Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
19
Dunganon og samferðamenn
eftirAuði
Júlíusdóttur
Ég sá leikrit Bjöms Th. Bjöms-
sonar um Kari Einarsson Dunganon
nú á dögunum og hafði gaman af.
Þó bar þar dálítinn skugga á sem
varð mér tilefni til hugleiðinga um
þann mikla vanda sem höfundum
og leikstjórum er á höndum þegar
notað er fólk, lifandi eða látið, sem
fyrirmyndir að persónum í leikritum.
í leikriti þessu er nefndur til sög-
unnar Sjúrdur nokkur Paturson vall-
ari frá kirkjubæ. Fram kemur í leik-
skrá og í bók höfundar um verkið
að Sjúrdur þessi hafi verið samferða-
maður Karls Einarssonar um nokk-
urt skeið og með þeim hafi tekist
góð vinátta. Þessi persóna vakti
áhuga þar sem einn bræðra móður
minnar, sem borin er og barnsfædd
í Kirkjubæ í Færeyjum, hét einmitt
Sjúrður (skrifað með „ð“ sem er
færeyskur bókstafur rétt ens og ís-
lenskt ,,ð“) og bjó alla sína tíð í
Kirkjubæ. Nú vildi svo til að ég vissi
að sá maður, sem Karl Einarsson
bast vináttuböndum við, hét Siggert
en ekki Sjúrður og var reyndar föð-
urbróðir Sjúrðar. Lái mér hver sem
vill, en mér fundust þessi vinnubrögð
ekki bera vott um vandvirkni.
Kannski má rekja þennan nafnarugl-
ing til Sjö stafa kvers Halldórs Lax-
ness sem og viðtals við Karl Dungan-
on í Lesbók Morgunblaðsins 19.
febrúar 1950 en um þær heimildir
má e.t.v. segja að þar sé sannleikur-
inn ekki fólginn í staðreyndum eins
og höfundur kemst svo hnyttilega
að orði í lokaorðum bókar sinnar um
Dunganon.
Með öðrum orðum. Ég er einfald-
lega að fínna að því að höfundur,
sem í ágripi sínu af æviferli Dung-
anons leitast við að byggja á stað-
reyndum eins og framast er unnt,
skuli ekki í það minnsta hafa gert
sér far um að grafast fyrir um, hver
þessi persóna raunverulega var.
En hver var hann þessi Siggert?
í leikverkinu kemur hann fram sem
hálfgerður trúður. Kannski væri
ekki úr vegi að vita eitthvað um
þennan mann og lífshlaup hans. Ég
birti hér úrdrátt úr erindi sem Jóhan
Hendrik Poulsen, núverandi for-
stöðumaður Fróðskaparsetursins í
Færeyjum, hélt á kvöldvöku í
menntaskólanum í Þórshöfn árið
1978, um ferðalanginn Siggert Pat-
ursson frá Kirkjubæ.
„Færeyingar ferðast vítt og breitt
um heiminn í dag. Áður fyrr sigldu
menn og tóku sér staf í hönd og
fóru á flakk, en nú á dögum er al-
gengur ferðamáti að fljúga til fjar-
lægra landa.
Fremstur af öllum ferðalöngum
sem Færeyjar hafa fóstrað fyrr og
síðar mun hafa verið Siggert Paturs-
son frá Kirkjubæ. Hann fæddist árið
1870 og hlaut nafnið Sig’gert Oluf,
en sjálfur kallaði hann sig Siggert
0. Patursson í fyrstu bókum sínum.
Eftir skólagöngu, fyrst í Kirkjubæ
og síðar í Þórshöfn, hélt hann til
Svíþjóðar þá tæplega 19 ára gamall
og lagði stund á rússnesku þar í
landi. Að námi loknu hélt hann til
Síberíu og dvaldi þar í mörg ár og
ferðaðist vítt og breitt um landið.
Hann tók sér far með fljótabáti upp
stórfljótið Ob og hafði vetursetu hjá
innfæddum þar fyrir norðan til að
kynnast kjörum þeirra og aðstæðum.
Á þessum árum skrifaði hann bók á
dönsku sem gefín var út í Kaup-
mannahöfn í nokkrum bindum
1900-1901. Bókin sem ber titilinn:
„Siberien í vore Dage“ var lengi vel
eina heimildarritið á Norðurlöndum
um þetta stóra og óþekkta land. Þar
greinir frá spennandi ævintýrum
sem höfundur lendir í og einnig er
að finna haldgóðar upplýsingar um
landið, íbúa þess, náttúruna, samfé-
lagsaðstæður og margt annað.
Myndimar sem bókina prýða voru
lengi vel hafðar í dönskum skólabók-
um. Þótti undravert að svo ungum
manni hefði tekist að lýsa jafn vel
staðháttum og setja jafn lifandi á
blað það sem hann upplifði. Bókin
var þýdd á rússnesku.
Eftir Síberíudvölina fór Siggert
ALLT sem þu
VILDIR VITA UM
RAFMAGNIÐ EN...
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
-léttir þér lifið
Við bjóðum öllum íbúum á orkuveitusvœði Rafinagusveitunnar í
* *
OPIÐ HUS að Suðurlandsbraut 34 kl. 10:00 til 17:00 I DAG.
Þar gefst tækifæri til að svala forvitninni um ýmsa þætti í starfsemi
Rafmagnsveitunnar, t.d. um rafkerfi, þjónustutæki, rafmagnsnotkun
og ekki síst um kostnað. Hvað kostar til dæmis að baka, þvo og
þurrka? Kynnt verður mismunandi rafmagnsnotkun
"vísitölufjölskyldu", "eyðslufjölskyldu" og eldri borgara. Einnig er til
sýnis rafmagnsbíll og að sjálfsögðu eru í boði veitingar: gosdrykkir og
RR kökur.
til Færeyja árið 1895 og hélt sýn-
ingu á hlutum, búningum og amboð-
um frá Síberíu og eru þessir munir
varðveittir í Kirkjubæ hjá ættingjum
hans. Upp hefur komið sú hugmynd
að koma upp sýningu til minningar
um hann.
Til Síberíu lágu leiðir Siggerts
aftur. Þaðan heldur hann til Mong-
ólíu á hestbaki ásamt fýlgdarliði
yfir hinar miklu túndrur og heillað-
ist af stórbrotinni fegurð landsins.
Áfram er ferðinni haldið og nú eru
fararskjótamir kameldýr. Til Tíbet
kemst hann og þaðan til Mansjúríu
og gegnum Amurlandið til Kóreu,
Kína og Japan, en snýr síðan til
baka heim á leið. Næstu árin er
hann á stöðugum ferðalögum, m.a.
í Ameríku og Afríku. Með leyfi
stjórnvalda í Tyrklandi upp á vasann
ferðast hann til Jersúsalem, Palest-
ínu, Sýrlands og Mesapótamíu, fer
þaðan til Arabíu, Kúrdistan og Pers-
íu og verður stríðsfréttaritari í
Mansjúríu.
Hann er staddur í Rússlandi 1905
„Okkur íslendingum
leiðist ailur persónu- og
nafnaruglingur og það
sama á við um aðrar
þjóðir.“
þegar gerð var bylting sem barin
var niður af mikilli hörku. Tveimur
árum síðar eða 1907 gefur hann út
bók á sænsku, um 140 bls. að stærð,
sem hann tileinkar byltingunni:
„Ryssland • under
revolutionen" heitir hún og þótti
merkilegt heimildarrit."
Siggert hélt marga fyrirlestra um
ferðalög sín. í einum þeirra sem
hann hélt í Færeyjum árið 1925
greinir hann frá veru sinni meðal
heiðingja nyrst í Síberíu þar sem
frostið gat farið niður í 70 gráður
um veturinn, sem var ærið langur
eða níu mánuðir. Aðalfæða fólksins
þar var hrár fiskur og hrátt kjöt.
Síðar greinir hann frá þeirri hug-
mynd sinni, öllu heldur hugsjón, að
fá bundinn enda á öll stríð, hvort
sem þau væru af pólitískum eða trú-
arlegum toga spunnin. Hann heim-
sótti aðalstöðvar þjóðabandalagsins
í Genf, ræddi við embættismenn
stofnunarinnar og hlustaði á umræð-
ur þar. Hann sagðist ekki gera ráð
fyrir að heimsfriður kæmist á með
þeim hætti sem þeir í þjóðabandalag-
inu hugðust gera það, þ.e.a.s. með
því að láta lögin og réttinn sjá um
það. Það mundi aldrei takast, því
að hvað eru lög og réttur? Grundvöll-
urinn fyrir friði og sameiningu ætti
sér rætur í réttlætiskennd einstakl-
inganna, þeirri þörf sem þeir finna
innra með sér til að gera það sem
satt er og rétt.
Þótt Siggert Patursson hafi ugg-
laust verið sérkennilegur maður,
sem fór sínar eigin leiðir og trúði í
barnslegri einlægni á betri heim, þá
verðskuldar hann ekki að svo lítið
sé gert úr persónu hans eins og í
leikritinunu um Dunganon, jafnvel
ekki í þágu listrænnar sköpunar.
Auður Júliusdóttir
Siggert Patursson andaðist á
sjúkrahúsi við Eyrarsund í Dan-
mörku 1931 þá tæplega 61 árs. Þá
var hann búinn að leggja ferðastaf-
inn frá sér.
Höfuadur starfar i skrifstofu
Ríkisspítalanna.
ARGUS/SÍA