Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 37 Síðustu starfsár sín var Bergur aðstoðarmaður á Akranesbflnum, sem flytur mjólkurvörur frá sam- laginu þangað. Hann var þá orðinn mjög slæmur í fótum og átti erfítt um gang. Okkur samlagsfólkið furðaði oft þrautseigja hans og út- hald, sem sumt fólk yngra og hraustara mætti gjarnan hafa sér til fyrirmyndar. Því miður fengu Bergur og Nína allt of skamman tíma til að una saman ævikvöldinu í Ánahlíðinni. Sl. sumar kenndi hann þess sjúk- leika, sem nú hefur borið hærri hut. Með Bergi Sigurðssyni er geng- inn trúr og dyggur starfsmaður, góður drengur og gegn. Guði séu þakkir fyrir líf hans og starf. Eiginkonu hans, Jónínu Eggerts- dóttur, börnum, bamabörnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Góður Guð gefi ykkur styrk í sorginni og blessi minningar ykkar um allt hið góða sem fólst í samver- unni með honum á langri ævi. Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur en fegri er uppi runninn dýrðardagur hans hjá drottnin lifanda. (Jónas Hallgrímsson.) Kristin HaJldórsdóttir. Ég stóð ekki út úr hnefa þegar ég leit Berg í Laugarási fyrst aug- um, enda man ég ekki lengur þá stund. En ég man heldur ekki fyrr eftir mér en að Bergur mjólkurbfl- stjóri væri orðinn eitt af kennileit- unum í Hvítársíðunni, rétt eins. og Eiríksjökull og Strútur, Hafrafellið og Okið. Mér er það í fersku barns- minni þegar við pabbi fórum á gamla kubbnum með mjólkina í kerru niður á brúsapall í veg fyrir Berg. Hægt og bítandi skreið gamli grái Hensellinn niður Sfðuna, stans- aði við hveija heimreið, og út steig Bergur, svartur á brún og brá, stundum dimmur á svip en tillit augnanna bjart. Fá orð. Pípureyk- ur. Stórar loðnar hendur gripu þétt- ingsfast um handföngin á fímmtíu potta brúsanum, sem hann svipti upp á pallinn eins og ekkert væri, og skilaði öðrum tómum í staðinn. Þar við bættist svo afgreiðsla hans á ýmsum pöntunum úr Kaupfélag- inu; ijóma, skyri, vínarbrauði, koppafeiti, vinnuvetlingum, ljáum, hrífusköftum og gúmmískóm. Að ógleymdum Tímanum, samanbrotn- um inn í hvítan mattan pappír. Að endingu tók hann við bréfum í póst, og pöntunum til næstu ferðar. Allt- af jafn fús að gera vinum greiða í kaupstaðnum, spara þeim spor sem áttu sjaldan leið í Borgarnes. Kvaddi síðan og fór. Svo liðu árin. Mjólkurbrúsamir hurfu, og í takt við tímann tóku bændur að sía mjólkina sína ofan í stóra kælitanka. Gamli grái Hens- ellinn hvarf Iíka, og einn góðan veðurdag var Bergur mættur heim á hlað á Haukagili á tankbfl. Aftan úr honum leiddi hann gríðarlangan barka, sem stungið var ofan í tank- inn inn í mjókurhús, þaðan sem mjólkin sogaðist út í tankbflinn. Um þessa lífæð streymdi auðlind okkar sveitafólksins, viðurværi okk- ar og lífsbjörg. Á meðan mjólkin rann fylgdist Bergur með mælum og dælum, en hallaði sér þess á milli upp að tank- inum og lagði á ráðin um framtíð- arkvonfang ófermds sveitapilts sem vart hafði öðlast hvolpavit. Nefndi í þeirri andrá fönguleg fljóð af ná- grannabæjum og úr nálægum sveit- um sem fýsilegan ráðhag. Strák vafðist tunga um tönn, og Bergur kættist. Tók við bréfum í póst og afhenti önnur. Kvaddi og fór. Svona liðu ævidagarnir hjá eins og myndir á tjaldi. Og nú eigum við sem þekktum Berg aðeins minn- inguna um hann. En sú minning varir ævilangt, sveipuð borgfirsku sólskini og fjalladýrð. Ég bið góðan Guð að blessa þá minningu og geyma Berg í náðarfaðmi sínum um eilífð. Sigurður Jónsson, Odda. Minning Jónína Magnúsdóttir frá Bolungarvík Fædd 24. október 1912 Dáin 17. október 1992 Laugardaginn 17. október and- aðist á Fjórðungssjúkrahúsi ísa- fjarðar Jónína Magnúsdóttir frá Bolungarvík. Hún fæddist 24. október 1912 að Hanhóli í Bolungarvík. Foreldrar hennar voru Karitas Jónsdóttir og Magnús Ólafsson, en hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu að Hanhóli. Jónína giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Jóni Kr. Guðnasyni 15. októ- ber 1938. Eignuðust þau eina dóttir Karitas sem gift er Birgi Bjamasyni. Ömmu- börnin eru þijú og langömmubörnin fimm. Jónína var mikil félagsmálakona var virkur félagi í Kvenfélaginu Brautinni og Slysavamafélagi Bol- ungarvíkur, auk þess gekk hún til liðs við Sjálfsbjörgu eftir að það var stofnað og sat í varastjórn félagsins í mörg ár, hún bar hag Sjálfsbjargar mjög fyrir bijósti og var einstaklega gott að leita til hennar. Óteljandi eru þeir fallegu munir, sem hún vann á hinn árlega jólabasar okkar og var ekki slegið slöku við yfir sumarið þó aðrir fæm í frí. Sjálfsbjargarfélagar áttu þvi láni að fagna að hafa aðsetur í húsi þeirra hjóna við föndurvinnu og fyr- ir það erum við óendanlega þakklát. Stórt skarð er nú höggvið í félag okkar þar sem hennar nýtur ekki lengur við. Oft var glatt á hjalla í föndurher- berginu þar voru málin rædd og margar ákvarðanir teknar. Alltaf var jafn notalegt að loknu vinnukvöldi þegar þau hjón birtust í dymnum með kaffisopa, en samheldni þeirra hjóna var einstök, eins og heimili þeirra ber vitni um. Að leiðarlokum viljum við þakka Jónínu fyrir óeigingjarnt starf og allt það sem hún var okkur félögun- um. Annar tryggur félagi okkar Sig- ríður Magnúsdóttir lést 10. maí sl. og viljum við um leið þakka hennar störf í þágu félagsins, en hún og Jónína voru góðar vinkonur. Við eig- um eftir að sakna þeirra mikið og vitum að stólar þeirra verða vand- fylltir. Elsku Nonni, Kæja og fjölskylda við biðjum góðan Guð að vera með ykkur um ókomna tíð. Hvíli hún í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, i þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hafið þökk fyrir allt og allt. Sjálfsbjargarfélagar, Bolungarvík. Elskulega frænkan mín hún Ninna er látin. Hún kvaddi hljóðlega á sinn hæverska hátt viku fyrir átt- ræðisafmæli sitt. Hennar er sárt saknað af eiginmanni, dóttur og ættingjum öllum, en þakka ber liðn- ar ánægjustundir og ég veit að það gera ástvinir hennar allir. Æskuminningar mínar eru ná- tengdar Ninnu frænku og öllu góða, trausta móðurfólkinu mínu í Bolung- arvík. Á hvetju vori komum við mæðgur frá Akureyri til sumardval- ar hjá öðlingnum henni ömmu Jónu. Áð var á ísafirði hjá frændfólkinu þar og alltaf var tekið á móti okkur sem konungbornar værum af tak- markalausri gestrisni og væntum- þykju. I Víkinni biðu svo vinir í varpa og eftir marga og mikla ömmukossa var tekið á rás til Ninnu frænku og alls góða frændfólksins sem þama býr svo til á sömu þúfunni. Já, þetta fólk ásamt öðrum ættingjum og vin- um var stór þáttur í lífi okkar mæðgna. Ættartengslin voru treyst og ég skil betur núna en þá hversu mikilvæg þessi sumardvöl var okkur og hve fallega þær fóstursystur og frænkur ræktuðu vináttu sína. Ninna frænka var gift Jóni Kr. Guðnasyni og í mínum huga voru þau Ninna og Nonni óaðskiljanleg heild. Einstök samheldni, ást og umhyggja einkenndi alltaf hjóna- band þeirra og allt heimilislíf. Heim- ilishaldið hjá þeim var með sérstök- um myndarbrag. Snyrtimennskan var ótnileg og búskapur allur til sóma. Ég minnist þess er Ninna bar fram kræsingar úr búrinu sínu sem í mínum augum var heill töfraheim- ur, og var ég þó góðu vön. Ég minn- ist Ninnu við heyskap í Minni-Hlíð, þar sem hún gekk til verka af sömu elju og nákvaémni og að öðrum störf- um. Ég minnist þess_ að hún ein heyrði vélarhljóðið í „Álftinni" hans Nonna í órafjarlægð er hann var á leiðinni heim úr róðri þótt ekkert annað mannseyra fengi það greint. Ég minnist þess hvað þær hlógu dátt saman fóstursysturnar, og hve annt þeim var um að öllum í ættinni liði vel. „Jæja elska,“ sagði Ninna frænka og hló svo sínum dillandi hlátri og allt varð bjart. Þannig lifir hún í minningu minni, traust og hlý, létt í lund og létt á fæti. Einkadótt- ir Ninnu og Nonna, Karitas, hefur erft mannkosti foreldra sinna. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Bjarnason á Miðdal, ásamt bömun- um þremur eru þekkt fyrir gestrisni og höfðingskap og er þar merki ætta þeirra beggja haldið vel á lofti. Nú verður Ninna frænka kvödd hinstu kveðju í dag, en minningin um góða konu lifir. Elsku Nonna, Kæju og fjölskyldu bið ég guðs blessunar. Við Einar, Siggi og Heiða sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra í Vík- inni góðu. Stenný. Minning Elínborg Batseba Vagnsdóttír Fædd 9. desember 1933 Dáin 14. október 1992 Þann 14. október fengum við vin- konurnar í saumaklúbbnum þær fréttir að ein úr hópi okkar fimm, hún Bogga eins og hún var oftast kölluð, væri látin langt um aldur fram. Hún varð aðeins 58 ára. Hún hafði um tíma barist hetjulega við erfiðan sjúkdóm, sem að lokum lagði hana að velli. Bogga var fædd 9. desember 1933 að Osi við Amarfjörð. Foreldrar hennar vora Sólveig Guðbjartsdóttir og Vagn Þorleifsson og bamahópur- inn var stór. Eins og gefur að skilja í barnmargri fjölskyldu urðu allir að taka til hendi og hjálpast að við að framfleyta sér og sínum. Það varð hlutskipti Boggu að byija snemma að vinna fyrir sér. Dugnaður og áræði greiddu götu hennar til starfs hvar sem hún fór. Mikill uppgangur var í útgerð og Þó nokkuð sé um liðið síðan Björg Jónsdóttir í Haga kvaddi þennan heim langar mig að setja á blað orð i minningu hennar. Björg var sérstakur persónuleiki. Hún var ljósmóðir og allt í því starfi var gæfusamt en oft var leitað til hennar ef á bjátaði. Hún saumaði sár af snilld og margt sem hún hjálp- aði í fjarlægri sveit frá læknum þeg- ar eitthvað var að. Hún var með líkn- andi hendur sem margir nutu. Sem lítið bam var ég á hennar heimili og allt frá því var hún mér mjög góð og það sýndi hún best vet- urinn áður en ég fermdist. Þá var móðir mín veik og Björg bauð mér í nám á heimili sitt, sem ég verð alltaf þakklát fyrir, vegna þess að ég gat ekki verið burt frá mínu heim- fiskvinnslu í Ólafsvík á sjötta ára- tugnum og margir fluttu hingað til að taka þátt í störfum er tengdust sjósókn og úrvinnslu sjávarfangs. Bogga var ein þeirra og fluttist hing- að 1956. Vinnudagur karla og kvenna takmarkaðist sjaldnast við íjjörutíu stunda vinnuviku og vinnu- dagur Boggu var langur eins og annarra á þeim árum. Fljótlega eftir að hún fluttist hingað kynntist hún eftirlifandi eiginmani sínum, Ingólfí Gíslasyni og hófu þau búskap á æskuheimili hans við Ólafsbraut. Síðar byggðu þau myndarlegt ein- býlishús við Ennisbraut 37 og bjuggu þar alla tíð síðan. Böm þeirra hjóna urðu þijú, nú öll uppkomin. Anton Gísli er þeirra elstur, þá Vagn. Sambýliskona hans er Una Erlings- dóttir frá Eiðhúsum í Miklaholts- hreppi. Þau eiga unga dóttur, Snæ- dísi, augastein ömmu sinnar. Yngst barna Boggu og Ingólfs er Björk. Þau búa í Olafsvík. ili nema smá tíma af erfiðum ástæð- um. Og þann vetur kenndi hún mér ýmislegt í handavinnu, hekl og fleira, sem ég verð alltaf þakklát fyrir. Oft kom ég að Haga og fór alltaf með gleði og meiri þroska frá því heimili. Björg var sérstakur persónu- leiki, alltaf falleg og fín. Það var gaman að koma þar og spjalla um svo margt. Hún átti því láni að fagna á efri áram að sjá öll fallegu bama- bömin sín vaxa og var eðlilega stolt af þessum hóp. Um leið og ég hugsa með þakk- læti til okkar kynningar votta ég Bjarna, Kristínu og öðram aðstand- endum innilega samúð. Guð blessi minningu Bjargar Jóns- dóttur í Haga. Fríða. Við hús þeirra hjóna er snotur garður, er ber vitni um eitt af hugð- arefnum Boggu, fegram umhverfis og náttúruvemd. Þar eyddi hún mörgum stundum, hlúði að gróðri, gróðursetti plöntur fegraði og snyrti og naut þess að hvfla hugann frá daglegum verkefnum. Elja og vinnusemi Boggu var ein- stök. Vinnudagur utan heimilis oft- ast langur, en þrátt fyrir það og heimilisstörfn, sinnti hún fjölmörg- um áhugamálum sínum_ af kost- gæfni. Kvenfélag Ólafsvíkur, Rauðakrossdeildin og Slysavarna- deildin nutu sérstaklega krafta hennar. Dugnaður hennar, glaðværð og ósérhlífni urðu til þess að fjöl- mörg verkefni, stór og smá, hvfldu á herðum hennar. Á uppvaxtarárunum fyrir vestan hafði hún vanist því að drýgja tekjur heimilisins með fullvinnslu á ýmis konar aðföngum til matar og fjöl- breyttri handavinnu. Þeim venjum hélt hún í heimilishaldi sínu eftir að hún sjálf hóf búskap í Ólafsvík. Garðávextir, slátur, sultur og saftir úr villtum beijum entust árlangt. Og dæmafá vora afköst hennar í því sem hún kallaði frístundir sínar. Hún handpijónaði listilega mynstr- aðar pijónaflíkur og eftirspurn eftir þeim var mikil. Listrænt handbragð var ekki það eina sem vinir og kunn- ingjar nutu góðs af. Hún var vel hagmælt og setti saman ókjör af tækifærisvísum og ljóðum. Gjaman var farið í smiðju til Boggu er vant- aði gamanbragi og revíutexta að flytja í skemmtidagskrám félaga og klúbba. Þar naut sín skopskyn henn- ar og .hæfileiki til að skoða menn og málefni frá öðra sjónarhorni en venja var. Élínborg kom víða við í starf og leik. Hugðarefnin vora mörg og þeim sinnt af skyldurækni og áhuga, en eitt var þó starfið er gladdi hana trúlega mest. Hún vann við Bóka- safn Ólafsvíkur í 24 ár. Þar var hún á heimavelli. Samskiptin við safn- gesti og ánægjan við að leiða þá að fróðleik, skemmtun og fagurbók- menntum í metralöngum hilluröðum átti hug hennar í öll þau ár er hún starfaði þar. Bogga og fjölskylda hennar hafa verið nágrannar okkar og vinir fjöldamörg ár. En nánast kynntust við henni á 17 ára reglubundnum samverustundum, sem við leyfðum okkur að nefna saumaklúbb. Sauma- skapinn og handavinnu höfðum við kannski að yfirvarpi, en nutum þess að koma saman hver hjá annari til að njóta samvistanna, spjalla og kynnast. Þessar gamanstundir eiga sér 17 ára sögu og vora okkur ómet- anlegar. Við félagar og vinkonur Boggu þökkum henni samfylgd og samkennd í blíðu og stríðu. Vinátta hennar og lífsgleði var okkur ómet- anleg. Við sendum Ingólfi, bömum þeirra hjóna og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Hulda, Didda, Bía og Sissa. Andlátsfregn Elínborgar B. Vagnsdóttur kom ekki á óvart. Hún hafði gengið í gegnum erfið veikindi undanfarin misseri sem hún tókst á við með þeirri bjartsýni sem svo vel einkenndi hana. Elínborg hafði aðstoðað okkur um margra ára skeið í veiðihúsinu við Fróðá og það lá í eðli hennar að hvenær sem við þurftum á aðstoð að halda, á veiðitíma eða utan hans, tók hún erindi okkar alltaf af mik- illi ljúfmennsku, en jafnframt lét hún okkur líka vita ef eitthvað það var sem henni fannst að betur mætti fara. Þannig var hún vakandi um að allt væri í röð og reglu í veiðihús- inu okkar þegar gesti bar að garði. Við Fróðármenn söknum vinar í stað. Elínborgu þökkum við sam- fylgdina og biðjum henni blessunar Drottins. Eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra sendum við inni- legustú samúðarkveðjur. F.h. Fróðár hf. Jakob V. Hafstein. Kveðjuorð Björg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.