Morgunblaðið - 27.10.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
23
ECU, hvernig fer þá með samning
milli fyrirtækja annars vegar með
250 milljónir ECU og hins vegar 50
milljónir ECU í heildarveltu? Minni-
háttarreglan getur aldrei átt við ef
einn aðili samningsins er nógu stór
og skiptir smæð annars aðila þá engu
máli, ef samningurinn hefur viss
áhrif á markaðinn. — En hvernig fer
með samning milli fyrirtækja sem
bæði hafa 100 milljónir ECU í heild-
arveltu, — þ.e.a.s. er hægt að túlka
regluna þannig að átt sé við saman-
lagða heildarveltu? í raun er eðli-
legra að túlka hana þannig, enda er
það í samræmi við túlkun á hugtak-
inu „markaðshlutdeild", en ekkert
afgerandi kemur fram um það í
greinargerð með reglunni í Stj.tíð.
EB, danska fræðiritinu EF-Karnov
eða annars staðar þar sem um þetta
er ijallað. Þetta er þó ekki algjört
lykilatriði fyrir smærri fyrirtæki, því
minniháttarreglan er viðmiðunar-
regla eins og áður segir og því gætu
samningar fyrirtækja með lága heild-
arveltu hæglega átt við 53. grein
samningsins ef þeir hefðu einhver
áhrif á markaðinn sem máli skiptir.
Af því sem að ofan er ritað sést
að íslensk fyrirtæki þurfa ekki endi-
lega að vera svo stór til að flokkast
undir 53. grein samningsins. En það
er einnig staðreynd, að mörg íslensk
fyrirtæki velta árlega milljörðum ís-
lenskra króna, eða allt að 23 milljörð-
um, sbr. yfirlit í 9. tbl. Ftjálsrar versl-
unar 1991.
Niðurstöður
Þær órökstuddu fullyrðingar
manna að minniháttarreglan komi í
veg fyrir (eða ólíklegt sé) að 53.
grein taki til íslenskra fýrirtækja
vegna smæðar þeirra eru settar fram
af miklu ábyrgðarleysi. Sé hvorugt
eða annað tveggja skilyrða minni-
háttarreglunar fyrir hendi geta ís-
lensk fyrirtæki flokkast undir 53.
grein EES-samningsins. Málum er
því ekki þannig háttað, eins og svo
oft hefur verið haldið fram, að fyrir-
tæki þurfí bæði að hafa yfir 5%
markaðshlutdeild og yfir 200 milljón-
ir ECU í heildarveltu til að 53. grein
taki til þeirra. Af ofanrituðu má auð-
veldlega sjá að íslensk fyrirtæki á
hinum ýmsu sviðum geta hæglega
flokkast undir samkeppnisreglur
EES, sérstaklega þar sem vörumark-
aðurinn er túlkaður svo þröngt sem
raun ber vitni. Við mat á landfræði-
lega markaðinum kemur í Ijós að
smæstu markaðir skipta máli svo
framarlega sem þeir hafa áhrif á
viðskipti milli aðildarlanda EES.
Eftirlitsstofnun EFTA og dómstól-
ar EFTA koma til með að fara með
mál íslenskra fyrirtækja, sem vænd
verða um að bijóta gegn samkeppnis-
reglum EES-samningsins.
Sérstaklega ber að athuga það,
að þar sem minniháttarreglan er ein-
ungis viðmiðunarregla þá eru eftir-
litsstofnun og dómstóll EFTA alls
ekki bundin við skilyrði greinarinnar.
Það væri því hægt að fella íslensk
fyrirtæki undir samkeppnisreglur
EES hvort sem þau næðu áður-
nefndri stærðargráðu reglunnar eða
ekki. Einnig er mikilvægt að EB
hefur túlkað sambærilegar sam-
keppnisreglur Rómarsáttmála þann-
ig, að reglur sáttmálans eru frekar
Hallgrímskirkja
318. ártíð
Hallgríms
Péturssonar
í dag, 27. október, er dánardagur
Passíusálmaskáldsins, Hallgríms
Péturssonar, en hann lést á Ferstiklu
á Hvalíjarðarströnd árið 1674.
í Hallgrímssöfnuði héfir þessa
dags ætíð verið minnst með guðs-
þjónustu sem líkastri því, sem sungin
var á tímum hans.
í kvöld kl. 20.30 hefst guðsþjón-
ustan að þessu sinni. Nýstofnaður
barnakór kirkjunnar syngur þar í
fyrsta sinn lítið tónverk undir stjórn
Kristínar Sigfúsdóttur. Mótettukór
Hallgrímskirkju syngur að öðru leyti
við messuna undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Séra Karl Sigurbjöms-
son prédikar, en að öðru leyti þjónum
við, prestar safnaðarins, við guðs-
þjónustuna.
Ég vil hvetja sóknarbörn Hall-
grímssafnaðar og aðra velunnara
kirkjunnar að koma til þessarar
messu og flytja Drottni lof og dýrð,
og færa þakkir fyrir líf og starf hins
ástsæla skálds, ég minnist orða séra
Matthíasar:
Hér er guðlegt skáld er svo vel
söng
að sólin skein í gegnum dauðans
göng.
Ragnar Fjalar Lárusson.
látnar gilda en ekki þegar um vafa- M
atriði er að ræða.
Hvernig samkeppnisreglur EES
hafa verið rangtúlkaðar svo sem raun
ber vitni veit ég ekki. En það er ljóst
að eyða verður þeim alvarlega mis-
skilningi að samkeppnisreglur EES
komi ekki til með að hafa teljandi
áhrif á íslensk fyrirtæki. Sérstaklega
er brýnt að gera sér þetta ljóst í
umræðunni um stjórnarskrána og
EES-samninginn.
820 FERMETRAR
Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði.
Húsnæðið er nú tilbúið til afhendingar.
Áhvílandi eru hagstæð langtímalán til
15 ára, afborgunarlaus í 2 ár.
Söluverð 26,9 millj. Útborgun 4,9 millj.
Nánari upplýsingar í síma 812300.
Höfundur er að fjúka laganámi.
EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR
LIKA NYBAKAÐ
HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað .
Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum
á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt
og ilmandi hvítlauksbrauð.
H«tS
BAGERi
Kno blauchbutter
d hvíd,ogssmor
ÖRKIN1012-