Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Um samkeppnisreglur EES_ og stærð íslenskra fyrirtækja — Fyrri grein eftir Bjarnfreð Olafsson Mikið hefur verið deilt um það undanfarið, hvort samningur um evr- ópskt efnahagssvæði (EES) standist íslenska stjórnarskrá. Nokkrir mætir menn hafa látið í ljós álit sitt á því máli og komist að mismunandi niður- stöðum. Málið er nokkuð flókið og eins og svo oft í lögfræði er hægt að rökstyðja niðurstöður á marga vegu. En hver sem niðurstaðan er verða rökin alltaf að vera rétt. Rök- semdir fyrir því að EES standist stjórnarskrána eru m.a. þær, að vegna smæðar íslenskra fyrirtækja sé mjög ólíklegt (eða útilokað!) að íslensk fyrirtæki falli undir sam- keppnisreglur EES, sbr. t.d. ummæli Hannesar Hafsteins í álitsgerð til utanríkismálanefndar og Davíðs Þórs Björgvinssonar dósents á borgara- fundi á Hótel Sögu 21. júní sl. Full- yrðingar á þessum nótum eru ein- faldlega rangar. Einnig eru mjög hæpnar fullyrðingar um að reglur um vald stofnana EFTA séu vel af- markaðar og að samkeppnisreglur EES séu ekki verulega íþyngjandi fyrir íslenska aðila, sbr. greinargerð „fjórmenninganefndar" utanríkis- ráðherra. Hér verður tæpt á því helsta er máli skiptir við skýringu á 53. grein samningsins. í seinni blaðagreininni verður fjaliað um 54. grein. Um 53. grein EES-samningsins Samkvæmt 53. grein EES-samn- ingsins eru samningar, samþykktir og samstilltar aðgerðir um verð, framleiðslutakmarkanir, fjárfesting- artakmarkanir, markaðsskiptingu o.fl. bannað. Þó þurfa þijár forsend- ur að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að framfylgja banninu. I fyrsta lagi þurfa að vera fyrir hendi, formiega eða óformlega, samningar, samþykktir eða sam- stilltar aðgerðir á milli fyrirtækja. („Heiðursmannasamkomulag" er nóg í þessu sambandi.) I öðru lagi þurfa aðgerðimar að geta haft áhrif á viðskipti milli aðild- arlandanna. Forsenda þessi felur í sér tilraun til þess að greina á milli þess hvenær EES-reglur gilda og hvenær gildi reglur einstakra aðild- arríkja. Þessi forsenda hefur verið túlkuð mjög vítt af EB. Bandalagið hefur m.a. talið það vera nægilega ástæðu til þess að mál falii undir samkeppnisreglur þess, að áhrif á viðskipti milli aðildarlanda væru möguleg í framtíðinni. Athugasemdir við eftirþanka Sigrún- ar Davíðsdóttur Sigrún Davíðsdóttir viðhafði eftir- farandi ummæli um störf mín sem blaðamanns í grein sinni Kappið og forsjáin sem birtist í Morgunblaðinu 24. október sl.: „Blaðakonan sem viðtalið tók hefði kannski getað leið- rétt misskilning ef hún hefði lesið grein mína aftur. í fyrri hluta grein- ar minnar sagði frá ákveðnu dóms- máli. í seinni hlutanum var sagt frá málum sem ekki voru dómsmál, því félagsmálanefndir sem höfðu með þau að gera komust að þeirri niður- stöðu að grunur um siflaspell ætti ekki við rök að styðjast." í tilefni þessara orða hennar er rétt að fram komi að þama var ekki um neinn misskilning að ræða. Það kemur fyrir lítið hve oft umrædd grein Sigrúnar Davíðsdóttur er lesin. Þeirri staðreynd verður ekki breytt að skjöl félagsmálanefnda eru jafn skila- og geymsluskyld og dómsskjöl- in. Þetta var mér kunnugt um þegar ég skrifaði viðtalið við Guðrúnu Jóns- dóttur félagsráðgjafa. í þriðja lagi þurfa aðgerðimar að hafa að markmiði eða leiða til þess, að samkeppni innan hins sameigin- lega markaðar skerðist. Til þess að skera úr um það er nauðsynlegt að afmarka sérstaklega þann markað þar sem áhrifa samkeppnishamlanna gætir í hveiju tilviki, þ.e.a.s. þann markað sem máli skiptir í einstökum málum. Undanþágxir 53. greinar EES-samningsins í 53. grein eru heimildir til þess að veita undanþágur frá hinum ströngu bannákvæðum þegar sýnt þykir, að jákvæð áhrif samkeppnis- hamla séu meiri en hin neikvæðu. Þetta gildir þegar samningar eða samstilltar aðgerðir stuðla að bættri framleiðslu eða vörudreifíngu eða efla tæknilega og efnahagslega framþróun. Er það algjört skilyrði að neytendur fái sanngjama hlut- deild í því sem ávinnst. Undanþág- umar eru yfirleitt bundnar einstök- um tilvikum en einnig eru undanþág- ur fyrir ákveðna flokka vöru og þjón- ustu. Mikilvæg undanþáguregla 53. greinar er minniháttarreglan (de minimis eða bagatel-reglan) sbr. 24. lið XIV. viðauka EES-samningsins, sbr. Stj.tíð. EB, nr. C 231, 12.sept- ember 1986, bls. 2. Minniháttarregl- an varðar aðeins 53. grein samnings- ins. Samningar um minna en 5% markaðshlutdeild á þeim markaði, sem máli skiptir, og þar sem heildar- velta fyrirtælqanna, sem hlut eiga að máli, er innan við 200 milljónir ECU (um 15 milljarðar ísl. króna) em að jafnaði undanþegnir banná- kvæði 53. greinar. Skilyrði fyrir und- anþágu skv. greininni er að bæði atriðin eigi við. Hafi fyrirtæki t.d. 10% markaðshlutdeild en heildar- velta þess nær ekki 200 milljónum ECU, þá á undanþáguákvæði minni- háttarreglunnar ekki við. Minnháttarreglan er aðeins við- miðunarregla. Það þýðir, að hún er ekki bindandi, heldur flokkast hún undir gerðir sem framkvæmdastjóm EB og eftirlitsstofnun EFTA eiga að taka tillhlýðilegt tillit til við túlk- un samkeppnisreglna (sbr. bls. 131 í V. hluta EES-samningsins.) Nánar um minniháttarregluna Þegar talað er um 5% markaðs- hlutfall eða 200 millj. ECU heildar- veltu fyrirtækja skiptir máli, hvort átt sé við hvert og eitt fyrirtæki eða samanlagðar tölur þeirra fyrirtækja sem gera samninga sín á milli, taka ákvarðanir eða gera samstilltar að- gerðir er falla undir 53. gr. samn- ingsins. í 5. grein laga um Þjóðskjalasafn íslands segir m.a. að sveitarfélög og stofnanir þeirra skulu afhenda Þjóð- skjalasafni skjöl sín. í 6. grein sömu laga er kveðið á um að skjölin skuli afhenda að jafnaði eigi síðar en þeg- ar þau hafa náð 30 ára aldri. Sam- kvæmt upplýsingum starfsmanns Þjóðskjalasafns eru svipaðar stofn- anir annars staðar í Evrópu ef eitt- hvað er háðar enn strangari reglum um þessi efni en gerist hér á landi. Þar eins og hér er afhendingaraðil- um óheimilt að ónýta nokkurt skjal í skjalasöfnum sínum nema heimild Þjóðskjalasafns komi til. Um aðgang að slíkum skjölum eru gjaman settar mjög strangar reglur þannig að menn ættu ekki að þurfa að óttast að slík skjöl séu „tekin fram“ af öðru tilefni. Með tiiliti til þessa má ætla að barátta þeirra sem yfirheyrðir voru saklausir um sifjaspeil hefði fremur átt að beinast að því að í skjölum þessum hefði komið óyggjandi fram sú niðurstaða að umræddir aðilar væru saklausir. Menn geta haft sínar skoðanir á lögum sem þessum, en það breytir því ekki að skylt er að fara eftir þeim svo lengi sem þau eru í gildi. Guðrún Guðlaugsdóttir „Má auðveldlega sjá að íslensk fyrirtæki á hin- um ýmsu sviðum geta hæglega flokkast undir samkeppnisreglur EES, sérstaklega þar sem vörumarkaðurinn er túlkaður svo þröngt sem raun ber vitni.“ A. Markaðshlutdeild Þegar minniháttarreglan talar um 5% markaðshlutdeild fyrirtækja, þá er bersýnilega átt við þá markaðs- hlutdeild sem fyrirtækin ná með samningnum, þ.e. sameiginlega markaðshlutdeild fyrirtækjanna. Þetta þýðir að einstakt fyrirtæki, sem er aðili að samning, þarf ekki að vera mjög stórt. Ef markaðshlutdeild fyrirtækja er 5% eða meiri tekur minniháttarregl- an ekki til þeirra, þ.e. mál þeirra heyra undir 53. grein EES-samn- ingsins óháð heildarveltu þeirra. Margir halda að hér sé átt við 5% markaðshlutfall á öllu EES-svæðinu, Skemmtilegur leikur eða gamal- dags hugsjón? eftir Kjartan * Olafsson og Lindu Óladóttur „Ja, þið þessir skátar, hlaupandi upp um ijöll og fírnindi í kolvitlausu veðri til þess eins að týnast og láta aðra skáta leita að ykkur. Svo þyk- ist þið í ofanálag vera að gera eitt- hvað merkilegt! Ykkur væri nær að vera heima og gera eitthvað að viti!“ Slíkar athugasemdir og ýmsar spurningar um skátastarfíð höfum við, og sennilega flestir skátar, heyrt. -- Hvaða hugmyndir gerir fólk sér um skátahreyfínguna? Margir sjá skáta fyrir sér sem fánabera 17. júní og sagan um skátann sem er að hjálpa gömlu konunni yfír götuna er sígild. Skátastarf er í rauninni flest annað en þetta. Hvað gera skátamir og hvert er markmið starfs þeirra? Upphaf skátastarfs í upphafi þessarar aldar stofnaði Bretinn Robert Baden Powell fyrstu skátasveitina í heiminum. Honum var ljóst að í ört vaxandi borgar- samfélagi var nauðsynlegt að búa unglinga vel undir lífíð við nýjar aðstæður í stöðugt flóknara samfé- lagi. Hann byggði starf skátanna á því að láta þá fá ábyrgð og áhuga- verð verkefni til úrlausnar. Síðast en ekki síst sá Baden Powell nauð- syn þess að rækta tengsl unga fólks- ins við náttúruna og kenna því að bjarga sér í því umhverfí sem það lifði í. Hugmyndir hans vom einfald- ar en árangursríkar og þær eiga við enn þann daga í dag. Skátahreyfingin er því fyrst og fremst uppeldishreyfing, en það að starfíð er bæði skemmtilegt og fræðandi fylgir með í kaupbæti. Markmið skátastarfsins Markmið skátastarfsins er skil- greint svo í lögum Bandalags ís- lenskra skáta: * „Bandalag íslenskra skáta hefur það markmið að þroska böm og ungt fólk til að vera sjálfstæðir, en það er helber misskilningur. Við ákvörðun á markaðshlutdeild þarf fyrst að afmarka þann markað sem skiptir máli hveiju sinni, þ.e. vöru- markaðinn og landfræðilega markað- inn. Ekki er hægt að útskýra þá markaði hér eins og æskilegt væri en við rannsókn á þeim hefur komið í ljós að smæstu markaðir geta fallið undir samkeppnisreglur EES. Almennt er mat á umfangi vöru- markaðarins, sem máli skiptir, mjög þröngt hjá EB og það er ótvírætt að skv. löggjöf bandalagsins hefur hann verið túlkaður þrengra en hægt er að færa rekstrarfræðileg rök fyr- ir. í dómi EB-dómstólsins í máli United Brands fyrirtækisins (DEB, mál 27/76, B 1978, bls. 207) voru t.d. bananar taldir tilheyra sérmark- aði þó aðrir ávextir hafí að vissu marki verið taldir geta komið í stað banana. Bananar og aðrir ávextir voru s.s. ekki taldir vera í beinni samkeppni. í svokölluðu Philip Morr- is máli (DEB, 17.09.80, mál 730/79, B 1980, bls. 2671) var litið svo á, að sígarrettur væru sérstakur mark- aður aðskilinn frá markaði fyrir vindla, pípur o.s.frv. Yfirleitt er auðveldara að afmarka hinn landfræðilega markað sem máli „Við sem höfum starfað í skátunum í mörg ár höfum verið svo heppin að fá að kynnast því sem starfið býður upp virkir og ábyrgir einstaklingar sam- félagsins." Markmiðum sínum reynir hreyf- ingin að ná meðal annars með hóp- vinnu, útilífí, ýmsum hagnýtum við- fangsefnum og þátttöku í alþjóða- starfi skátahreyfíngarinnar. Starfið í skátaflokknum Skátar starfa í 5-8 manna flokk- um í 11-15 ára krakka. Allir í flokknum hafa ákveðið embætti með höndum þannig að ábyrgðin á starf- inu skiptist á félagana. Flokkurinn skiptir sjálfur með sér verkum, einn er flokksforingi, annar honum til aðstoðar, síðan er áhaldavörður, rit- ari, varðeldastjóri, bryti og gjald- keri. Með starfínu í flokknum eflist félagsþroski unglingsins og hann lærir að vinna með öðrum og að taka tillit til skoðana annarra. Flokkurinn vinnur saman að lausn verkefna, bæði við undirbún- ing og framkvæmd. Ákvarðanir flokksins eru teknar .á lýðræðisleg- um grunni og allir hafa jafnan rétt til að koma skoðun sinni á framfæri. Skátar eldri en 15 ára starfa síð- an í dróttskátasveitum og sinna ýmsum öðrum verkefnum sem mið- ast við aldur þeirra. Margir ganga síðar til liðs við hjálparsveitimar. Fullorðnir skátar hafa rneð sér ýmis samtök og eru margir starf- andi í svokölluðu Sct. Georgsgildi sem em landssamtök. Útilífið Útilífíð er án efa öflugasta þro- skatæki hreyfíngarinnar og sá þátt- ur sem skilur skátastarfið frá öðm félagsstarfí. ÚtilegUr og gönguferð- ir efla Iíkamsþrek og andlegt heil- brigði skátanna, kenna þeim að ferðast • um náttúmna og að um- gangast hana af virðingu og tillits- semi. Einstaklingurinn lærir að bjarga sér án meðalatækni samfélagsins'. Aðlögunarhæfnin eykst sem og hæfíleikinn til að leysa vandamál, Bjarnfreður Ólafsson skiptir. EB-réttur gerir ráð fyrir að landfræðilegi markaðurinn nái til vemlegs hluta af hinum sameigin- lega markaði. Skilgreining á hugtak- inu „vemlegur hluti hins sameiginlea markaðar" hefur verið mjög teygjan- leg og virðist í reynd geta átt við smæstu markaði, svo framarlega sem þeir ém álitnir sérstakir afmark- aðir samkeppnismarkaðir. Líklegt er því þrátt fyrir smæð íslenska mark- aðarins að hann verði í mörgum til- vikum skilgreindur sem sérstakur landfræðilegur markaður. B. Heildarvelta fyrirtækja Ef minniháttarreglan er túlkuð þannig að hvert og eitt fyrirtæki verði að vera undir 200 milljónum sem aftur styrkir sjálfsmynd ein- staklingsins. Sjálf útilegan er há- punktur skátastarfsins og það töfra- tæki sem veldur einna mestu um það hve vel tekst til við að ná markmiðunum. Útilegan sameinar alla þætti skátastarfsins, hópstarfíð, verkefnin og útilífíð auk þess að styrkja vin- áttubönd skátanna. Kvöldvakan eða varðeldurinn er hápunktur útilegunnar. Þar sitja skátamir saman, flytja frumsamin skemmtiatriði, syngja og skemmta sér. Enginn horfír bara á, aHir verða að leggja sitt af mörkum. Skátaverkefnin Verkefni skátanna miða að því að kenna þeim ýmis störf, s.s. skyndihjálp, meðferð fánans, að klæða sig eftir veðri, matseld við frumstæðar aðstæður og að rata með hjálp áttavita og landabréfs. Inn í verkefnin fléttast svo söngur, sögur og leikir. Alþjóðlegt skátastarf Stærð skátahreyfingarinnar og útbreiðsla gefur íslenskum skátum tækifæri til að kynnast ungu fólki í öðrum löndum, lífsháttum þess og menningu. Skátar sækja mót í öðr- um löndum, skrifast á og kappkosta að eignast vini í sem flestum lönd- um. íslenskir skátar halda landsmót þriðja hvert ár. Næstá sumar munu skátar, bæði íslenskir og erlendir, flykkjast á landsmót skáta í Kjama- skógi við Akureyri. Skátastarf á íslandi í 80 ár í ár minnast íslenskir skátar þess að 80 ár eru liðin síðan fyrsta skáta- félagið var stofnað á Islandi. Skáta- félögin um allt land hafa minnst þess með ýmsum hætti, en hátíða- höldin munu ná hápunkti í kringum sjálfan afmælisdaginn, sem er 2. nóvember nk. Skátastarfið — uppspretta nýrra hugmynda Sumir eru þeim hæfileikum gæddir að fá ótölulegan fjölda hug- mynda, aðrir aðeins eina. Við sem höfum starfað í skátunum í mörg ár höfum verið svo heppin að fá að kynnast því sem starfíð býður upp á. Samt sem áður erum við enn að uppgötva nýjar hliðar á hugmynd Badens Powells. Vonandi ertu einhveiju nær um ævintýri skátastarfsins og kannski langar þig að taka þátt í því? Höfundar cru nemendurí Verkmenntaskólanum & Akureyri og sveitarforingjar í Sk&tafélaginu Klakki á Akureyri. Forsjáin o g kappið SKÁTAR i i i ) I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.