Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.10.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER1992 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra Yirk samkeppni í vöru- flutningum er aðalatriði HÆKKUN skipafelaganna á farmgjöldum var rædd utandagskrár 1 gær. Þingmenn átöldu mjög skipafélögin og þá sérstaklega Eimskipa- félag íslands. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að skipafélög- in eigi ýmsum spurningum ósvarað, t.d. hvað hafi skyndilega gerst sem hafi valdið því að fyrirtækin söðla samtímis um og leggja sam- keppni til hliðar. Viðskiptaráðherra mælir ekki með beinni íhlutun nema önnur úrræði dugi ekki. Aðalatriðið sé að komið verði á heil- brigðri samkeppni. 6% hækkun hefðu gefíð fyrir umræddum breyt- Málshefjandi Svavar Gestsson (Ab-Rv) rifjaði upp að fyrir nokkr- um dögum hefði Eimskipafélag ís- lands hf. tilkynnt um hækkun á flutningsgjöldum fyrir stykkjavöru allt á bilinu 4-11% Næmi hækkun- in að meðaltali um 6% og tæki gildi frá og með 2. nóvember. Nokkrum dögum síðar hefði fyrirtækið Sam- skip hf. tilkynnt að það myndi hækka um jafnmikið og Eimskip. Þar með væri ljóst að allir flutning- ar á stykkjavöru yrðu 6% dýrari frá 2. nóvember ef ekki yrði gripið til sérstakra ráðstafanna og þessi hækkun stöðvuð mej) samþykkt í Verðlagsráði. Svavar Gestsson minnti á að Eimskipafélag íslands hefði um 65% af öllum flutningum til lands- ins og Samskip hefðu nokkurn veg- inn allt það sem á vantaði. Svavar sagði að forstjóri Eimskips réttlæti hækkun á fragtflutningunum með því að fyrirtækið yrði að skila 10-11% hagnaði. Svavar fullyrti að meirihluti þjóðarinnar teldi það óeðlilegt að Eimskipafélagið næði fram slikum hagnaði miðað við all- ar aðstæður og það sem ræðumað- ur nefndi „markaðsráðandi að- stöðu“ fyrirtækisins. Þar að auki hefði fyrirtækið komið sér upp mjög skýrri einokunaraðstöðu á öðrum sviðum með tengslum við önnur stórfyrirtæki. Svavar innti viðskiptaráðherra eftir því hvort ráðherrann ætlaði sér að stöðva þessa hækkun. í sínum huga væri bersýnilegt að félögin hefðu haft samráð sín á milli um þessa hækk- un og þar af leiðandi gæti Verð- lagsráð stöðvað þessa hækkun. ingum á fragtgjöldum s.s. að mikil samkeppni á þessu ári hefði leitt til þess að meðalflutningsgjöld hjá Eimskipi hefðu lækkað um 4,2 fyrstu 9 mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og sambæri- leg lækkun hjá Samskipum væri um 9%. Talsmenn fyrirtækjanna teldu og að afkoma fyrirtækjanna hefði verið óviðunandi á þessu ári. Hagnaður Eimskips hefði verið 18 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins og á sama tíma hefðu Sam- skip tapað 130 milljónum króna. Einnfremur teldu talsmenn fyrir- tækjanna það fram að samdráttur hefði verið í flutningum á þessu ári. Hjá Eimskipi næmi hann um 10% en heldur minna hjá Samskip- um. Viðskiptaráðherra taldi líklegt að mönnum myndi sýnast sitt hvað um þessar röksemdir. En það væri Jón Sigurðsson Halidór Blöndal ur verði kannaðar nánar. Það er í raun ekki hin tilkynnta verðhækk- un sem slik sem væri aðalefni þessa máls heldur möguleiki fyrirtækisins til að taka ákvörðun um verðlags- breytingar á tillits til markaðar- ins.“ Viðskiptaráðherra sagði að Verðlagsráð hefði haft ofangreint í huga á fundi sem haldinn var síð- astliðinn föstudag. Viðskiptaráð- herra greindi ennfremur frá því að siglt í kjölfarið. Þetta nefndi Össur m.a: „óeðlilegt samr- áð; siðlaust samráð". Össur gat ekki betur séð en hækkun skipafélaganna væri „fullkomið Svavar Gestsson *3rot °S v>ð Wjót- um að gera þær kröfur að þessi hækkun verði dreg- in til baka“. Össur sagði hækkun farmgjalda stafa einvörðungu af því að þetta félag nyti einokunarað- stöðu. Össuri var það huggun og fagnaðarefni að fyrir þinginu lægju frumvörp sem væntanlega gætu skilið á milli þeirra tveggja þrepa sem þetta félag hefði tangarhald á. Það er bæði flutningsins og af- fermingarinnar. Þannig og einung- is þannig gætum við séð til þess að ný félög kæmu og raunveruleg samkeppni gæti orðið. Guðni Agússtson (F-Sl) sagði ljóst að „óskabarn þjóðarinnar" teldi mikilvægt að hleypa af stað skriðu verðhækkanna. Það yrði að fresta þessum hækkunum. Eimskipafélag Islands yrði að sætta sig við það að bíða eftir tillögum og niðurstöð- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Samráð óheimilt Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra vildi að það kæmi fram að Verðlagsráð hefði haldið sérstaka fundi um tilkynningu skipafélag- anna um þessa hækkun fragt- gjalda. Verðlagsráð hefði ákveðið 14. febrúar síðastliðinn að gefa verðlagningu á farmgjöldum skipa- félaga fijálsa samkvæmt heimild í lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. Þessi ákvörðun hefði verið tekin með hliðsjón af samkeppnis- aðstæðum, til þess að efla virka samkeppni og stuðla að lægra verði. Þessi ákvörðun hefði tekið gildi 1. apríl og í samþykkt Verð- lagsráðs segði m.a: „Hvers kyns samráð skipafélaga sem stunda farmflutninga um verð, viðskipta- kjör og markaðsskiptingu er óheim- ilt.“ Viðskiptaráðherra taldi rétt að fram kæmi hveijar ástæður for- ráðamenn Eimskips og Samskipa ástæða til að hugleiða þær og skoða. Ekki hvað síst væri það íhugunarefni að með beitingu ýmiss konar afsláttar hefðu skipafélögin í reynd lækkað farmgjöldin. Viðskiptaráðherra dró enga dul á það að sú farmgjaldahækkun sem skipafélögin hefðu tilkynnt vekti upp spurningar um hvort virk sam- keppni ríkti á markaði áætlanasigl- inga um þessar mundir. Viðskipta- ráðherra sagði að svo yrði að líta á að Eimskip væri markaðsráðandi fyrirtæki; með 65% markaðshlut- deild, aðeins einn stóran keppinaut og verulegar hindranir væru á að- gangi nýrra fyrirtækja að markað- inum. Markaðsyfirráð væru í sjálfu sér ekki bönnuð heldur misbeiting þeirra. Það lægi ekkert fyrir um það að Eimskip hefði með ákvörðun sinni verið að misbeita stöðu sinni á markaðinum. „Hins vegar gefur staða fyrirtækisins og tildrög þeirr- ar ákvörðunar sem tekin var, til- efni til þess að samkeppnisaðstæð- á fundi ráðsins hefðu menn verið sammála um að nauðsynlegt væri að afla frekari gagna frá skipafé- lögunum og að ráðið myndi koma saman síðar í vikunni til að ijjalla nánar um þetta mál. Það yrði t.d. hugað sérstaklega að því hvers vegna skipafélögin hefðu ekki dregið úr þeim afslætti sem þau hefðu veitt fremur en að breyta almennt gjaldskránni. „Óskabarn" spillir samstöðu Össur Skarphéðinsson (A-Rv) þakkaði Svavari Gestsyni fyrir að hafa vakið máls á þessu mikilvæga máli. Og viðskiparáðherra fékk þakkir fyrir svörin. Össur lét þá skoðun í ljós að nú væri þjóðarsam- staða um að vinna sig út úr þeim vanda sem atvinnulíf landsmanna væri í. En „svokallað óskabarn þjóðarinnar, Eimskipafélagið hefur forgöngu um að ijúfa samstöðuna í fæðingu með því að hækka farm- gjöld". Samskip hefðu svo síðan um, þjóðarsátt sem aðilar vinnu- markaðarins væru að reyna að ná. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sagði að „þessi dæmalausa hækkun“ dragi athyglina að fá- keppni og einokun á þessum mark- aði. Sú spurning hlyti að vakna hvort ekki væri um að ræða sam- stilltar aðgerðir. Miðað við núver- andi aðstæður í íslensku efnahags- líf væri þessi „sjálftaka hagnaðar" út í hött. Það væri ekki eðlilegt að einn aðili hefði sjálfdæmi um gjald- skrá í krafti markaðsráðandi að- stöðu. Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir (SK-Vf) gagnrýndi „mark- aðslausnir ríkisstjórnarinnar". Fyr- irtækin ættu að spjara sig. Markað- urinn ætti að ráða. Eimskip væri með yfírburðastöðu á markaðinu. Eimskip réði markaðinum. Hún vakti athygli á því að Eimskip væri ekki enn rekið með tapi og hefði náð góðum hagnaði á undaf- ömum árum. Skipafélög til eftirbreytni Halldór Blöndal samgönguráð- herra saknaði þess að það hefði ekki komið fram í þessari umræðu að farmgjöld skipafélaganna hefðu lækkað verulega á undanfömum árum, um 35% síðastliðnum fímm árum. Samgönguráðherra vildi einnig benda á það að Samskip hefðu staðið mjög myndarlega að strandflutningum eftir að hafa tek- ið við hlutverki Ríkisskipa. Nú treystu Samskip sér ekki til að halda uppi þessu þjónustustigi. Samgönguráðherra vildi benda á að fyrirtækin yrðu að geta staðið undir sér ef hugmyndin væri að halda uppi sterkum og öruggum samgöngum með félögum okkar sjálfra. Halldóri þótti leiðilegt að - heyra það frá Össuri Skarphéðin- syni að sérstakt markmið væri að | að setja hömlur við fákeppni og sjá til þess að erlend félög kæmu hing- að. Hann áminnti tilheyrendur um að útgerðinni í nágrannalöndum væri hyglað með skattaívilnunum. Samgönguráðherra ítrekaði lof sitt til skipafélaganna fyrir árangur sem náðst hefði með 35% lækkun farmgjalda. Slíkt væri lofsvert og hann gaf sterklega til kynna að verslunin, milliliðirnir mættu nú reyna ná viðlíka árangri. „Og ég er raunar þeirrar skoðunar að kaup- mennirnir geti vel tekið á sig þá hækkun þó einhver verði á farm- gjöldum til landsins." Svavari Gestssyni þótti ræða samgönguráð- herra mjög sérkennileg. Ráðherr- ann snerist öndverður gegn þeirri samkeppni sem hann sjálfur væri að gera tillögu um með aðild að evrópsku efnahagssvæði, EES. Nú væri krafíst fóma af öllum lands- mönnum. En þá risi upp ráðherra og „tæki upp hanskann fyrir sjálf- tökuliðið og segði: „það má hækka fragtirnar““. Ef ríkisstjómin og stjómarliðið ætlaði að taka með svona „loppnum hætti á þessu gengi,“ þá myndi hún ekki ráða við neinn vanda í þessu þjóðfélagi. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra ítrekaði að Verðlagsráð myndi afla sér frekari gagna um þróun farmgjalda, um þá lækkun sem hefði orðið fyrr á árinu og til- drög þessarar hækkunar sem hefði nú verið tilkynnt. Skipafélögin yrðu m.a. innt eftir eftir því hver hefði verið aðdagandi þeirrar verðlækk- unar sem hefði orðið á árinu? Hvemig hefði verðlækkunin verið framkvæmd í einstökum vömflokk- um? Hvers vegna væri staðið með öðmm hætti að verðhækkuninni nú, en þeirri verðlækkun sem orðið hefur jafnt og þétt það sem af er árinu? Það sem þyrfti að leiða í ljós, væri hvort Eimskip væri í þeirri aðstöðu á markaðinum að geta breytt farmgjöldum á þess að þurfa að taka nokkurt tillit til umhverfís- ins. „Sé það rétt að lækkanir á árinu hafí orðið vegna samkeppni, eins og félögin halda fram, hlýtur sú spurning að vakna hvað hafí skyndilega gerst sem hafði valdið því að fyrirtækin söðla nú um sam- tímis og leggja samkeppni til hlið- ar. Það verða Verðlagsráð og Verð- lagstofnun að upplýsa og gera við- eigandi ráðstafanir í samræmi við þau lög sem starfað er eftir.“ Við lok sinnar ræðu sagði viðskiptaráð- herra: „Ég ætla ekki að mæla með beinni íhlutun nema önnur úrræði dugi ekki. Aðalatriðið væri að hér verði komið á heilbrigðri samkeppni eins og tekist hefur í mörgum grein- um og hefur reynst besta trygging- in fyrir lækkuðu og stöðugu verð- lagi á síðustu misserum." ^ AMBRA FYRIR KARLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.