Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 MÁLASKÓLINN MÍMIR - MÁLASKÓLINN MÍMIR - MÁLASKÓLINN MÍMIR HRAÐNÁMSTÆKNI i TUNGUMÁLUM afköst ÁNA?JA A sloppun Viltu veróa mörgum sinnum fíiótari og skemmta þér við það? Þú aetur lært t.d. ensku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku, dönsku, sænsku, japönsku, hebresku, íslensku fyrir útlendinga og íslenska réttritun með hraonámstækni, - aðeins hjá Mlml. HRAÐNAMSTÆKNI I TUNGUMALUM uarfl orfl 1.000 200 Fjöldl kennslustunda Þerro línurir byggir ó ronnsóknum Dr Robcsok í Dudopesr 1979 og S.N. Smirnovo í AAoskvu 1973. Seinni ronnsóknir bendo ril oö hroðnómstaeknin ouki nómshroöo ollr oð 2 ril 10 sinnum. Engm rönnsókn bendir hl minni órongurs en rvötöldunor fró heföbundnu mólonómi Skráning stendur yfir núna - Síminn er 10004 Námskeiðin hefjast 2. nóvember MÁLASKÓLINN MÍMIR ER Í EIGU STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS ______ ■ m ■ Halldór M. Sigur- geirsson, Hafnar- firði — Níutíu ára ★ Verðkr. 10.998,- naust Borgartúnl 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(9I) 62 22 03 Níræður er í dag, 27. október, Halldór M. Sigurgeirsson, bókhald- ari, en hann er einn af elstu núlif- andi íbúum Hafnarfjarðar, sem þar eru fæddir. Vil ég mega minnast hans á þessum merku tímamótum með þakklæti fyrir góð og farsæl störf að bindindismálum í okkar heimabæ og ágæt kynni, sem mér hafa verið svo lærdómsrík. Halldór fæddist í litlu húsi við Merkurgötuna, sem kallað var Mörk. Foreldrar hans voru hjónin Marín Jónsdóttir, f. í Unnarholti, Hrunamannahreppi, og Sigurgeir. Gíslason, f. í Kálfholti í Rangár- vallasýslu, lengi sparisjóðsgjald- keri, en áður verkstjóri. Kom hann mikið við sögu félagsmála í Hafn- arfirði, sat m.a. í fyrstu bæjar- stjóminni og hafði um langt skeið afskipti af málefnum Hafnarfjarð- arkirkju sem safnaðarfulltrúi. Þykist ég vita, að Halldór telji það eina sína mestu giftu í lífinu að hafa átt foreldra, sem höfðu bindindi og aðrar kristilegar dyggðir að leiðarljósi, enda hefur hann ekki látið sinn hlut eftir liggja í baráttunni gegn bölvaldinum mesta, áfenginu. Frá unglingsár- um hefur Halldór verið virkur í starfi innan bindindishreyfmgar- innar og gegnt þar ýmsum trúnað- arstörfum. En það var ekki síður ómetanleg hamingja hans að eignast góðan og traustan lífsförunaut, Margréti Siguijónsdóttur. Þau gengu í hjú- skap 12. október 1929. Hún er dóttir Jófríðar Halldórsdóttur og Siguijóns Gunnarssonar, sem lengi áttu heima á Hverfisgötu 45 í Hafnarfirði. Halldór og Márgrét eignuðust fjögur börn. Soninn Þor- leik misstu þau á níunda aldurs- -ári, en á lífi eru dætur þijár, Hrafn- hildur, Jónfríður og Margrét. Þau hjónin hafa ekki aðeins ver- ið samhent um að vilja efla fagurt Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. P O R Öruggur og stöðugur ferðabíll með aldrifi og læstum millikassa. Fjallabíll á viðráðanlegu verði. Verð frá: 739.000 m. vsk 593.574 án vsk BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13 108 Reykiavík Símar 681200 8 31236 ' og göfugt mannlíf, heldur hefur þeirra eigin sambúð og allt heimil- ishald verið til mikillar fyrirmynd- ar. Frá 1931 hafa þau búið í fal- lega timbgrhúsinu á Norðurbraut 13. Öll umhirða þar ber þeim fag- urt vitni og innan veggja ríkir sannur menningarbragur. Þangað er alltaf gott að koma og njóta ljúf- mennsku og einlægrar gestrisni þessara ágætu vina minna. Starfsævi Halldórs hófst á tí- unda ári er hann var í vegavinnu hjá föður sínum. Námi frá Flens- borgarskólanum lauk hann 1921. Síðan urðu verslunar- og skrif- stofustörf hans aðalstörf. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hafn- arfjarðar 1929-44, síðan við skrif- stofustörf hjá Akurgerði hf. til 1950, en eftir það starfaði hann óslitið til 1987 hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Um 50 ára skeið hefur Halldór verið gjaldkeri stjórnar Góðtempl- arahússins í Hafnarfirði. Þar hefi ég í mörg ár sem endurskoðandi kynnst einstakri vandvirkni hans og samviskusemi. Alltaf eru reikn- ingar tilbúnir á réttum tíma og þeir mjög vel og skipulega færðir af snyrtimennsku méð fagurri rit- hönd. Og það er táknrænt, að einmitt nú skuli nýlokið stórum hluta að- kallandi endurbóta á gamlá Góð- templarahúsinu, sem Halldór svo lengi og ríkulega hefur borið fyrir bijósti. Þau eru mörg handtökin hans við málun og aðra hirðu húss- ins fyrr á árum. En Góðtemplara- húsið, sem var byggt fyrir 106 árum, er elsta samkomuhús Hafn- arfjarðar og var lengi eina og helsta athvarf félags- og menning- arlífs í bænum. Ættu bæjaryfir- völd að kappkosta að hlúa sem best að þessu sögulega mannvirki, en þar voru m.a. lengi haldnir fundir bæjarstjórnar. Sumir verða ekki gamlir, þótt aldurinn færist yfir. Aðrir eldast fljótt, þótt miklum árafjölda sé ekki til að dreifa. Mér finnst Hall- dór vera dæmigerður fulltrúi fyrr- nefnda hópsins. Hann ber háan aldur mjög vel, heldur skýrri hugs- un, hefur reisn í fasi, les og skrif- ar, fylgist vel með málefnum líð- andi stundar og fær sér daglega göngutúr. Sagt hefur verið „að það að verða gamall er guði að þakka, en manninum sjálfum að halda sér ungum“. En það hefur Halldóri vel tekist. Þar hefur hjálpast að heil- brijgt líferni, jákvæð hugsun, jafn- aðargeð með léttri lund, trúar- traust og velvilji til samferðafólks- ins, en Halldór hefur áunnið sér virðingu þess og vinsældir. Og barnið í hjarta sínu í bestu merk- ingu þess orðs hefur honum heppn- ast að varðveita. Hann er alltaf hreinn og beinn, einlægur og vand- aður mannkostamaður. Guð gefi, að sú verði gæfan þín, kæri Halldór, að njóta friðar og fegurðar elliára við góða heilsu. Ég óska þér og Margréti alls vel- farnaðar. Hugheilar þakkir fyrir vináttu ykkar og alla velvild. Að síðustu skal þess getið, að þau hjónin^eru að heiman í dag. Árni Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.