Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 4

Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Morgunblaðið/Sverrir Fór fram af háum kanti Það óhapp varð við verslunarmiðstöðina Grímsbæ í Fossvogshverfi síðdegis í gær að bifreið fór fram af háum kanti og hafnaði niðri á malbikuðu bílastæði. Að sögn lögreglunnar var eigandi bílsins að stíga út úr honum þegar hann hrasaði í hálku, hrökk þá bíllinn í gír og fór fram af kantinum í gegnum jámgrindverk. Eigandann sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur. Mikil mildi var að enginn skyldi verða fyrir bflnum þegar hann fór fram af háum kantinum. Stríðsgiæpanefnd brezka þingsins rannsakar mál Eðvalds Hinrikssonar Munum grípa til aðgerða teljum við það nauðsynlegt - segir John Mendelson, ritari nefndarinnar Stríðsglæpanefnd brezka þingsins hefur tekið til rannsóknar þær ásakanir um stríðsglæpi, sem settar hafa verið fram á hendur Eðvald Hinrikssyni (sem áður hét Evald Mikson). John Mendelson, rítarí nefnd- arinnar, segir að málið hafi komið til kasta nefndarinnar vegna þess að Eðvald hafi dvalizt í Skotlandi fyrir skömmu. Nefndin lætur mál meintra stríðsglæpamanna til sín taka og hefur meðal annars lagzt gegn því að menn, sem ásakaðir eru um stríðsglæpi, fái dvalarleyfi f Bretlandi. „Við höfum áhuga á þessu máli af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að það varðar stefnu brezkra stjómvalda um það að ekki beri að Ieyfa erlendum ríkisborgur- um, sem eru grunaðir eða sakaðir um stríðsglæpi, að dvelja í landinu. Þetta er spuming um hina almennu stefnu og ekki bundið við hr. Mik- son,“ sagði Mendelson í samtali við Morgunblaðið. „Hins vegar hafa okkur borizt skjöl, þar sem er að finna ásakanir á hendur Evald Mik- son. Við munum rannsaka þessi skjöl og grípa til viðeigandi aðgerða, telj- VEÐUR — Heimild: Veðurstofa islands (Byggt é veðurepé kl. 16.15 (gaw) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hitl +3 1 veður skýjað skýjað Bergen 6 skýjaó Helalnkl +1 léttskýjað Kaupmannahöfn e skúr Narssarsauaq +7 heiðskfrt Nuuk +6 skýjað Osló 3 súld Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Beriín 4 skúld Chícago 12 léttskýjað Feneyjar 14 þokumóöa Frankfurt 8 skúr Glasgow 6 mistur Hamborg 6 alakýjað London 8 skýjað Los Angeles 16 heiðskirt Lúxemborg 7 skýjað Madrid 14 hálfskýjað Malaga 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 0 léttskýjað New York 4 neioBKin Oriando 17 þoka Paris 11 skýjað Madeira 20 skýjað Róm 20 háHskýjað Vín 12 skúr Washington e heiðskírt Wlnnípeg +2 heiðskirt um við það nauðsynlegt." Mendelson sagði að sum þessara skjala væm frá Wiesenthal-stofnun- inni í Jerúsalem, sem upphaflega setti fram ásakanir á hendur Eðvald um stríðsglæpi í Eistlandi í seinni heimsstyijöld. „Rannsókn okkar er ekki lokið. Við höfum beðið um fleiri gögn, sem geta gefið mynd af ástandinu í Eistlandi á þessum tíma, eða upplýsingar um einstök atvik. Við höfum óskað eftir fleiri skjölum, til að fá fyllri skilning á atvikum eða athæfí, sem ásakanir hafa verið sett- ar fram um. Athugun okkar er ekki lokið, en við höfum mjög áhugaverð skjöl í fórum okkar,“ sagði Mendel- son. Hann sagði að þingnefndin kvæði ekki upp neinn dóm í þeim málum, sem hún rannsakaði, og gæti ekki kveðið á um sekt eða sakleysi manna. „Slíkt kemur til kasta dóm- stólanna. Við munum skoða einstök atvik og dæma um hvort um sé að ræða alvarlegar ásakanir, sem vísa eigi til réttra yfirvalda til frekari skoðunar," sagði Mendelson. Ýmsar aðgerðir af hálfu þing- nefndarinnar koma til greina að sögn Mendelsons. Þar á meðal er að taka mál Eðvalds upp í formi fyrirspurnar þingmanns til innanríkisráðherra. Einnig kæmi til greina að skrifa ís- lenzka sendiherranum eða jafnvel að kæra ákveðna ráðherra í brezku ríkisstjóminni, sem talizt gætu ábyrgir fyrir því að Eðvald fékk að dvelja í landinu. Loks gæti svo far- ið, að nefndin kæmist að þeirri nið.ur- stöðu að ekkert bæri að aðhafast. Mendelson sagði að eitt þeirra skjala, sem nefndin ætti eftir að kynna sér, væri skýrsla lögfræðing- anna Eiríks Tómassonar og Stefáns M. Stefánssonar um mál Eðvalds. „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfum, er ekki víst að við séum sammála þeirri aðferðafræði, sem þar er viðhöfð. Hins végar er þetta mjög mikilvægt skjal, þar sem ríkis- stjóm íslands bað um það. Við mun- um lesa það mjög vandlega," sagði hann. Aðspurður hver skoðun nefnd- arinnar væri á þeirri ákvörðun ís- lenzku ríkisstjórnarinnar að láta ekki fara fram opinbera rannsókn á máli Eðvalds, sagði Mendelson að málið hefði ekki fengið slíka með- ferð, hefði það komið upp í Bret- landi. „Sérhver ásökun um stríðs- glæpi er rannsökuð til fulls af viðeig- andi lögregiuembætti í Skotlandi og sé fótur fyrir slíku, leiðir það til málsóknar,“ sagði Mendelson. Stefnir í tvöföld- un nýrra mála hjá unglingaráðgj öf Á SÍÐASTA árí komu 146 ný mál til úrvinnsiu hjá unglingaráðgjöf Unglingaheimilis ríkisins í Síðumúla og var það um 20% aukning frá árinu 1990. Á þessu ári höfðu 146 ný mál verið tekin til meðferðar í júni síðastliðnum og stefnir í tvöföldu á þessu ári, að sögn Einars Gylfa Jónssonar, forstjóra Unglingaheimilisins. Um 60% unglinga sem leita aðstoðar eru frá heimilum þar sem foreldrar hafa slitið samvistir. Unglingaráðgjöfm veitir almenna göngudeildarþjónustu fyrir ung- linga í vanda og fjölskyldur þeirra. Þjónustan er ætluð öllu landinu og er þeim sem hana nota að kostnað- arlausu. Einar Gylfi sagði að starf- semin væri orðin það vel kynnt að fólk leitaði til hennar í auknum mæli. „Þá hefur það tíðkast undan- farin misseri að tekin eru fýrir til- tekin vandamál í samfélaginu, svo sem ofbeldi, sjálfsvíg og lystarstol, og við verðum vör við aukningu hjá ráðgjöfinni í kjölfari slíkrar umíjöll- unar,“ sagði hann. „Þá má ekki gleyma að það er efnahagskreppa í þjóðfélaginu, sem leiðir til aukins álags á fjölskyldur og einstaklinga, sem aftur eykur líkur á að upp komi vandamál svo alvarlegs eðlis að leita þurfi aðstoðar. Þetta gæti verið skýring á auknu álagi hjá unglingaráðgjöf." Margrét Halldórsdóttir, deildar- stjóri unglingaráðgjafar, sagði að sér virtist sem vandamál ungling- anna ættu ekki 'síður við um alla flölskylduna. „Kynslóðabilið er orð- ið mikið og fólk talar ekki lengur saman," sagði hún. „Fyrst í stað komu unglingar hingað beint inn af götunni en núna eru það foreldr- ar sem leita hingað vegna bam- anna, eða í um 60% tilfella. Er svo komið að langur biðlisti er eftir við- talstfma. Fyrir ekki svo löngu nægðu nokkrir viðtalstímar til að leysa vandamálin en núna eru við- fangsefnin flóknari og mun erfið- ari.“ Unglingarnir sem leita aðstoðar eru á aldrinum 13 til 18 ára og sagði Margrét að sér virtist sem skilnaður foreldra hefði ótrúlega mikil áhrif á böm og unglinga. „Vandamálin má oft rekja allt að 10 ár aftur í tímann þegar foreldr- arnir skildu og hreint ótrúlegt að bömin era enn að vonast eftir að þeir taki saman á ný jafnvel þó að slíkt sé óhugsandi," sagði hún. „Ætli það séu ekki um 60% þeirra sem til okkar leita sem eiga for- eldra sem hafa slitið samvistir." Hjá unglingaráðgjöfinni er lögð rík áhersla á að foreldrar eða ung- lingar leiti aðstoðar sem fyrst, áður en vandamálið er orðið þeim Qötur um fót. Féllúr stiga og ástúlku TVÆR stúlkur slösuðust um helgina þegar önnur féll úr stiga og lenti á hinni. Slysið varð síðdegis á sunnu- dag við fjölbýlishús í Álfheim- um. Önnur stúlknanna hafði læst sig úti og ætlaði hún að fara inn um glugga. Hún náði sér í stiga og fékk vinkonu sína til að styðja við hann. Þegar stúlkan var komin um þijá metra upp stigann féll hún úr honum. Hún lenti á vinkonu sinni, sem meiddist á baki og var flutt á slysadeild með sjúkrabfl. Hin stúlkan kvartaði undan eymslum í fæti og ók lögreglan henni á slysadeildina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.