Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER'1992
~j~
H
n
MMGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR^4. OKTÓBER 1992
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmlr Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Skiptar skoðanir um
EES
Sú ákvörðun Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, þing-
manns Kvennalistans, að lýsa yfír
stuðningi við samninginn um Evr-
ópskt efnahagssvæði hefur að
vonum vakið mikla athygli. í
fyrsta lagi vegna þess, að
Kvennalistinn hefur hingað til
verið sá flokkur, sem mælt hefur
hvað harðast gegn EES og í öðru
lagi þar sem ágreiningur af þessu
tagi innan Kvennalistans hefur
ekki komið fram opinberlega til
þessa.
Ingibjörg Sólrún segir í sam-
tali við Morgunblaðið: „Þessi af-
staða mín hefur verið að mótast
talsvert lengi og ég hef lýst því
þannig að ég hafí setið á girðing-
unni milli já- og nei-afstöðunnar
og verið með fætuma sinn hvor-
um megin. Þetta var spurning um
að hrökkva eða stökkva. Ég legg
mikla áherslu á að haldin verði
þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-
samninginn og út frá því fór ég
að velta því fyrir mér hvort ég
myndi treysta mér að leggja til
við þjóðina, að hún felldi þennan
samning. Ég komst að þeirri nið-
urstöðu að ég gerði það ekki.“
Það væri mjög varhugavert að
túlka þá ákvörðun eins þing-
manna Kvennalistans að leggjast
ekki gegn Evrópska efnahags-
svæðinu þvert á vilja annarra
þingmanna flokksins, sem svo að
flokkurinn sé að klofna í málinu.
Samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið er víðtækasti við-
skiptasamningur, sem íslenska
þjóðin hefur nokkum tímann gert
og í nánast öllum stjómmála-
flokkum hafa deildar meiningar
verið um ákveðna þætti samn-
ingsins í mismunandi ríkum mæli.
Má þar nefna, að Halldór Ás-
grímsson, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, hefur talað á
jákvæðari nótum um samninginn
en margir aðrir framsóknarmenn.
Innan Sjálfstæðisflokksins
hafa einnig komið upp efasemda-
raddir þótt flokkurinn sem slíkur
og flokksforystan séu samningn-
um fylgjandi. Tveir fyirum þing-
menn flokksins, Guðmundur H.
Garðarsson og Pétur Sigurðsson,
hafa þannig í vikunni lýst yfír
efasemdum um ágæti samnings-
ins. Pétur segist ekki endanlega
vera búinn að gera upp hug sinn
til þess hvort samkomulagið sé
hagstætt en Guðmundur segist
hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að þetta sé ekki góður samningur
fyrir ísland og að rétt sé að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Kröfunni um þjóðaratkvæða-
greiðslu hefur einnig verið haldið
á lofti af einum þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins, Inga Bimi Al-
bertssyni, þó svo að hann hafí
ekki hafnað samkomulaginu sem
slíku.
Síðast en ekki síst hefur Eyjólf-
ur Konráð Jónsson, þingmaður
og fyrrum formaður utanríkis-
málanefndar Alþingis, lýst því
yfír, að hann telji samninginn
„þverbrot" á stjómarskrá lýðveld-
isins og látið í ljósi von um, að
hann verði ekki samþykktur á
Alþingi.
Þessi skoðanamunur innan
Sjálfstæðisflokksins um stefnuna
í Evrópumálum er ekkert eins-
dæmi, ef tekið er mið af stöðu
málsins innan annarra íslenskra
stjórnmálaflokka. Hann er aftur
á móti sérstaklega athyglisverður
þar sem færa má rök fyrir því,
að hann endurspegli í raun það
sem verið hefur að gerast hjá
borgaralegum flokkum um gjör-
valla Evrópu.
í Noregi hafa borgaralegir
flokkar hvorki verið samstiga í
afstöðunni til Evrópska efnahags-
svæðisins né aðildarumsóknar að
Evrópubandalaginu. Þannig hefur
Hægriflokkurinn verið hlynntur
frekari aðlögun að hinum evr-
ópska samruna en mikillar and-
stöðu gætt meðal kristilegra
demókrata og Framfaraflokksins.
Margir danskir hægrimenn höfðu
efasemdir um Maastricht-sam-
komulagið og þegar það sam-
komulag var borið upp til þjóðar-
atkvæðis í Frakklandi klofnuðu
hægriflokkamir tveir, RPR og
UDF, í afstöðu sinni til þess.
Skýrast hefur þessi ágreiningur
birst innan breska íhaldsflokksins
og hafa deilumar verið svo ramm-
ar, að John Major, forsætisráð-
herra, hefur ekki enn treyst sér
til að bera upp Maastricht-sam-
komulagið til staðfestingar í
breska þinginu.
Það hefur í raun verið regla
fremur en undantekning á hinum
borgaralega væng evrópskra
stjómmála, að ekki hefur náðst
fullkomin samstaða um þau skref,
stór sem smá, sem stigin hafa
verið í Evrópumálum. Sú stað-
reynd breytir hins vegar engu um
gildi samningsins fyrir Islend-
inga. Með samkomulaginu um
EES fáum við framgengt nánast
öllum kröfum okkar á viðskipta-
sviðinu án þess að taka þau skref
í átt að pólitískum samruna, sem
hvað mestur styrr hefur staðið
um annars staðar í Evrópu.
Það getur aldrei talist óæski-
legt í lýðræðisþjóðfélagi, að uppi
séu skiptar skoðanir um mál og
raunar er það óhjákvæmilegt,
þegar um jafn umfangsmikið mál
og Evrópska efnahagssvæðið er
að ræða. Morgunblaðið hefur áð-
ur hvatt til þess, að samningurinn
um Evrópska efnahagssvæðið
verði samþykktur á Alþingi og
skal sú afstaða blaðsins ítrekuð
enda eru viðskiptahagsmunir
okkar íslendinga best tryggðir
með þessum samningi svo og
tengsl okkar við önnur Evrópu-
ríki.
Quo vadis, Rússland?
Hvaða leiðir eru Rússum færar út úr því efnahagslega og
stjórnmálaiega öngþveiti sem núna ríkir í landinu? Hvert
stefnir þetta fyrrum miðstýrða heimsveldi kommúnista?
eftir Valerij Bérkov
Það hefur komið heldur óþyrmi-
lega í ljós, að allar forspár um póli-
tíska þróun í heiminum á síðustu
árum hafa reynst algjörlega hald-
lausar. Og ekki voru það neinir auk-
visar sem stóðu að þessum spám;
það voru hinir fremstu sérfræðingar,
afar virtir menn á sínu sviði.
Eiginlega ætti þetta að vera mér
víti til vamaðar þar sem ég er ekki
sérmenntaður þjóðfélagsfræðingur.
En ég er á hinn bóginn búsettur í
St. Pétursborg og fylgist því með
gangi mála innanfrá, líf þjóðarinnar
hversdagslega er minn hvunndagur,
og ég kemst naumast hjá því að
hugleiða það sem er að gerast í
kringum mig og eins það sem á eft-
ir að gerast. Eg get því ekki stillt
mig um að stinga niður penna um
álit mitt á ríkjandi ástandi og gera
tilraun til að draga upp skýrari mynd
af þeim hugsanlegu stefnum sem
þróun mála kann að taka hjá okkur.
Hér skal því reynt að setja fram
rökræna greiningu á stöðu mála.
í raun er um þijá meginþætti að
ræða í þróuninni innan þjóðfélags
okkar: Þar ber fyrst að telja lands-
menn sjálfa, yfírvöldin á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins og svo hugsan-
leg stjórnbyltingaröfl, þ.e.a.s. hina
herskáu stjómarandstöðu. Hver ein-
stakur þessara meginþátta gæti
hugsanlega aðhyllst tvenns konar
ástand, þ.e. að viðhalda status quo
og halda fast við óbreytta stöðu eða
þá á hinn bóginn að taka upp breytta
afstöðu og sýna vilja til að láta til
skarar skríða. Samspil þessara
þriggja meginþátta á í stórum drátt-
um eftir að ákvarða pólitíska þróun
mála hjá okkur í náinni framtíð.
Allt eftir þeim frávikum sem verða
kunna innan þessa samspils, má
búast við því að þróun mála í Rúss-
landi eigi í meginatriðum erftir að
taka á sig einhveija eina af þremur
hugsanlegum myndum.
Að þreyja þorrann
og þrauka
Það er hugsanlegt, að almenning-
ur í landinu ætli sér að halda áfram
að þrauka, að rikjandi stjórnvöld
haldi enn um sinn velli, þótt vitan-
lega megi gera ráð fyrir ýmsum
mannabreytingum í æðri stjómsýslu-
stöðum, uppstokkun innan stjómar-
innar og þess háttar; hugsanlegt að
ekki verði af annarri stjómarbylt-
ingu.
Vissuiega er það engin tilviljun,
að orðið þrauka er notað hér, því
segja má að allur almenningur í land-
inu búi yfírleitt við sult og seyru og
það reynir því afar mikið á þolin-
mæði fólks. Ástandið í landinu er í
einu orði sagt skelfilegt, á öllum
sviðum og í sérhveiju tilliti. Fram-
leiðslan dregst stöðugt saman; í sam-
anburði við laun fólks er verðlagið
svimandi hátt; vömverð hefur rokið
upp á þessu ári, hefur tífaldast eða
tuttugufaldast. Svo dæmi sé nefnt
voru útborguð laun háskólakennara
í St. Pétursborg í marzmánuði sl.
rétt rúmlega 1.600 rúblur, en þessi
upphæð umreiknuð í íslenzkar krón-
ur samsvarar u.þ.b. kr. 960 í mánað-
arlaun. Er það mikið eða iítið? Um
það geta menn sjálfír dæmt þegar
brauðhleifurinn hjá okkur kostar
orðið 11 rúblur, mjólkurlítrinn 12
rúblur, kíló af smjöri 290-320 rúbl-
ur, kg af kartöflum 17-18 rúblur,
kg af eplum 60-80 rúblur, eitt stk.
egg 3-6 rúblur og kíló af strásykri
er selt á 130-200 rúblur. Margar
tegundir matvöru eru skammtaðar,
en það táknar þó engan veginn að
það sé auðvelt að fá sinn skammt
af þessum vörum. Fólk verður stöð-
ugt að vera á höttunum eftir alls
konar hversdagslegri nauðsynjavöru
— stundum stendur baráttan um að
verða sér úti um matarolíu, stundum
gijónamat, stundum vindlinga o.s.
frv. Strásykur má heita ófáanlegur
í Stór-Rússlandi, margar fjölskyldur
hafa ekki getað keypt sér sykurögn
svo vikum skiptir og verður því ekk-
ert úr sultugerð þetta árið. Og þama
er verið að lýsa ástandinu í St. Pét-
ursborg sjálfiri sem þó nýtur um þess-
ar mundir verulegrar hjáipar erlend-
is frá hvað aðflutninga á matvöra
snertir. Úti á landsbyggðinni í Rúss-
landi er ástandið ennþá verra. í borg-
inni Ivanovo í Mið-Rússlandi er t.d.
kjötvara með öllu ófáanleg, eitt kg
af rúgbrauði, aðalnæring fátækl-
inga, kostar núna Í3,25 rúblur, en
kg af smjöri kostar þar 400-450
rúblur. Við erum orðin mesta „biðr-
aða“ þjóð í veröldinni. Hvert sem
maður snýr sér og hvað sem menn
ætla að taka sér fyrir hendur, er
allt orðið að meiriháttar vandamáli,
hvort sem um er að ræða föt, mat-
vöru eða benzín á bílinn. Núna ný-
lega stóð ég — eða öllu heldur sat
ég — í meira en fjórar klst. í biðröð
við benzínstöð til þess að geta keypt
40 lítra af benzíni á bílinn. Þannig
er þetta að verða á öllum sviðum.
Fátækt, atvinnuleysi, svartsýni
Framfærslukostnaður meðalfjöl-
skyldu í Rússlandi er um þessar
mundir talinn nema um 4.500 rúbl-
um á mánuði, en það táknar að rúm-
lega 90% landsmanna búa við kjör
sem eru mun lakari en opinberlega
viðurkennd fátæktarmörk. Og það
er reyndar ekki öruggt að fram-
færslukostnaðurinn sé rétt útreikn-
aður. Án afláts er í gangi orðrómur
um ennþá meiri verðhækkanir og
þessi orðrómur eykur enn á ringul-
reiðina og taugaóstyrk hjá fólki.
Nýleg skoðanakönnun í St. Péturs-
borg leiddi í ljós, að um 57% borg-
arbúa voru „svartsýnir á félagslegar
aðstæður", þ.e.a.s. álitu að efna-
hagsástandið ætti ennþá eftir að
versna til muna; 13% voru „bjartsýn-
ir á aðstæður" þ.e. þeir vonuðust til
að ástandið færi batnandi; 30% svör-
uðu „veit ekki“. Við þetta bætast svo
nokkrir veigamiklir þættir í aðstæð-
um fólks.
Allt frá því í borgarastyijöldinni
blóðugu í Rússlandi á árunum 1919-
1921 og nokkrum árum þar á eftir,
hefur atvinnuleysi yfírleitt ekki verið
teljandi í landinu um áratuga skeið.
Gífurleg fíárframlög árlega til her-
mála, fjármögnun ríkisins á tap-
rekstri fyrirtækja, þ. á m. á ríkisbú-
um og samyrkjubúum til sveita, og
lítil framleiðni — þetta allt varð til
þess að skapa skilyrði fyrir nægileg-
um fjölda vinnustaða í landinu. Núna
ganga hundruð þúsunda manna at-
vinnulaus og því er spáð að nokkrar
milljónir Rússa verði atvinnulausir í
náinni framtíð. Þau lágu laun sem
viðgangast hvetja menn ekki beinlín-
is til þess að leggja sig mikið fram
í vinnunni og afkasta eftir fremsta
megni. Ósjaldan verður maður var
við afstöðuna „hvers vegna í ósköp-
unum ætti ég að vera að leggja mig
sérstaklega fram fyrir þessi skíta-
laun sem ég fæ?“
Yfirlýstur vilji til einkavæðingar
fyrirtækja og hvatning yfirvalda til
fólks að sýna einkaframtak í verki,
hefur hingað til ekki leitt til neinnar
framleiðsluaukningar. Hins vegar
hafa ótal smáverslanir í eigu sam-
vinnufélaga eða í einkaeign sprottið
upp að undanfömu út um allt; oftast
eru þetta smásjoppur þar sem seldar
era vörur í miðlungsgæðaflokki eða
af lélegra taginu og þá helzt fram-
leiddar í Asíu, Tyrklandi, Hong Kong
eða í Singapore. Yfirleitt er þarna
höndlað með fatnað, skófatnað, am-
erískar sígarettur, franskt koníak og
annað þess háttar. Vöruverð í þess-
um smáverslunum er harla ævintýra-
legt miðað við vinnulaun alls almenn-
ings: Bláar gallabuxur eru seldar þar
á 1.200-1.700 rúblur, strigaskór á
2.200-2.700 rúblur, dúnúlpa á allt
að 10.000 rúblur, pakkinn af amer-
ískum sígarettum á 120 rúblur, 'h
kg af kaffí á 350-500 rúblur. Vitan-
lega eru það aðeins örfáir sem hafa
yfirleitt efni á að kaupa sér þennan
vaming.
Spekúlantar og stafkarlar
Nær óteljandi kauphöllum hefur
verið komið á fót, og er víst óhætt
að segja, að um þessar mundir séu
fleiri kauphallir starfandi í Rússlandi
en í öllum öðrum löndum heims til
samans. Eins er um ótölulegan grúa
af nýstofnuðum verzlunarfyrirtækj-
um sem einungis eru að koma í verð
þeirri kramvöru sem búið er að fram-
leiða en skapa ekkert nýtt eða nýtan-
legt. í landi, þar sem öll framleiðsla
dregst óðfluga saman, þar sem vör-
uskorturinn er með ólíkindum, er
erfítt að sjá nauðsyn þess að ýta
undir þess háttar starfsemi sem ein-
göngu miðar að því að skrúfa upp
verðlagið. En á hinn bóginn færir
þessi verziunarstarfsemi hinum nýju
„kaupsýslumönnum" okkar gífurleg-
an hagnað. Það er þegar tekin að
myndast stétt hinna nýríku, og eru
það helzt ungir menn sem aka um
í Mercedes og sýna öðrum samborg-
urum sínum óspart, að þeir hafí ríku-
leg auraráð. Það er staðfest mikið
og óbrúanlegt djúp milli hinna mold-
ríku spekúlanta og þeirratugmilljóna
bláfátækra puðara og ellilífeyrisþega
sem vart eiga sér málungi matar.
Þessar skyndilegu og augljósu and-
stæður innan samfélagsins ala mjög
á óánægju almennings, auka spenn-
una innan þjóðfélagsins.
í valdatíð kommúnista var Rúss-
land þó, þrátt fyrir allt, stórveldi, en
nú er svo komið, að landið getur
ekki einu sinni brauðfætt sína eigin
þegna; að vísu var tekið að flytja inn
korn í stórum stíl þegar í valdatíð
Níkitas Khrúsjtsjovs, en þá gat ríkið
þó alla vega borgað fyrir innflutning-
inn. Mjög mörgum Rússum fínnst
það meiriháttar auðmýking að leið-
togar landsins skuli núna ferðast um
heimsbyggðina með betlistaf og
framréttan lófa. Þetta háttarlag fer
ekki bara fyrir bijóstið á gamal-
reyndum fomkommum, allir fínna
fyrir þessari niðurlægingu.
Hvorki forseti landsins né ríkis-
stjóm hafa lagt fram fastmótaða
efnahagsáætlun fyrir Rússland,
þannig að almenningur í landinu
veit sáralítið um það, hvað muni
raunverulega gerast á sviði efna-
hagsmála í næsta mánuði eða jafn-
vel í næstu viku. Fólk bíður bara
uppgefíð og möglunarlaust eftir nýj-
ustu verðhækkunum. Enn sem kom-
ið er sézt engin minnsta skíma fram-
undan.
Þeim fer orðið fjölgandi sem láta
sig dreyma um hina hörðu hönd sem
stjómar ríkinu og kemur málefnum
þióðarinnar í skikkanlegt lag, agar
og typtir. Þeir eru ófáir sem full-
yrða, að það sem landið þarfnist
Boris N. Jeltsín Rússlandsforseti í hópi aðdáenda sinna i Moskvu. Forsetinn nýtur enn trausts rússnesku
þjóðarinnar en óvinsældir ríkisstjórnar hans fara hins vegar vaxandi með degi hverjum. Meginhluti þjóðar-
innar gerir sér þó ljóst að valdaklíkan gamla og þjóðernisöfgamenn hafa engar lausnir fram að færa.
mest um þessar mundir, sé leiðtogi
af Pinochet-manngerðinni.
Uppreisn og algjört stjórnleysi
Þá er það líka vel hugsanlegt að
þolinmæði fólks bresti og það fari
einfaldlega að láta sjálft til sín taka,
efnt verði til verkfalla, uppþota á
almannafæri og öðru þvíumlíku. í
því sambandi gæti þróun mála orðið
með ýmsu móti.
Skyndileg, óskipulögð óánægju-
uppþot gætu átt sér stað við mismun-
andi aðstæður, innan mismunandi
þjóðfélagshópa, á ýmsum stöðum í
landinu og á mismunandi tíma. En
slík uppþot gætu líka steðjað að frá
mismunandi aðilum og ólíkum stöð-
um samtímis. Af ýmsum ástæðum
er það þó heldur ólíklegt, en slík
dreifð uppreisn múgsins kynni að
skapa hreinasta öngþveiti í landinu
öllu og gæti hugsanlega leitt til
borgarastyijaldar. Flestum mun vera
þetta fullljóst og mönnum hrýs hug-
ur við tilhugsunina eina saman. Við
skulum vona, að menn geri sér grein
fyrir því, að rússneski ríkissjóðurinn
er tæmdur, ríkiskassinn galtómur,
þannig að séu gerðar kröfur til hans
um bættan efnahag almennings, þá
á ríkið engra annara úrkosta völ en
að setja seðlapressun á fulla ferð og
láta hana framleiða nýja milljarða
af verðlausum rúblum og kynda
þannig enn til muna undir verð-
bólgubálið. Og samt sem áður höfum
við alls enga tryggingu fyrir því að
þróunin í efnahagsmálum okkar taki
ekki skyndilega einmitt þessa stefnu
og allt endi í botnlausri óðaverð-
bólgu.
Gera má ráð fyrir því að rússnesk
stjómvöld hefðu þá a.m.k. fræðileg-
an möguleika á að bregðast við slíku
uppþoti fíöldans, ef af yrði, á tvo
vegu. Þau gætu þá annað hvort
sleppt því með öllu að sýna nokkur
viðbrögð — eða látið sér nægja yfír-
lýsingar einar saman, sem kæmi
nokkum veginn í sama stað niður.
Hugsanlegt er líka að stjómvöld
gripu til harðra aðgerða til að
stemma stigu við yfírvofandi öng-
þveiti og upplausn í ríkinu. En þann-
ig lagaðar aðgerðir kynnu hins vegar
að reynast áhrifaríkar einungis ef
út úr þeim kæmi fljótlega verulega
bætt efnahagsástand í landinu,
og/eða ef unnt yrði að hafa uppi á
einhveijum frambærilegum söku-
dólgum, sem óánægja þjóðarinnar
gæti fengið ærlega útrás gegn.
Slj ómarby lting hægri aflanna
Það er engan veginn loku fyrir
það skotið, að til stjómarbyltingar
komi, og eins er fremur sennilegt
að ekki verði veitt að minnsta kosti
mikil andstaða af hálfu margra aðila
gegn hugsanlegri stjómarbyltingu
(samanber það sem nefnt var hér
að framan um drauminn um rúss-
neskan Pinochet). Hins ber þó að
gæta, að Boris Jeltsín nýtur ennþá
trausts þjóðarinnar, þótt því sé ekki
að neita, að það traust fer þverrandi
með hveijúm deginum sem líður án
þess að nokkuð jákvætt gerist í
málefnum þjóðarinnar. Ríkisstjóm
hans nýtur á hinn bóginn lítilla vin-
sælda meðal alls almennings.
Það er heldur ólíklegt að slík
stjómarbylting yrði gerð af hálfu
vinstri aflanna. Komi til stjóm ar-
byltingar, þá verður hún framin af
hinum íhaldssömu öflum. Síðustu til-
burðir til að hrifsa völdin í Rússlandi
hafa sýnt fram á, að þessi öfl höfðu
ekki fram að færa neina uppbyggi-
lega áætlun um þjóðarhag og að þau
skorti einnig nægilega aðsópsmikla
leiðtoga sem allur almenningur bæri
virðingu fyrir. Því ber heldur ekki
að neita, að núverandi lýðræðissinn-
ar hafa engan veginn staðið sig
nægilega vel, og má raunar segja
að þeir hafi bragðist þeim vonum
sem bundnar vom við þá eftir hina
misheppnuðu tilraun íhaldssamra
fomkommúnista til stjórnarbyltingar
í ágúst í fyrra. En þrátt fyrir allan
pólitískan vanþroska, er meginhluti
þjóðarinnar samt nægilega viti bor-
inn til þess að láta sér skiljast, að
það em ekki hershöfðingjar af Mak-
asjov-gerðinni eða éinhveijir of-
stopafullir föðurlandsgortarar sem
færir era um að bjarga landinu út
úr ógöngunum; þetta lið hefur lítið
annað fram að færa en slagorð á
borð við „Rússland handa Rússum“
og annað í þeim dúr. Þess vegna er
„hörku“-stjómarbylting og valda-
taka með beinum ofbeldisaðgerðum
að vísu hugsanleg en samt ekki bein-
línis sennileg.
Miklu sennilegra er að gerð yrði
„mjúkhent" stjómarbylting, það er
að segja valdataka með meira eða
minna löglegum aðferðum. Þá yrðu
gefin ný loforð, nýjar áskoranir til
almennings fluttar af ríiikilli inn-
fjálgni, þjóðin á nýjan leik hvött til
að sýna nú stillingu og meiri þolin-
mæði.
Af þeim mögulegu leiðum sem
þróun mála í Rússlandi nútímans
kann að taka, er fyrstnefnda leiðin
að mínum dómi sú sennilegasta og
þrátt fyrir allt sú hagkvæmasta fyr-
ir land og þjóð. Ég segi þetta, jafn-
vel þótt þessi leið út úr öllum
ógöngunum sem við emm lent í,
kunni að vera seinfarin og sársauka-
full. Hún virðist þegar á allt er litið
sú eina sem raunvemlega er fær.
Þótt sú aðstoð sem við njótum um
þessar mundir frá vestrænum ríkjum
sé okkur afar mikilvæg, þá emm það
einungis við sjálf sem í reynd getum
leyst þau fjölmörgu vandamál sem
að okkur steðja. Við verðum að taka
á okkur þær píslir sem með þarf til
að komast út úr þessu hörmungar-
tímabili.
Land og þjóð rústir einar
Hin rúmlega sjötíu ára langa
óstjóm kommúnista hefur ekki ein-
ungis líf margra tuga milljóna manna
á samvizkunni, heldur hefur þeirri
gerræðisstjóm tekizt að eyðileggja
meðal fólksins suma af veigamestu
þáttum eðlilegs hugarfars. Má þar
nefna tiltrú manna á að viss réttindi
séu helg og verði ekki fótum troðin;
eðlilega hvöt mannsins til að hjálpa
náungum sínum, ósvikið stolt yfír
föðurlandi sínu, heiðarleg viðhorf til
þess starfs sem menn inna af hendi,
trúmennsku og starfsgleði, vilja til
fmmkvæðis, þá vissu að örlög þín
séu fyrst og fremst komin undir
hæfileikum þínum og viljafestu.
Það er því mín skoðun, að mikil-
vægasta og um leið erfíðasta verk-
efnið sem blasir við okkur Rússum
sé að breyta sálarlífi og hugarfari
þjóðarinnar til hins betra, fá fólkið
aftur til að trúa á mátt sinn og
megin en ekki á einhveija vitra og
velmeinandi leiðtoga í valdasessi sem
eigi að leysa öll vandamál alþýðu
manna. Það ætti ekki að þurfa neinn
óttalegan leiðtoga til þess að fá fólk
hreint og beint til þess að vinna
skikkanlega og samvizkusamlega.
Ekkert annað land á jarðríki er jafn
auðugt frá náttúmnnar hendi eins
og Rússland. Sé landinu rétt stjómað
og sé heiðarlega unnið, þá gæti
Rússland brauðfætt hálfa heims-
byggðina, hvorki meira né minna.
„Ekki verður Rússland skilið með
vitsmununum" skrifaði rússneskt
skáld fyrir meira en hundrað ámm.
Spádómar varðandi þróun mála í
hinu óútreiknanlega þjóðlandi okkar
hafa með réttu gjaman verið kallað-
ir pólitísk stjömuspeki. En stundum
kemur það reyndar líka fyrir að
stjömuspekingar reynast sannspáir.
Valerjj Pavlovitsj Bérkov er
fæddur í St.Pétursborg þar
sem hann er og búsettur. Hann
er prófessor í norrænum fræð-
um við Háskólann í St. Péturs-
borg og forstöðumaður Nor-
rænu stofnunarinnar. Höfund-
ur „íslenzk-rússneskrar orða-
bókar“ (1962) „Rússnesk-nor-
skrar orðabókar yfir fleyg
orð“ (1980), viðamikillar
„Rússnesk-norskrar orðabók-
ar“ (1987) og hefur skrifað
fjölda greina og bóka um norr-
æn fræði og almenn málvís-
indi. Hann hefur þýtt fag-
urbókmenntir á rússnesku,
m.a. Njálssögu, verk eftir A.
KieUand, S. Hoel, T. Vesaas svo
og eftir íslenzka nútimahöf-
unda. Meðlimur Norsku vís-
indaakadeniíunnar (frá 1988).
Aðalritari Rauða hálfmánans á Vesturbakkanum og- Gaza-svæðinu
Vinnum að bættum aðbúnaði
tólf þúsund samviskufanga
ÞUNGAMIÐJAN í starfi Rauða hálfmánans á Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu er að vinna að bættum aðbúnaði um 12.000 palestin-
skra pólitískra fanga í fangelsum I fsrael, segir Izzedin Aryan,
aðalritari samtakanna.
Izzedin Aryan er staddur hér á
landi í boði félagsins Ísland-Palest-
ína og Rauða krossins. Hefur hann
kynnt sér starf Rauða krossins á
íslandi og átt fundi með stjómmála-
mönnum, biskupi og fólki úr at-
vinnulífínu.
Aryan hefur verið aðalritari
Rauða hálfmánans á Vesturbakk-
anum og Gazasvæðinu frá árinu
1974. Um sjálfboðaliðastarf er að
ræða en aðalstarfí Aryans er að
reka lyfjafyrirtæki í Ramallah á
Vesturbakkanum. Á vegum líknar-
samtakanna starfa 120-130 manns
á þessu svæði. Einn helsti vandi
samtakanna er ijárskortur. Aryan
rekur hann til Persaflóastríðsins er
fíöldi Palestínumanna sem stutt
hafði líknarstarfið hraktist frá Kú-
veit.
Starf Rauða hálfmánans á her-
numdu svæðunum er einkum fólgið
í að sjá um sjúkraflutninga og
stuðla að bættum aðbúnaði palest-
ínskra fanga sem era í ísraelskum
fangelsum. Er það gert með því
t.d. að skipuleggja heimsóknir að-
standenda. Það starf er orðið ærið
umfangsmikið. Um 400-500 rútur
á mánuði fara frá hemumdu svæð-
unum til fangelsanna með fjölskyld-
ur fanga. Einnig útvega samtökin
föngum hlý föt „þótt það ætti að
vera í verkahring ísraelskra stjórn-
valda," segir Aryan.
Aryan segir að ástandið á her-
numdu svæðunum hafi lítið breyst
að undanförnu. Vonir vora bundnar
við að breyting yrði til hins betra
er stjórn Yitzhaks Rabins tók við í
ísrael. Segir hann að þær vonir
hafí ekki ræst. Um samskiptin við
ísraelsk stjórnvöld segir Aryan að
Morgúnblaðið/Emilía
Izzedin Aryan aðalritari Rauða hálfmánans á hernumdu svæðunum.
Rauða hálfmánanum sé á ýmsan
hátt gert erfitt fyrir. Hann vill þó
ekki ganga svo langt að fullyrða
að um opinbera stefnu sé að ræða.
í raun birtist andstaðan t.d. í því
að hermenn koma í veg fyrir að
sjúkrabílar geti komist inn á átaka-
svæði til að sækja særða.
Aryan segir að palestínskir póli-
tískir fangar í ísrael — samvisku-
fangar — séu 12.000 talsins. Um
helmingur þeirra fór fyrir nokkmm
vikum í mótmælasvelti vegna
slæms aðbúnaðar í fangelsunum.
Mótmælunum vær hætt fyrir
skemmstu er stjómvöld lofuðu við-
ræðum um úrbætur. * Mótmælin
náðu einungis til þeirra fanga sem
hlotið hafa dóm enn ekki hinna sem
eru í gæsluvarðhaldi.
Aryan segir að mikið megi fínna
að aðbúnaði fanganna. Gmndvall-
arkrafa þeirra sé að þeir fái sömu
meðferð og venjulegir ísraelskir
afbrotamenn. „ísraelar hafa svarað
því til að það gangi ekki. T.d. verði
af öryggisástæðum að halda sum-
um föngum í einangran. Það þýðir
að menn em hlekkjaðir jafnvel
áram saman einir í klefa án þess
að fá að sjá aðra fanga," segir
Aryan. Hann nefnir einnig sem
dæmi um meðferðina að föngum
sé haldið allt að tuttugu saman í
litlum loftlausum klefa.
215 kandídatar braut-
skráðir á Háskólahátíð
HÁSKÓLAHATÍÐ verður haldin
i Háskólabíói í dag, laugardaginn
24. október 1992 kl. 14 þar sem
kandídatar verða brautskráðir.
Athöfnin hefst með því að Elísa-
bet Erlingsdóttir, einsöngvari, syng-
ur við undirleik Onnu Guðnýjar Guð-
mundsdóttur píanóleikara. Háskóla-
rektor, Svenbjöm Bjömsson ræðir
málefni Háskólans og ávarpar kandí-
data og heiðrar síðan starfsmenn
Háskólans. Deildarforsetar afhenda
kandídötum prófskírteini.
Að lokum syngur Háskólakórinn
nokkur lög. Stjórnandi. kórsins er
Gyða Halldórsdóttir en í tilefni 20
ára afmælis Háskólakórsins leggja
nú einnig fyrrum kórfélagar og
stjómendur kómum lið.
Að þessu sinni verða brautskráðir
215 kandídatar og skiptast þeir
þannig: Embættispróf í guðfræði 5,
embættispróf í Iæknisfræði 1, kandí-
datspróf í lyfjafræði 2, BS-próf í
sjúkraþjálfun 2, BS-próf í hjúkrunar-
fræði 1, embættispróf í lögfræði 2,
kandídatspróf í viðskiptafræðum 28,
BS-próf í hagfræði 7, BA-próf í
heimspekideild 31, Cand.mag.-próf í
heimspekideild 4, MA-próf í heim-
speki 2, Bacc.philol.Isl.-próf í heim-
spekideild 3, B.Ph.Isl.-próf í heim-
spekideiid, lokapróf í verkfræðideild
1, BA-próf í félagsvísindadeild 66,
BS-próf í raunvísindadeild 19, M.S.-
próf í raunvísindadeild 3.
Auk þess hafa 37 nemendur lokið
viðbótamámi í félagsvísindadeild
sem hér segir: 12 hafa lokið námi í
hagnýtri fjölmiðlun, 1 hefur lokið
viðbótamámi fyrir skólasafnverði,
18 hafa lokið uppeldis- og kennslu-
fræðum til kennsluréttinda, 4 hafa
lokið námi í námsráðgjöf og 2 hafa
lokið starfsréttindanámi í félags-
ráðgjöf.
i