Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992 B 31 VELVAKANDI LÚSÍFER TÝNDUR Ekkert hefur spurst til Lúsí- fers sem hvarf frá heimili sínu að Vatnsendabletti 27 við Elliða- vatn 21. júní sl. Hann er geltur 2ja ára fress, svartur og hvítur, auðþekktur á því að rófubrodd- urinn er hvítur og augnhárin öðru megin eru hvít og ræktar- leg en svört og óræktarleg hin- um .megin. Lúsífer var með ljós- bláa hálsól með 2 bjöllum á þeg- ar hann hvarf. Hann er mjög heimakær og hefur því ekki far- ið sjálfviljugur að heiman. Ef einhver getur gefíð upplýsingar um afdif hans, vinsamlegast hafið samband við Hallveigu í síma 673621 eða Kattholt í síma 672909. HÚFA Svört Alpahúfa tapaðist á Hressó 27. desember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigga í síma 92-12231. FJARHUNDUR 11 mánaða Order collier tík fæst gefíns, helst til bónda. Upplýsingar í síma 91-651407. . SVUNTA Brún svunta af barnavagni fannst í garðinum við Sjúkra- nuddstofu Hilke Hubert, Tún- götu 3, fyrir skömmu. Upplýs- ingar í síma 13680. LEÐURHANSKI Svartur leðurhanski tapaðist við Hofsvallagötu eða Ásvalla- götu á mánudagskvöld. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Birgi í síma 10575. KETTLINGAR Tveir kassavandir 7 vikna kettlingar fást gefíns. Upplýs- ingar í sima 812146. VESKI Svart veski með skilríkjum, ávísanahefti o. fl. var tekið i aðalbyggingu Háskóla íslands á þriðjudag. Finnandi er vinsam- legast beðinn að koma því til Höllu Sverrisdóttur Eggerts- götu 2, gömlu hjónagörðum, íbúð 301. HÚFA Rauð barnahúfa, með gulu og grænu í, tapaðist í Kringl- unni laugardaginn 19. desem- ber. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 674809. LEIÐRÉTTIN G AR Brengl í minningargrein Undir lok minningargreinar um Gunnar Guðjónsson skipamiðalara í blaðinu í gær, eftir Jón Ingvarsson brenglaðist frásögnin í næst síðustu málsgrein. Hún á að hljóða á þessa leið: „í starfi sínu sem stjórnarformaður SH reyndist Gunnar afar farsæll enda tókst honum að sameina menn ólíkra sjónarmiða til samstilltra ákvarðana, er til heilla horfðu fyrir hraðfrystiiðn- aðinn. Fyrir þessa forystu minnast frystihúsamenn innan Sölumiðstöðv- arinnar Gunnars Guðjónssonar með hlýhug og virðingu. Perónulega vil ég þakka þau góðu kynni, er ég hafði af Gunnari og margar ánægjustundir, er við áttum saman.“ Tími féll niður í grein um tónleika CAPUT-hópsins í gær féll niður að tónleikarnir á Kjarv- alsstöðum hefjast klukkan 20,30, sunnudaginn 3. janúar. Athugasemd vegna ummæla Önundar Asgeirssonar í MORGUNBLAÐINU í gær er grein eftir Önund Ásgeirsson fyrr- verandi forstjóra Olís. í þessari grein misnotar hann traust blaðsins og misþyrmir réttu máli á þann hátt að ekki er hægt að láta liggja í þagnargildi. Þess vegna leyfí ég mér að óska eftir birtingu eftirfar- andi athugasemdar. í greininni stendur: „Talsmaður Sambandsfrystihúsanna óttast þetta þó ekki. Hann vildi fyrir nær ári fá 28% gengislækkun,...“ Þessi ummæli eru rakalaus ósannindi og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. f.h. Hagsmunanefndar ís- lenskra sjávarafurða hf. ÁRNI BENEDIKTSSON áe/ie/Zs* öÆees/i 0 / 's/sostfe'st s/ssi ss/'á s/tá ss/Yi seckeswá/}//6 Stofnun hjúskapar og heimilis er ávallt mikill gleðiatburður í I lífifólks. Þórdís og Hilmar eru ein affjögur hundruð og fimmtíu brúðhjónum sem mynd birtist af á síðum Morgunblaðsins á pessu ári. Morgunblaðið samgleðst öllum pessum brúðhjónum og óskar peim gœfurtkrar framtíðar og ánœgjulegrar sambúðar við blað allra heimila. SMttgtmWbiMfc - kjarni málsins! Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu á 70 ára afmœli mínu þann 25. desem- ber sl. með heimsóknum, kveðjum, gjöfum og heiðrunum. Óska ykkur öllum góðs og gœfuriks nýs árs og þakka samskipti og vinsemd á liðnum árum. Böðvar Pétursson, verslunarmaður, Skeiðarvogi 99, Reykjavík. Áramótaheit með Notið 10 heilræði frá sérfræðingum No7 ánýjaárinu 1. Hreinsun, andlitsvatn og næring Þessi margreynda aðferð, fram- kvæmd kvölds og morgna, er undirstaða allrar húðumönnun- ar. Fyrir eðlilega eða þurra húð: bleik lína. Mjög þurr húð: gul lína. Blönduð húð: blá lína. Feit húð: græn lína. Byijið á að nota No7 hreinsimjólk, sem hreinsar daglegt „Make-up“ og óhrein- indi. Notið síðan andlitsvatn í sömu línu sem róar og gefur jafnvægi, hreinsar leifar óhrein- inda og nærir. Þessi aðferð tekur ekkert af náttúrulegri næringu húðarinnar. Notið að síðustu næringu í sömu No7 línunni (bleik, gul, blá eða græn). Nær- ingin inniheldur vítamín og nátt- úrulega næringargjafa, bætir útlit og ver húðina öldrun. 2. Hreinsið alltaf af ykkur „Make-up“ Þið nennið því ekki alltaf, en það . er nauðsynlegt áður en þið farið Lað sofa. 3. Skrúbbið „Exfoliate" £ Allar húðgerðir hafa gott af No7 2 „Exfoliating wash away cleans- 5 er“ sem er sérstaklega mildur c skrúbb og hentar viðkvæmustu P húðgerðum. Fjarlægir daúðar w húðfrumur og óhreinindi og gef- g ur mjúka, heilbrigða húð. c 4. Notið sólvörn > Það er margsannað að sólin veld- ur öldrun og jafnvel húðkrabba. Verum viss um góða vörn allt árið því jafnvel í sólarlausu veðri komast uva/uvb geislar í gegn. Verum örugg og notum No7 „Nurture active liposome conc- entrate“ krem sem inniheldur vörn og einnig A-vítamín. Notist aðeins þrisvar í viku, kvölds og morgna. 5. Fáðu þér andlitsbað Nudd er meiri háttar. Það bætir líka húðvöðvana og hjálpar húð- inni að taka betur við næring- unni. Best er að nota No7 „Sea- sonal skin supplement" sem er mjög næringarríkt krem. 6. Mataræði og æfing Skynsamlegt mataræði og leik- fimi viðheldur heilbrigðri húð. Gott mataræði inniheldur mikið af ferskum ávöxtum, grænmeti og grófu korni. Sleppum sykri, fitu og kolvetni. Regluleg leik- fimi skapar vellíðan og aukið blóðstreymi. 7 Slappið af. Streita er óyinur húðarinnar. Veijið því 10-15 mínútum einu sinni í viku fyrir andlitsmaska og notið No7. Fyrir þurra og eðlilega húð „Protein enriched face mask“, en fyrir blandaða og feita húð „Oil stabilishing mask“, sem hreinsar, nærir og bætir útlit húðar. 8. Góður svefn gerir ykkur fallegar Svefn er hvíld heilsu og fegurð- ar. Ef þú færð ekki nægan svefn verður þú ekki bara pirruð held- ur lítur húðin líka illa út. í svefni tekur húðin best við næringu svo berið alltaf á ykkur No7 næt- urkrem fyrir svefninn en athugið að velja bleika, gula, bláa eða græna línu eftir húðgerð. 9. Matt útlit No7 „Translucent complexion base“ gefur ungt, matt útlit. Það felur einnig fínar.línur og hrukk- ur. Inniheldur örfína kristalla er endurvarpa birtu. Notist eitt séi eða undir „make up“. 10. Felum húðlýti Á augnabliki felum við rauða bletti og önnur húðlýti með No7 stiftum „Shade Away“ bauga- og bólu-hyljurum í þremur litum og grænum fyrir rauða bletti. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.