Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 4
a m MORÖUNBLÁÐIÐ SÖNNUDAÖCR 14': FEBRÚÁR'1993 veikina við komuna til San Blas- eyjanna. Á myndinni fyrir neðan er kötturinn Miles á hraðsiglingu upp eina ána í krókódilaleit. ÓTTARR HRAFNKELSSON AMERÍSKUM MILLJÓNAMÆRINGI Ottarr með 2 pakka af hassi. En það rekur á land frá smyglbátum Kolumbíu. Tb' ■ •holualw Skutan Holualoa sérvitringu eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur I KARÍBAHAF, krónumiklir kókospálmar á hvítum kóraleyjum, hvað getur mann dreymt um rómantískara en svífa seglum þöndum á safírbláum sjónum í slíku umhverfi? Snertir þessi litauðuga lýsing ekki viðkvæma strengi í brjóstum ykkar lesendur góðir? Getið þið ímyndað ykkur að hægt sé að láta sér leiðast við slíkar kringum- stæður? „Víst er það ótrúlegt en oft var svo ólýsanlega leiðinlegt og tilbreytingalaust á þessari siglingu að það hálfa væri nóg,“ sagði Ottarr Hrafnkelsson sem nýlega er komin úr margra vikna siglingu um Karíbahaf, sem hann hefur reyndar áður siglt um mánuðum saman. „Auðvitað var líka stundum gaman, ég sá fram- andi staði og fólk sem ég hefði ella aldrei augum litið,“ sagði Ótt- arr ennfremur. Allt byijaði þetta með því að Óttarr kynntist millj- ónamæringi frá Hawaii, sem bauð honum með sér í siglingar. „Ég kynntist þessum manni fyrir röð tilviljana eins og gengur,“ sagði Ottarr í samtali við blaðamann Morgunblaðisins. . ~ . Kunoindíánakona með fjögur börn sín. Mólastykki eru saumuð framan á kjóla kvenn- anna. Á efri myndini gæða Bill og Nicky sér á kókoshnetum á San Blas-eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.