Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 44
11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
rr-tt-
manni á Eyrarbakka, þar dvaldi
hann um eitt ár. Þegar hann var
ellefu og hálfs árs var beðið fyrir
hann eitt sumar að Haga í Gnúp-
verjahreppi, það sumar varð að
rúmum 72 árum. Þar bjuggu þá
hjónin Margrét Eiríksdóttir og Stef-
án Sigurðsson. Stefán missti ungur
heilsuna og setti snemma traust
sitt á þennan unga dreng, svo hann
óx upp við dugnað og skyldur, enda
sagði Haraldur mér að verkkunn-
átta, snyrtimennska og árvekni
væri það sem Stefán hefði kennt
sér og snemma var honum falin sú
mikla ábyrgð að gegna lömbum úti
í Hagaey, var þá Þjórsá oft var-
hugaverð að vetri til í skammdegis-
myrkrinu. 2. júní 1935 kvæntist
Haraldur Guðrúnu Stefánsdóttur,
f. 19. mars 1914, dóttur Hagahjón-
anna, þá nýútskrifuð sem kennari.
Tóku þau þá við búinu úr hendi
móður hennar Margrétar, sem þá
bjó ekkja.
Vorið 1933 keypti Haraldur sinn
fyrsta bíl með skrásetningamúmeri
AR-16, þá vörubíll með sex manna
farþegahúsi. Hóf hann þá þegar
flutninga með vörur og farþega
milli Reykjavíkur og Þjórsárdals.
Haustið 1933 tók Haraldur að
sér fyrstu mjólkurflutningana frá
Mjólkurbúi Flóamanna til Mjólkur-
stöðvarinnar í Reykjavík, þá var
farin ein ferð á dag. Flutningamir
vom erfiðir á þeim tíma eftir gömlu
vegunum og snjómðningstæki
óþekkt, aðeins handmokstur, en oft
var hægt að aka á harðfenni, eða
utan vegar. Vorið 1934 keypti hann
sér nýjan Fordson sem var fyrir 10
farþega ásamt vömpalli og á þann
bfl fékk hann úthlutað sérleyfínu
Reykjavík-Gnúpveijahreppur-
Þjórsárdalur og var hann þar með
einn af fyrstu sérleyfishöfunum.
Það rak hann til vorsins 1947.
1937 keypti hann fyrsta áætl-
unarbflinn, Ford, árgerð 1937, og
var yfírbyggingin smíðuð í Reykja-
vík af Kristni Jónssyni vagnasmið.
Of langt væri að rekja bflaeign
Haraldar því hún stækkaði ört og
vélvæðing var mikil. Flutningar á
hans vegum vom um margra ára
Minning
Haraldur Georgsson,
Haga, Gnúpveijahreppi
Fæddur 14. janúar 1909
Dáinn 19. október 1992
Hann afí í Haga er dáinn. Okkur
setur hjóð og minningamar sækja
á okkur. Hann var stór maður og
stórhuga og vildi að við væmm það
líka.
Hann kenndi okkur að vinna og
lagði þá áherslu á vandvirkni. Hlut-
imir áttu að ganga fjótt og vel og
við áttum að geta staðið kinnroða-
laust við okkar verk. „Ef þú getur
ekki sinnt því almennilega er betra
að sleppa því,“ sagði hann gjaman
og vildi ekkert hálfkák.
Þegar við vomm lítil spilaði hann
stundum við okkur Marías og sagði
okkur sögur. Við sem í bænum
búum nutum hans líka því að flest-
ar helgar og í flestum fríum var
farið austur.
Hann vildi fylgjast með því hvað
við tókum okkur fyrir hendur, bæði
í námi og starfí, og spurði alltaf
hvemig gengi. Hann gladdist með
okkur þegar vel gekk, þó að hann
segði ekki mikið um það, og vildi
hag okkar sem bestan. Alltaf var
hann tilbúinn til að ræða við okkur
við öll tækifæri og þótti gaman að
segja okkur sögur. Af þeim sökum
urðu kveðjustundimar oft nokkuð
langar því alltaf komu nýjar sögur.
Hann hafði gaman af vísum og
kvæðum og fór sá áhugi hans síst
minnkandi með aldrinum. Var hann
þá oft að fara með eitthvað fyrir
okkur og benda okkur á kjammikið
innihaldið.
Á skilnaðarstundu er okkur efst
í huga þakklæti fyrir það sem hann
var okkur og það sem hann kenndi
okkur.
Við kveðjum afa með erindi eftir
Einar Benediktsson sem honum var
einkar hugleikið:
Hvað bindur vom hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þð allir vaka,
og hiyllir við dauðans dðkkum straum,
þó dauðinn oss megi’ ei saka.
Barnabörn.
Að heilsast og kveðjast er lífsins
saga. Ég kvaddi vin minn Harald
Georgsson eftir að hafa borðað
sunnudagskvöldmat á heimili hans,
eins og svo oft áður, en þessi kveðja
varð einhvem veginn enn þá inni-
legri en vant var, einnig bað ég
Guð að vera með honum. Snemma
á mánudagsmorgni áður en ég fór
til vinnu hringdi síminn, það var
dóttir hans sem sagði: „Guðbjörg,
hann pabbi er dáinn, hann dó
snemma í morgun svo hann kemur
ekki með áætlunarbflnum um há-
degið í dag, hann þarf ekki lengur
bfla.“ Mig setti hljóða, mikið geta
vistaskiptin á milli heima verið
fljótfarin, örfáir tímar síðan við
kvöddumst.
Haraldur var fæddur 14. janúar
1909 að Strórahrauni í Kolbeins-
staðahreppi þar sem móðir hans,
Halldóra Stefanía Guðmundsdóttir,
var í vinnumennsku og snemma
þurfti Haraldur að halda áætlun
sinni, því ekki gafst tími til að ljós-
móðir kæmi á staðinn, var það þá
húsbóndinn á heimilinu, séra Ámi
Þórarinsson (tengda-afí minn) sem
brá sér í hlutverk ljósmóður og tók
á móti drengnum. Faðirinn var
Georg Finnsson, kaupmaður í
Reykjavík. Haraldur fluttist síðar
með móður sinni til Reykjavíkur en
þar sem heilsa hennar brást var
hann sendur rúmlega 10 ára í vinnu,
þá sem „hestastrákur", hjá kaup-
skeið með vikur til Reykjavíkur, þá
aðallega til Jóns Loftssonar. í þá
flutninga keypti hann sér fyrsta
Scania-vörubflinn sem fluttur var
til landsins, það var árgerð 1954
og er sá bíli enn í eigu fjölskyldunn-
ar.
Haraldur og Guðrún eignuðust
§órar dætur. Þær eru: Jóhanna
Margrét, f. 27. apríl 1937, maki
hennar er Reynir Guðmundsson
skipstjóri, þau eru búsett í
Garðabæ; Áslaug, f. 13. janúar
1939, maki hennar er Ásbjöm Guð-
mundsson verkamaður, búsett í
Reykjavík; Ragnheiður, f. 13. jan-
úar 1939, maki hennar er Guðlaug-
ur Ólafsson bflstjóri, þau byggðu
heimilið Melhaga í túni Haga; Guð-
rún Stefanía, f. 25. febrúar 1943,
maki hennar var Jón Þór Jónsson,
þau slitu samvistir, Guðrún býr í
Reykjavík. Guðrún fyrri kona Har-
aldar andaðist 25. febrúar 1943.
Haraldur kvæntist seinni konu
sinni 9. júní 1945, Jóhönnu Jó-
hannsdóttur, f. 13. nóvember 1914,
frá Hamarsheiði I Gnúpveijahreppi,
sem lifír mann sinn. Þau eignuðust
eina dóttur, Jóhönnu, f. 24. janúar
t
Mófiir okkar,
’ VALNÝ TÓMASDÓTTIR,
Kvisthaga 21,
lést í Borgarspftalanum 23. október si.
Nina Hjaltadóttir, Þorsteinn Hjaltason.
t
Eiginmaður minn,
DANÍEL ÞÓRARINSSON
kaupmafiur,
Gnoðarvogi 76,
lést sunnudaginn 25. október.
Guðriin Þorgeirsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN LOVÍSA HANNESDÓTTIR,
Heiðmörk 9,
Hveragerði,
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands aö kvöldi laugardagsins
24. október.
Hannes Sigurgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson,
Emma Magnúsdóttir, Hörður Diego Arnórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
járnsmiður,
Miövangi 65,
Hafnarfirði,
lést é Sauðárkróki 25. október.
Dagbjört Guðjónsdóttir,
Hrefna Ólafsdóttir, Bjami Þráinsson,
Lilja Ólafsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Guðjón Ólafsson, Sigurlaug Hauksdóttir,
María Gréta Ólafsdóttir, Viðar Sverrisson,
Gísli Ólafsson, Katrín Sigurðardóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengamóðir,
HELGA GUDMUNDSDÓTTIR,
Bólstað,
Garðabæ,
lést á heimili sínu aðfaranótt 25. október.
Ólafur Vilhjálmsson,
börn og tengdabörn.
t
Föðursystir okkar,
ÞÓREY JÓNSDÓTTIR,
Moldnúpi,
andaöist í sjúkrahúsinu á Selfossi 23. þ.m.
Guðjón Einarsson, Sigrfður Einarsdóttir,
Eyþór Einarsson, Baldvin Einarsson,
Guðrún Einarsdóttir, Sigurjón Einarsson.
t
Elskulegi maðurinn minn og bróðir okkar,
STEFÁN B. HLÍÐBERG,
Garðaflöt 11,
Garðabæ,
andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 25. október.
Þóra Jónsdóttir,
Dóra Hlíðberg, Bragi Hlíðberg.
t
THEÓDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Hóli f Hvammssveit,
Dalasýslu,
Snorrabraut 40,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
29. október kl. 13.30.
Hulda J. Óskarsdóttir,
Marinó Óskarsson,
Gréta Óskarsdóttir,
Agnar B. Kristjánsson,
Marfa Kristjánsdóttir.
1949, maki Rúnar Andrésson, þau
byggðu heimilið Haga II. Bama-
bömin eru ellefu og bamabama-
bömin em orðin fjögur.
Ég kynntist Hagaheimilinu fyrir
tæpum 30 ámm eftir að ég og
Guðrún dóttir hans höfðum lært að
elda graut saman, og að námi loknu
lentum við báðar í skrifstofustörf-
um og var þá tilbreyting fyrir inn-
fæddu Reykjavíkurstúlkuna að
skreppa með vinkonu sinni í sveit-
ina. Margar helgarferðir fómm við
með Hrepparútunni austur I sveit
og slóst þriðja vinkonan, Bára, einn-
ig í hóp okkar. Haraldi fannst við
vera uppátektasamar svona þijár
saman og gaf okkur gælunafnið
„Bakkabræður", sem í vissum hópi
hefur enn haldist. Frá því í fyrsta
sinn tóku þessi yndislegu rausnar-
hjón einstaklega vel á móti mér,
þótt ég væri hálfgerður bjáni á öll
sveitastörf, enda fædd og uppalin
í Reykjavík. Þegar ég gifti mig Sig-
urði L. Einarssjmi var hann boðinn
velkominn í sveitina mína. Bömin
okkar hafa alltaf átt ömmu og afa
í sveitinni og Hannes Þór, sá yngsti,
var síðasti kúrekinn hjá þeim.
Haraldur og Jóhanna hættu bú-
skap síðastliðið ár. Þá tóku við bú-
inu Sigrún Guðlaugsdóttir frá Mel-
haga og maður hennar, Kristmund-
ur Sigurðsson frá Kotlaugum í
Hmnamannahreppi. Dætur Harald-
ar sem búa hér á mölinni mældu
sér þá út lönd undir sumarhús og
gróðurreiti. Urðum við hjónin þess
aðnjótandi að fá að vera í þeirra
hópi, til að byggja upp unaðsreit
fyrir efri árin, já, þau munaði ekk-
ert um að bæta við einni „stelp-
unni“ enn. Þökk sé þeim og þeirra
fólki.
Haraldur hefur frá fyrstu tíð
búið rausnarbúi og rekið það með
reisn, enda hafði hann sér við hiið
duglega eiginkonu, mikinn bónda,
sem var áhugasöm um sveitastörf.
Ekki verður henni fullþakkað hvað
hún tók dætram hans frá fyrra
hjónabandi vel. Haraldur hafði
vinnumenn við sveitastörfin, en var
svo heppinn að fá ungan mann
Knút (Hansen) Jóhannesson frá
Danmörku sem ætlaði að athuga
hvemig væri að vera eitt sumar á
íslandi, það er orðið að 36 ámm.
Haraldur bar móðurmálið fyrir
bijósti sér, og leiðrétti gjaman böm
þegar þau sögðu einhveija skekkju,
eða slettu úr erlendu tungumáli.
Hann unni íslenskri Ijóð- og söng-
list og hafði miklar mætur á Einari
Ben.
Mikið vildi ég kunna þó ekki
væri nema brot af þeim ljóðum og
sálmum sem hann kunni.
Ekki vomm við alltaf sammála,
en ekki skyggði það á vináttuna.
Hann flíkaði ekki tilfínningum sin-
um, en alltaf sýndi hann mér og
mínum sömu hlýjuna.
Ég sendi Jóhönnu og fjölskyldu
samúðarkveðjur mínar og megi
Haraldur hvíla í Guðs friði.
Guðbjörg Friðriksdóttir.
Ef við lítum yfir farinn veg em
árin fljót að líða. Ég var ungur
maður í Danmörku, þegar mér datt
í hug að leita að tilbreytingu í lífinu
og réði mig í gegnum Búnaðarfélag-
ið til íslands í 6 mánuði. Ég kom
til íslands með m/s Gullfossi 17.
maí 1956 og sama dag að kvöldi
til var ég kominn að Haga. Ég var
kominn hálfa leiðina milli landanna,
Ögar ég vissi hvað bóndabærinn á
andi, þar sem ég átti að vera,
héti. Strax þetta sama kvöld, þreytt-
um eftir sjóvolkið, var mér tekið
eins og einum af ijölskyldunni. Hér
ríkti enginn stéttarmunur, hús-
bændumir Haraldur og Jóhanna
kona hans ásamt fimm dætmm
þeirra umgengust og borðuðu með
vinnumönnunum og bflstjóranum,
þetta var nýtt fyrir mér, þetta tíðk-
aðist ekki hjá dönsku vinnufólki.
Margs er að minnast í þessi 36
ár sem ég hef verið hér sem vinnu-
maður. A mínu fyrstu ámm hér í
Haga var oft glatt á hjalla og mikið
af ungu fólki á heimilinu og margar
ferðir vom famar, jafnt akandi sem
ríðandi og allar jafn ánægjulegar.
Haraldur var traustur maður og
áreiðanlegur, hann var vandvirkur
og verklaginn og margt kenndi hann