Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 27. OKTÓBER 1992 íslenska hljómsveitin Ellefta starfsárið hafíð Ellefta starfsár íslensku hljómsveitarinnar hófst 20. september síðastliðinn, með tónleikum til heiðurs Jóni Þórarinssyni, tón- skáldi og tónlistarfrðmuði. Á sjöunda tug hljóðfæraleikara, ein- söngvara og tónskálda eru nú félagar í samtökum um hljóm- sveitina og stjórnendur hennar eru þeir Hákon Leifsson, Guð- mundur Oli Gunnarsson, Öm Óskarsson og Guðmundur Emils- son. Sigrún Eðvaldsdóttir, fyrsti konsertmeistari íslensku hljómsveit- arinnar, lék einleik með henni á starfsárinu 1982-83. Myndin er tekin á æfingu í íslensku óperunni. Hljómsveitin hefur ætíð skipað innlendri tónlist og tónlistar- mönnum í öndvegi. Svo verður einnig á ellefta starfsári. Laugardaginn 31. október, á íslenskum tónlistardegi, lýkur ári söngsins, en daginn eftir hefst Tónlistarár æskufólks með íjöl- skylduhátíð í Perlunni. Af því tilefni frumflytja félagar úr hljómsveitinni tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson við setningarat- höfn tónlistardagsins. Atli nefnir verkið „Forleik fyrir böm“, enda gerir hann ráð fyrir að böm á öllum aldri taki undir með hljóð- færaleikurunum með leikrænum tilburðum og söng. Stjómandi tónleikanna verður Hákon Leifs- son. Sunnudaginn 8. nóvember verður á ný leikin innlend tónlist sérstaklega samin fyrir böm, enda tónlistarár æskufólks hafíð. Hljómsveitin efnir til fjölskyldu- tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur- borgar klukkan 15.00. Öllum er heimill ókeypis aðgangur á með- an húsrúm leyfír. Þijú af þekkt- ustu tónskáldum þjóðarinnar, Atli Heimir Sveinsson, Leifur Þórarinsson og Þorkell Sigur- bjömsson, kynna ungum hlust- endum verk sín. Atli kynnir „Svítu úr Dimmalimm", bamale- ikritinu sígilda, Leifur kynnir „Bamalagaflokk" og Þorkell segir ævintýrið um „Rottufang- arann“, en það verk hans hefur ekki áður verið flutt. Auk fjölda- söngs tónleikagesta koma við sögu dansarar undir stjóm Auð- ar Bjamadóttur. Þriðjudaginn 1. desember verða haldnir fullveldistónleikar í Þjóðminjasafni íslands, helgað- ir aldarafmæli Inga T. Lárusson- ar, hins merka sönglagahöfund- ar. Hljóðfæraleikarar og ein- söngvarar úr röðum íslensku hljómsveitarinnar, með Elínu Ósk Óskarsdóttur fremsta í flokki, flytja þar mörg þekktustu laga tónskáldsins, auk annars efnis er sjaldnar heyrist. Á milli tónverka Qallar Jón Þórarinsson um æviatriði Inga. Hljómsveitin stóð fyrir tónleikum með svipuðu sniði 1. desember í fyrra er til- einkaðir vora Sveinbimi Svein- bjömssyni, tónskáldi og þóttu takast afar vel. Var þá ákveðið að gera fullveldistónleikana að árlegum viðburði í Þjóðminja- safninu og hljómsveitinni falið að sjá um þá. Síðdegis fímmtudaginn 31. desember, á gamlársdag, verður flutt í Bessastaðakirkju sérstök áramótadagskrá í tónum og tali. Hljóðfæraleikarar leika þá inn- lend verk er tengjast hugblæ áramótanna, jafnt verk yngri og eldri höfunda. Vakin er sérstök athygli á flutningi strengjakvart- etts eftir Helga Helgason, enn eins brautryðjandans í tónlist þjóðarinnar, en þetta fagra verk Helga var vakið af löngum svefni fyrir skömmu. John Speight leið- ir að lokum fyöldasöng við undir- leik hljóðfæraleikara. Sunnudaginn 24. janúar tekur íslenska hljómsveitin þátt í nýrri tónleikaröð Félags íslenskra hljómlistarmanna í sal félagsins við Rauðagerði. Á tónleikum hljómsveitarinnar verður ýmissa forvígismanna íslensk hljóðfæra- leiks getið og minnst og leikin tónverk er tengjast lífsstarfí þeirra. Hrafn Pálsson kynnir verkin. Sunnudaginn 28. febrúar kemur íslenska hljómsveitin fram á tónleikum ísMús-hátíðar- innar og kynnir þar innlenda og erlenda samtímatónlist. Hljóm- sveitin framflytur m.a. verk eftir argentíska tónskáldið Aliciu Terzian, sem hún samdi að eigin framkvæði nú í haust, eftir dvöl sina hér á landi í fyrra. Verkið er tileinkað hljómsveitinni og samið fyrir strengjasveit hennar og Sigurður Bragason, barítón- söngvara. Alicia er varaforseti alþjóða tónlistarráðsins. Sunnudaginn 21. mars verða haldnir djasstónleikar í FÍH- salnum við Rauðagerði. Sigurður Flosason, saxófónleikari og fé- lagi í íslensku hljómsveitinni, auk Áma Schevings, Bjöms Thoroddsens, Einars Vals Sche- vings og fleiri, leika íslenskan kammerdjass eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Tónleikamir eru helg- aðir minningu Gunnars Ormslevs sem hefði orðið 65 ára á næsta ári. Flutt verða tvö verk, fyrst „Samstæður" Gunnars Reynis, en það verk hefur ekki verið leik- ið á tónleikum um langa hríð, og síðan verkið „Að leikslokum", sem Gunnar Reynir tileinkaði einleikaramum Sigurði Flosa- syni. Föstudaginn 9. apríl, föstu- daginn langa, verður framhald á „Námum“ Islensku hljómsveitar- innar, menningarátaki sem hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju haustið 1988 er bára yfírskrift- ina„„Námur I“. Þá framflutti Kristján Jóhannsson söngdráp- una „Landnámsljóð", eftir Þorkel Sigurbjömsson við samnefnt ljóð Sigurðar Pálssonar en Gunnar Öm Gunnarsson gerði málverkið „Sjáðu jökulinn maður“. Efnt var til tónleikaraðarinnar „Náma“ til að minnast þess að senn eru 1000 ár liðin frá kristnitöku á íslandi. „Námur V“, sem frum- fluttar verða á föstudaginn langa 1993, byggja á ljóði Illuga Jök- ulssonar um aftöku Jóns Arason- ar, síðasta bískups kaþólskra á íslandi fyrir siðaskipti. Mist Þórkelsdóttir vinnur nú að tónverki við ljóð Illuga. „Nám- ur VT“ verða einnig framfluttar á þessum tónleikum. Þar yrkir Njörður P. Njarðvík um dauð- daga Jónasar Hallgrímssonar í ljóðinu „Enginn grætur". Hróðmar I. Sigurbjörnsson sem- ur tónverkið. Tveir myndlistar- menn koma einnig við sögu þennan dag og verða nöfn þeirra birt síðar. Að þessum tónleikum loknum er tónleikaröðin „Nám- ur“ hálfnuð, 18 listaverk af 36 hafa þá verið í smíðum. Sunnudaginn 9. maí kynnir Þorkell Sigurbjömsson þau tón- verk innlendra tónskálda er síðla vetrar verða valin til þátttöku á Tónskáldaþinginu í París í maí 1993. Eins verða kynnt nokkur þeirra innlendu verka er áður hafa komið við sögu þingsins og athygli vakið. Á tónleikunum verður einnig flutt tónverkið sem hlaut æðstu viðurkenningu tón- skáldaþingsins í ár, en það er eftir finnska tónskáldið og hljóm- sveitarstjórann Esa Pekka Salon- en. Sunnudaginn 17. júní lýkur ellefta starfsári íslensku hljóm- sveitarinnar með sérstökum heiðurstónleikum í tilefni aldar- afmælis Páls ísólfssonar tónlist- arfrömuðar, dómorganista og tónskálds. Efnisskráin verður kynnt síðar. Ástríðumar í dag- legu lífi og í listínni Íslensk-ítalskir söngtónleikar Á Selfossi og Húsavík og í Mývatnssveit KÁRI Friðriksson tenórsöngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikarí halda söngtónleika um þessar mundir. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Pascal Quignard: Allir heimsins morgnar. Skáldsaga. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning 1992. Þessi 80 bls. skáldsaga vakti gífurlega athygli í Frakklandi í fyrra og það er þakkarvert að hún skuli komin svo fljótt út í íslenskri þýðingu. Friðrik Rafnsson hefur lagt sig eftir að kynna vandaða Evrópuhöfunda og fer það vel úr hendi, einnig að þessu sinni. Allir heimsins morgnar er óvenjuleg skáldsaga. Stuttir kafl- amir bregða upp svipmyndum, oft ljóðrænum, en hér er fyrst og fremst um sögu að ræða. Kunnug- ir segja að áhrif barokktónlistar á höfundinn séu auðsæ, enda er hann annálaður áhugamaður um tónlist. Lesendur geta sjálfir skorið úr um hvort skáldsagan fjalli um list- ina eða ástina, en líklega væri sú niðurstaða næst sanni að hún sé um ástríður. Tónskáldið Sainte Colombe missir konu sína árið 1650. Þau hjón eiga tvær dætur, Madeleine og Toinette, sem búa hjá föður sínum. Ungur maður, Marin Mara- is, gerist lærisveinn Saint Colombe. Saint Colombe er ekki mönnum sinnandi vegna dauða konu sinnar. í minningu hennar semur hann tónverkið Tregagröfina. Síðan kemur að því að hún birtist honum. Fundur þeirra er rómantískur, en dauðanum hefur þó ekki tekist að þurrka burt hversdagsleikann. Tilmælum konungs um að koma að spila við hirðina vísar tónskáld- ið á bug. Veraldlegur frami bíður lærisveinsins. Samskipti Marins Marais við Madeleine og síðar Toinette era af toga ástríðunnar. í frásögninni af þeim vegur Pascal Quignard salt milli rómantískrar lífssýnar og raunsæis sem er á köflum hrana- legt og afhjúpandi. Vera má að töfrar sögunnar séu einkum fólgn- ir í þessari aðferð. Þegar Marais kveður ástvinu sína eftir að ástríðan er kólnuð segir hann: „Tár yðar era ljúf og hjartnæm. Ég fer frá yður vegna þess að bijóst yðar vitja mín ekki lengur í draumi. Ég hef séð önnur andlit. Hjörtu okkar era hungrað. Andinn er friðlaus. Lffíð er því fegurra sem það er grimmilegra, rétt eins og fómarlömb okkar.“ Svar hennar er ekki síður hrein- skilið: Pascal Quignard „Hættu þessu tali og hypjaðu þig!“ Sainte Colombe hefur ekki átt auðvelt með að tjá konu sinni ást sína með orðum. Orðin ná skammt. Tónlistin er tungumál tónskáldsins og með hana að vopni segir hann það sem honum býr í bijósti. Loka- kafli sögunnar er óður til tónlistar- innar. „Tónlistin er einfaldlega til svo segja megi það sem ekki verður orðað“, segir hið aldraða tónskáld við yngra tónskáldið sem nýtur hylli konungs. Frægðina og margt fleira kryfja þeir. Að raeða tónlist, skrifa um tón- Iist er að sjálfsögðu að ræða um lífið, ástríðurnar. Tónleikamir verða í Safnaðar- heimili Selfosskirkju þriðjudaginn 27. október kl. 20.30. í Samkomusal Bamaskóla Húsavíkur laugardaginn 31. október kl. 16.00 og í Skjól- brekkum Mývatnssveit sunnudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Tónleikamir verða eingöngu með íslensku og ítölsku efni, meðal ann- ars má nefna Maístjömu Jóns Ás- geirssonar, Hamraborg Sigvalda Kaldalóns, Verdi aríuna La donna e’mobile og L’ultima canzone eftir Tosti. Kári Friðriksson útskrifaðist sem tónmenntakennari 1988 og lauk 8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ári síðar. Síðan lá leiðin til Ítalíu þar sem hann stundaði framhaldsnám hjá tenórunum Pier Miranda Ferraro og Franco Ghitti. Undanfarin tvö ár hefur hann haldið nokkra tónleika og sungið í útvarpi, auk þess sem hann stundar kennslu og kórstjóm í Reykjavík. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám í tónlistarskólum í Þýskalandi. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með söngvurum og starf- ar nú sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. Nýhöfn Lokadag- ur Eddu VEGNA þátttöku Eddu Jónsdótt- ur í samnorrænni menningarhá- tíð í Lundúnum nú i nóvember, lýkur sýningu hennar í listasaln- um Nýhöfn einum degi fyrr en áætlað var eða í dag 27. október. í Nýhöfn hefur Edda sýnt akrýl- málverk og grafíkmyndir sem einn- ig munu verða á sýningunni í Butl- ers Wharf í Lundúnum. En sýning- in er hluti af íslenskri listahátíð í borginni. Listasalurinn Nýhöfn er opin alla virka daga nema mánu- daga frá kl. 12-18. Um helgar kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.