Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
B 5
Ef grannt er skoðað nær for-
saga þessarar ferðar allt
aftur til þess þegar Óttarr
fór í siglingaklúbbinn Ými
í Kópavogi þegar hann flutti þangað
með foreldrum sínum og systkinum
tíu ára gamall fyrir röskum fimmtán
árum. „I siglingaklúbbnum kynntist
ég Gunnari Hilmarssyni sem átti
skútuna Súlu. Árið 1988 sigldi ég
með Gunnari og konu hans Amöndu
frá Kanaríeyjum til Grænhöfðaeyja
o'g þaðan til Recife í Brasilíu," segir
Óttarr. „Við vorum þrjú, auk 10
mánaða gamals sonar þeirra. Ég
flaug heim frá Recife en þau sigldu
áfram upp með strönd Brasilíu og
upp Amasonfljótið og enduðu á
Grenada. Eftir það komu þau heim.
Árið 1990 buðu þau mér að fara út
og sigla, þá stóð til að við sigldum
jafnvel tii Mimai og reyndum að
selja bátinn þar. Það fór þó svo að
ekkert varð af þeirri siglingu. Ég fór
hins vegar ásamt Heiðdísi systur
minni fljúgandi til Grenada haustið
1990. Við bjuggum um borð í skút-
unni sem lá við akkeri fyrir utan
höfnina og biðum eftir varahlutum
sem aldrei komu. Dagarnir liðu við
það að dútla í bátnum og skoða sig
um. Að tveimur mánuðum liðnum
fór Heiðdís heim og ég varð æ leið-
ari á iðjuleysinu. Ég hafði kynnst
þarna Bill, sem var milljónamæring-
ur frá Hawaii, og franskri sambýlis-
konu hans sem Agnes heitir. í sam-
ræðum við þau gat ég þess að ég
væri orðinn uppgefinn á þessum
kyrrsetum og væri að hugsa um að
fara heim til íslands. Þau Bill og
Agnes höfðu siglt frá Frakklandi
yfir Atlantshafið og með viðkomu í
Grenada sem stóð í eitt ár. Þaðan
ætluðu þau gegnum Panamaskurð-
inn til Hawaii. Þau vantaði mann í
áhöfn og þegar þau fréttu að ég
væri á leiðinni heim spurðu þau hvort
ég vildi ekki sigla með þeim til
Hawaii ég sló til og var á siglingu
með þeim í þrjá mánuði."
Margir velta því fyrir sér hvernig
fólk fari að því að kljúfa það fjár-
hagslega að sigla mánuðum saman
um heimsins höf. „Það þarf ekki að
vera dýrt að lifa á þennan hátt, það
er hægt að fara á markaðinn og
borða það sama og innfæddir, á hinn
bóginn er hægt að fá í stórmörkuð-
um nánast allt það sama og maður
fær hér í Hagkaupum,“ segir Ótt-
arr. „En auðvitað getur rekstrar-
kostnaður á skútu verið heljar mik-
ill. í sumum skútum eins og skút-
unni hans Bills eru til öll þau tæki
sem nöfnum tjáir að nefna en þá
eru eigendurnir venjulega vellríkir.
Sjálfur fékk ég ekkert kaup en frítt
uppihald og ferðir."
Gerir hið einfalda flókið
Óttarr hefur yfirleitt verið við sigl-
ingar á sumrin, þótt ekki hafi hann
neitt próf í þeim fræðum. Hann er
hins vegar lærður kokkur. „Það hef-
ur oft verið vinsælt að geta brugðið
fyrir sig eldamennskunni á sjónum.
I ferðinni sem ég er nýlega kominn
úr hafði ég þó ekki brúk fyrir þann
lærdóm því á siglingunni var með
okkur kokkur, ensk kona að nafni
Nicky," segir Öttarr. „Við vorum því
fjögur ásamt kettinum Miles sem
lögðum upp frá Curacao. Ég hafði
fengið bréf frá Bill í bytjun október
á síðasta ári þar sem hann bað mig
að sigla með honum og Agnesi sam-
býliskonu hans á skútunni þeirra frá
Curacao til Panama, gegnum skurð-
inn og til Costa Rica. Ég sló til og
var fyrr en varði kominn aftur um
borð í skútuna Holualoa. Hún dregur
nafn af heimabæ Bills á Hawaii og
er 40 feta löng. Hún er tvíbolungur
með þremur svefnkáetum og einni
káetu sem eldað er í og gegnir líka
hlutverki dagstofu. í skútunni eru
tvær vélar, hvor í sínum skrokki."
Bill skútueigandi er að sögn Ótt-
arrs elskulegur maður en mikill sér-
vitringur. „Hann er einn af eigend-
um fjölskyldufyrirtækis og á það
mikið af milljónum að hann þarf
ekki að hafa áhyggjur af einu né
neinu,“ segir Óttarr. „Hann er ágæt-
is náungi en ákaflega rólegur í tíð-
inni. Agnes er prýðismanneskja líka.
Hún er að gerðinni til ólíkt hressari
í bragði en hann. Það er beinlínis
ólýsanlegt hve rólegur hann er. Hjá
öllu venjulegu fólki tók klukkutíma
að fylla vatnstanka í skútu eins og
Holualoa. Bill tókst að gera þetta
að tveggja daga verefni. Hann byij-
aði á að spá í vindinn, hvort kannski
væri of hvasst. Síðan hugsaði henn
lengi um hvernig ætti að sigla upp
að bryggjunni og svo mætti lengi
telja. Honum tókst ævinlega að gera
einfalda hluti óendanlega flókna og
tímafreka. Ég lét hann yfirleitt um
allar þessar „spekúlasjónir“. Þegar
hann hafði loks ákveðið sig fór ég
og framkvæmdi það sem hann ósk-
aði eftir.
Ástamálin í ólestri
Milli Bill og Agnesar reyndist
ekki allt sem skyldi i þessari ferð.
Sambúð þeirra var reyndar farin að
versna þegar ég sigldi með þeim
tveimur árum fyrr. Nú hafði alveg
keyrt um þverbak. Bill gerði fátt til
að þóknast Agnesi og lét sér í léttu
rúmi liggja þótt hún yrði fýld fyrir
vikið. Andrúmsloftið var því oft
óþægilegt um borð í skútunni og
ferðin sóttist seint. Allt þetta stuðl-
aði að því að siglingin var sjaldnast
skemmtileg og stundum allt að því
óbærilega leiðinleg. Auk þess var
ég, sjóhundurinn sjálfur, hræðilega
sjóveikur fjóra daga samfleytt, frá
Áruba til San Blas-eyjanna.
í Aruba höfðum við orðið að bíða
eftir varahlutum vegna óhapps í
tvær vikur. Fyrir Bill er seinkun
Agnes í siglingaklúbbnum
Balbóa í Panama.
ekkert mál, jafnvel þótt það væri
árs seinkun, honum er nákvæmlega
sama. Hann býr um borð í skútunni
og fer helst aldrei úr henni ótilneydd-
ur. Það sem hann gerir um borð er
að reykja sígarettur, drekka bjór,
lesa bækur og sofa. Svona lifir hann
lífinu og Agnes sambýliskona hans.
Um borð voru staflar af afþreyingar-
bókum. Öðru hvoru hittum við fólk
af öðrum skútum. Þá skiptum við á
bókastöflum. í siglingaklúbbum er
líka eins konar skiptibókaþjónusta,
maður kemur kannski með tíu bæk-
ur og fær jafnmargar í staðinn.
Mest allur tíminn sem ég var í
þessari síðustu siglingu um Karíba-
haf fór í bið, eftir ýmiskonar tækj-
um, varahlutum eða bara einhveiju
öðru. Það gerðist nánast aldrei neitt.
Dagarnir liðu í orðsins fyllstu merk-
ingu hægt og rólega. Það mátti ekki
einu sinni sigla of hratt, þá var far-
ið að minnka seglin. Ég las mikið,
milli þess sem komið var í land á
aðskiljanlegum eyjum. Lengst af
vorum við á San Blas-eyjunum. Þar
er mjög sérkennilegt umhverfi. Bill
var ekki áíjáður í skoðunarferðir svo
ég fór oft einn í land. Að ferðast
með skútu um þessar slóðir er allt
öðru vísi en að koma þarna með
skemmtiferðaskipi eða flugvél. Á
skútu er hægt að fara á afskekkta
staði sem enginn ferðamaður fer
venjulega um. Það er er óneitanlega
skemmtilegt.
Eiturlyf rekur á land
Á San Blas-eyjunum búa Kuna-
indíánar. Þeir tala sitt eigið tungu-
mál en tala flestir spænsku líka.
Eyjarnar tilheyra Panama en íbúarn-
ir hafa heimstjórn. Gegnum tíðina
hafa Panamamenn öðru hvoru reynt
að ná yfirráðum af indíánunum en
það hefur ekki tekist. Lífið á þessum
eyjum er mjög frumstætt, þar er
ekkert rafmagn nema ljósarafmagn
á stærstu eyjunni og lítið er um
vatn. Fólkið notar báta sem eru
holaðir tijábolir og það býr í strákof-
um, kannski tvær fjölskyldur á eyju,
og flytur sig oft á milli eyjanna.
Margar þeirra eru afskekktar og
þess vegna hafa eiturlyfjasmyglarar
frá Kolumbíu notað þetta svæði til
þess að koma eiturlyfjapökkum sín-
um yfir á skip sem sigla með þau
áleiðis í dreifingu. Stundum detta
svona eiturlyfjapakkar í sjóinn og
rekur síðan á land. Indíánarnir neyta
eiturlyfjanna sjáldnast, heldur ýmis
skila þeim til yfirvalda, eins og skylt
er eða nota þau í skiptimynt fyrir
eitthvað annað. Á eyjunum vaxa
kókoshnetur, indíánarnir lifa á af-
urðum kókospálmans. Þeir búa líka
til og selja svokallaða móla, sem eru
ferhyrnd, útsaumuð bómullarstykki
sem indíánakonurnar sauma framan
og aftan á kjólana sína. Mjög marg-
ir af þessum indíánakynþætti eru
albínóar. Karlkyns albínóar eru
sagðir sauma fallegustu mólana. Við
stunduðum vöruskiptaverslun við
indíánana. Létum þá hafa matvörur,
svo sem spaghetti, og einnig blöðrur
og fengum móla í staðinn. Ég keypti
eina 18, mjög skrautlega sem ég er
að hugsa um að láta setja saman
sem veggteppi. Kyrrahafsmegin eru
annar indíánakynþáttur sém selur
mjög fallegar hálsfestar úr perlum.
Konur af þeim kynþætti ganga með
perlubönd svo þéttvafín um fótlegg-
ina að þeir verða örmjóir. í þessari
ferð var tvennt verulega skemmti-
legt. Að koma á þessar eyjar var
hið fyrra.
Hið seinna var að fara í gegnum
Panamaskurð og koma til Panama-
borgar, sem er Kyrrahafsmegin í
landinu. Atlantshafsmegin er hafn-
arborgin Colon. Báðar þessar borgir
eru mjög hættulegar, sú síðarnefnda
þó enn verri. Þar er ekki óhætt að
ganga nokkur fótmál, þar er ráðleg-
ast að fara allra sinna ferða í leigu-
bíl. í Panamaborg er ekki hyggilegt
að vera á ferli með armbandsúr á
sér, þar drepa menn fyrir minna en
það. í Panama var ég nærri dauður,
þó ekki af völdum glæpamanna held-
ur fékk ég hræðilega matareitrun
og lá í heilan sólarhring milli heims
og helju. Það var eina hættan sem
að mér steðjaði alla ferðina.
Ég yfirgaf Holualoa þegar við
vorum stödd í siglingaklúbbnum
Pedro Migual, sem er innan Panama-
skurðarins. Þá var mér orðið ljóst
að við myndum ekki komast til Costa
Rica næstu mánuðina. Ég var þá
orðin gersamlega uppgefinn á þess-
ari hægferð allri. Ég kveið orðið
fyrir að vakna á morgnana og tak-
ast á við þennan ólýsanlega seina-
gang allan. Fólk sér gjarnan Karíba-
haf og eyjar þess fyrir sér sem
draumaparadís og víst er þar yndis-
legt umhverfi. En að dóla þar fram
og aftur í því undarlega staðnaða
andrúmslofti sem ríkti um borð í
Holualoa læknar mann af þeirri róm-
antík. Ég tilkynnti eftir tveggja
mánaða siglingu að ég ætlaði heim
og enginn sagði svo sem neitt við
því. Eg hef ekkert af bátafólkinu
frétt síðan ég fór. Ég er handviss
um að skútan vaggar sér enn á bár-
unum í kringum Panama en ég er
dauðfeginn að vera aftur kominn inn
í atburðarásina hér heima á íslandi.“
TILBOÐ
ÓSKAST
í Nissan P/U 4x4, árgerð ’91 (ekinn 12 þús.
mílur), Lada 2105, árgerð ’91 (ekinn 10 þús.
km.), Jeep Wrangler 4x4 (tjónabifreið), árgerð
’91 (ekinn 3 þús km.) og aðrar bifreiðar, er
verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn
16. febrúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Aðalfundur
1993
Skeljungurhf.
Shelí einkaumboð
Aðalfundur Skeljungs hf.
verður haldinn föstudaginn
12. mars 1993 í Átthagasal
Hótel Sögu, Reykjavík, og
hefst fundurinn kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.
16. grein samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur
og reikningar félagsins munu
liggja frammi á aðalskrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn
verða afhent á aðalskrifstofu
félagsins Suðurlandsbraut 4,
6. hæð, frá og með 5. mars til
hádegis á fundardag, en eftir
það á fundarstað.
UTSALAN
ER
HAFIN
Lopi + band
Ullarvörur
Gjafavörur
ÁLAFOSSBÚÐIN
Vesturgötu 2, sími 13404