Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 40

Morgunblaðið - 27.10.1992, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 BILALE/GA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bflar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 inierRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! ísboltar > Festingameistarar® fr'W Ef þú kaupir HITACHI SLÍPIROKK frá okkur færð þú 5 stk. SLÍPISKÍFURog 10 stk. SKURÐARSKÍFUR með. ÞU SPARAR ALLT AÐ 3.500 KR. 8 mismunandi tegundir til á lager frá 115 - 230 mm skífustærð. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 31.10.92 Isboltar^ STRANDGATA 75 fABUITS HAFNARFJÖRÐUR 91-652965 BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFGEYMAR ALLT AÐ 28% L Æ K K U N MIKIÐ URVAL ÓKEYPIS ÍSETNING FÁEIN DÆMI UM VERÐLÆKKANIR gerö nú áður lækkun 12 V/ 44Ah 5.276 7,-404:28,74% 12 V/ 60Ah 5.998 7,795 22,46% 12 V/ 88Ah 9.582 1U552 17,05% BRÆÐURNIR DJC«RMSSONHF Sigríður Ólafs- dóttir — Minning Fædd: 14. október 1899 Dáin: 19. október 1992 Mig langar að minnast föðursyst- ur minnar, Sigríðar Ólafsdóttur, í fáum orðum. Hún fæddist á Lamba- stöðum í Laxárdal í Dalasýslu 14. október 1899. Hún var elsta bam hjónanna Önnu Guðbrandsdóttur frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal og Ólafs Jónssonar frá Giisbakka í Miðdölum í Dalasýslu. Böm ömmu og afa urðu tíu. 1. Sigríður, fædd 1899. Ástvinur hennar var Guðmundur Sveinsson, skipasmiður frá Gerðum í Garði. Hann er látinn. Þau eignuðust ekki börn. 2. Oddný, fædd 1901, verkakona í Reykjavík, ógift og bamlaus. 3. Guðbrandur, fæddur 1903, vinnumaður hjá Magnúsi Einars- syni í Munaðamesi í Borgarfirði í mörg ár. Hann er látinn. 4. Jóhannes, fæddur 1905. Lést 24 ára að aldri. 5. -6. Guðný og Kristín, tvíbur- ar, fæddar 1906. Létust það sama ár. 7. Guðný Kristín, fædd 1907. Átti Kristin Guðnason frá Kata- nesi, sem er látinn. Þau eignuðust ekki böm. 8. Guðjón, fæddur 1909, bílavið- gerðamaður. Átti Guðrúnu Jósefs- dóttur frá Hlíðartúni í Miðdölum í Dalásýslu. Þau em bæði látin. Son- ur þeirra, Jósef Ágúst bifreiðasmið- ur, er kvæntur Karitas Sigurlaugs- dóttur og eiga þau tvö böm. 9. Ámi, fæddur 1910, verkamað- ur hjá Togaraafgreiðslunni í Reykjavík í mörg ár. Hann er lát- inn. Átti Jensínu Sigurjónsdóttur frá Sámsstöðum í Laxárdal í Dala- sýslu, sem lifir mann sinn. Böm þeirra tvö em undirrituð, sem gift er Einari Pálmasyni skipstjóra, böm okkar em þijú, og Ólafur Haukur, sem kvæntur er Bám Jakobsdóttur, þau eiga þijár dætur. 10. Þorgeir, fæddur 1912, lengi pípulagningamaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hann er látinn. Amma og afí fluttust frá Lamba- stöðum að Sælingsdalstungu í Hvammssveit í Dalasýslu árið 1900. Afí var mikill umbótamaður, hóf túnrækt og reisti ijárhús. En hann varð ekki gamall maður, lést aðeins 49 ára að aldri. Amma bjó í þijú ár á jörðinni, en fluttist þá til Reykja- víkur með Siggu frænku og Guðnýju, systur afa, sem var á heimilinu hjá henni. Sigga frænka fór í vist til sýslu- mannsins í Búðardal, Þorsteins Þor- steinssonar, og eiginkonu hans, og síðar til Magnúsar Jónssonar dós- ents í guðfræði og eiginkonu hans í Reylq'avík. Seinna leigði hún hjá Helgu Snæbjamadóttur á Bakka- stíg 5 og var þar með mömmu sína og föðursystur. Guðmundur Sveinsson skipá- smiður, sem bjó á Mýrargötunni, var þá búinn að missa eiginkonu sína. Sigga réð sig í vist til hans með föðursystur sína. Ástir tókust með Guðmundi og Siggu, en þeim varð ekki bama auðið. Guðmundur átti böm með fyrri konu sinni og var Sigga þeim mjög góð og kær. Á heimilinu var lítil stúlka, Lilja Ólafsdóttir, fimm ára gömul, og hugsaði Sigga um hana. Þegar ég var stelpa fannst mér alltaf að hún væri dóttir Siggu. Við lékum okkur stundum saman því að ég átti heima á Nýiendugötu 22 og stutt heim til frænku. Það var mikill samgangur á milli heimilanna. Sigga frænka keypti bamablaðið Æskuna og las úr því fýrir okkur. Ef ég kom á sunnudögum, þegar messa var í útvarpinu, lét hún mig hlusta líka, og fannst mér alltaf svo mikill friður yfír heimilinu. Húsið var tvö herbergi, lítið eldhús, kjall- ari og geymsluris. Það var alltaf margt í heimili, og ég hef oft undr- að mig á hvað margt fólk komst fyrir í húsinu, þegar haldnar vom veislur. En nú er búið að rífa það. Anna, dóttir Guðmundar, bjó í stofunni með litla dóttur sína, Guð- rúnu. Guðrún giftist dönskum manni, Ove Hansen, og eignaðist tvo syni. Guðrún bjó í Danmörku, en lést 21. febrúar 1983. Mikil var nú eftirsjáin, þegar Lilja fór að heiman og fluttist til Seyðis- flarðar með Mikka. Svo missir Sigga frænka Guðmund og flyst þá upp á Nýlendugötu í lítið her- bergi, en er þar stutt. Síðan kaupir hún lítið hús í Ingólfsstræti 21d og naut aðstoðar Önnu og eiginmanns hennar, Árna Guðmundssonar múrarameistara, því að sambandið milli Siggu og Önnu var svo kært. Sigga aðstoðaði Önnu oftsinnis með börnin Guðrúnu, Trausta, Önnu Möggu og Siggu Lóu og var hún þeim eins og amma. Sigga vann líka mikið úti. Hún skúraði í Slippnum á Mýrargöt- unni, á skrifstofum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Aðalstræti og hjá Strætisvögnum Reykjavíkur við Kalkofnsveg. Hún var komin yfír áttrætt, þegar hún hætti að vinna. í Ingólfsstrætinu var alltaf opið hús og heitt á könnunni, því að hún var svo gjafmild og gestrisin kona. Hún var mikil hannyrðakona, saum- aði og pijónaði, og mörgum gaf hún vettlinga eða sokkaplögg. Við systkinabörn hennar höfum fengum að njóta þess, svo og bömin mín þijú og eiginmaður, sem er sjómað- ur. Þökk sé henni fyrir það. Hún sýndi okkur ævinlega mikla hlýju og vináttu í fjölskylduboðum með okkur og Guðnýju systur sinni. Mikill kærleikur ríkti milli hennar og Guðnýjar, sem býr á Hrafnistu. Móðir mín hefur haft boð um jólin, á nýársdag, um páska og hvítasunnu og hafa þær systur jafn- an komið, þegar þær hafa treyst sér. Móðir mín þakkar Siggu allar samvemstundimar sem aldrei bar skugga á í gegnum árin. Fyrir fímm ámm seldi Sigga húsið sitt í Ingólfsstrætinu og flutt- ist á Droplaugarstaði í bjart og fal- legt herbergi. Þarna hjálpaði Árni Guðmundsson henni aftur, þá búinn að missa Önnu sína. Hann hugsaði jafnan vel um ástvini sína, en hann lést 13. febrúar 1991. Sigga frænka naut góðrar heilsu, en var farin að tapa heyrn. Hún varð fyrir því óhappi að detta illa föstudaginn 16. október og mjaðm- argrindarbrotna. Eftir það hafði hún ekki fótavist. Hinn 19. október gaf Guð henni hvíldina og veit ég, að hún hefur verið sátt við það, því að Mn var trúuð kona. Ég þakka starfsfólki Droplaugar- staða fyrir frænku mína og bið Guð að gefa öllum hennar ástvinum styrk. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Auður Árnadóttir Kveðja Magnús Þórðarson framkvæmdasijóri Andlátsfregnin barst óvægin, snöggt var á lífsstrenginn skorið, fyrirvarinn var enginn, örfáar stundir og Magnús Þórðarson allur. í 46 ár hef ég átt hann að vini eða frá haustdögum 1946, er við sett- umst í 1. bekk Menntaskólans í Reykjavík, þá rétt liðlega 14 ára gamlir. Við umgengumst daglega öll árin 6 sem við stunduðum nám við þá frábæm menntastofnun, ávallt í sömu bekkjardeild og sessu- nautar síðasta veturinn. Á þessum ámm þroska og náms myndaðist náinn hópur átta skólasystkina, sem deildu vináttu, gleði og sút og ekki sízt gagnkvæmri virðingu. Magnús, Þorvaldur . Finnbogason, Anna Ólafsdóttir, Hrafn Haraldsson, Stefán Brynjólfsson, Sigurður Öm Steingrímsson, Þorvaldur Bjöms- son, sem því miður hvarf frá námi, og undirritaður. Af þeim sjö sem í gleði æsku og framtíðardrauma settu upp hvítu kollana þ. 16. júní „flaggsW HYUNDAI • 4 dyra stallbakur. • 131 eða 143 hestafla vél. • 2000 DOHC 16 venda eða V6 3000 vél. • Tölvustýrð fjölinnspyting. • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting. • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum. • Hvarfakútur. HYUnOPI ...til framtíbar Vcrð frá; 1.284.000,-kr. si|í»)iatírN BIFREIÐAR & ÉLARHF. L13. StMI: 68 12 OO 1952, emm við nú aðeins eftir tveir, Sigurður Öm og ég. Þetta er mikil fóm þessa fámenna hóps, sem í ár hefði og hefur náð 60 ára aldri. Að Magnúsi er mikil og sár eftir- sjá. Snarpgáfuðum hugsjónamanni, sem strax á unga aldri setti sér lífs- stefnu sem hann aldrei hvikaði frá. Vegna þessa og svo þess vett- vangs, sem hann valdi sér að lífs- starfi, blésu oftar en ekki um hann vindar gagnrýni og jafnvel illmælgi og rógs honum minni manna. Aldr- ei heyrði ég hann þó endurgjalda í orði í sömu mynt. Gagnrýni gat hann þó, að sjálfsögðu svarað, en illmælgi og rógur vom ekki í hans eðli. Við vinir hans áttum ætíð griða- stað á heimili foreldra hans á Sól- vallagötu 53. Faðir hans, Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari, fjöl- gáfaður og mikilsmetinn. fræðimað- ur og einstakt prúðmenni, og hús- freyjan, frú Halldóra Magnúsdóttir, elskuleg kona og skörugleg, sýndu okkur vinum hans einstaka gest- risni og umburðarlyndi. Fyrir þetta skal hér þakkað, þótt seint sé. Yngri systur Magnúsar tvær, Ragnheiður og Guðrún, bera einnig með sér þann arf prúðmennsku og þokka, er þeim hlotnaðist í foreldrahúsum. Magnús kvæntist árið 1964 Ás- laugu Ragnars blaðamanni og rit- höfundi, mikilhæfri og vel gerðri konu. Saman eiga þau synina Andr- és og Kjartan, sem mjög sveija sig í ætt foreldranna. Áslaug og Magn- ús slitu samvistir fyrir allmörgum ámm en svo mikið veit ég af kynn- um mínum af þeim báðum, að hlýtt var með þeim, þrátt fyrir skilnaðinn. Vil ég senda Áslaugu vinkonu minni mínar innilegustu kveðjur. Fyrir hjónaband eignaðist Magn- ús dótturina Guðrúnu. Bömunum þremur, Guðrúnu, Andrési og Kjartani, bömum Guð- rúnar og skylduliði þeirra öllu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þau og systurnar, Ragnheiður og Guð- rún, mega vita að samúð mín og hugur dvelur hjá þeim öllum þessa döpm daga. Því miður fækkaði samfundum okkar í tímans rás en þó hittumst við af og til eða töluðum saman í síma. Fyrir mér standa þau vináttu- bönd, er við bundumst fyrir 46 ámm, ósnortin og heil og fyrir það ber mér að þakka. Atvikin höguðu því svo, að vegna fjarveru auðnaðist mér ekki að vera við útför þessa góða drengs. Ég kveð hann með söknuði og eftirsjá ásamt með þakklæti fyrir samverastundimar og tryggðina í gegnum árin öll. Már Egilsson. Guttormur Guðna- - Kveðjuorð son Guttormur Guðnason fæddist 1. desember 1909 og andaðist 22. ágúst 1992. Það er margt sem mig langar til að segja eftir vinskap við þau hjónin Guttorm og Emilíu eftir rúm 40 ár, en margt af því sem ég hefði viljað segja hafa aðrir vin- ir hans þegar ritað um Gutta. Gutti vinur minn var sérstakur maður. Fyrir utan hans brennandi áhuga á allri músík var hann svo vel heima í öllu og hafði áhúga á öllu sem gerðist. Þess vegna átti hann svo auðvelt með að umgang- ast alla og taka þátt í þeirra áhuga- málum. Guttormur var glæsimenni og góðum gáfum gæddur, alltaf í góðu skapi, þótt aldrei gengi hann heill til skógar öll árin sem ég þekkti hann. Hann var mikill húmoristi og gerði ávallt gott úr öllu. Hann var svo gæfusamur að ungur kvæntist hann ungri konu, Emilíu Sigurðardóttur, sem var honum framúrskarandi stoð og stytta í gegnum öll árin. Það var ávallt mannmargt og skemmtilegt að koma á heimili þeirra. Og þó ég kæmi til þeirra, stundum leið í skapi, þá gleymdist það í návist Millu og Gutta, án þess að nokkur vandamál væru rædd. Mér finnst svo ótrúlegt að heyra ekki framar hlátur míns kæra vinar og gamanyrða, þegar ég kem í heimsókn til Millu, sem er mér afar kær. Hann var hamingjusamur maður. Hann gaf öðrum af sjálfum sér. Átti góða konu, yndislega dótt- ur og dótturdóttur. Guð blessi hann fýrir hans góðu mannkosti og ég þakka fyrir að hafa átt hann fyrir vin í öll þessi ár. Sigurlaug M. Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.