Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992 B 15
i ~ i.// m i t: .■• ■ ■■ ■ ■ !> w-.l i/. ■■--rí i~f—
FYRIRÁRID
KRABBINN
21. júnf-22. júlí
Krabbanum þykir mikið liggja á í janúar, en svo kann að fara
að hann þurfi að breyta mörgu, sem hann ákveður þá. í janúar
og febrúar tekst honum að vekja athygli á sér og laða til sín fólk.
í bytjun febrúar fer að gæta stefnubreytingar í hjónabandi
hans, félagsrekstri eða annars konar samvinnu. Honum fínnst
eins og félaginn stefni í öfuga átt við hann sjálfan — annan langi
til að breyta öllu með þarfir framtíðarinnar í huga, en hinn vilji
halda öllu óbreyttu, ef til vill af ótta við að glata ævintýrinu í
lífi sínu.
Krabbanum er meinilla við að kasta fyrir róða hefðum og stöð-
ugleika, ekki síst þegar fjölskyldan á í hiut, og hann verður því
að búa sig undir átök, þar sem reynir á einingu og samstillingu.
í mars og apríl vill hann gjarna hafa hlutina eftir eigin höfði
og kemst upp með það.
Margt af því sem ber við í maí á sér rætur í fortíð krabbans.
Ymislegt jákvætt er þá á sveimi, en í kringum 21. mánaðarins
tekst honum ekki að leysa aðsteðjandi vandamál á grundvelli lið-
ins tíma.
Eftir 4. júní kann að ganga á ýmsu í starfí hans og þá má
búast við að hitt og þetta fari í taugarnar á honum eða valdi
honum ama. Allan júnímánuð fmnst honum og samferðarmönnum
hans, að hann hafi of mikið að gera.
í júlímánuði gefst krabbanum kjörið tækifæri til að leysa per-
sónuleg vandamál og kippa í liðinn því sem farið hefur aflaga í
sambandi hans við annað fólk.
Ástin vex og dafnar í lífi krabbans í ágúst og fólki geðjast vel
að honum. Hinn 17. þess mánaðar taka fjármálin fjörkipp.
Hann hefur yfirhöndina í ástalífinu í október og félagslífið
blómstrar því meir sem nær líður mánaðarlokum.
í desember er það vináttan, sem setur svip á líf krabbans, og
árinu lýkur einkar ljúflega.
STEINGEITIN
22. desember - 19. janúar
Steingeitin er fædd til athafna, en samt er hún íhaldssemin
holdi klædd og vill helst engar breytingar. En breytingar verða
hvað sem því líður og árið 1993 er tilvalið breytingaár, hvort sem
ætlunin er að breyta lífsstíl sínum eða ímynd.
Steingeitin er óvenjulega öguð, gætin og klók í meðferð fjár-
muna sinna á árinu, sem í hönd fer, og hún á mikilli velgengni
að fagna í starfi á tímabilinu frá janúar til október.
Snemma í febrúar verður hugur steingeitarinnar eins og vígvöll-
ur, þar sem barist er um hvort heldur verður ráðist í það sem
hana langar til að gera ellegar hitt sem hún ætti að gera. Einn-
ig getur orðið um að ræða tilgangslaust uppgjör á milli einhvers
sem er „rétt“ og annars sem er með jafngildum rök'um „rétt“.
Þegar hún stendur frammi fyrir tvísýnu ætti hún að trúa á að
undur og stórmerki geti gerst. Á árinu 1993 er henni alveg óhætt
að treysta á kraftaverk.
Tvo síðustu mánuði ársins er staða himintunglanna með þeim
hætti að steingeitinni farnast vel í félagsstarfi, sem hún tekur
þátt í. Jafnvel kvíði og vonbrigði geta fært henni ávinning.
Hún ætti að hyggja að sparnaði og fjárfestingu í febrúar og
málefnum heimilisins í mars. í aprílmánuði er von til að unnt sé
að knýja á um jákvæðar breytingar á starfsvettvangi og aukinn
frama.
í maí eru það ástin og heilsan sem eiga að fá forgang í lífi
steingeitarinnar og í júní fer hún í ferðalag. Hún verður þá bæði
að varast slys og hvers kyns fljótfærni eða flumbrugang.
Hún kynnist sínum innri manni nokkuð vel í júlí og þá er tilval-
ið að blanda geði við annað fólk, vinna náið með öðrum og leita
aðstoðar og stuðnings.
Peningamálin knýja á snemma í ágúst og ferðalag er á dag-
skrá hjá steingeitinni um miðjan september. Hún er dáð og dýrk-
uð og mikils metin í októberlok, auk þess sem hún er þá mjög vel
á sig komin líkamlega.
LJÓNIÐ
23. júlí-22. ágúst
Það verður ekki fyrr en vika er af janúar sem árið byijar raun-
verulega hjá ljóninu. Eftir því sem lengra líður á mánuðinn fær
það gleggri sýn á hjónaband sitt ellegar félagsskap, samninga
eða samkomulag við annað fólk. Síðla mánaðarins verður hag-
stætt fyrir það að gera hvers konar samninga.
í kringum 6. febrúar gefst ljóninu einstakt tækifæri til að treysta
hjónaband sitt eða hafa góð áhrif á hópstarf, sem það tekur þátt í.
Það ætti að leggja hart að sér við tekjuöflun fyrri hluta mars-
mánaðar og 23. sama mánaðar yrði óhætt að leggja upp í ferða-
lag. Fyrri hluti apríl er hins vegar óheppilegur til ferðalága fram
til 22.
Það verður uppistand í fjölskyldunni í maí, þegar himinháir
heimilisreikningar berast og útgjöld hækka óvænt.
í júní reynir talsvert á hjónabandið, en þar kunna utanaðkom-
andi og fjarlægir kraftar að valda einhveiju um. Og það verður
eins gott að fylgjast vel með ferðum barnanna eftir að þau eru
komin í sumarleyfí frá skólanum.
í júlí gerði ljónið rétt í því að huga að heilsurækt meðal annars
til þess að fyrirbyggja hvers konar heilbrigðisvandamál. Það hef-
ur samt næga orku eftir til tekjuöflunar.
Ágúst verður skínandi mánuður hjá ljóninu. Það getur veitt
forystu, sýnt frumkvæði, hvatt aðra til dáða og látið til sín taka
á flestum sviðum.
Peningamál ljónsins taka jákvæða stefnu um miðjan september
og í mánaðarlok verður hagstætt fyrir það að leggja í ferðalög.
Síðla októbermánaðar ætti ljónið að láta ljós sitt skína á starfs-
vettvangi sínum, en um miðjan nóvember bryddar á erfiðleikum
á heimili þess eða í næsta nágrenni.
Það er ekki ráðlegt að hella sér út í ákveðin félagsstörf nema
kanna áður, hvaða kostnað það hefur í för með sér.
Ástin sér fyrir öllum þörfum ljónsins þegar líður að miðjum
desember. Svörin sem það leitar að seinna í mánuðinum er öll
að finna í nýliðinni fortíð.
VATNSBERINN
20. janúar - 19. febrúar
Ferðalög til fjarlægra staða setja svip sinn á nýja árið hjá
mörgum vatnsberum sem lítt hafa fram að þessu lagt í ferðalög.
Nú sjá þeir margir að það er auðvetdara en þeir hugðu og geta
fengið hvers kyns innblástur og örvun á þessum ferðalögum.
Þeir stofna ýmsir til kynna sem munu hafa áhrif á framtíðina.
Þeir skyldu þó ekki stefna að ferðalögum fyrr en að liðnum fyrstu
tveimur mánuðunum því ýmiss konar mál á heimavöllum kalla
að og þarf að greiða úr til að vatnsberinn geti með góðri sam-
visku tygjað sig til ferðar.
Ungir vatnsberar lenda margir í fjörugum ástarævintýrum og
verða að meta það sjálfir hversu alvarlega skuli taka slíkar uppá-
komur. Fyrir gifta vatnsbera eða þá sem eru í föstum samböndum
lítur út fyrir að margt færist í betra horf. Vatnsberinn er sérstak-
lega opinn og jákvæður mest allt árið og þar af leiðandi fúsari
að takast á við vanda í einkálífmu en oft áður.
Um miðjan júlí getur vatnsberinn fundið fyrir nokkrum kvíða
og streitu sem er líklega í sambandi við vinnu. Þá skyldi ekki
hikað við að ræða við fjölskyldu eða vini, þrátt fyrir óumdeilan-
legt sjálfstæði vatnsberans og þörf fyrir að eiga sín mál í friði
og angra ekki aðra með þeim, er enginn eyland þegar erfiðleikar
steðja að. Sjálfur er vatnsberi bóngóður og greiðvikinn, að vísu
innan ákveðinna marka og mun finna að hann getur leitað eftir
ráðleggingum með góðum árangri.
í september eru peningamálin að mestu komið á hreint hjá
þeim sem hafa verið að stríða við stífar greiðslur eða gamlar
skuldbindinar. Þá bjóðast þeim vatnsberum einnig ný tækifæri
sem hafa verið að fást við vinnu sem þeim hugnast ekki. Áður
en menn taka því tveimur höndum ættu þeir að athuga sinn
gang. Vatnsberinn er í eðli sínu nokkuð íhaldssamur á umhverfi
og á þetta sér í lagi við þá sem eru komnir um og yfir miðjan aldur.
í kringum miðjan nóvember getur á ný skapast einhver pressa
eða stress á vinnustað. Einhveijar gróur eru í gangi og ætti vatns-
berinn að reyna að láta þær ekki slá sig út af laginu. Seinni hluti
nóvember og desember er besti tími ársins. Þá gerist sitt af hveiju
sem meira að segja vatnsberinn verður hissa á.
JÓMFRÚIN
23. ágúst - 22. september
Nýtt ár hefur óteljandi möguieika fyrir jómfrúna, þetta umdeilda
fólk í stjörnuhringnum. Það sætir oft ámæli fyrir að vera gagnrýn-
ið, smámunasamt og nöldurgjarnt og svo reglusamt að ekki megi
út af neinu bera. Víst er jómfrúin kröfuhörð en ekkert síður á
sjálfa sig og skipulagsgáfa hennar getur verið til eftirbreytni
öðrum og óskipulagðari merkjum. Menn skyldu ekki gleyma að
innan þessa merkis er sumt af greindasta fólki stjörnuhringsins.
Jómfrúr eru hikandi og tvístígandi margar í upphafi árs. Þær
sem hafa skipt um vinnu eða gert einhveijar breytingar eru á
báðum áttum og það vekur ókyrrð í sálarlífi jómfrúr að búa ,ekki
við festu í öllu. En flest mun þetta bjargast bærilega og vel það
þó það taki kannski tíma fram í mars að finna þessu réttan farveg.
Peningamálin eru yfirieitt í reglu hjá jómfrúnni en einhveijar
blikur eru þar sums staðar á lofti þegar kemur fram á mitt ár.
Kannski þær hafi lifað um efni fram eins og fleiri og verði að
endurskipuleggja þetta frá grunni. Þær eru mörgum hæfari til
þess svo framarlega sem þær reyna að hugsa lengra fram í tím-
ann við allar áætlanir.
Maímánuður gefur fyrirheit um ævintýri og nýja reynslu hjá
mörgum jómfrúm og skyldi hún nú ekki hika lengur heldur leyfa
málum að þróast þó þeim virðist lukkan dálítið tilviljanakennd
og þær viti ekki gjörla hvert er verið að stefna. Ungar jómfrúr/ný-
giftar eða í sambúð geta glaðst yfir breytingum á heimilinu og
þó þær breytingar séu með ýmsu móti reynast þær vera hinar
ákjósanlegustu þegar fram í sækir.
Árið er almennt um margt viðburðaríkt en þá ættu jómfrúr
sem sagt að hafa bak við eyrað að þær þurfa að vera móttækileg-
ar og meðfærilegar og þær mega ekki gleyma sér um of yfir
smámunum.
FISKARNIR
20. febrúar - 20. mars
Fiskamir byija árið 1993 með miklum væntingum í félagslífinu
og ástir þeirra blómstra strax í fyrstu viku nýja ársins. Milli 3.
og 21. janúar fer vinskapur allur vaxandi og þátttaka þeirra í
hópstarfi.
I febrúarbyijun vinna fiskarnir að því að bæta mataræði sitt
og verður vel ágengt. í kringum 21. sama mánaðar verða þeir í
forystu og farnast vel í leiðtogahlutverki. Þeir vísa öðrum veginn.
Persónuleiki þeirra er sérlega líflegur og aðlaðandi fyrstu mán-
uði ársins og eftir 15. febrúar vegnar þeim vel í ástalífinu og
félagslífinu. Fjármálin taka jákvæða stefnu seint í mars, þótt fisk-
unum þyki sem hægt gangi miðað við það sem þeir vonuðu.
Fiskamir verða að takmarka umsvif sín í apríl og einbeita sér
að ákveðnum viðfangsefnum. Þeim ætti að auðnast að treysta
og auka á stöðugleika þess, sem áður hefur áunnist, en í maí
eiga íjölskyldan og heimilið hug þeirra allan.
I fyrstu viku júní kallar starfið á athyglina, en milli 21. júní
og 22. júlí liggur fyrir mörgum fiskum að fella ástarhug tii ann-
arra einstaklinga. Giftir fiskar vinna einkar ljúflega með mökum
sínum yfir sumarmánuðina og taka sameiginlegar ákvarðanir
með þeim. Milli 2. og 28. ágúst ræður rómantíkin algjörlega ríkjum.
Heppnin er með fískunum á flestum sviðum mestallt árið og
nóvember er barmafullur af hamingju, en ákveðin slysahætta
vofir samt yfir. Langtímamarkmið skila árangri síðustu tvo mánuð-
ina. Ástin, væntingar og ástvinatengsl settu mark sitt á upphaf
ársins og það endar einnig með sömu áherslum.
Fiskarnir verða ákaflega kraftmikiir í starfi sínu frá 10. nóvem-
ber og fram að jólum. Á árinu 1993 bíða þeirra stórkostlegir
möguleikar í ástum, fjármálum og félagsstarfí.