífshlaups hans held ég
að hann eigi ekki síður skilið með-
aumkun en fyrirlitningu.
Að hætta að flytja fréttir af þessu
einvígi get ég ekki séð að þjóni nein-
um tilgangi. Þær taka ekki pláss frá
umljöllun um stríðsástandið og
hörmungarnar í Bosníu. Þvert á
móti hefur einvígið vakið athygli
margra á þvf ófremdarástandi sem
ríkir í Serbíu. Það hefur orðið til
þess að umheimurinn veit að stríðs-
gróðabraskarar á borð við einvígis-
haldarann Jezdimir Vasiljevic hafa
makað krókinn við þau óeðlilegu
skilyrði sem þar ríkja. Það kann að
hafa verið mikill afleikur hjá Vas-
iljevic að hafa komið fram S dagsljós-
ið með einvígishaldinu. Hans nótar
þrífast best í skúmaskotum.
Nú líður senn að útborgun hæsta
verðlaunasjóðs í sögu skáklistarinnar
og þá vakna spumingar, s.s. hvort og
hvemig féð verði greitt? Hvert ætla
þeir Fischer og Spasskí að fara með
það og í gegnum hvaða lönd og banka
verða fjánnálatilfærslumar?
Um þetta og framtíð Bobby Fisc-
hers veit ég að marga íslendinga
Ritskoðun leysir
engan vanda
eftirMargeir
Pétursson
Friðrik Ásmundsson Brekkan ritar
grein í Morgunblaðið á miðvikudag
og sakar þá sem fjallað hafa um ein-
vígi Fischers og Spasskís um að hafa
fallið fyrir áróðursbragði Serba, án
þess að tilgreina neinn ákveðinn fjöl-
miðil. Nú get ég auðvitað aðeins
svarað fyrir sjálfan mig og störf
mín, en ég er þessu algerlega ósam-
mála. Hvað Morgunblaðið varðar
hlýtur ásökun Friðriks að stafa af
því að hann hefur ekki fylgst með
öllum fréttum og greinum sem blað-
ið hefur birt frá einvíginu. Aðrir
verða svo að svara fyrir sig.
Ég er reyndar sammála Friðriki
að því leyti að um einhverskonar
áróðursbragð hafí verið að ræða. Sá
vafasami fjármálamaður Jezdimir
Vasiljevic snarar ekki út mörgum
milljónum Bandaríkjadala að gamni
sínu. Þegar ég dvaldi í Svartfjalla-
landi í fimm daga í byijun septem-
ber og fylgdist með upphafi einvígis-
ins reyndi ég einmitt að komast að
því hvað vekti fyrir honum með þessu
brölti og hver staða skákmannanna
sjálfra væri.
f grein í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins 13. september sl. setti ég
síðan fram ályktanir mínar um þessi
atriði sem voru í aðalatriðum:
1) Vasiljevic hefur byggt upp stór-
veldi með svartamarkaðsbraski sínu,
er tengdur vopnasölu og stuðlar að
brotum á viðskiptabanni SÞ. Margir
í Serbíu, líklega þeir sömu og for-
dæma stríðið, hafa litið hann hom-
auga og hann virðist vera að reyna
að bæta ímynd sína innanlands.
Ruddaleg framkoma hans í garð er-
lendra blaðamanna bendir hins vegar
ekki til þess að hann hafí gert sér
vonir um að hljóta lof í augum um-
heimsins.
2) Vasiljevic og hans nótar eru að
nota Bobby Fischer í áróðurstilgangi.
Vanhugsaðar yfírlýsingar þessa við-
kvæma einfara hafa því miður verið
vatn á myllu ofstækismanna.
Við þetta má bæta að sem að-
dáanda Fischers frá bemsku hefur
mér einkum fallið tvennt þungt: í
fyrsta lagi að hann skyldi fara að
halda á Ioft hugmyndum sínum um
gyðingasamsæri og staðfesta að hon-
um sé uppsigað við þann kynþátt. í
Serbíu og Svartfjallalandi er þjóðem-
ishatur útbreitt, það eru einkum
múslímar og Albanir sem verða fyrir
því. Þessi ummæli þjóðhetjunnar
réttlæta vafalaust slík viðhorf í hug-
um margra Serba. í öðru lagi að
hann skyldi heimsækja Slobodan
Milosevic, forseta Serbíu, og láta
mynda sig með honum. (Sjá Morgun-
blaðið 7. október.) Milosevic er ein-
mitt sá einstaklingur sem talinn er
bera mesta ábyrgð á hörmungunum.
Þetta breytir því þó ekki að
Bobby Fischer varð heimsmeistari
hér hjá okkur fslendingum árið
1972 og engin furða að við viljum
fá af honum fréttir, jafnvel þótt
daprar séu. Síðan 1972 hefur Fisch-
er ekki verið öfundsverður. Árið
1975 var hann sviptur heimsmeist-
aratitlinum, bæði vegna eigin stífni
og ítaka sovéska skáksambandsins
í Alþjóðaskáksambandinu FIDE.
Þess má geta að aðferðir sovéska
skáksambandsins hafa ávallt verið
mjög í anda sovéskrar harðlínu-