Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 27
MORGqNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 27 Nýr meirihluti á danska þinginu Farið að stytt- ast í stjórnar- tíð Schliiters? Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. MARGT bendir til, að stjórnarskipti geti verið á næsta leiti í Dan- mörku eftir að þrír flokkar, sem ekki eiga aðild að stjórninni, náðu saman um afstöðuna til Evrópubandalagsins, EB. Er um að ræða Jafnað- armannaflokkinn, Sósíalíska þjóðarflokkinn og Radikale venstre, sem hingað til hefur stutt ríkisstjórn íhaldsmannsins Pouls Schluters með hlutleysi sínu. Reuter Helmut Kohl flytur ræðu á þingi CDU í Diisseldorf i gær. Þessir þrír flokkar hafa meirihluta á danska þinginu og ríkisstjóm íhaldsflokksins og borgaraflokksins Venstre á því ekki annarra kosta völ vilji hún sitja áfram en gera stefnu þeirra að sinni í þeim viðræðum, sem framundan eru við Evrópubandalagið um sérkröfur Dana. Oddvitar stjóm- arinnar, þeir Schliiter forsætisráð- herra og Uffe Ellemann-Jensen utan- ríkisráðherra, hafa þó tekið tillögun- um vel en flestum finnst sem ríkis- Kohl boðar skattahækk- anir vegna sameiningar Diisseldorf. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði á þingi Kristilega demókrataflokksins (CDU) í gær að væntanlega yrði að hækka skatta í Þýskalandi til að standa straum af kostnaði vegna samein- ingar landsins, fyrr en árið 1995, eins og stjórn flokksins hafði sam- þykkt um helgina. Kohl sagði að auka yrði tekjur ríkisins til að það gæti staðið undir skuldabyrði fyrrum Austur-Þýska- lands, en greiðslur af henni hefjast 1995. „Nú er stund sannleikans runnin upp,“ sagði kanslarinn í ræðu sinni en hann hefur fram til þessa ekki viljað hvika frá því kosningalo- forði sínu árið 1990 að ekki þyrfti að hækka skatta vegna sameining- arinnar. Kohi kynnti fimm liða áætlun til að bregðast við vandanum og felst í henni m.a. að dregið sé úr niður- greiðslum, almennar launahækkanir verði „hóflegar", útgjöld ríkis og sveitarfélaga skorin niður, yfirstjóm ríkisins minnkuð og að sérstöku millifærslukerfi milli ríkra og fá- tækra sambandslanda verði komið á. Þá mættu allir gera ráð fyrir því að bera auknar byrðar vegna sam- einingarinnar. Þó að kanslarinn hafi ekki kynnt nein frekari efnisatriði áætlunar sinnar hafa fulltrúar samstarfs- flokka CDU í ríkisstjóm þegar mót- mælt henni harðlega og sagt hana ógna stjórnarsamstarfínu. Kohl var endurkjörinn formaður flokksins í gær með 91,5% atkvæða. Það vakti meiri athygli að Volker Riihe vamarmálaráðherra sem nefndur hefur verið sem arftaki Kohls náði ekki kjöri sem einn af fjórum varaformönnum flokksins. stjórnin hafí verið auðmýkt. Það, sem meðal annars bendir til, að flokkamir þrír hafi hug á ríkis- stjórnarsamstarfi, er, að Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem var lengi ákaf- ur andstæðingur aðildar að Evrópu- bandalaginu, styður hana nú að upp- fylltum vissum skilyrðum varðandi Maastricht-samninginn og einn frammámanna radikala sagði, að nú væri kominn fram meirihluti, sem gæti til dæmis komið saman fjárlög- um ef með þyrfti. Ekki er samt lík- legt, að neitt gerist í þessum málum fyrr en tamíla-skýrslan verður birt í nóvemberbyrjun en þar er um að ræða mál, sem verið hefur fyrir dóm- stólunum og snýst um umdeildan brottrekstur tamílskra flóttamanna frá Danmörku. Er talið hugsanlegt, að Schliiter forsætisráðherra neyðist til að segja af sér vegna hennar. Ekki er hægt að segja, að tillögur flokkanna þriggja í EB-málum komi á óvart. Þær eru samhljóða því, sem Schluter hefur verið að ræða um. Hafnað er sameiginlegum gjaldmiðli og seðlabanka, sameiginlegri utan- ríkis- og vamarstefnu og einnig lagst gegn sameiginlegum ríkisborgara- rétti allra íbúa EB-ríkjanna. Einn stjórnar- flokka Sviss hafnar EES Einn af fjórum stjórnarflokk- um Sviss, Þjóðarflokkurinn, samþykkti um helgina að beita sér fyrir því að Svisslendingar höfnuðu aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. desember. Ræðumenn á þing- inu sögðu að með því að ganga í EES myndu Svisslendingar fórna fullveldi sínu fyrir skammtíma ávinning á efna- hagssviðinu. Annar stjórnar- flokkur, Sósíalistaflokkurinn, samþykktu hins vegar að styðja aðild að EES. Þar með hafa þrír af stjórnarflokkun- um fjórum tekið afstöðu tii málsins. Róttækir demókratar ákváðu í síðustu viku að styðja EES en Kristilegir demókratar taka afstöðu í næstu viku. Varað við Egyptalands- ferðum Bandarísk, bresk og ástr- ölsk yfirvöld hafa varað þegna sína við ferðalögum til Efri- Egyptalands og annarra svæða þar sem strangtrúar- menn múslima hafa látið að sér kveða. Hafa þeir staðið fyrir árásum á ferðamenn og morðum. Varað er sérstaklega við ferðum til héraðsins Minya og Assiut, einkum til borgar- innar Dayrut. Ekki er hins vegar varað við ferðalögum til Luxor, Aswan-stíflunnar og pýramídanna. UTSALA - UTSALA Kommúnistar og ný-fasistar Sameinast gegn Jeltsín forseta Moskvu. Rcuter, The Daily Telegraph. RUSSNESKIR ný-fasistar og kommúnistar stofnuðu um helgina Þjóð- frelsisfylkinguna, sem berst fyrir afsögn Boris Jeltsíns, forseta Rúss- lands. UTSALANIFULLUM GANGI NYIR SKOR A VERKSMIÐJU- VERÐI BEINT FRÁ PORTUGAL Forystumenn nýja bandalagsins sátu fyrir framan fána Sovétríkjanna fyrrverandi og keisarahers Rúss- lands á stofnfundinum, sem 1.400 þjóðernissinnar og kommúnistar sóttu. Á meðal forystumannanna eru nokkrir herforingjar. „Bandaríkin skipulögðu og stjóm- uðu hruni Sovétríkjanna," sagði einn ræðumannanna, þjóðemissinninn Ní- kolaj Lysenko. „Við emm Rússar. Við viðurkennum aldrei sjálfstæði Ukraínu og Hvíta-Rússlands.“ Þjóðfrelsisfylkingin sór hollustu við sovésku stjómarskrána og flestir ræðumannanna sögðu að helsta tak- markið væri að koma Jeltsín frá. Vladíslav Terekhov, leiðtogi svo- kallaðs Hermannasambands, sagði að Þjóðfrelsisfylkingin myndi stofna félög út um allt Rússland til að skipu- leggja fjöldamótmæli. Terekhov seg- ir að um 10.000 manns séu félagar í Hermannasambandinu en erfitt er að meta hversu 'mikinn stuðning hann og aðrir leiðtogar Þjóðfrelsis- fylkingarinnar geta fengið frá al- menningi. Leiðtogar fylkingarinnar virðast treysta meira á áhrif sín inn- an hers og lögreglu en stuðning al- mennings. Fjöldahreyfingar hafa að minnsta kosti hingað til ekki haft mikið að segja um umbótaþróunina í Rússlandi. Mikil óeining hefur ríkt á meðal þjóðernissinna jafnt sem umbótasinna. Jeltsín virðist stafa meiri hætta af fulltrúaþinginu, æðstu löggjafar- samkundunni, sem kemur saman 1. desember. Forsetinn efndi á sunnu- dag til skyndifundar með helstu ráðgjöfum sínum til að ræða hvemig koma mætti í veg fyrir að afturhald- söflin næðu yfirhöndinni á fundi þingsins. Rússneska fréttastofan Int- erfax hafði eftir embættismönnum að Jeltsín væri að íhuga að víkja Jegor Gajdar forsætisráðherra frá eða tilnefna einhvem annan í nýtt embætti sem yrði valdameira. Gajdar sagði hins vegar að forsetinn hefði sagt á fundinum að hann treysti enn stjóminni og engar róttækar breyt- ingar yrðu gerðar á henni fyrir fund fulltrúaþingsins. Fulltrúaþingið var kjörið árið 1990 og er skipað mörgum kommúnistum. Stjómmálaskýrendur segja að sá möguleiki sé fyrir hendi að Jeltsín efni til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 1. desember um nýja stjórnarskrá, sem hefði í för með sér að fulltrúa- þingið yrði lagt niður og boðað til nýrra þingkosninga. N Nú: 2.490.- ATHUGIÐ: UTSALAN STENDUR AÐEINS í ÖRFÁA DAGA Þessir tveir eru abeins brot af úrvalinu sem er á verksmibjuútsölunni Nú: 1.490.- heilsutöflur punktanudd í sóla stær&ir: 36-46 litir hvítt og svart Laugavegi \ 1 sími: 21675

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.