Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 14
o 44-% MORGUWBtAPIÐ FIMMTDDAGUR"3ir DESEMBER'ragZ-" STJÖRNUSPÁESÍ HRÚTURINN 21. mars- 19. apríl Snemma í febrúar er að sjá að einhveijir árekstrar komi upp hjá hrútnum í sambandi við þær hugrnyndir sem hann hefur um starf sitt. Hann þarf að sýna sveigjanleika, sem er ekki stærsti kostur hrútsins, en gæti reynst honum happadijúgt við þessar aðstæð- ur. Hrúturinn á auðvelt með að ná athygli fólks og gerir stundum í því að ðgra mönnum en hér - og er verið enn að tala um febrú- armál - skyldi aðgát sýnd. Erfiðleikar og ergi sem hafa sett svip sinn á síðustu mánuði gamla ársins geta verið að baki þegar líða tekur á mars. Á hinn bóginn verður hrúturinn einnig að leggja sitt af mörkum; hann má ekki sýknt og heilagt vera að velta sér upp úr því sem er liðið. Að temja sér að njóta hverrar stundar - með fyrirhyggju þó - mætti vera mottó margra hrúta á nýju ári. Einhver ferðalög koma til greina í maí og gætu tengst einka- lífí og reynast hin ánægjulegustu. Hrúturinn fær verðuga umbun fyrir erfíði sitt og gæti einnig komið til álitlegur peningalegur ávinningur. Hrútar sem fást við listræna sköpun geta búist við að árið verði þeim gjöfult og séu þeir sjálfír sannfærðir um gildi þess sem þeir eru að gera ættu þeir að láta sem vind um eyru þjóta þótt því sé ekki tekið jafn fagnandi og þeim fínnst verkin verð- skulda. Ástalíf hrúts á árinu eru svona upp og ofan. Þeir sem hafa slitið samböndum á síðustu tveimur árum eða svo ættu nú að taka öllu með gát og ana ekki inn í neitt sem gæti endað með ósköpum. Þeir sem eru í hjónabandi sjá fram á heldur góða tíð. Heimilisfólki fjölgar hjá mörgum giftum/sambýlishrútum á árinu. Oft er kvartað undan því að hrúturinn sé ekki rómantískur, en það er einatt ósanngjamt. Hann er lokaður og oft dulur og tregðast við að sýna tilfinningar sínar. Aðrir hrútar hafa farið út í hinar öfgarnar að veifa tilfínningum sínum út um allt. Báðir þurfa að fínna milliveginn og mun þá betur farnast í samskiptum hvort sem er í einkalífi eða gagnvart vinnufélögum og öðrum. Ýmsir ógiftir hrútar sem hafa verið að bræða með sér hvort þeir eigi að hrökkva eða stökkva varðandi giftingu eða fasta bind- ingu komast að niðurstöðu og ungt fólk í hrútsmerki á margt skemmtileg ævintýri í vændum. VOGIN 23. september - 22. október Það verður ekki langt liðið á árið 1993, þegar lánið eltir vog- ina uppi, en meðbyrinn kann að detta niður nær janúarlokum. Meira máli skiptir, að henni veitist tækifæri til að koma á stöð- ugleika í ástalífi sínu, þó að hún eigi í margvíslegri baráttu innra með sér. Hana langar til að flytja sig um set, selja, en leyndar- dómsfull öfl tengja hana sterkum böndum við núverandi aðseturs- stað. Vogin nýtur vináttu og sérstakrar greiðasemi snemma í febr: úar og verður mikið ágengt í starfí sínu 21. þess mánaðar. í byijun mars tekst henni að klára sig af hálfvonlausum verkefnum og seinni. hluta sama mánaðar skilar hópstarf henni vænum ávinn- ingi. í apríl á starfið einnig hug hennar allan og 6. sama mánað- ar leysir hún persónulegt vandamál. Vogin þénar vel fyrri hluta júnímánaðar, en eftir miðjan mánuð- inn á hún á brattann að sækja. Þá ætti hún að halda sig á heima- slóð. Eftir 4. júní kann hún að verða fyrir bagalegum töfum. Hún ætti að gæta vel að sér það sem eftir lifir mánaðarins vegna yfirvofandi slysahættu og láta langtímasjónarmið ráða gerðum sínum. Vogin ætti að tileinka fjölskyldu sinni júlímánuð. Hún dettur ofan á arðvænlegar hugmyndir og vegnar vel í starfí sínu. Stutt ferðalög gefast henni vel á þessu ári og hún nýtur þess hvað hún er skapandi, hugmyndarík og sjáifsörugg, og það á eftjr að færa henni dijúgan ávinning ailt til ársloka. í september verður vendipunktur í lífí vogarinnar í mörgu til- liti. Þá er tilvalið að loka sumum dyrum og opna nýjar. Um miðjan október má hún búast við viðurkenningu bæði í starfí og í tómstundaiðju. Sumar vogir hitta lífsförunauta sína í fyrsta sinn síðla í október eða snemma í nóvember. Vogin ætti að sýna sérstaka varúð í fjármálum í kringum 13. nóvember og varast slysahættu í kringum 29. sama mánaðar. í desember ætti hún að halda sem mest kyrru fyrir og forðast ferðalög með öllu. NAUTIÐ 21. apríl -20. maí Tímabilið frá 20. apríl tii 21. maí er einstaklega hagstætt naut- inu og því miðar vel í áttina að því marki, sem það hefur sett sér. Það hefur alla þræði í hendi sér, og vandamál, sem hafa fylgt því um lengri eða skemmri tíma valda því ekki eins miklum áhyggjum og áður. Milli 4. og 18. maí er það einstaklega þrekmik- ið og hefur djúpstæð áhrif á samferðarfólk sitt. Hinn 21. maí hleypur snurða á þráðinn hjá nautinu og dregur þá úr meðbyrnum tímabundið. Hinn 4. júní ætti það að fara að öllu með sérstakri gát og varast að knýja fram breytingar hjá sjálfu sér eða öðrum. Seinni hluta júnímánaðar og í byijun júlí leikur allt í lyndi, ekki síst í ástamálunum, en fjármálin kunna þó að skyggja eitt- hvað á í júlí. Um miðjan ágúst tekst nautinu að leysa vandamál, sem steðj- að hefur að heimili þess, og allt frá 2. ágúst er það ákaflega gætið í hjónabandi sínu eða öðrum samböndum, samstarfi eða samning- um. Allt árið 1993 mun nautið eiga í innri baráttu við sjálft sig og veit þá ekki, hvort það á heldur að halla sér að því sem er nútíma- legt og í tísku eða því sem er hefðbundið og ekki eins fágað og fægt. Og það er ekki yfír sig hrifið, þegar aðrir vilja vera að skipta sér af einkamálum þess. Síðla í október hefur því tekist að ná áttum og síðustu fimm -til sex daga mánaðarins og þó einkum hinn 30. virðist það gætt sérstakri náðargáfu til að sjá hagsmunum sínum borgið. Því tekst einnig að styrkja og treysta undirstöður þess, sem áður hefur áunnist. Hinn 13. nóvember reynir á hjónaband nautsins og vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu verður það að kúvenda samning- um, sem það hefur gert. Hinn 29. sama mánaðar kann það að lenda í fjárútlátum og þarf þá ef til vill að draga eitthvað saman seglin. Nóvember og desember eru ekki sérlega heppilegir til ferða- laga. SPORÐDREKINN 23. október - 21. nóvember Hversu stálheppinn getur sporðdrekinn eiginlega orðið? Ætli hann geri sér grein fyrir, að allir hans draumar kunna að ræt- ast, áður en árið er á enda runnið? Það sem hann lærði á skólaárunum, kemur nú í góðar þarfir, og það gildir einnig um fyrstu tilraunir hans til að vera sjálfstæð- ur. Nám borgar sig og ekki síður tómstundaiðja. Það getur líka komið sér vel að vera í góðu sambandi við fólk og það borgar sig, ekki síst fjárhagslega, að vera mikið á ferðinni. Hann getur átt von á að verða stöðugt á faralds fæti í janúar. í febrúar hlotnast honum bæði auknar tekjur og frami og ástalíf- 1ð blómstrar. Mars verður mánuður sköpunar og framtaks hjá sporðdrekanum og strax 8. þess sama mánaðar fær hann fyrstu umbunina. Aprílmánuð helgar hann maka sínum eða félaga og nýtur ávaxta af einhveiju sem hann kom í kring fyrir margt löngu og var far- inn að halda að skilaði aldrei neinu. Hann hefur allt í hendi sér í maíbyijun, en ætti að fara varlega í fjármálum í kringum 21. þess mánaðar. Þá kunna tekjur hans að lækka eitthvað. Ágúst er yndislegur til ferðalaga fyrir sporðdrekann, til að komast burt og losna úr amstrinu og til að njóta sannrar gleði. September býður upp á ýmiss konar tilbreytni og nýja mögu- leika. Allt, sem sporðdrekinn tekur sér fyrir hendur, heppnast og skilar arði. Eftir 27. september hefur hann forystu á hendi og nýtur þess að hafa ævinlega frumkvæðið. Milli 23. október og 22. nóvember er hann á heimaslóð í stjörnuheiminum og í kringum 13. nóvem- ber kUnna einhver persónuleg málefni að knýja á dyr. Þá væri viturlegt fyrir hann að beina sjónum sínum fremur að ástamálun- um en ljármálunúm. Sporðdrekinn ætti ekki að taka mark á orðrómi sem honum berst til eyrna í desember og varðar peninga eða nána ástvini hans. Ferðalag eftir hátíðar gæti orðið skemmtilegt. TVÍBURINN 21. maí-20. júní Janúarmánuður 1993 verður frábær hjá tvíburanum og gildir þá einu, hvort um er að ræða ijármálin, ástamálin eða eitthvað annað. Sköpunargáfa hans, frumleiki og vinnugleði standa í blóma og rómantíkin svífur yfír vötnunum. 1 marsmánuði gefst honum tækifæri til að auka tekjur sínar og í apríl mun félagslega hliðin á starfi hans ýta honum upp á við. Frá 4. til 17. maí hlýtur tvíburinn ávinning af einhveiju, sem hann lagði drög að fyrir löngu, en seinni hluta sama mánaðar verður hann að vara sig stórlega og gæta þess að fljótfærni og óðagot ellegar sjálfshlífð eyðileggi ekki fyrir honum. í kringum 4. júní getur mjög reynt á samband hans við annað fólk, þar á meðal makann, og framan af þeim mánuði er óráð- legt fyrir hann að ferðast. Júní er góður mánuður hjá tvíburanum með tilliti til fjármál- anna, og 20. þess mánaðar getur hann treyst því að allt fari á besta veg hjá honum. Það kemur babb í bátinn í ástalífinu milli 6. júlí og 2. ágúst, en þá er engu að síður heppilegur tími til að hressa upp á útlitið. Eftir 12. ágúst tekur tvíburinn á sig rögg og það sem eftir lifir mánaðarins og fram eftir september tekst mörgum einstakl- ingnum í þessu stjömumerki að flikka verulega upp á og treysta hjónaband sitt. Um miðjan september verður tvíburinn að snúa sér að ein- hveiju, sem kallar á úrlausn heima fyrir, auk þess sem honum býðst alveg nýtt tækifæri í félagslífínu. í októbermánuði er komið a_ð því að hann grípi til fyrirbyggj- andi ráða í heilsubótarskyni. í lok mánaðarins getur hann svo með góðri samvisku útilokað vonlaus verkefni og snúið sér að nýjum. Skilnaður vina eða einhveijir aðrir óskemmtilegir hlutir koma róti á huga tvíburans í nóvember, auk þess sem efnahagslegur afturkippur kann að vekja ugg í bijósti hans. Hann ætti _að halda sem mest kyrru fyrir í desember og víkja í engu út af gömlum venjum. BOGMAÐURINN 22. nóvember - 21. desember Vinskapur bogmannsins, hópstarf og félagslíf gengur með miklum ágætum allt fram í aðra viku nóvember. Honum tekst að koma stöðugleika á hversdagslíf sitt í janúar og nær góðum árangri í ljármálum í byijun febrúar. Fjármálavelgengnin á rætur að rekja til fijórra hugmynda hans og áhuga á nýjum aðferðum og tækni. Allt árið um kring tekst bogmanninum að nota vitneskju um eitthvað í fortíðinni til að leysa vandamál sem snerta nútíð og framtíð. Frá því í byijun febrúar fram til 11. mars svífur róman- tíkin yfir vötnunum og hann er skapandi og sveigjanlegur í hugs- un. Ástin tekur enn á ný völdin í apríl og heldur þeim til 6. júní. Margir einstaklingar í þessu stjörnumerki verða ástfangnir eða fá ástardrauma sína uppfyllta. Hinn 4. júní eða þar um bil er mikilvægt að bogmaðurinn knýi ekki fram breytingar á lífi sínu eða félaga sinna og júlí er ekki heppilegur til ferðalaga fyrir hann, jafnvel þótt hann blóð- langi til að hlaupast á brott. Hann gæti auðveldlega ýtt á eftir launahækkunarkröfum sínum í ágúst og honum er ráðlegt að standa sig vel í starfí í september- mánuði. Síðla í sama mánuði þróast ástalífið í jákvæða átt og hann tekur mikilvæga ákvörðun með ástinni sinni. Tilvalið er fyrir einstakling í þessu stjömumerki að halda gesta- boð um miðjan október og hann má alls ekki gefast upp, þótt hann fái tii úrlausnar erfíð verkefni á vinnustað sínum í mánaðar- lok. Hinn 13. nóvember kreppir að bogmanninum í fjármálum og 29. sama mánaðar reynir mjög á þolrifin í maka hans, meðeig- anda eða samstarfsmanni. I kringum 13. desember birtir til og óskir hans og draumar verða að veruleika. Ferðalag, sem hann frestaði fyrr á árinu, er aftur á dagskrá eftir miðjan desember.' Bogmaðurinn græðir á ákvörðunum sem aðrir taka á bak við tjöldin, en einnig á sínu eigin innsæi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.