Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
Eðlisfræði og atvinnulíf
Hafliði segir að Háskólinn hafí
þróast úr embættismannaskóla í al-
vöru háskóla, þar sem áhersla er
lögð á að stunda rannsóknir. En
tengist starf það sem unnið er á
eðlisfræðistofu á einhvem hátt at-
vinnulífínu? Er það hagnýtt og í þágu
hvers þá?
„Rannsóknir sem stundaðar eru
hér í Háskólanum eru í þágu þjóðar-
innar,“ segir Hafliði. „Eins og hefðin
hefur verið á eðlisfræðistofu, hafa
hagnýtar rannsóknir og grundvallar-
rannsóknir verið stundaðar hlið við
hlið. Þýski Nóbelsverðlaunahafínn
Wolfgang Paul sem heimsótti okkur
hingað eitt sinn sagði að eðlisfræðin
yrði alltaf hagnýt fyrr eða síðar.
Ég vildi að við væmm nógu rík
og sjálfsömgg til að geta unnið í
þessari fullvissu. Að við þyrftum
ekki sífellt að spyija okkur hvort
þetta verði hagnýtt og þá hvenær.
En það er eðlilegt að menn í litlu
þjóðfélagi og miklu fjársvelti setji
stífar kröfur um að rannsóknir sem
skattgreiðendur borga séu hagnýtar.
Það er ekkert eins æskilegt og að
atvinnulífíð taki þátt í rannsóknum
við Háskóla íslands. Mjög gott dæmi
um það er íslenska jámblendifélagið
sem heldur úti mönnum hér, án þess
að biðja um fyrirfram gefna niður-
stöðu nema að litlu leyti. En ef við
náum að byggja upp fæmi, þekkingu
og aðstöðu í raungreinum eins og
eðlisfræði, mun atvinnulífið hafa not
af því. Fyrirtæki sleppa þá við að
byggja upp þessa aðstöðu hjá sér og
geta sótt þessa þekkingu til okkar.
Við erum til viðræðu um það. Ég tel
hins vegar ekki að skattgreiðendur
eigi að greiða niður rannsóknir hjá
einkafyrirtækjum og að þau fái þær
endurgjaidslaust. Mér fínnst að Há-
skólinn eigi að semja um rannsóknar-
aðstöðu fyrir kennarana, og að hann
byggi upp sumt, en atvinnufyrirtæki
annað.
Ég tel að við íslendingar eigum
tvímælalaust að stunda rannsóknir
sem eiga skylt við eðlisfræði þéttefn-
is. Upphaflega var það Þorbjöm Sig-
urgeirsson prófessor, fyrsti og fræg-
asti prófessorinn í eðlisfræði og sá
var líka svo stálheppinn að geta birt
ásamt samstarfsmönnum mínum,
Svíum og Bandaríkjamönnum, grein-
ar í bandarískum tímaritum eftir að
ég kom heim.
Nú er starfsemi okkar hér komin
í þann farveg að við eram farnir að
birta eigin rannsóknir, sem era nán-
ast algjörlega gerðar hérna. Ég tel
að hver einasti kennari Háskólans
ætti í einhveijum skilningi að vera
alþjóðlega viðurkenndur. Hann á að
birta rannsóknamiðurstöður sínar í
fagtímaritum sem yfírleitt era þá
erlend, nema þar sem sérgreinin er
íslensk fræði, eða íslensk náttúravís-
indi. Ætli menn séu ekki alþjóðlega
viðurkenndir ef þeir ná að birta rann-
sóknir sínar og era marktækir á al-
þjóðlegum vettvangi.“
Hrútleiðinlegt fag
Þegar ljóseiginleikar veilna í hálf-
leiðuram era eitt aðalsvið manna,
hljóta þeir að hafa haft brennandi
áhuga á eðlisfræði frá upphafí. Ég
spyr hvort hún hafí verið besta fagið
hans í MR.
„Nei, ætli það hafí ekki verið
versta fagið,“ segir hann með nokk-
urri armæðu. „Ég gat alveg eins
hugsað mér að verða málfræðingur.
Allir héldu hins vegar að ég færi út
í arkitektúr. Ég hafði gaman af
teiknun sem barn og dundaði mér
við skreytingar og annað slíkt fyrir
jólaböll í menntaskólanum. Þá fór
maður á fætur klukkan sjö og kom
heim á miðnætti eftir að hafa málað
renninga sem hengdir vora upp í
Laugardalshöll.
Einhver þrákelni gerði það að
verkum að ég fór ekki í arkitektúr,
hins vegar fannst mér gaman af
raungreinum og valdi eðlisverkfræð-
ina. I verkfræðinni eru menn oft að
leysa þekkt vandamál með þekktum
aðferðum, en ef þeir beita lögmálum
eðlisfræðinnar og tengja hana verk-
fræðinni, tel ég að hægt sé að beita
nýjum aðferðum við óþekkt vanda-
mál.
Ég hafði ekki áhuga á að fara í
hefðbundna verkfræði, heldur grein
þar sem ég hefði betri möguleika á
að starfa við rannsóknir og þróun.
Ég hef tekið eftir því að eðlisfræðing-
Við getum þótt fal-
leg, menntuð og
skemmtileg þjóð í
Ijóðum og sögu,
dansi og söng, en
okkur hefur mis-
tekist að kenna
raungreinar og
iðngreinar.
ar vinna hin ólíklegustu störf og virð-
ist ekki vanþörf á þekkingu þeirra.“
— Eru ekki eðlisfræðingar undar-
legir menn? Manni virðist það að
minnsta kosti eftir lestur vísinda-
skáldsagna. Þú hefur líklega áhuga
á slíkum skáldsögum?
„Ég hef hvorki áhuga á vísinda-
skáldsögum né vísindaþáttum," segir
hann og hlær. „Forðast allt slíkt.
Hins vegar era vísindaþættir í sjón-
varpi mjög nauðsynlegir til að skýra
út fyrir almenningi hvað þetta fólk
er að gera. Ýmsar ástæður eru fyrir
því að eðlisfræðingar era álitnir
skrýtnir, aðallega held ég að orsök-
ina megi finna hjá skólakerfinu sem
hefur tekist að gera eðlisfræði að
hrútleiðinlegu fagi. Það var að
minnsta kosti svo þegaT ég var í
gagnfræðaskóla.
Eg gleymi ekki kennslubókunum,
myndir í eðlisfræðibókum voru tré-
ristur og bronsgrafík frá miðöldum
lá við, og ekkert kennt nema gufu-
ketill Watts sem sprakk. Enda er
eðlisfræðin lítt vinsælt fag meðal
nemenda. Ég held að okkur hafi
mistekist að kenna raungreinar og
iðngreinar. Við getum þótt falleg,
menntuð og skemmtileg þjóð í ljóðum
og sögu, dansi og söng, en það sem
gerir til dæmis Japani og Þjóðverja
að forystuþjóðum era eiginleikar
þeirra bæði sem góðir verkmenn og
skólamenn.“
Með pensilinn
á lofti í Myndlistarskóla
Reykjavíkur. „Ég hlýt að
vera að nýta ónotaða
auðlind!
sem lagði til að hraunflæðið í Vest-
mannaeyjum yrði stöðvað með vatni,
sem taldi eðlisfræði þéttefnis vera
viðfangsefni af þeirri stærð sem
Háskóli íslands réði við. Við förum
að sjálfsögðu ekki út í geimvísindi
eða kjarneðlisfræði, en eðlisfræði
þéttefnis er viðfangsefni sem við
komum til með að styrkja og efla.“
Rannsóknir eða
undirmálskennsla
Þegar Hafliði kom til starfa hjá
eðlisfræðistofu, byggði hann upp
starfsemi sína frá grunni og sótti
um fé fyrir tækjum, og ekki síst fyr-
ir aðstoðarmönnum. Nú starfa með
Hafliða tveir til þrír lausráðnir að-
stoðarmenn og tveir stúdentar í
framhaldsnámi, og er eitt megin-
verkefni þeirra Ijósmælingar í föstum
efnum.
„Það fer mikill tími í að vinna með
óvönum mönnum en það er samt
skemmtilegasti hlutinn af starfínu.
Þeir sjá að mestu um mælingar og
síðan skrifum við greinar, túlkum
niðurstöður saman og leggjum á ráð-
in. Hins vegar væri auðvitað betra
að hafa meiri festu, fastan starfs-
mann, einkum þar sem kennslan
hefur forgang því hún er óblíður
húsbóndi. Kennslan er þess eðlis að
hún hrindir af sér öllu eins og vatni
af gæs. Við verðum í raun að hag-
ræða vinnutímanum þannig að hún
skemmi ekki allt út frá sér.“
- Þær raddir hafa heyrst að Há-
skóli íslands sé ekki góður?
„Þetta er eini háskólinn og þar
með er hann bæði bestur og verstur
á íslandi. Sumt hér við Háskólann
er veralega gott og annað ekki. Það
er engin tilviljun að það sem er verst
að mínu mati eru þær greinar sem
hafa minnstu rannsóknimar, þar sem
rannsóknarþolið er minnst, vegna
þess að freistingamar eru mestar
um skjótfenginn gróða annars stað-
ar. Þar hafa menn komist upp með
það að stunda kennslu sem er ekki
byggð á vísindalegum grunni þannig
að úr verður undirmálskennsla. Þetta
sést, en er sem betur fer ekki al-
gengt.
Ég tel mig þrátt fyrir stutta vist
héma, geta greint þetta. Bestu há-
Morgunblaðið/RAX
PRÓFESSORINN.
Eftir að hafa gengið um hluta
eðlisfræðistofu fram hjá ein-
kennilegum tækjum og óskilj-
anlegum, setjumst við prófess-
orinn inn á skrifstofuna með
viðeigandi vísindasvip. Veg-
girnir era þaktir málverkum
eftir hann sjálfan, vini og vanda-
menn. Myndir eftir Hafliða era tvær,
af konu og af karli. Konan, þótt í
myndlíki sé, mun vera sú eina meðal
eðlisfræðinganna.
Sveinbjörn Bjömsson rektor hafði
orð á því eitt sinn að innan veggja
Háskólans leyndust afar skemmti-
legir menn, fróðir og með hin ólíkleg-
ustu áhugamál. Ég spyr Hafliða
hvort hann hafí eitthvað um þá stað-
hæfíngu að segja?
„Ég hef hitt marga afburða
skemmtilega, gáfaða og fróða menn
bæði innan og utan raunvísindadeild-
ar,“ segir Hafliði. „Fyrrverandi rekt-
or, Sigmundur Guðbjarnarson, hafði
þann sið að bjóða fólki úr ólíkum
deildum í kaffísamsæti. Það var afar
gaman og kynntust þar menn kolleg-
um sínum sem þeir sjá annars mjög
sjaldan. Þetta byijaði um svipað Ieyti
og ég kom hér nýr og var það gott
fyrir mig, því þá kynntist ég íjölda
manns nokkuð fljótt."
Háskólakennarar
Hafliði segir að samgangur milli
deilda sé að öðra leyti ekki mikill,
en úr því að við eram komin út í
alvarlegar kaffíumræður spyr ég
hann hvað háskólamenn spjalli yfír-
leitt um í kaffitímum.
„Við höfum nú ekki mikið af kaffí-
tímum," segir hann vandræðalega.
„Raunvísindastofnun er í mörgum
húsum og því hittumst við sjaldan
núorðið. Hér áður hittumst við ætíð
klukkan þijú, fóram beinlínis í kaffí
til að hitta menn, en svo var kaffí-
stofan lögð undir skrifstofu og okkur
gert að drekka okkar kaffí á fijálsum
markaði. Kaffiandinn þoldi það ekki.
Það var slæmt því kaffítímamir vora
nú einmitt til að efla stofnunarand-
ann.“
Raunvísindastofnun er sjálfstæð
stofnun innan Háskólans og hefur
eigin fjárhag. Hún skiptist í efna-
fræðistofu, jarðfræðistofu, jarðeðlis-
fræðistofu, reiknifræðistofu, stærð-
fræðistofu og eðlisfræðistofu, en
Hafliði hefur verið forstöðumaður
fyrir þeirri síðastnefndu frá árinu
1991.
Hann lauk fyrrahlutaprófí í eðlis-
verkfræði frá Háskóla íslands 1974,
doktorsprófi í sömu grein frá Háskól-
anum í Lundi í Svíþjóð 1982, starf-
aði við sama háskóla til 1983 og
varð ári seinna dósent við Háskólann
í Linköping. Á áranum ’84 til ’86
vann hann við rannsóknarstörf við
Lehigh háskólann í Bandaríkjunum
og varð prófessor við Háskóla ís-
lands árið 1987.
— Mér er sagt að þú sért alþjóð-
lega viðurkenndur, í hveiju felst slík
viðurkenning?
„Ég vil ekki nota þetta hugtak,
alþjóðleg viðurkenning, en hlutverk
Háskóla íslands er að stunda kennslu
og þær rannsóknir sem þarf til að
geta sinnt kennslu skammlaust.
Kennsla í háskóla verður ekki góð
nema að baki liggi eigin framlegar
rannsóknir á því efni sem kennt er,
og er rannsóknarskylda háskóla-
kennara jafnmikil og kennsluskyld-
an.
Sem betur fer er nú ríkari áhersla
lögð á rannsóknarsvið við ráðningu
kennara. Doktorspróf ætti ekki að
vera aðgöngumiði, heldur algjört Iág-
mark fyrir ráðningu, og síðan þær
rannsóknir sem viðkomandi hefur
stundað annað hvort í hópi eða sjálf-
ur. Hinn eðlilegi vettvangur raunvís-
inda til dæmis er birting í alþjóðleg-
um tímaritum. Eftir doktorspróf
starfaði ég nokkur ár erlendis og
náði að birta nokkum fjölda greina
í erlendum tímaritum, sem er í raun
fyrsta skylda rannsóknarmanns. Ég