Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
TILBOÐÁ
POPPIOGKÓKI
ATHUGIÐ:
350 króna miðaverð
á 5 og 7 sýningar
íAog C-sal.
Ivy fannst besta vinkona sín eiga fullkomið heimili,
fullkomna fjölskyldu og fullkomið líf, þess vegna sló
hún eign sinni á allt saman.
ERÓTÍSKUR TRYLUR SEM LÆTUR ENGAN ÓSNORTINN
Drew Barrymore (E.T., Firestarter o.fl.) er hér í hlutverki Ivy, sem
er mjög óræð manneskja. Enginn veit hver hún er, hvaðan hún kom
eða hvert hún fer næst.
SÝND Á RISATJALDI í mi oolbysteríöI
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í A-sal. - Bönnuð innan 14 ára.
LYGAKVENDIÐ
GOLDIE HAWN og
STEVE MARTIN fara hér
á kostum í sinni nýjustu
mynd.
SýndíB-salkl. 5,7,9
og 11.
FERÐINTIL
VESTURHEIMS
FASF& FUR/OUS
■ <4 V**; M
Mh^.M CRUISE > .. KÍDMAN
Frábær mynd með
Tom Cruise
og Nicole Kidman.
Sýnd í C-sal kl. 5 og 9.
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ KR. 350 A ALLAR MYNDIR
TILBOÐ A POPPI OG COCA COLA
51
* * * * S V MBL.
*** BÍÓLlNAN
Sýnd kl. S, 7,9 og 11.
Bönnuð innan 14 ára.
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
HENRY
nærmynd af fjöldamorðingja
Myndin sem hefur verið
bönnuð á myndbandi og
fæst ekki sýnd víða um
heim.
Sýnd kl. 9og11.
Strangl. bönnuð innan.
16ára.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
REGNBOGINN SÍMI: 19000
Fyrirlestra-
röð um kenn-
ingar sál-
greiningar
ÞERAPEIA HF. gengst fyr-
ir fyrirlestraröð um kenn-
ingar sálgreiningar og
notkun þeirra í meðferð.
Fyrirlestrarnir eru ætlaðir
fagfólki sem stefnir að því
að vinna eftir þessum kenn-
ingum eða hefur áhuga á
að kynna sér þær.
í fjórðu og síðustu lotu
verður sérstaklega fjallað um
sálsýkiseinkenni (psychopat-
hologíu) og verður fyrsti fyrir-
lesturinn mánudaginn 2. nóv-
ember og fjallar um skilning
sálgreiningar á sjúklegum
fyrirbærum. Aðrir fyrirlestrar
munu fjalla um taugaveiklun
(9. nóv.), narcissima (16.
nóv.), borderline-fyrirbæri
(23. nóv.), þunglyndi og geð-
hvörf (30. nóv.) og loks geð-
klofa og með því lýkur erind-
unum mánudaginn 7. desem-
ber. Þau verða haldin í Odda
stofu 201 kl. 21-21.30 og
fyrirlesarar verða Halldóra
Olafsdóttir, Hulda Guð-
mundsdóttir, Högni Óskars-
son, Ingvar Kristjánsson,
Magnús Skúlason, Oddur
Bjamason og Sigurjón
Björnsson. Þerapeia hf., Suð-
urgötu 12, veitir nánari upp-
lýsingar og tekur við þátt-
tökutilkynningum.
(Fréttatilkynning)
------» ♦ ♦-------
I HIÐ .hálfsmánaðarlega
rabb um rannsóknir og
kvennafræði á vegum Rann-
sóknastofu í kvennafræðum
við Háskóla íslands verður
miðvikudaginn 28. október og
ber það yfirskriftina Hlut-
lægni í sögu eðlisfræðinnar.
Þar talar Sigríður Lilly
Baldursdóttir eðlisfræðingur
og lektor við Tækniskóla ís-
lands um athuganir sínar á
hugmyndum um hlutlægni í
sögu eðlisfræðinnar og veltir
fyrir sér spurningunni um
kvenlega hlutlægni. Að venju
fer rabbið fram í stofu 202 í
Odda kl. 12-13.
Morgunblaðiö/bilh
Hjónin Sigurður Gunnarsson og Guðrún Karlsdóttir.
Guðrún Karlsdóttir við
upphlutinn sem hún gaf
Bókasafni Suður-Þingey-
inga og er staðsettur í
byggðasafninu.
Húsavík
Bókagjöf og upphlutur
Húsavík.
SÖFNUNUM á Húsavík hafa borist veglegar gjafir frá
hjónunum Guðrúnu Karlsdóttir og Sigurði Gunnars-
syni, fyrrverandi skólastjóra. Þau hafa gefið Bókasafni
Suður-Þingeyinga einkabókasafn sitt, sem hefur að
geyma tæp 4.000 bindi, og íslenska kvenbúninginn —
upphlut — með stokkabelti og viðeigandi víravirki, úr
silfri og gulli, smíðað af Kristjáni Benediktssyni, gull-
smiði.
Bókasafnið hefur að
geyma mjög mikilsvert safn
tímarita og árbóka og er
safnið allt í fallegu og vel
unnu bandi. Meirihluti þess
er handbundið af Sigurði
sjálfum, en hann sagði við
afhendingu þess, að kalla
mætti safnið tómstundaverk
sitt. Hann hefði fjármagnað
það að miklu leyti með því
fé sem sumir aðrir nota til
áfengis- og tóbakskaupa, og
hluti af tómstundum hans
hefðu farið í bókbandið, sem
hann hefði ungur lært.
Sigurður er Þingeyingur,
fæddur að Skógum í Öxar-
firði 10. október 1912, svo
hann stendur nú á áttræðu.
Lífsstarf hans hefur verið
kennsla og skólastjóm, var
skólastjóri Barnaskóla
Húsavíkur í 20 ár og síðar
kennari við Kennaraháskóla
íslands. Hann er þjóðþekkt-
ur maður fyrir ritstörf sín,
þýðingar erlendra bóka og
þá sérstaklega bamabóka,
og eftirminnilegur útvarps-
fýrirlesari og starfað mikið
að félagsmálum og nú síð-
ustu árin í þjónustu aldr-
aðra. Hið mikla safn Sigurð-
ar fýllir heila stofu í Safna-
húsinu og hefur hún hlotið
nafnið Sigurðarstofa. Hann
sagði að fleiri staðir hefðu
komið til greina en Húsavík
við ráðstöfun safnsins, en
hann hefði starfað hér sitt
besta skeið ævi sinnar og
þau hjónin hefðu reist sitt
fyrsta heimili á Húsavík, svo
þetta varð ákvörðunin, enda
væri saga bóksafns S-Þin-
geyinga merk og á það nú
meira en 100 ár að baki.
Gína hefur verið klædd
hinum fagra búningi Guð-
rúnar og komið fyrir í
byggðasafninu og er hann
einn eftirtektarverðasti
munur safnsins.
Safnverðirnir Hrefna
Jónsdóttir bókavörður og
Guðni Halldórssön byggða-
safnsvörður þökkuðu gjaf-
imar og buðu viðstöddum
til veislu í Hótel Húsavík.
Þar ávörpuðu heiðurs-
gestina, formaður bóka-
safnsnefndar, Regína Sig-
urðardóttir, og Halldór
Valdimarsson skólastjóri
barnaskólans og færði þeim
hjónum þakkir, fyrir stóra
bókagjöf, sem þau hefðu
fært núnefndum Borgar-
hólsskóla, en kjarnabygging
hans hefði verið reist í skóla-
stjórnartíð Sigurðar af mik-
illi elju og framsýni. Gjöfin
var bamaskólabóksafn
þeirra hjóna, safn erlendra
bamabóka og ekki síst er
að nefna safn kennslubóka
liðins tíma, þar sem væri
að finna margar mikils-
metnar og fáfengar bækur.
Aðrir ræðumenn voru Sig-
uijón Jóhannesson fyrrv.
skólastjóri, Finnur Kristins-
son fv. safnvörður, Ingi-
mundur Jónsson yfirkenari
og Björg Friðriksdóttir.
Bókvitið verður ekki sett
í askana hefur oft verið sagt
og verðmæti bóka verður
ekki metið í kílóum, en til
gamans má geta þess að
bókagjöf Sigurðar og Guð-
rúnar vó 4.300 kíló.
- Fréttaritari.
Sjóður til minningar
um Jón Þórarinsson
í erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnar-
firði sem andaðist 4. júlí 1987, ákvað hún að mestur
hluti eigna sinna skyldi renna í sjóð til minningar um
föður hennar, Jón Þórarinssonar skólastjóra og síðar
fræðslumálastjóra. Skal sjóðurinn notaður til að
styrkja til framhaldsnáms efnilega nemendur sem lok-
ið hafa brottafararprófi frá Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði, en Jón Þórarinsson var fyrsti skólastjóri
þess skóla. Ber sjóðurinn nafnið Fræðslusjóður Jóns
Þórarinssonar.
Af óviðráðanlegum
ástæðum 'hefur dregist
nokkuð að ganga formlega
frá stofnun sjóðsins en nú
hefur skólanefnd Flensborg-
arskólans samþykkt stofn-
skrá hans og hefur hún ver-
ið send dómsmálaráðuneyt-
inu til staðfestingar. Jafn-
framt hefur skólanefndin,
sem fer með hlutverk stjóm-
ar sjóðsins, ákveðið að út-
hluta úr sjóðnum í fyrsta
skipti 16. desember nk. en
þá verða liðin 100 ár frá
fæðingu Önnu Jónsdóttur.
Verður að þessu sinni úthlut-
að 250 þúsund krónum.
Auglýst hefur verið eftir
umsóknum um styrk úr
sjóðnum. Umsækjendur
þurfa að hafa lokið stúdents-
prófi eða öðru lokaprófi frá
Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði. Umsóknunum
þurfa einnig að fylgja stað-
fest gögn um námsferil eftir
að námi í Flensborgarskó-
lanum lauk.
(Fréttatilkynning)
gfg BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680
' LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20:
• DUNGANON eftir Björn Th. Björnsson
Sýn. fim. 29. okt., fós. 6. nóv. Aðeins fjórar sýningar eftir.
Stóra svió kl. 20:
• HEIMA HJÁ ÖMMU eftir Neil Simon
5. sýn. mið. 28. okt. gul kort gilda.
6. sýn. fós. 30. okt. græn kort gilda, uppselt.
7. sýn. lau. 31. okt. hvft kort gilda, fáein sæti laus.
8. sýn. fim. 5. nóv. brún kort gilda.
Litla svió:
• SÖGUR ÚR SVEITINNI:
PLATANOV eftir Anton Tsjékov
Sýn. fim. 29. okt. kl. 20. Lau. 31. okt. kl. 17. Sun. 1. nóv kl. 17.
VANJA FRÆNDI eftir Anton Tsjékov
Sýn. fós. 30. okt. kl. 20. lau. 31. okt. kl. 20. Sun. 1. nóv kl. 20.
Verð á báðar sýningarnar saman aðeins kr. 2.400.
Kortagestir ath. að panta þarf miða á litla sviðið.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning
er hafin.
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá
kl. 13-17.
Miðapantanir i síma 680680 alla virka daga frá kl. 10-12.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýningu.
Faxnúmer 680383. - Greiöslukortaþjónusta.
LEIKHÚSLÍNAN sími 99 1015
Munið gjafakortin okkur - skemmtileg gjöf.